Morgunblaðið - 11.08.1988, Page 27
Opinber heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Bandaríkjanna:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
Ávarp Ronalds Reag-
ans Bandaríkjaforseta
HÉR fer á eftir ávarp Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta sem
hann flutti í Austurherbergi
Hvita hússins að loknum viðræð-
um hans og Þorsteins Pálssonar,
forsætisráðherra.
ÞAÐ hefur verið mér sérstök
ánægja að taka á móti Þorsteini
Pálssyni, forsætisráðherra, í Hvíta
húsinu því hann er fyrstur íslenskra
forsætisráðherra til að koma í opin-
bera heimsókn til Bandaríkjanna.
Fundur okkar í morgun var vinsam-
legur og mjög ánægjulegur og við
héldum áfram að ræða saman yfir
hádegisverði.
Herra forsætisráðherra. Eins og
yður er fullkunnugt hafa Banda-
ríkin og ísland átt mikil og vinsam-
leg samskipti um langan aldur.
Raunar má rekja þau aftur til árs-
ins 1000 er Leifur Eiríksson, sonur
Islands, kom hingað upp að strönd-
, Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Á fundi þeirra Þorsteins Pálssonar og Ronalds Reagan í gær í fundarherbergi Bandaríkjastjórnar gerði
forsetinn meðal annars grein fyrir afvopnunarviðræðum risaveldanna og einnig var rætt um menning-
ar- og viðskiptatengsl íslands og Bandaríkjanna. Lengst til vinstri er Nicholas Ruwe, sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, en myndin var tekin í þá mund er> forsætisráðherra þakkaði sendiherranum fyrir
hlutdeild hans í að koma þessari heimsókn f kring. Reagan forseti sést brosa tíl Ruwe en til vinstri
við forsetann má sjá Frank Carlucci varnarmálaráðherra. Gegnt þeim við borðið sitja íslensku fulltrú-
amir. Frá vinstri eru: Hörður H. Bjarnason sendiráðsritari, Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri Varn-
armálaskrifstofu, Geir H. Haarde alþingismaður, Jónína Michaelsdóttir aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Ingvi S. Ingvarsson sendiherra íslands í Washington, Guð-
mundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Helgi Ágústsson skrifstofustjóri í ut-
anríkisráðuneytinu.
Samskipti íslands og Bandaríkjanna:
Viðskiptaviðræður lík-
legar eftir heimsóknina
Waahington. Frá Óla Bimi Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
RONALD Reagan, Bandarílga- viðræðum sem hafa farið fram
forseti, greindi Þorsteini Páls- milli Bandaríkjanna og Sov-
syni forsætisráðherra, frá þeim étríkjanna í afvopnunarmálum, á
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti býður Þorsteini Pálssyni að ganga
til borðs i Hvíta húsinu, en þar snæddu þeir hádegisverð. Til hægri
er Helgi Ágússton, skrifstofustjóri alþjóðadeildar utanríkisráðuneytis-
ms.
Hádegisverður í Hvíta húsinu:
Köld spínatsúpa með
krabbakjöti í forrétt
KÖLD spínatsúpa með krabba-
Ig'öti og lambakótilettur með
grænmeti, sérstaklega matreidd-
ar með blómkálshaus voru f aðal-
rétt, í hádegisverði sem Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti hélt
fyrir Þorstein Pálsson, forsætis-
ráðherra, og fylgdarlið. í eftirrétt
var rauðvínsfskrap með perum.
Að sögn viðstaddra var andrúms-
loftið afslappað og skemmtilegt
yfir borðhaldinu.
Frank Carlucci, vamarmálaráð-
herra var í matarboði forsetans,
ásamt nokkrum öðrum starfsmönn-
um ríkisstjómarinnar, Colin Powell,
þjóðaröryggisráðgjafi forsetans,
Kenneth Duberstein, yfirmaður
starfsliðs Hvíta hússins, Marlin Fitz-
water, talsmaður Hvíta hússins, Roz-
anne Ridgway, aðstoðar utanríkis-
ráðherra og yfirmaður Evrópudeildar
utanríkisráðuneytisins, og Nicholas
Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á
íslandi. Þeir íslendingar sem þágu
hádegisverð voru: Ingvi Ingvarsson,
sendiherra íslands í Bandaríkjunum,
Guðmundur Benediktsson, ráðuneyt-
isstjóri forsætisráðuneytisins, Jónína
Mikaelsdóttir, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, Geir H. Haarde, al-
þingismaður, Helgi Ágústsson, skrif-
stofustjóri alþjóðadeildar utanríkis-
ráðuneytisins, Þorsteinn Ingólfsson,
skrifstofustjóri vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins og Hörður
Bjamason, sendiráðunautur.
