Morgunblaðið - 11.08.1988, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
FRJÁLSARÍÞROTTIR
100 ára af mælismót
Ármanns í kvöld
ÁRMENNINGAR halda upp á
það í kvöld, með móti á Val-
bjarnarvelli, að 100 ár eru liðin
síðan farið var að leggja stund
á frjálsar íþróttir á vegum fé-
lagsins. Keppt verður í 15
greinum og er búist við að
flestir bestu frjálsíþróttamenn
landsins verði meðal þátttak-
enda.
Mótið hefst klukkan 6.30 og
að sögn Stefáns Jóhannsson-
ar, þjálfara Ármenninga, er mein-
ingin sú að láta mótið ganga hratt
fyrir sig, eða ekki lengur en 90
mínútur.
„Þetta verður boðsmót, þar sem
öllum bestu frjálsíþróttamönnum
landsins hefur verið boðin þátttaka,
og reikna ég fastlega með að flest-
ir þeirra mæti,“ sagði Stefán.
Keppt verður í eftirtöldum grein-
um á mótinu:
100 m hlaupi karla og kvenna
400 m hlaupi karla og kvenna
1500 m hlaupi karla og kvenna
4x100 m hlaupi karla og kvenna
5000 m hlaupi karla
110 m grindarhlaupi kvenna
Kringlukasti karla og kvenna
Langstökki karla og kvenna
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Laugavegur1-33
Hverfisgata
63-115
Skúlagata
Laugavegur101-171
Sogavegur 101-109 o.fl.
Sogavegur 117-158
Freyjugata 28-49 o.fl.
Austurgerði
Stigahlíð 49-97
Ármúli
Álftamýri,
raðhús
KOPAVOGUR
Sunnubraut
ÍSKNATTLEIKUR
GLIMA
Gretzky kominn tilnýja félagsins
Kanadamaðurinn Wayne Gretzky, sem seldur hefur verið frá Edmonton Oilers til Los Angeles Kings
kom fram á blaðamannafundi hjá sínu nýja félagi í gær og er hann á myndinni hér að ofan, til
vinstri, ásamt eiganda félagsins, Bruce McNall og treyju númer 99 sem hann mun leika í — eins og hann
gerði hjá Oilers. Isknkttleiksunnendur í Edmonton voru niðurbrotnir í fyrradag eftir að fréttist að leikmað-
urinn væri að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með í níu ár. Símalínur voru allar rauðglóandi í aðal-
stöðvum og hótuðu menn unnvörpum að afpanta ársmiða sína. í Los Angeles var ástandið öðru vísi; símalínur
í Forum íþróttahöllina að vísu einnig rauðglóandi, en þar voru kepptust menn við að panta miða á leiki
LA Kings í vetur.- Eins og kom fram í blaðinu í gær kvæntist Gretzky nýlega leikkonunni Janet Jones, sem býr
í Los Angeles og vildi hann því flytjast þangað. „Ég veit að það er mjög erfítt fyrir Wayne að yfírgefa
Edmonton," sagði leikkonan á blaðamannafundi í gær — en bað þess að Kanadamenn hugsuðu ekki illa
til hennar. Margir aðdáendur Gretsky í Kanada höfðu nefnilega ásakað hana um að ginna hann burt.
Hafa margir líkt henni við Yoko Ono, ekkju Bítilsins John Lennon, en hjónaband þeirra var talin ástæða
þess að hljómsveitin lagði upp laupana á sínum tíma.
Islenzkir glímu-
menn keppa í Frakk-
landi og Bretlandi
Sýna íslenzka glímu og keppa ífangbrögðum. Verður
íslenzk glíma viðurkennd íþróttagrein erlendis?
FIMM íslendingar halda í dag
utan til að sýna íslenzka glfmu
og keppa f axlatökum og lausa-
tökum á alþjóðlegu móti glímu-
manna í Frakklandi. Þeir munu
eftir það fara til Skotlands og
Norður-Englands og hitta þar
fyrir hóp átta ungra íslenzkra
glímumanna og sýna þar og
keppa ásamt þeim. Tilgangur-
inn með utanlandsferðum
þessum er að koma íslenzkri
glímu á framfæri erlendis og
vinna henni sess þar.
Glímusamband íslands gerðist
aðili að Alþjóðasambar.di kelt-
neskra fangbragða, IFCW, á liðnu
sumri. Sambandið er upphaflega
stofnað af samtökum um þjóðleg
fangbrögð í Norður-Englandi,
Skotlandi og Bretagne í Frakkl-
andi. Hingað til mest borið á tveim-
ur greinum fangbragða í starfsem-
inni, axlatökum og lausatökum en
íslenzkir glímumenn hafa mikinn
hug á að íslenzk glíma verði þriðja
keppnisgreinin á vegum sambands-
ins. Nú virðist vera að opnast tæki-
færi til að svo verði.
Glíman keppnisgrein erfendis?
Næsti aðalfundur IFCW verður
Tekst fslenskum glímumtínnum
að vlnna fslensku glímunnl
sess erlendls?
haldinn í Frakkalndi 13.ágúst og
þá kemur í ljós hvort takmark ís-
lendinga næst. Þar með væri orðinn
að veruleika draumur ólympíufa-
ranna frá 1908 um að gera glímuna
að keppnisgrein á erlendum vett-
vangi. Einnig væri það íslendingum
mjög mikilvægt þar sem stefnt er
að því að meistaramótið í keltnesk-
um glímutökum verði haldið hér
árið 1990.
íslenzku keppendumir fímm, sem
keppa í Frakklandi, hafa allir stund-
að glímu eða júdó. Þeir em Karl
Erlingsson, 68 kg flokki, Amgeir
Friðriksson, 74 kg flokki, Jón Birg-
ir Valsson, 81 kg flokki, Heimir
Eðvarðsson, 100 kg flokki og Amar
Marteinsson, yfírþyngd. Farastjóri
er Jóhannes Jónasson. Sigurlíkur
íslendinganna em taldar þó nokkr-
ar í sumum flokkunum. Einnig var
ætlunin, að Garðar Vilhjálmsson
færi með en hann var álitinn sigur-
stranglegur í opnum flokki en hann
forfallaðist á síðustu stundu og
kemst ekki með.
íslendingarnir keppa fyrst á
meistaramóti IFCW 13. og 14.
ágúst í Frakklandi en eftir það
halda þeir til N-Englands og Skot-
lands og munu þar hitta fyrir hóp
átta unglinga, sem ásamt hinum
fímm mun keppa og sýna þar
íslenzka glímu 18.-21. ágúst. Fang-
brögð njóta töluverðra vinsælda í
Bretlandi og er líklegt, að áhorfend-
ur að einu mótinu í Norður-Eng-
landi verði 20-25 þúsund.