Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B 183. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Könnun ABC-sjón- varpsstöðvarínnar; Bush með forskot á Dukakis I fjöruborðinu íFlatey Morgunblaðið/Ámi Sæberg Átökum linnir í Burma eftir afsöern leiðtogans Bangkok. Reuter. ÍBÚAR Burma fögnuðu í gær afsögu Seins Lwins, æðsta valdhafa í landinu, en hann hafði einungis haldið um stjórnvölinn í 18 daga. Á götum höfuðborgarinnar Rangoon var dansað og sungið þrátt fyrir útgöngubann aðfaranótt laugardags. „Við höfum sigrað, þjóð- in hefur sigrað,“ söng fólkið. Mikið blóðbað hafði verið í landinu undangengna viku og er talið að mörg hundruð manns hafi fallið í viðureign við her landsins. í gær voru götutálmar teknir niður, her- inn hvarf af götum borgarinnar og lífið færðist að mestu í eðlilegt horf. Talið er að allt verði með kyrrum kjörum fram á fimmtudag þegar eftirmaður Seins Lwins verður valinn. landsins á föstudag. Hann var hat- aðasti maður landsins eftir að hafa stjómað hinni illræmdu öryggislög- Að sögn vestrænna manna í Rangoon ríkir mikill fögnuður í Burma vegna afsagnar leiðtoga Brezkur hermaður myrtur í Belgíu: Böndin berast að ERA Ostcnde, Belgfu. Reuter. BREZKUR hermaður var myrtur er hann stöðvaði bifreið sína við umferðarljós í hafnarborginni Ostende í Belgiu á föstudags- kvöld. Tveir menn sátu fyrir honum og berast böndin að írska lýðveldishernum (IRA), en enginn hafði lýst ábyrgð á verknaðinum í gærmorgun. Hermaðurinn var einn í bílnum á heimleið, en hann var 38 ára, giftur og tveggja bama faðir. Hann var liðsforingi í konunglega velska varðliðinu með aðsetur í brezkri herstöð í Lemgo í Vestur- Þýzkalandi. Sjónarvottar sögðust hafa séð tvo menn bíða á bekk við gatna- mótin, þar sem atburðurinn átti sér stað. Þegar hermaðurinn stöðvaði bifreið sína hefðu þeir hlaupið að henni og annar þeirra skotið þremur eða fjórum skotum framan í hermanninn af mjög stuttu færi. reglu í áraraðir áður en hann tók við embætti af Ne Win fyrir tæpum þremur vikum. Undanfama daga hefur mátt sjá mótmælaspjöld þar sem mynd af höfði Seins Lwins hefur verið skeytt við hundsbúk, en það sýnir djúpa fyrirlitningu hjá Búddatrúarmönnum sem trúa á endurholdgun. Haft er eftir námsmönnum, sem kreijast aukins lýðræðis og létu mikið að sér kveða í mótmælum í höfuðborginni, að þeir hyggist snúa aftur til eðlilegs lífs þangað til nýr leiðtogi hefur verið valinn. Afsögn Seins Lwins sé einungis fyrsta skrefíð í átt til lýðræðis. Vestrænir stjómarerindrekar segja erfítt að spá fyrir um þróun í landinu. Ólíklegt er talið að veldi Sósíalistaflokks Burma sé að líða undir lok. Sumir segja að forystu- menn flokksins íhugi einhvers kon- ar samstjóm nokkurra manna, í stað einræðisins sem ríkt hefur í landinu. Æðsti maður landsins er nú Aye Ko, aðalritari flokksins og varaformaður ríkisráðsins. Talið er að bráðabirgðastjórn sé nú í hans höndum en Sein Lwin var tekinn fram yfir hann í síðasta mánuði er eftirmaður Ne Wins var valinn. Annar líklegur leiðtogi er Kyaw Htin sem álitinn er tiltölulega frjáls- lyndur. Fýrsta verk nýs valdhafa verður að hrinda efnahagsumbótum í framkvæmd sem samþykktar voru á flokksþingi í júlí. Burma er nú eitt fátækasta land heims en var auðugt ríki á Asíumælikvarða áður en Ne Win hrifsaði til sín völdin fyrir 26 árum. Washington. Reuter. GEORGE Bush, varaforseti og frambjóðandi repúblikana bandarísku forsetakosningun- um í nóvember, nýtur meiri vin- sælda meðal kjósenda en Mich- ael Dukakis, forsetaefni demó- krata, ef marka má skoðana- könnun ARC-sjónvarpsstöðvar- innar, sem birt var í gær. Samkvæmt könnun ABC-stöðv- arinnar nýtur Bush stuðnings 49% bandarískra kjósenda en Dukakis 46%. Könnunin var gerð síðastlið- inn miðvikudag. Spurðir voru 708 menn og sögðust aðeins 384 þeirra nokkuð ákveðnir i að kjósa, en forsetakosningamar fara fram 8. nóvember næstkomandi. Helztu kannanir á fylgi fram- bjóðandanna að undanförnu hafa gefíð örugga forystu Dukakis til kynna og vekur könnun ABC því athygli. Á fímmtudag voru birtar niður- stöður þriggja kannana, sem sýndu Dukakis með 6-14 pró- sentustiga forskot á Bush. Sam- kvæmt könnun A©C-sjónvarps- stöðvarinnar og Wall Street Joum- al hafði Dukakis 50% fylgi en Bush 36%. í könnun blaðsins USA Today og CAW-sjónvarpsstöðvar- innar var fylgi Dukakis 52% en Bush 40% og í könnun tímaritsins Business Week og Harris-stofnun- arinnar voru tölumar 51-45. Á þriðjudag birti GaWup-stofnunin könnun þar sem fylgi Dukakis var 49% en fylgi Bush 45%. Repúblikanar fögnuðu niður- stöðum könnunar ABC-stöðvar- innar, en í næstu viku hefst flokks- þing Repúblikanaflokksins í New Orleans. Þar verður útnefning Bush staðfest. Búist er við að hann lýsi þá yfir að hann muni framfylgja sömu stjómarstefnu og Ronald Reagan, forseti, nái hann kjöri. Viðurlög við glæfraakstri; Endurhæfing með sérbúnum bílum London. The Daily Teleffraph. INNAN tíðar verður byijað á nýstárlegri endurhæfingu fyrir ógætna ökumenn i Mið-Englandi. Á átta vikna námskeiði á að leiða þeim fyrir sjónir hættuna og ábyrgðina sem fylgir akstri með hjálp sérstaklega útbúinna fólksbila. Dómstólar í Englandi hafa þeg- ar dæmt sex ökumenn til að sitja námskeið sem hefst í Birmingham í næsta mánuði. Þar verða ökuníð- ingunum sýnd fræðslumyndbönd, lesið verður yfir þeim og þeim kennd hjálp í viðlögum. í hópvinnu á síðan að útbúa fólksbíla til kapp- aksturs og aka þeim á afgirtum svæðum til að sýna þátttakendum fram á hætturnar sem fylgja akstri. Stefnt er að því að slíkt nám- skeiðahald standi mönnum til boða sem teknir hafa verið fyrir ölvun við akstur eða sem ekið hafa án akstursleyfís. Falla þá niður hefðbundin viðurlög við ólöglegum akstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.