Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 50
50
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FLMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
Þátttökugjald er kr. 3.500.- en veittur er afsláttur fyrir systkini.
Hér er um einstakt tækifæri að ræda til að læra handknattleik
undir handleiðslu góðra þjálfara.
Handknattleiksfélag Kópavogs
Handboltaskóli H.K.
og Tommahamborgara
TOMMA
Yfirumsjón með
skólanum hefur
EinarÞorvarðarson,
landsliðsmarkvörður.
—+
BÁÐIR leikirnir í undanúrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar í
knattspyrnu fara fram í kvöld
kl. 19:00. Valur og Víkingur
mætast á Víkingsvellinum við
Stjörnugróf og Leiftur og ÍBK
eigast við á Ólafsfirði.
Alltaf má búast við sérstakri
stemningu á bikarleikjum og
reynslan sýnir, að ekkert lið getur
bókað sigur í slíkum leikjum.
Valsmenn hafa leikið vel að und-
anfðmu og eru sigurstranglegri
gegn Víkingum en Víkingar hafa
náð upp betri baráttu í bikarleikjum
en í deildarleikjum og verða auk
þess á heimavelli, þannig að allt
getur gerzt. Bæði liðin ættu að
geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Víkingar eru staðráðnir í að gera
betur en í undanförnum deildar-
leikjum: „Pressan verður á þeim en
við höfum allt að vinna. Okkur hef-
ur gengið ágætlega í bikarleikjun-
um að undanfömu og ég á von á
opnum baráttuleik í kvöld“, sagði
Guðmundur Hreiðarsson, mark-
vörður Víkinga í samtali við Morg-
unblaðið.
En Valsmenn eru líka staðráðnir
í að slaka ekki á klónni. „Það er
mikill hugur í okkur fyrir þennan
leik. Við vitum að í bikarleikjum
má ekkert út af bregða. Sá aðilinn,
sem skorar fyrsta markið, nær oft
góðum tökum á leiknum eftir það,
þannig að allt getur gerzt“, sagði
Siguijón Kristjánsson, leikmaður
Vals í samtali við Morgunblaðið.
Lerftursmenn f æfingabúöum ð
Grenivík
Búast má við hörkuleik á Ólafs-
firði. Leiftursmenn em erfiðir heim
að sækja. Þeir eygja nú þann ein-
stæða möguleika að komast í bikar-
úrslit en Keflvíkingar eru einnig
ákveðnir í að fara alla leið í bikam-
Á mánudaginn kemur, þann 15.08,
hefst í íþróttahúsinu á Digranesi í Kópa-
vogi handboltaskóli H.K.
7-8-9 ára krakkar verða frá kl. 9.30
til kl. 12 og 10-11-12-13 ára krakkar
verða frá kl. 13.30 til kl. 16 alla virka
daga meðan skólinn stendur yfir.
Skólinn stendur yfir í þrjár vikur og
lýkur föstudaginn 02.09.
Skráning fer fram í félagsherbergi
H.K. í íþróttahúsinu á Digranesi
fimmtudag 11.08, föstudag 12.08,
laugardag 13.08 og sunnudag 14.08
frá kl. 13 til kl. 16. Síminn þar er
46032.
um eftir slakt gengi hingað til í 1.
deildinni. Það er því afar erfitt að
spá fyrir um úrslit.
Leiftursmenn fóru til Grenivíkur
á þriðjudag til að æfa saman og
einbeita sér að leiknum í dag í góðu
tómi. Þeir em væntanlegir aftur til
Ólafsflarðar síðdegis í dag. Að sögn
Rúnars Guðlaugssonar, stjómar-
manns í knattspymudeild Leifturs,
er mikill hugur í leikmönnum
Keflavíkingar verða án Ingvars
Guðmundssonar, sem sennilega
leikur ekki meira með í sumar
vegna meiðsla. Þeir em staðráðnir
í að halda áfram sigurgöngu sinni
„Auðvitað verður þetta erfitt fyrir
norðan og örugglega mikil barátta
en við emm staðráðnir í að komast
í úrslitaleikinn eftir slakari frammi-
stöðu í deildinni en við væntum",
sagði Ragnar Margeirsson, ÍBK, í
samtali við Morgunblaðið.
