Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
HÁR-
VÖRURNAR
HAFA
SÉRSTÖÐU
Próteinbætti Manex
hárvökvin'n samanstendur af
22 amínósýrum sem inni-
halda nægilega lítil mólikúl
til að komast inn í hárslíðrið
og næra hárrótina með
hreint undraverðum árangri.
Virkni próteinbætta
hárvökvans er ótvíræð:
/
/
/
/
Hárvökvinn stöðvar hárlos í
allt að 100% tilvika.
Flasa hverfurí 100% tilvika.
I 73% tilvika hefur Manex
hárvökvinn endurheimt hár
í hársverði þar sem lífsmark
er enn með hárrótinni.
Með því að bæta hár-
vökvanum í permanentfesti,
næst langvarandi ending
permanents í þunnu hári.
/
/
Próteinbætti Manex hár-
vökvinn dregur úr exemi í
hársverði.
Hárvökvinn lífgar og styrkir
hár sem er þurrt og slitið
eftir efnameðferð.
Manex hárlxkninga-
vörumar samanstanda af
sjampó, hárnxringu, vítamín-
töflum og próteinhættum
hárvökva og fást á flestum
rakara- og hársnyrtistofum
um land allt.
Innflutningur og dreifing á góðum matvörum
salatið, grænmetið, forréttinn eða til
að steikja úr. Góður matur þarfnast
góðrar ólífuolíu, sem heitir Bertolli.
Bertolli er 100% hrein ólífuolía og án
kólestols. BertoIIi ólífuolían er ein mest
selda ólífuolía í heimi og gerir nú víð-
reist í íslenskum
sælkeramat.
Þú velur vel með
Bertolli ólífuolíu.
©
VORUMfÐSTÖÐ
HEILDSÖLUBIRGÐIR
UMBOÐS- 0G HEILDVERSLUN
SlMI 680630
XJöföar til
X JLfólks í öllum
starfsgreinum!
A Lista-
safni
Islands
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Rétt þykir mér að minna á að
nú eru síðustu forvöð að skoða sýn-
ingu verka Marc Chagalls í Lista-
safni íslands.
Það verður bið á því að slík sýn-
ing rekist hingað á verkum þessa
listamanns, sem eru öll í eigu dótt-
ur hans, Idu, því að stöðugt eykst
eftirspumin eftir því sem söfnum
og listamiðstöðvum fjölgar í heimin-
um.
Það er og ekki víða, sem mögu-
legt er að sjá jafn mörg Chagalls
á einum stað en verk hans eru
dreifð um allan heim.
Hér er því um einstakt tækifæri
að ræða til að kynnast frumverkum
þessa ástsæla listamanns og góður
forsmekkur að því að skoða einstök
höfuðverk hans á hinum stóru lista-
söfnum ytra.
Þess má og geta hér að víða í
útlandinu leggja menn á sig langar
ferðir til að berja slíkar sýningar
augum og yfirleitt er múgur og
margmenni á þeim alla daga.
Eru það eiginlega sérstök forrétt-
indi, að geta skoðað slíka sýningu
í ró og næði og hvað þá aleinn eins
og gerist suma -virka daga þótt
aðsókn sé góð um helgar. A þessu
sviði hefur þróunin ekki orðið söm
hér og í útlandinu þar sem menn
þurfa sumstaðar að kaupa að-
göngumiða með nokkurra daga fyr-
irvara og er hleypt inn í smá hópum.
Og ekki skyldu menn láta það
aftra sér þótt það kosti nokkur
hundruð krónur inn á sýninguna
því að vilji menn sjá frumverk þessa
Elías B.
Halldórs-
son sýnir í
Bókasafni
Kópavogs
SYNING stendur nú yfir i lista-
stofu Bókasafns Kópavogs á 11
olíumálverkum eftir Elías B.
Halldórsson.
Elías er listunnendum að góðu
kunnur. Hann er fæddur í Borgar-
fírði eystra 2.12. 1930, stundaði
nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1955 til 1958, síðan fram-
haldsnám við listaakademíuna í
Stuttgart í Þýskalandi og við Kon-
un'glegu listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn.
Hann hélt sína fyrstu sýningu í
Bogasal þjóðminjasafnsins 1961.
Síðan heftir hann haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Er skemmst að minnast stórrar
sýningar sem hann héit á Kjarvals-
stöðum 1985 og einkasýningar í
Gallerí Borg í aprfl síðastliðnum.
Elías hefur lengst af búið á Sauð-
árkróki, en býr nú í Kópavogi.
Sýningin er opin á sama tíma
og bókasafnið, mánudaga til föstu-
daga kl. 9—21, og stendur hún út
ágúst.
Bókasafnið er til húsa í Fannborg
3—5, aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
(Fréttatilkynning)