Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 41
88ei T8ÚDÁ .11 flUOAaUTMMn .aiGAJaVíUOHOM
Hrefna 50—100% með náminu. Um
haustið það sama ár byrjaði hún
að starfa sem hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á Landspítalanum.
Árið 1983 réðst hún sem hjúkrunar-
forstjóri að Dvalarheimili aldraðra
sjómanna Hrafnistu, Reykjavík. Þar
starfaði hún þar til heilsa hennar
þvarr.
Hjúkrunarstarfíð var sterkur
þáttur í lífí hennar og með starfí
sínu vann hún stórt átak við upp-
byggingu á allri öldrunarþjónustu
á dvalarheimilinu Hrafnistu.
Þar sem Hrefna var fór væn
kona, gædd góðum gáfum, og henn-
ar innri maður einkenndist af ein-
lægni, hlýju og staðfestu. Fyrir
rúmum 10 mánuðum syrti skyndi-
lega í álinn þegar alvarlegur sjúk-
dómur greindist, og of langt geng-
inn, svo ekkert var hægt að gera.
En slík er atburðarásin í lífí okkar
stundum að furðu sætir.
Á fyrsta hollfundi okkar í byijun
október á sl. ári vorum við allar
mættar kátar og hressar. Þá fyrr
um daginn hafði Hrefna fengið
þennan hræðilega úrskurð, en tók
þá ákvörðun að greina ekki frá svo
við mættum enn eiga einn glaðvær-
án samverufund.
Hún barðist hetjulegri baráttu
og sýndi mikið hugrekki í öllum
sínum veikindum allt til enda.
Við fráfall Hrefnu er stórt skarð
höggvið í okkar hóp, því að stærsta
tréð í garðinum okkar er fallið. En
við eigum mikinn sjóð góðra minn-
inga frá glöðum stundum í starfí
og leik, — minningu um óvenju
heilsteyptan persónuleika sem eng-
inn er henni kynntist gleymir.
Kæra Kristín, Ambjörg og Jó-
hann, ykkar er missirinn sárastur.
Ég og fjölskylda mfn vottum ykkur
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Við kveðjum Hrefnu með þökk
og virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Jóhannsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
Hrefna Jóhannsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri á Hrafnistu í Reykjavík,
lést á Landspítalanum þann 3.
ágúst 1988. Hrefna var fædd þann
31. október 1932 á Selfossi, var
því aðeins 55 ára er hún lést.
Hún lauk prófí frá Hjúkrunar-
skóla íslands 1954, fékk sérfræð-
ingsleyfí sem skurðstofuhjúkrunar-
fræðingur 1955 og útskrifaðist sem
hjúkrunarkennari frá Kennarahá-
skóla íslands 1979.
Hrefna starfaði á skurðstofu
Landspítalans frá 1957 til 1961,
kom síðan aftur til starfa á Land-
spítalanum 1971, þá við hjarta-
þræðingar. 1980 var hún ráðin
hjúkrunarframkvæmdastjóri fyrir
skurðstofum og dauðhreinsunar-
deild og einnig skipuð í innkaupa-
nefnd. Um þetta leyti var dauð-
hreinsunardeildin stækkuð til muna
og endurskipulögð, stærsti hluti
hennar var þá fluttur á Tunguháls,
þar sem nú er birgðastöð ríkisspítal-
anna, og átti hún nú að þjóna öllum
ríkisspítölunum og fleiri stofnunum.
Það var mikill fengur fyrir spítalann
að fá Hrefnu til að skipuleggja og
þróa þessa nýju deild bæði vegna
góðrar menntunar hennar og mikill-
ar reynslu, sem hún nýtti sér í
hvívetna. Öll vinnubrögð hennar
voru þannig að hún ávann sér virð-
ingu allra samstarfsmanna sinna.
Síðla árs 1983 var Hrefna ráðin
hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu í
Reykjavík. Okkur samstarfskonum
hennar var mikil eftirsjá í henni,
en við vissum líka hvað það var
mikið lán fyrir stofnun eins og
Hrafnistu að fá slíka manneskju til
starfa.
Hrefna var einstaklega góður
félagi og mjög skemmtileg hvort
sem var í námi, leik eða starfí og
það var gott að vera í návist henn-
ar. Margar góðar minningar geym-
um við í hugum okkar og þökkum
henni samfylgdina.
Stórt skarð er höggvið í hjúkr-
unarstéttina og við vinir hennar
erum harmi slegnir, en sárastur er
harmur elskulegu bamabamanna
hennar, Kristínar, Ambjargar og
Jóhanns. Megi góður Guð styrkja
þau og vemda. Við sendum þeim
og öðrum aðstandendum Hrefnu
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hrefnu Jó-
hannsdóttur.
Vigdís Magnúsdóttir,
Bjamey Tryggvadóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Barbour
Hjá okkur fœrðu hinn þœgilega og
smekklega Barbour fatnað sem er
eins og sniðinn fyrir íslenska veðráítu.
Sendum í póstkröfu.
1940
Hafnarstræti 5, Reykjavík Símar 16760 og 14800
41
HONDA CIVIC SEDAN
> eigum ennþá nokkra bíla á þessu
frábæra tilboðsverði, kr. 669.500-
(hann kostaði áður 748.000-)
Samkvæmt gengisskráningu 5. júlí 1988.
VIÐ TÖKUM GÓÐA NOTAÐA BÍLA UPP í KAUPVERÐIÐ
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900