Morgunblaðið - 11.08.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
Mannréttindadómstóllinn:
Brugðið á leik
Á hóteli einu í Sydney í Ástralíu er tígrisdýrið Sasha notað til
að auglýsa rómað morgunverðarborð gistihússins. Hér hefur
Sasha brugðið á leik við stúlkuna í móttöku hótelsins sem að
vonum bregst undrandi við.
Yfirvöld meina rúmensk-
um fulltrúa að silja fundi
Genf. Reuter.
RÚMENSKUR prófessor, sem sæti átti í undirnefnd mannréttinda-
dómstóls Sameinuðu þjóðanna, hefur greint nefndarmönnum frá því
bréflega að rúmensk yfirvöld hafi meinað honum að sækja fund sem
hann var boðaður til. Annar Rúmeni hefur tekið sæti prófessorsins
í nefndinni.
Talsmanni mannréttindadóm-
stólsins var tilkynnt að maðurinn,
sem heitir Dumitru Mazilu, væri
hjartaveikur og gæti því ekki verið
viðstaddur fundinn. Mazilu hefur
nú ritað mannréttindanefndinni
bréf, sem borist hefur til Reuters-
fréttastofunnar, þar sem hann seg-
ir að rúmensk stjómvöld hafi gert
allt sem í þeirra valdi stæði til að
koma í veg fyrir að hann starfaði
að mannréttindamálum. Hann hef-
ur verið sviptur vegabréfi sínu og
fjölskylda hans er undir stöðugu
eftirliti lögreglu. Póstur er skoðaður
og símtöl eru hleruð.
Louis Joinet, fulltrúi Frakka sem
situr í undimefnd þeirri sem Mazilu
átti sæti í, bað um að bréfið yrði
lesið á fundi nefndarinnar í gær,
en af því var ekki vegna háværra
mótmæla Rúmenans Ion Diaconu
sem tók við af Mazilu í nefndinni.
Leandrou Despouy, fráfarandi
formaður undimefndar sem fjalla á
um réttindi minnihlutahópa, heldur
því fram að yfirvöld í Rúmeníu
hafi meinað Mazilu að sækja fund-
inn og hér sé því um mannréttinda-
brot að ræða.
Aðstoðar aðalritari mannrétt-
indadómstólsins, Jan Martenson,
hefur greint frá því að hann hafi
allt fram til þessa verið í nánu sam-
bandi við Mazilu sem hafi, ekki alls
fyrir löngu, tjáð honum að hann
hlakkaði til að mæta til fundarins
og eiga viðræður við samstarfs-
menn sína.
Bretland:
Hætt við
smíði kjama-
flauga
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
HÆTT hefur verið við fyrir-
hugaða smíði sameiginlegrar
kjamorkueldflaugar Breta og
Frakka, að sögn The Sunday Ti-
mes síðastliðinn sunnudag. Ástæð-
an var of mikill kostnaður.
Á 'síðasta ári voru viðræður um
þessa flaug taldar vísbending um
nýjan tíma í öryggissamvinnu Vest-
ur-Evrópu. En úr þeim viðræðum
hefur ekki komið neitt enn sem kom-
ið er og blaðið hefur það eftir emb-
ættismönnum að bresk stjómvöld
hafi útilokað þessa samvinnu með
Frökkum.
Ástæðan er sú að mjög dýrt yrði
að laga frönsku flaugaranar að kröf-
um Breta. Bresk stjómvöld vilja að
flaugamar dragi allt að 500 kíló-
metra en franska flaugin, sem átti
að þróa, dregur einungis rúma 200
kflómetra. Einnig vildu Bretar að
flaugin yrði búin „felutækni" (Ste-
alth) til að sigrast á vömum and-
stæðingsins en franska flaugin bygg-
ir fyrst og fremst á hraða, þýtur á
þreföldum hraða hljóðsins.
Bretar hyggjast setja nýjar
kjamaflaugar í Tomado-orastuþotur
sínar sem koma í stað flaúga frá
sjöunda áratugnum. Allar líkur
benda nú til þess að Bretar muni
kaupa flaugar frá Bandaríkjunum,
þvf þær era bæði sagðar ódýrari og
fullnægja kröfum þeirra betur.
Bandaríkin:
Bush
vinnur á
New Orleans, Reuter.
GEORGE Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, hefur saxað á
forskot Michaels Dukakis, fram-
bjóðanda demókrata í forseta-
kosningunum, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem birt var í
gær.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
hefur forskot Dukakis minnkað úr
17 prósentum í sjö prósent á tveim-
ur vikum eftir flokksþing demó-
krata í Atlanta. Dukakis hefur nú
49 prósent fylgi og Bush 42 pró-
sent.
Fylgi Dukakis jókst mjög í skoð-
anakönnunum skömmu eftir út-
nefninguna 20. júlí og Bush vonast
eftir álíka fylgisaukningu eftir að
hann verður útnefndur frambjóð-
andi demókrata á miðvikudag.
Vei
kr.
a