Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
23
Vopnahléð við Persaflóa:
350 friðargæsluher-
menn frá 24 löndum
New York-borg, Reuter.
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa greint frá því að 24 lönd muni sjá
samtökunum fyrir friðargæsluliðum, sem fylgjast munu með vopna-
hléi írana og Iraka. Allsherjarþing SÞ kemur saman í næstu viku
til þess að ræða hvemig fjármagna skuli aðgerðina. Vopnahléð, sem
tilkynnt var um á mánudag, hefst hinn 20. ágúst og er vonast til
þess að þar með sé hinu átta ára langa Persaflóastríði lokið.
Hvert landanna 24 mun að líkind- til þess að fylgjast með vopnahlénu
um sjá SÞ fyrir 10-15 herforingjum og brottflutningi hermanna írans
Gyðingar á Bretlandi:
Deilur vegna T.S. Eliots
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
í næsta mánuði verða 100 ár liðin frá fæðingu T.S. Eliots, eins af
stórskáldum aldarinnar, og verður þess minnst með ýmsum hætti.
Nokkrir þekktir breskir gyðingar fara fyrir fjársöfnun til bókasafns
í London, en Eliot var forseti stjórnar þess lengi. Gyðingar hafa
andmælt þessu og segja að gyðingahaturs gæti í elstu verkum Eliots.
Reuter
Orrastuþotur af gerðinni Tomado í samflugi . Þotur af þessari
gerð rákust saman á flugi í fyrrakvöld og biðu áhafnir beggja, fjórT
menn, bana.
Fjórir herflug-
menn týndu líf i
Goodman, lávarður og viðskipta-
jöfur, og Sir Isaiah Berlin, heim-
spekingur, eru í forsvari fjársöfnun-
Canaveralhöf ði:
Gangsetning
hreyfla geim-
ferjunnar
velheppnuð
Canaveralhöfða, Bandarikjunum. Reuter.
HREYFLAR geimfeijunnar Dis-
covery vom ræstir í gær og tókst
tilraunin vel, að sögn talsmanns
bandarísku geimferðastofnunar-
innar, NASA.
Gangsetningin var mikilvægur
hlekkur í undirbúningi fyrsta geim-
skots geimfeijunnar í hálft þriðja
ár. Hreyflamir voru í gangi í 20
sekúndur og þótti það tilkomumikil
sjón að sjá eldtungumar standa
neðan úr feijunni og reykjarbólstr-
ana breiðast út frá skotpallinum.
Sjón af þessu tagi hefur ekki
sézt á Canaveralhöfða frá því geim-
feijunni Challenger var skotið á loft
28. janúar árið 1986, en sem kunn-
ugt er lauk þeirri ferð hörmulega;
geimfeijan splundraðist röskri
mínútu eftir að hún hófst á loft.
arinnar. Þeir' hyggjast safna um
átta milljónum íslenskra króna til
bókasafnis til styrktar námsmönn-
um og fræðimönnum til að nýta þá
aðstöðu sem þar er. Nú þegar hefur
safnast þriðjungur þeirrar upphæð-
ar.
Það að gyðingar fari fyrir fjár-
söfnuninni hefur vakið andúð ann-
arra gyðinga. David Nathan, að-
stoðarritstjóri Jewish Chronicle,
sagði að hann væri undrandi á að
gyðingar léðu nöfn sín til þessarar
söfnunar. „Ég er ekki að segja að
Eliot hafi verið hluti af útrýmingar-
búðunum; hann kynti ekki ofnana
og hefði hryllt við þeim.
En skoðanir hans höfðu engu að
síður áhrif á það fólk sem lökaði
dyrunum á þá sem hefðu getað flú-
ið þótt hann hafi ekki haft áhrif á
kyndarana.
Ég ber djúpa virðingu fyrir þeim
gyðingum sem standa fyrir þessari
fjársöfnun. Ég dáist að umburðar-
lyndi þeirra þótt ég geti ekki skilið
það né deilt því með þeim.“
Michael Hastings, höfundur
þekkts leikrits um Eliot og fyrri
konu hans finnst það skrýtið að
gyðingar skuli fara fyrir þessari
fjársöfnun. Gyðingahatur Eliots hafi
verið honum inngróið alla tíð.
Veijendur Eliots segja að skoðan-
ir hans hafí breyst eftir seinni heim-
styijöldina. Skoðanir svipaðar hans
hafi verið útbreiddar í Evrópu og
Bandaríkjunum fyrir stríð.
og íraks frá 1.200 km löngum
landamærum ríkjanna. Alls er um
350 óvopnaða eftirlitsmenn að
ræða.
Löndin 24 eru: Argentína, Aust-
um'ki, Ástralía, Bangladesh, Dan-
mörk, Finnland, Ghana, Indland,
Indónesía, írland, ítalfa, Júgóslavía,
Kanada, Kenýa, Malasía, Noregur,
Nígería, Nýja Sjáland, Pólland,
Senegal, Svíþjóð, Tyrkland, Ung-
veijaland, og Zambía.
Enn hefur ekki verið tilkynnt
hver verði yfírmaður þessa flokks
eða hvar aðalstöðvar hans verða.
Þrátt fyrir að eftirlitsmennimir
verði ekki nema 350, verða fleiri
menn þeim til halds og trausts;
vopnaðir hermenn til öryggisgæslu,
fjarskiptasveitir og flugmenn, sem
munu sjá um að flytja eftirlitsmenn-
ina milli staða. Er áætlað er að
þeir verði um 650, svo alls verða
um 1.000 manns á vegum SÞ við
friðargæslu á landamærum íraks
og írans.
London. Reuter
LÍK þriggja brezkra orrustuflug-
manna fundust í gær og hins
fjórða er enn saknað eftir árekst-
ur tveggja orrustuþota af gerð-
inni Tornado i Vatnahéraðinu í
Norðvestur-Englandi í fyrra-
kvöld.
Þotumar voru á æfíngaflugi í lítilli
flughæð og sögðust sjónan’ottar
hafa séð risastóran eldhnött á himni,
sem þykir benda til þes að þær hafi
rekist saman á flugi. Einnig fannst
brak flugvélanna á sama svæðinu,
sem rennir stoðum undir þá kenn-
ingu.
Tomado-þotumar eru uppistaðan
í flugflota Evrópuherja NATO. Bret-
ar, Vestur-Þjóðveijar og Italir
smíðuðu hana í sameiningu. Hún er
hljóðfrá og talin standa flestum þot-
um framar í lágflugshemaði.
Fyrir skömmu var ákveðið að
breyta ljósabúnaði þotunnar þar sem
flugmenn kvörtuðu undan því að
þeir ættu erfitt með að meta bil
milli flugvéía í samflugi.
Opnum í dag
kl. 9
Opnunartí mi:
Mánud. - fimmtud. kl. 9 - 1830
Föstud. kl. 9 - 2000
HAGKAUP
Seltj arnarnesi