íslenski fáninn blakti við hún,
ásamt þeim bandaríska og fána
Washington, við götur í kringum
Hvíta húsið.
fundi sem þeir áttu í Hvfta hús-
inu f gær. Forsætisráðherra
sagði f viðtali við Morgunblaðið
að hann hefði lýst yfir ánægju
mfeð vamarsamstarf ríkjanna,
hvernig það hefði gengið fyrir
sig og mikilvægi þess fyrir ör-
yggi Islands. Þá voru viðskipti
landanna einnig rædd og Banda-
ríkjamenn hafa lýst yfir vilja
fyrir ítarlegum viðræðum um
viðskipti landanna, eftir heim-
sókn forsætisráðherra.
„Ég hef trú á því að stórveldin
séu í alvöru að leita lausnar á þess-
um málum," sagði Þorsteinn um
afvopnunarmálin og að fróðlegt
hefði verið að hlusta á forsetann
gera grein fyrir þeim. „Hann er
raunsær," svaraði Þorsteinn þegar
hann var spurður að því hvort Reag-
an væri bjartsýnn á að stórveldin
næðu frekari samningum um fækk-
un kjamorkuvopna.
Reagan gerði grein fyrir þeim
umræðum sem hafa farið fram í
Bandaríkjunum um að Evrópuríki
taki meiri þátt í kostnaði vegna
hervama álfimnar. „Það fer ekkert
á milli mála, eftir þessar viðræður,
að Bandarflqamenn hafa ekkert
annað í huga en að standa við sínar
skuldbindingar gagnvart Evrópu og
leggja mikla áherslu á mikilvægi
samstarfsins innan Atlantshafs-
bandalagsins," sagði Þorsteinn
Pálsson. Hann sagði að engin
ástæða væri að ætla að- böndin
milli Evrópu og Bandaríkjanna séu
að slitna.
Á fundinum með forsetanum
lagði Þorsteinn Pálsson áherslu á
að hægt væri að auka samskipti
landanna í menningar- og við-
skiptamálum. Rætt var um að at-
huga nánar einstök atriði er varða
viðskipti landanna, meðal annars
tolla á ullarvömr og hagsmuni ís-
lendinga í framtíðinni vegna
fríverslunarsamnings Banda-
ríkjanna og Kanada, sem er til
umfjöllunar í Bandaríkjaþingi. Að-
spurður sagði Þorsteinn að í fram-
haldi af þessari heimsókn væri
hægt að skoða einstaka þætti við-
skipta landanna, en ekki væri verið
að ræða um fríverslunarsamning
af því tagi sem Kanadamenn hafa
gert.
Rozanne Ridgway, aðstoðar ut-
anríkisráðherra og yfírmaður Evr-
ópuskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins, sagði á fundi með blaðamönn-
um eftir samræður Reagans og
Þorsteins Pálssonar, að það væri
vilji Bandaríkjastjómar að fram
fæm viðræður um viðskipti land-
anna, í kjölfar heimsóknar Þor-
steins. Rozanne sagði að ekki hefði
komið til tals að breyta neinu í sam-
skiptum Bandaríkjanna og íslands
í vamarmálum og benti Banda-
rískum blaðamönnum sem um það
spurðu á að ísland væri án hers.
„Framlag íslands er sérstaklega
mikið," sagði Ridgway um vamar-
samstarf Atlantshafsbandalagsríkj-
anna og þátttöku íslands í því.
um þessa lands. Ég minnist stytt-
unnar af Leifi heppna fyrir framan
stærstu kirkju íslands í Reykjavík.
