Morgunblaðið - 11.08.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
25
Bolirgerðir upptækir
Starfsmaður á pósthúsi í Seoul i Suður-Kóreu skoðar boli sem yfir-
völd þar f landi gerðu upptæka í vikunni. Háskólanemendur í Jap-
an, hliðhollir stjórnvðldum f Norður-Kóreu, munu hafa sent róttæk-
um stúdentum f Suður-Kóreu bolina. Lðgregluyfirvöld f Seoul segja
að rúmlega 10.000 bolir, með áletrunum varðandi viðræður suður-
og norður-kóreskra stúdenta f landamærabænum Panmunjom, hafi
borist til Seoul fyrr f vikunni. Suður-kóreskum stúdentum hefur
verið bannað að fara til fundarins.
Seladauði í Eystrasalti:
Vísindamenn þinga
um varnaraðgerðir
Stokkhólmi, frá Erik Lidcn, fréttarit&ra Morgunblaðsins.
EVRÓPSKIR vísindamenn fun-
duðu f Lundúnum í gær til að
ræða seladauðann í Eystrasalti
og Norðursjó. Talið er að um
fimmtungur sela hafi látist af
völdum veirusjúkdóms sem heij-
að hefur á selastofnana.
Grænfriðungar efndu til tveggja
daga ráðstefnu fræðimanna í Lund-
únum til að ræða aðgerðir vegna
seladauðans. Vísindamenn vita ekki
hvað veldur sjúkdómnum en tvenns
konar veirur hafa fundist í dauðum
selum. Önnur þeirra veldur lömun-
arveiki í mönnum en hin er herpe-
sveira. Venjulega deyja selimir úr
lungnabólgu. Talið er að mengun
minnki viðnám selanna gegn veiru-
sjúkdómum.
Ástand á baðströndum í Svíþjóð
er afar slæmt og í gær var strönd-
inni við Bástad lokað. Sjórinn er
mjög mengaður og inniheldur
hættulegt magn af saurgerlum.
Rannsóknir á orsökum þess standa
yfir og hreinsunarherferð er að fara
í gang.
Vetrarlitirnir 1988-1989
BIODROGA
snyrtivörur
Bankastræti 3. S. 13635.
Póstsendum.
Nú mætum við
vetrinum '88-'89
með heillandi
vetrarlitum f rá
BIODROGA
Augnskuggar:
Litir: FlirtinMauve
Flirt in Olive
Augulina:
Litir: Svart og grátt
Augnháralitur:
Litir: Svart og violett
Augnblýantar:
Litir: Svart, violett og olífu
Kinnalitur:
Litir: Soft Irish og Golden Sun
Varalitir:
Litir: Cardinal red og paprika
Varalina:
Litir: Cyclám og red
Naglalakk:
Litir: Cardinal red og paprika
Hyljari:
Litir: Natural og tan
Útsölustaðir: Brá, Laugavegi 74, Stelia, Bankastræti 3, Ingólfaapötek, Kringlunni, Snyrtistofan, Rauðarárstíg
27, Lil)a Högnadóttir, Snyrtistofan, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, Kaupf. Eyfirðinga, Akur-
eyri, Húsavikurapótek, Vestmannaeyjoapótek.
Einu sinni BIODROGA alltaf BIODROGA
-
* Aquamastet
Standandi HOOVER ryksugurnar eru sígildar
djúphreinsivélar sem eiga enga sina líka, svo vel
hreinsa þær. Petta eiga þær ekki síst að þakka
þreifaranum, sem bókstaflega grefur upp
óhreinindin er liggja djúpt í teppinu. Afkasta-
mestar allra ryksuga, fyrir heimili og vinnustaði,
afareinfaldarog sannkallaðir bakverkjabanar.
Fullkomin lína liggjandi ryksuga, með þeim
möguleikum sem þú óskar eftir. Sogbarki sem er allt
[ senn, léttur, fjaðrandi og teygjanlegur. Fjöldi
fylgihluta. Mikill kraftur + ofurkraftur, fjarstýring í
handfangi, ilmgjafi, stór sýklarykpoki, mótorbursti
sem grefur upp djúptliggjandi óhreinindi,
snúruinndrag. Hljóðlátar og vandvirkar fyrir heimili
og vinnustaði.
FALKINN
Ný ryksugulína, fjölhæfni 1+2+3, hörku
kraftmikil sogryksuga + vatnssuga + teppaþvotta-
vél. Ótrúleg tæki en einfaldar í notkun með
einstökum möguleikum. Ryksuga teppi, flísar, dúka
og parket, soga stíflu úr vaski, þurrka upp vatn,
hreinsa upp spón í vinnuherberginu, shampoo-þvo
teppi. Fjölhæfar fyrir heimili og vinnustaði.
Veldu rétt, veldu HOOVER.
SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI670100