Islenskir dómarar á
tveimur leikjum í Evr-
ópukeppni meistaraliða
Kennd verða undirstöðuatriði í handknattleik: Farið
verður í leikl, horft á myndbönd og þekktir handknatt-
leiksmenn koma í heimsókn. Daglega verður boðið upp
á ávexti frá Bönunum hf. og Svala frá Sól hf. Þá verð-
ur uppskeruveisla í lokin í boðl Tommahamborgara.
Sævar Jónsson Valsmaöur, sem hér er ! baráttu við Framarann Ormarr
Örlygsson, mætir Vfkingum í kvöld í Stjömugrófinni í undanúrslitum bikar-
keppninnar.
Óli P. Ólsen á írlandi og Eysteinn Guðmundsson í Luxemborg
ÍSLENSKUM dómurum hefur
veriö raðað á tvo leiki í Evrópu-
keppni meistaraliða í knatt-
spyrnu í haust auk þess sem
íslendingar starfa einnig viö
tvo landsleiki erlendis á vegum
Evrópusambandsins á næst-
unni.
Oli P. Olsen dæmir leik norður-
írska félagsins Belfast og
Spartak Moskvu í keppni meistara-
liða í Belfast 5. október nk. Línu-
verðir hans verða þá Friðgeir
Hallgrímsson og Eyjólfur Ólafsson.
Sama dag leika Jeunesse D’Esch
og pólska liðið Gomik Zabrze í
Lúxemborg í keppni meistaraliða
og dæmir Eysteinn Guðmundsson
þann leik. Línuverðir verða þeir
bræður Sveinn og Ólafur Sveins-
syni.
íslendingar áttu að fá einn leik
til viðbótar — Guðmundur Haralds-
son átti að dæma viðureign Avenir
Beggen og Mechelen, en leikdegi
hefur verið breytt þannig að ekki
er mögulegt að Guðmundur dæmi
leikinn og verður dómaratríóið
franskt í staðinn. íslenskum dómur-
um verður því úthlutað einum auka-
leik næst vegna þessa. Guðmundur
verður þó ekki aðgerðarlaus í haust.
Ákveðið hefur verið að hann verði
aðstoðarmaður dómara, svokallaður
Qórði maður, á landsleik íslands og
Sovetríkjanna, á Laugardalsvelli
31. þessa mánaðar, en dómaratríóið
verður frá Norður írlandi. Þá skip-
aði UEFA Guðmund Haraldsson
beint til starfa sem dómari á leik
U-21 árs landsliða Noregs og Skot-
lands 13. september.
Sveinn Sveinsson dæmir leik
Danmerkur og Noregs í Evrópu-
keppni kvenna 4. september en línu-
verðir verða danskir. Það var knatt-
spyrnusamband Evrópu sem skipaði
Svein beint í þetta starf.
Fyrst farið er að tala um dómara
má geta þess að Skotinn William
Crombie dæmir vináttuleik íslands
og Svíþjóðar 18. þessa mánaðar.
Línuverðir verða Sveinn Sveinsson
og Magnús Jónatansson. Aðstoð-
arlínuvörður verður Haukur Torfa-
son.
Eysteinn Guðmundsson dæmir
leik íslands og Færeyja 24. þessa
mánaðar og línuverðir verða Þór-
oddur Hjaltalín og Sæmundur
Víglundsson. Aðstoðarmaður verð-
ur Guðmundur Stefán Maríasson.
Þá má geta þess að Sveinn
Sveinsson og Friðgeir Hallgrímsson
sækja 9. dómaranámskeið UEFA
fyrir milliríkjadómara á Ítalíu um
næstu mánaðarmót.
AGOÐU
Allar RING bílaperur
bera merkið (f)
sem þýðir að þær
uppfylla ýtrustu
gæðakröfur E.B.E.
RING bílaperurnar
fást á bensínstöðvum
Skeljungs
KNATTSPYRNA / UNDANURSLIT BIKARKEPPNINNAR
KNATTSPYRNA / DOMARAR
Undanúr-
slrt í kvöld