Hún var gjöf frá bandarísku þjóð-
inni til íslendinga árið 1930 er þess
var minnst að 1.000 ár vom liðin
frá stofnun þings á íslandi. Þing
ykkar, Alþingi, er hið elsta í heimi
og það var sett á stofn löngu áður
en þingræðisskipulag varð að vem-
leika. Styttan er minnisvarði um
samvinnu og samskipti þessara
tveggja lýðræðjsríkja. Hún minnir
okkur einnig á hversu mikil gæfa
það er að íslendingar vom og em
hugrakkir sæfarar.
Þar sem forsætisráðherra íslands
heimsótti Hvíta húsið í dag langar
mig að nota tækifærið til að færa
bæði íslensku þjóðinni og ríkisstjóm
íslands persónulegar þakkir mínar
og bandarísku þjóðarinnar fyrir þá
miklu vinsemd og gestrisni sem
íslendingar sýndu í októbermánuði
árið 1986 er ég átti fund með Gorb-
atsjov, aðalritara sovéska komm-
únistaflokksins.
Herra forsætisráðherra, ég dáist
að dugnaði þjóðarinnar og þeim
hraða sem einkenndi allan undir-
búning fundarins. Þetta var krefj-
andi verkefni sem leysa þurfti með
stuttum fyrirvara. Á meðan ég
dvaldist á íslandi var mér sagt að
íslendingar væm vanir að bregðast
við af krafti. þegar jarðskjálftar
urðu yfír eða eldgos hæfust. Ég er
þess hins vegar fullviss að þeir
höfðu aldrei áður kynnst öðm eins
umróti og fylgdi fundi leiðtoga
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og
þeim rúmlega 3.000 blaðamönnum
sem komu til landsins. En þér og
landar yðar leystuð verkefnið auð-
veldlega af hendi og við fómm af
landi brott með ógleymanlegar
minningar um hlýju, gestrisni og
veglyndi þjóðarinnar.
Nú þegar nokkuð er um liðið frá
leiðtogafundinum í Moskvu vil ég
leggja áherslu á að viðræður mínar
við aðalritara sovéska kommúnista-
flokksins í Höfða vom mikilvægur
áfangi í yfírstandandi viðræðum
okkar við fiilltrúa Sovétstjómarinn-
ar. Staðfesta og samstaða aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins,
sem þjóð yðar hefur tilheyrt allt frá
upphafi, hefur gert þessar viðræður
mögulegar.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Reagan Bandarikjaforseti flytur
kveðjuávarp í Austurherbergi
Hvíta hússins.„Við fórum af
landi brott með ógleymanlegar
minningar um hlýju, gestrisni og
veglyndi þjóðarinnar,“ sagði for-
setinn er hann vék að leiðtoga-
fundinum í Reykjavík árið ft86.
Atlantshafsbandalagið hefur
gert meira en að standast tímans
tönn og íslendingar hafa tekið þátt
í samstarfinu allan þann tíma. Atl-
antshafsbandalagið er bandalag
sjálfstæðra jafningja og aðildarríki
þess hafa samþykkt að deila með
sér bæði þeim ávinningi og þeirri
ábyrgð sem því fylgir. En tvíhliða
samskipti ríkjanna taka ekki ein-
vörðungu til öryggismála, þau hvíla
á sameiginlegu lýðræðislegu gildis-
mati, sögu og viðskiptum. Þessari
hefð hafíð þér haldið við, herra for-
sætisráðherra. Ég er hreykinn af
að geta staðfest þetta langa og
góða samband ríkjanna hér í dag.
Ég býð yður og hina heillandi
eiginkonu yðar aftur velkomin. Við
óskum þess að dvöl yðar hér í
Washington verði ánægjuleg og
óskum yður alls hins besta í fram-
tíðinni. Þakka yður fyrir og Guð
blessi yður.
Boðin velkomin
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Marshall B. Coyne, eigandi Madison-hótelsins í
Washington býður Þorstein Pálsson og eiginkonu
hans Ingibjörgu Rafnar, velkomin í íbúð forsætis-
ráðherraþjónanna. Coyne, sem er við hlið Þor-
steins, er mikill íslandsvinur og mun hafa stundað
laxveiðar hér á landi.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra ræðast við í Forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu.
