Morgunblaðið - 11.08.1988, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
fclk í
fréttum
ERLENDIR SKIPTINEMAR:
*
„Islendingar eru vingjarn-
legt fólk“
Alþjóðasamtök viðskiptafræði-
nema hefur meðal annars það
hlutverk að útvega viðskiptafræði-
nemum atvinnu í öðrum löndum en
heimalandi sínu. Stúdentamir eru
mislangt komnir í námi og velja
þeir sjálfir hvert og við hvað þeir
vilja starfa. Hingað til lands koma
árlega 15-20 viðskiptafræðinemar
og dvelja þeir hér allt frá tveimur
vikum upp í eitt og hálft ár. Algeng-
ast er þó að þeir dvelji hér í þijá
til ijóra mánuði.
Hér á landi dvelur nú hópur er-
lendra stúdenta í framhaldsnámi frá
ýmsum löndum. Hluti þeirra eru
viðskiptafræðinemar, en einnig
standa önnur félög að slíkum náms-
mannaskiptum, til dæmis alþjóða-
samtök læknanema og verkfræði-
nema svo eitthvað sé nefnt. „Fólk
í fréttum" hafði áhuga á samtökun-
um og vildi heyra skoðanir stúdenta
á landi og þjóð. Varð nemi frá Sviss
fyrir valinu. Hann heitir Kristoff
Seeger og kemur frá smábæ nálægt
Zúrich. Hér á landi hefur hann dval-
ið í sex vikur. Kristoff er 22ja ára
gamall, á þriggja ára háskólanám
að baki og útskrifast í sínu fagi á
næsta ári. Kristoff starfar í Útvegs-
banka íslands og líkar það mjög
vel. Hann hrósar mjög þeSsum sam-
tökum hér fyrir gott skipulag.
Hverja helgi er farið í ferðalög og
þá stundum allir hópar saman. Far-
ið hefur verið meðal annars til
Mývatns og Akureyrar, Þórsmerkur
og Landmannalauga. Hrifnastur
segist hann hafa verið af Þórsmörk
og Landmannalaugum, en þá var
veðrið bjart og fallegt. Segir hann
það hafa skipt miklu máli. „Enginn
staður hér líkist þeim myndum sem
ég sá áður en ég kom hingað, á
þeim er himinninn alltaf heiður.“
„Slík samtök bjóða upp á ótal
kosti. Hér kynnist maður mörgum
erlendum stúdentum, og getur
skipst á upplýsingum. Þetta er
kærkomið tækifæri til þess að opna
hug sinn fyrir öðru en því sem
maður sjálfur fæst við, og vissulega
er þetta öðruvísi en að vera venju-
legur ferðamaður." segir Kristoff.
Álit hans á íslendingum kom ber-
lega í Ijós. „íslendingar eru mjög
vingjarnlegt fólk, sem er alltaf til-
búið að hjálpa, en maður verður að
stíga fyrsta skrefið við kynni. ís-
lenskan er erfið og íslendingar
brosa að manni þegar maður reynir
að tjá sig.“
Kristoff fannst íslendingar ekki
vera nógu meðvitaðir um umhverf-
ismengun. „í Sviss búa miklu fleiri
á hvem ferkílómetra og gæta
kannski þess vegna betur að um-
hverfí sínu.“ Honum fannst veðrið
ekki leika við sig, og ekki bílamir
heldur. „Ýmis furðuleg tilbrigði í
keyrslu hef ég séð og sérstaklega
þegar menn em að leggja bflum
sínum í stæði. Stundum finna menn
stæði og hlaupa út þó bílamir séu
ekki hálfir í stæðinu."
Verðlagið fínnst honum vera
mjög hátt hér, og minnist á verð-
bólguna. „Ég hef ferðast um Evr-
ópu, en verðbólgu hef ég alltaf tengt
við Portúgal til dæmis. Svo kem
ég hér og verð mjög undrandi."
Kristoff kveðst ákveðinn í að koma
aftur. „Landið er fallegt, fólkið er
mjög vingjamlegt og vil ég þakka
öllum þeim sem ég hef kynnst í
gegnum samtök viðskiptafræði-
nema svo og öllu samstarfsfólki
mínu hér í Útvegsbankanum" voru
hans lokaorð.
Kristoff Seeger á vinnustað. Morgunbiaðið/KGA
Emstaklingsrúm, áðurfrákr. 5.900,- núkr. 5.015,-
Tvíbreið rúm áður frá kr. 7.900,- nú kr. 6.715,-
Vatnsrúmeinstakl. áðurfrákr. 26.900,- núkr. 22.865,-
Vatnsrúm tvíbreið áður frá kr. 29.900,- nú kr. 25.415,-
Kojuráðurfrákr. 6.790,- núkr. 5.772,-
Handklæði áður frá kr. 148,- nú kr. 125.-
Baðmottusettáðurkr. 7?0 ,- núkr. 672,-
SKEMMUVEGI4A, KÓPAVOGI
Símar 76522 og 76532
Sængur:
Andafiðursáðurkr. 4.200 ,-núaðeinskr. 3.570,-
Gæsadúnsáðurkr. 4.600 ,-núaðeinskr. 3.910,-
Termoáðurkr. 3.190, -núaðeinskr. 2.711,-
Springdýnuráðurkr. 6.300,- núaðeinskr. 5.355,-
Sængurverasett áður kr. 790,- nú aðeins kr. (,71,-
STORLÆKKAÐ VERÐ
Síáumst á SKEMMUVEGI4A, KÓPAVOGI.