Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
-
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ:
Skoða þarf fyrirkomulag
samninga við f lugmenn
Atriði í samkomulagi f lugmanna og Flugleiða
kann að vera á svig við bráðabirgðalögin
Morgunblaðið/Júlíus
Frá slysstað. Eins og sést á myndinni er framrúða Fiatsins brotin
eftir að höfuð ökumannsins, sem notaði ekki öryggisbelti, skall á
henni.
Tveir menn slösuð-
ust í umferðarslysi
„Þau tvö atriði sem talsmaður fjármálaráðuneytisins telur að
stangist á við bráðabirgðalögin snúa annars vegar að 25 þúsund
króna eingreiðslu, sem er endurgjald fyrir breytingu á kjarasamn-
ingi sem lengir heimilaða fjarvist flugmanna um helming. Þessi
breyting hefur feiknalega þýðingu fyrir möguleika félagsins að taka
að sér leiguflugsverkefni erlendis og það var mat félagsins að þarna
væri um slétt skipti að ræða. Það sparar sér verulega fjármuni i
flutningi flugáhafna og því sé um einföld kaup á réttindum að tefla.
Við teljum að bráðabirgðalögin standi ekki í vegi fyrir þvi að slík
hagræðing eigi sér stað, en hvort það hentar i rekstri Landhelgis-
gæslu get ég ekki sagt um,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands um þá fullyrðingu að
samkomulag Flugleiða við Félag íslenskra' atvinnuflugmanna stang-
ist á við bráðabirgðalögin.
TVEIR slösuðust í umferðarslysi
á mótum Sætúns og Kringlumýr-
arbrautar um klnkkan 18 í gær.
Volkswagen Golf-bifreið var ekið
norður Kringlumýrarbraut og beygt
í veg fyrir Fiat-bifreið, sem ekið
VEÐUR
var austur Sætún. Ökumenn beggja
bflanna voru fluttir á slysadeild.
Ökumaður Fiatsins hafði öryggis-
belti ekki spennt. Við áreksturinn
skall höfuð hans í framrúðuna,
braut hana og fékk maðurinn af
talsverða áverka í andliti.
„Hitt atriðið snýr að álagi á laun
sem flugmenn hafa nokkur síðustu
ár haft vegna handbókanotkunar
og handbókaumsjár. Þetta gjald
hefur verið hundraðshluti af laun-
um. Það breyttist núna í fasta
krónutölu, þó þannig að það hækk-
aði ekki gagnvart launum þeirra
sem hæstir voru. Yngri flugmenn
njóta þvf góðs af. Ég get út af fyr-
ir sig verið sammála því að þetta
kunni að vera á svig við bráða-
birgðalögin, en stórt frávik getur
það ekki talist. Það kann hins veg-
ar vel að vera að aldursdreifing
flugmanna Landhelgisgæslunnar sé
með einhverjum öðrum hætti en-
aldursdreifíng flugmanna Flug-
leiða, þannig að svona breyting
hafí önnur kostnaðaráhrif í för með
sér hjá Landhelgisgæslunni gagn-
vart þessum níu starfsmönnum
hverra kjaramál hafa nú tröliriðið
þjóðinni undanfama daga, heldur
en gildir hjá Flugleiðum,“ sagði
Þórarinn.
„Ég hygg að mörg lög í landinu
hafí verið brotin í meira mæli á
þessu sumri en bráðabirgðalögin
hvað þessi atriði varðar. Þetta sýn-
ir hins vegar í hnotskum að bein-
tenging launa flugmanna Land-
helgisgæslunnar og fleiri félaga við
laun samkvæmt kjarasamningum
Flugleiða og stéttarfélags flug-
manna er afar óhentugt fyrirkomu-
lag. Þessi reynsla og stöðugt endur-
teknu kjaradeilur flugmanna Land-
helgisgæslunnar, sem em félagai í
FÍA, hljóta að kalla á endurskoðun
og endurmat á fyrirkomulagi kjara-
samninga við þessa starfsstétt og
við fyrir okkar parta emm tilbúnir
til samstarfs við ríkisvaldið um að
gera samning við alla atvinnuflug-
menn í einu lagi. Ég hygg að það
væri farsælasta lausnin til frambúð-
ar,“ sagði Þórarinn ennfremur.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra og Björn Friðfinnson stjórnar-
formaður Bifreiðaskoðunar íslands hf. skrifa undir samning um
yfirtöku félagsins á skoðun og skráningu ökutækja.
Bifreiðaskoðun íslands hf.