Forsetinn gefur
Geir H. Haarde
sjálfsævisögu sína
herra forseti," sagði Geir við Reag-
an.
fyrirtækisins og ef ekki finnst
leið til þess að endurgreiða þær
með jákvæðri afkomu fyrirtæk-
isins verður ríkissjóður að
greiða þær.“ Það bendir því
margt til þess að skattgreiðend-
ur þurfi að axla skuldir Skipaút-
gerðar ríkisins.
Ljóst er að eitfchvað verður
að gera til þess að koma rekstri
Skipaútgerðar ríkisins í skikk-
anlegt horf. Samgönguráðherra
hefur tilkynnt að hann hyggist
láta ráðgjafarfyrirtæki kanna
núverandi rekstrarfyrirkomu-
lag fyrirtækisins, og hvernig
draga megi úr kostnaði en
halda uppi óbreyttri þjónustu.
Einnig á ráðgjafarfyrirtækið að
kanna aðra kosti, s.s. að um-
fang ríkisrekinna strandsigl-
inga verði minnkað en veittur
stuðningur til þess að einkaaðil-
ar geti haldið uppi flutningum
til afskekktra staða.
Samgönguráðuneytið óskaði
fyrr á þessu ári eftir skýrslu
frá Byggðastofnun um ýmis
atriði varðandi samgöngur til
að „geta lagt raunhæft mat á
framtíð þeirra strandflutninga
sem styrktir eru af ríkinu og
hvort unnt sé að sinna þeim
með ódýrari hætti en verið hef-
ur og draga þar með úr fram-
lögum úr ríkissjóði", eins og
segir í bréfí samgönguráðu-
neytisins til Byggðastofnunar.
Byggðastofnun skilaði nýlega
frá sér bráðabirgðaskýrslu en
endanlegrar niðurstöðu er að
vænta í næsta mánuði.
Flug- og landsamgöngum
hefur fleygt fram á síðustu
árum og minnkað þörfína fyrir
strandsiglingar. Engu að síður
eru enn byggðir, aðallega á
Vestfjörðum, Austfjörðum og
Norðurlandi, sem eru mjög háð-
ar sjóflutningum, sér í lagi að
vetri til. Hér er oft um það
smáa byggðakjama að ræða
að hætta er á að þeim verði
ekki sinnt á tilskilinn hátt án
stuðnings ríkisins. Þó að nauð-
syn sé á að taka rekstur Skip-
aútgerðar ríkisins til alvarlegr-
ar endurskoðunar verður að
gæta þess að hagsmunir þess-
ara byggðarlaga verði ekki fyr-
ir borð bomir.
í ljósi skýrslna ráðgjafarfyr-
irtækisins og Byggðastofnunar
verður að rneta framtíðarrekst-
ur Skipaútgerðar ríkisins með.
hagsmuni viðkomandi byggðar-
laga og skattgreiðenda jafnt í
huga.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, færði Geir H. Haarde,
alþingismanni og fylgdarmanni
forsætisráðherra, sjálfsævisögu
sína að gjöf í Hvíta húsinu í
gær. Ævisagan kom fyrst út árið
1965, en eintakið sem Geir fékk
að gjöf er prentun frá 1981. Inn-
an á kápu er bókin merkt Ron-
ald Reagan en bókin heitir „Hvar
er hinn helmingurinn af mér“.
Geir H. Haarde sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði
verið að spjalla við Bandaríkjafor-
seta og Þorstein Pálsson, áður en
hádegisverðurinn hófst og hefði þá
sjálfsævisaga forsetans borist í tal.
„Ég hef verið að reyna að fá forsæt-
isráðherra til að lesa bókina yðar,
Forsetinn sagði þá frá því á hvem
hátt heiti bókarinnar er til komið.
Heiti ævisögunnar er úr gamalli
kvikmynd sem forsetinn lék í og
er af mörgum talin hans besta,
„Kings Row“. í kvikmyndinni er
Reagan á skurðborðinu og vaknar
eftir að búið er að taka af honum
báða fætur. Þá sagði hann: „Hvar
er hinn helmingurinn af mér“
(„Where is the rest of me?“).
