Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 17
Allir ungar
á Mývatni
drápust nema
toppandar
LOKIÐ er talningn fugla á Mý-
vatni eftir ungadauðann mikla í
sumar. Að sögn Árna Einarsson-
ar líffræðings hafa einungis
toppendur komið ungum á legg,
en aðrir ungar finnast ekki á
Mývatni. Toppöndin lifir á
hornsílum sem hafa fjölgað sér
mikið i ár. Að sögn Árna er hugs-
anlegt að þær andategundir sem
orðið hafa fyrir þyngstum búsifj-
um snúi ekki aftur úr vetrardvöl
á Bretlandseyjum heldur freisti
gæfunnar á öðnun stöðum.
í vor voru talin um 8000 pör
kafanda á vatninu. Þessir fuglar
sækja næringu á botn vatnsins, í
smá krabbadýr og mýlirfur. Orsök
minni átu er á huldu en hugsanlega
kann offjölgun homsíla sem nærast
á sömu fæðu að spila inn í. Silungs-
veiði I vatninu hefur verið afburða-
léleg í sumar.
Andastofnamir urðu fyrir viðlfka
áfalli árið 1983, þótt ungadauðinn
yrði þá ekki jafn mikill. Þá um vorið
verptu um 6000 pör skúfandar, en
ári síðar skiluðu aðeins 3000 pör
sér. Skúföndin hefur staðið í stað
sfðan, í sumum andategundum hef-
ur fækkað en aðrar vom byijaðar
að rétta úr kútnum þegar áfallið
dundi yfir í vor.
„Það kæmi engum á óvart þótt
endumar yrðu umtalsvert færri
næsta vor. Fullorðni fuglinn stendur
af sér mikinn átuskort og hefur
fleiri úrræði en ungamir, sem vesl-
ast upp og deyja. Endumar sjá hins-
vegar litla ástæðu til að leita aftur
þangað sem þeim hefur liðið illa,"
sagði Ámi.
Líffræðingar standa nánast ráð-
þrota frammi fyrir slíku tilfelli.
Mývatn er eitt þekktasta varpsvæði
anda í veröldinni, en undanfama
*tvo áratugi hefur andastofninn
þrisvar hmnið. Fyrsta áfallið dundi
jrfir árið 1974, annað 1983 og hið
þriðja í vor. Áð sögn Áma hefur
hópurinn sem safnar gögnum um
lífríkið í Mývatni að staðaldri ekki
bolmagn til að stunda gmndvallar-
rannsóknir á orsökum slfks vanda.
„Ef þetta ástand varir í nokkur
ár er fyrirsjáanleg algjör ördeyða f
Mývatni. Það tekur nokkum tíma
fyrir stofnana að ná sér aftur og
þeir þola ekki átuskort mörg ár í
röð,“ sagði Ámi.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
17
Hvergi annars staðar
eru greinar eins og