IDAGk/. 12.00: '
r r r ' '
. Heimild: Veðurstofa islands
' (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 11.ÁGÚST1988
YFIRLIT I GÆR: Norðaustan af Jan Mayen er 1.022 mb haað en
hægfara 955 mb lægð á sunnanverðu Grænlandshafi og önnur
álfka djúp um 400 km suður af Hornafirði hreyfist vestnorðvestur.
Hiti breytist lítið.
SPÁ: Austan og norðaustan-átt, sums staöar stinningskaldi við
suður-ströndina, annars gola eða kaldi. Rigning eða súld við aust-
ur- og suður-ströndina og sums staðar síödegisskúrir inn til lands-
ins á Suðvesturlandi. Bjart og víða þurrt á Norður- og Vestur-
landi. Hiti ó bilinu 10 til 18 stig.
VEBURHORFUR NÆSTU DAGA
WORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg austlæg
átt um land allt. Lítilsháttar súld við norður- og austurströndina,
en síðdegisskúrir sunnanlands. Sennilega þurrt og bjart á Vestur-
og Norðvesturlandi. Híti verður á bilinu 9 til 16.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Q* Hálfskýjað
A__
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / ■»
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
■j 0 H'rtastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir «
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
» , » Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík htti 18 14 veður léttskýjaö skúr
Bergen 16 alskýjað
Helsinki 17 rigning
Kaupmannah. 23 léttskýjað
Narssarssuaq 8 rigning
Nuuk 7 hálfskýjað
Ösló 22 skýjað
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshöfn 10 þoka
Algarve 27 heiðskirt
Amsterdam 23 mistur
Barcelona 28 lóttskýjað
Chicago 24 þokumóða
Feneyjar 29 hsiðskfrt
Frankfurt 28 hálfskýjað
Glasgow 16 rigning
Hamborg 19 þokumóða
Las Palmas 26 léttskýjað
London 20 alskýjað
Los Angeles 17 alskýjað
Lúxemborg 25 skýjað
Madríd 32 lóttskýjað
Malaga 30 heiðsklrt
Maltorca 31 léttskýjað
Montreal 26 mlstur
New Vork 27 mistur
Paris 27 skýjað
Róm 28 heiðskírt
San DJego 19 alskýjað
Winnlpeg 18 lóttskýjað
Samið um skoð-
un og skráningu
JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- Félagi bifvélavirkja og Félags
herra undirritaði i gær samning
við Bifreiðaskoðun íslands hf.
um skoðun og skráningu öku-
tækja. Bifreiðaskoðun íslands hf,
tók til starfa fyrir skömmu en
tekur að fullu til starfa þegar
skoðunarstöð í Reykjavík er til-
búin.
Skipuð hefur verið stjóm hlutafé-
lagagsins. Formaður er Björn Frið-
fínnsson aðstoðarmaður dómsmála-
ráðherra, en aðrir stjómarmenn eru
Haukur Ingibergsson, Guðmundur
Hilmarsson, Stefán Oddur Magnús-
son, Bjöm Ómar Jónsson, Einar
Sveinsson og Ingi R. Magnússon.
Björn Friðfínnsson sagði við
Morgunblaðið að reiknað væri með
að skoðunarstöðin yrði tilbúin á
fyrri helmingi næsta árs. Enn ætti
eftir að taka mikilvægar ákvarðan-
ir um hvemig staðið yrði að skoðun
á bifreiðum utan höfuðborgarsvæð-
isins. Gert er ráð fyrir að félagið
taki að sér sölu á nýjum númera-
plötum bifreiða.
Hlutafé fyrirtækisins er 80 millj-
ónir og á ríkissjðður helming hlut-
a§ár, tryggingafélögin eiga fjórð-
ung og Bflgreinasambandið ásamt
íslenskra bifreiðaeigenda eiga fjórð-
ung. _____ t _____
Evrópumót yngri
spilara í brids:
Islending-
umg’engur
ekki vel
ÍSLENSKA liðið á Evrópumóti
yngri spilara í brids tapaði leikjum
sinum f 11. og 12. umferð og var
þá með 152 stig. Svíar og Norð-
menn virðast ætla að berjast um
sigurinn.
ísland tapaði fyrir Norðmönnum,
11-19, í 11. umferð og stðan tapaði
liðið fyrir Spánveijum, 8-22. Þau
úrslit ollu talsverðum vonbrigðum því
Spánverjar eru langneðstir á mótinu
þrátt fyrir þennan sigur. í gærkvöldi
spilaði íslenska liðið við Tyrki.
Eftir 11 umferðir voru Svíar efstir
með 217 stig og Norðmenn höfðu
214 stig. ítalir voru með 201 stig,
Grikkir 199 og Frakkar 198.