Eftir að hafa sagt þessa sögu
spurði Reagan Geir hvort hann
hefði lesið ævisöguna, sem Geir
neitaði. Eftir að matnum lauk kom
þjónn inn í herbergið með bók og
færði forsetanum. Hann gaf Geir
síðan bókina að gjöf.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Geir H. Haarde á tali við Ronald Reagan Bandarikjaforseta, en eft-
ir viðræður þeirra færði Reagan honum ævisögu sína að gjöf.
Aðhald í opinberum
rekstri
Fundur Þorsteins Pálssonar
og Ronalds Reagans:
Ekki rætt um friðar-
stofnun í Reykjavík
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, virðist ekki vera kunnug-
ur hugmyndum um sérstaka frið-
arstofnun í Reykjavík, þegar sú
hugmynd barst í tal í Hvita hús-
inu i gær.
Áður en fundur þeirra Reagans
og Þorsteins hófst var Reagan
spurður um hvað honum fyndist um
þá hugmynd Steingríms Hermanns-
sonar utanríkisráðherra, að komið
yrði á fót sérstakri friðarstofnun í
Reykjavík, Reykjavíkurstofnunin.
Forsetinn gat engu um það svarað
og var greinilega ekki kunnugur
málinu.
Rozanne Ridgway, aðstoðar ut-
anríkisráðherra og yfirmaður Evr-
ópuskrifstofunnar, sagði á blaða-
mannafundi að Reykjavíkurstofn-
unin hefði ekki verið rædd á fundi
forsetans og Þorsteins Pálssonar.
Uttekfcir Ríkisendurskoðun-
ar á rekstri ýmissa fyrir-
tækja og stofnana á vegum
ríkisins undanfama mánuði
hafa vakið mikla athygli.
Ný lög tóku gildi um Ríkis-
endurskoðun 1, janúar 1987.
Stofnunin er nú undir stjóm
Alþingis í stað framkvæmda-
valdsins áður. Með nýju lögun-
um var verksvið Ríkisendur-
skoðunar einnig fært út og hún
gerð sjálfstæðari og óháðari.
Síðan þetta gerðist hefur átt
sér stað jákvæð og nauðsynleg
þróun í þá átt að veita opin-
bemm aðilum aukið aðhald í
fésýslu.
Skattgreiðendur eiga kröfu á
því að þeim fjármunum sem
þeir inna af hendi sé varið á
sem hagkvæmastan og skyn-
samlegastan hátt. Rekstur á
vegum ríkisins býr ekki við
sama aðhald markaðarins og
rekstur einkaaðila en þarf ekki
síður á því að halda. Það er því
nauðsynlegt að náið sé fylgst
með opinberum rekstri og leitað
leiða til að tryggja nauðsynlegt
aðhald. Ef Ríkisendurskoðun
er beitt á réttan hátt getur hún
verið tæki til að tryggja betri
nýtingu almanna fjármuna.
Nýjasta dæmið um nauðsyn
slíks aðhalds er úttekt Ríkis-
endurskoðunar á rekstri Skipa-
útgerðar ríkisins. I skýrslu
Ríkisendurskoðunar kemur
fram að hún telur vonlaust fyr-
ir fyrírtækið að standa undir
skuldum sínum með eigin
rekstri. Skuldir fyrirtækisins
eru alls 630 milljónir króna, þar
af 404 milljóna króna skuld við
ríkisábyrgðasjóð og 74 milljóna
króna skuld við ríkissjóð. Eign-
ir fyrirtækisins eru hins vegar
ekki nema 517 milljónir króna.
Heildartap Ríkisskipa á ár-
unum 1981-1987 var 259 millj-
ónir en fjárlög gerðu ráð fyrir
120 milljón króna hagnaði og
áætlanir fyrirtækisins 110
milljón króna hagnaði.
Það er niðurstaða Ríkisend-
urskoðunar að ríkið verði að
taka að sér greiðslur langtíma-
lána og skammtímaskulda við
ríkissjóð. Einnig komi til álita
að rflcissjóður yfírtaki skuldir
fyrirtækisins við ríkisábyrgða-
sjóð og felli niður skuldir þess
við sjálfan sig.
I fréttasamtali við Morgun-
blaðið segir Matthias Á. Math-
iesen, samgönguráðherra:
„Ríkið er ábyrgt fyrir skuldum
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið.