Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
n
„Maðurmn með langa nefið“,
1919, búningateikning.
meistara kostar það flugferð til
útlanda auk uppihalds og annars
tilfallandi kostnaðar. Og enginn
lætur sig dreyma um slíkt fyrir litl-
ar þijú hundruð krónur!
Þá ber og að geta þess að annar
salurinn á efri hæð hefur verið tek-
inn undir þá sem gleymdust eða
komust ekki að vegna lítils húsrým-
is við opnun safnsins og mun það
vonandi vera þeim nokkur sárabót.
Fólk getur og bætt við þekkingu
sína og yfírsýn með skoðun þessar-
ar viðbótar.
Þá hangir uppi á vegg efri hæð-
ar stór ný mynd eftir Erró, sem ber
breyttum viðhorfum í innkaupum
safnsins vitni.
Einstaklega sterk verk eftir
frumheijana Kjarval og Jón Stef-
ánsson getur að líta á neðri hæð
og eru góð viðbót við sumarsýning-
ar á landslagsverkum þeirra á
Kjarvalsstöðum og í Norræna hús-
inu.
Listasafn íslands er svo sannar-
lega heimsóknar virði að menn
gleymi ekki menningarlegri kaffí-
stofunni með sfnum heimabökuðu
kökum né bókasafninu, sem nú mun
aftur hafa opnað eftir sumarlokun
í júlí...
'-----------------------------------
Foxtrot frum-
sýnd 25. ágúst
Forráðamenn Frostfilm hf
hafa gert samning við Árna
Samúelsson forstjóra um sýning-
ar á nýrri íslenskri kvikmynd,
Foxtrot, hér á landi. Foxtrot
verður frumsýnd 25. ágúst í A
sal Bíóborgarinnar, en myndin
verður einnig höfð til sýninga í
Bíóhöllinni i Reykjavík.
Foxtrot er spennumynd, en með
aðalhlutverk í henni fara Steinarr
Ólafsson, Valdimar Öm Flygering
og María Ellingsen. Sem kunnugt
er var heimsdreifíngarréttur mjmd-
arinnar seldur á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes fyrr á þessu ári.
Úr íslensku kvikmyndinni Foxtrot. Hér má sjá aðalleikarana Stein-
arr Ólafsson, Maríu Ellingsen og Valdimar Örn Flygering í bak-
grunni.
Vesturland:
Móttaka á
vegnm Heyrnar-
ogtalmeina-
stöðvar íslands
MÓTTAKA verður á vegum
Heymar- og talmeinastöðvar fs-
lands í Búðardal og Stykkishólmi
dagana 16. og 17. ágúst. Þar fer
fram greining heyraar- og tal-
meina og úthlutun heyraartækja,
segir í frétt frá Heyraar- og tal-
meinastöð íslands.
Sömu daga að lokinni móttö-
kunni verður aimenn lækningamót-
taka sérfræðings í háls- nef- og
eymalækningum. Tekið verður á
móti viðtalsbeiðnum hjá viðkomandi
heilsugæslum.
(Úr fréttatilkynningu)
Ný
husgagnaverslun við
Rauoarárstíg 14
(á horni Laugavegs) ^
Útskálar hafa nú opnað hús-
gagnaverslun í Reykjavík með
óvenju glœsilegum húsgögn-
um í háum gæðaf lokki en á
ótrúlega hagstæðu verði
Hérerörlítið
sýnishorn af öllu
þvísem til er
á rúmlega
600fermetrum
HÚSGAGNAVERSLUN HÚSGAGNAVERSLUN
Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-11755 Rauðarárstíg 14, Reykjavík, sími 91 -622322