Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 51 Undraefni Benvenista SCIENTIFIC PAPER VUl'KI voi m mji'M igxx Human basophil degranulation triggered by very dilute antiserum against IgE E. Davenas, F. Beauvais, J. Amara*. M. Oberbaum*. B. Robinzont. A. MiadonnaL A. Tedeschit, B. Pomeranz§, P. Fortnertj, P. Belon, J. Sainte-Laudy, B. Poitevin & J. Benveniste|| INSl-.RM l' ’IHI. l'nivcrsilé Pnris-Sud. ruc dcs Carncts. 02140 Clamart. Francc Rulh Bcn Ari Inslitulc oí Clinical Immunology. Kaplan Hospital. Rchovol 7MIHI. Isracl + Dcpartmcnt .>1 Animal Scicnces. Faculty ot' Agriculture. PO Box 12. Thc Hchrcw Univcrsity ol Jcrusalcm, Rchovot 7hl(HI. Isracl t Dcpartnicnt of lutcrnal Mcdicinc. Infcctious Discascs and Immunopathology. l’nivcrsilv of Milano. Ospcdalc Maggiorc Policlinico. Milano. Italy 8 Dcpattmcnls of Zoology and Phvsiology. Ramsay Wrtght Zoological l.aboratorics. Univcrsity of Toronto. 25 Harhord Street. Toronto. Ontaric M5S lAI.Canada il To vvhom corrcspondcncc should hc addrcsscd. Fyrirsögn og höfundaupptalning greinarinnar sem segir frá afkvörnun basofil fruma undir áhrifum mjög þynntrar lausnar af and-IgE-mótefni. Markar greinin upphaf nýrra tíma í lyflæknisfræði eða á hún eftir að verða frægt dæmi um visindaleg mistök? Kampkátur Benveniste. Linuritið sýnir sveifluna í virkni and-IgE- mótefnisins. Lárétti ásinn sýnir þynningu mótefnisins, en sá lóð- rétti, en sá lóðrétti afkvörnun basófil frumanna (0 til 100%). Vísindi SverrirÓlafsson Það virðist augljós staðreynd að virkni lyfja byggist á tilvist efna sem hafa sérstök áhrif á starfsemi fruma og líffæra líka- mans. Nýlega birtist grein í vísindatímaritinu Nature þar sem sagt er frá því hvemig líffræðilega virkur vökvi heldur áfram að vera virkur eftir að að hann hefur ver- ið þynntur svo mikið að líkumar á því að fínna eina sameind af virka efninu em hverfandi. Niður- stöður þessar em í algjörri and- stöðu við hugmyndir hefðbund- innar lyfjafræði og hafa sett marga vísindamenn í mikið uppn- ám. Höfundar greinarinnar em þrettán að tölu og starfa við mis- munandi stofnanir í Frakklandi, ísrael, Ítalíu og Kanada, en mál- svari þeirra er Jacques Benvenista við Université Paris-Sud. Vísinda- mennimir notuðust við hvítar bas- ófíl blóðfmmur úr mönnum sem em mikilvægur hluti af ónæmi- skerfi líkamans. Á yfirborði fm- manna em mótefni, af s.k. IgE- gerð, en þegar þau verða fyrir áreitni utanaðkomandi mótefna (þ.e. and-IgE-mótefna) losna úr læðingi efni er nefnast histamín. Efni þessi em geymd í smákvöm- um fmmunnar, en sagt er að fm- man „afkvarnist" þegar hún send- ir histamínefnin frá sér. Benvenista og félagar byijuðu athugun sína með blöndu sem hafði að geya and-IgE-mótefni. Síðan þynntu þeir lausnina, fyrst með því að hella saman einni ein- ingu af upphaflegu blöndunni og níu einingum af andefnasnauðum vökva. Nýja lausnin var því tíu sinnum veikari en sú sem þeir byijuðu með. Vísindamennimir endurtóku samskonar þynningu 120 sinnum og höfðu því í lokin blöndu sem var 10120 (þ.e. tíu í hundraðogtuttugasta veldi!) þynnri en upphaflega lausnin. Vísindamennimir reiknuðu út að eftir 16 blandanir vom líkumar á því að finna eina andefnissam- eind í rúmmáli sem var jafnt rúm- máli upphafsblöndunnar einn á móti hundrað. Eftir 17 útþynning- ar vora líkurnar einn á móti eitt- þúsund, eftir 18 einn á móti tíu- þúsund o.s.frv. Að 120 útþynning- um loknum vom því líkumar á því að finna sameind hverfandi. Blóðfmmumar virtust hins vegar ekki hafa neina „vitneskju" um þessa staðreynd því þær héldu áfram að framleiða histamín þeg- ar þær komust í snertingu við útþynnta lausnina. Þetta kom vísindamönnunum mjög á óvart og eins sú staðreynd að mikillar sveiflu gætti í virkni blöndunnar, þ.e.a.s. hún gat verið lítil eftir eina þynningu, en aukist síðan verulega eftir þá næstu. Áður en ritstjóm Nature fékkst til að birta greinina fór hún fram á það við Benveniste og félaga að þeir bæðu þrjá óháða hópa vísindamanna í ísrael, Ítalíu og Kanada um að endurtaka tilraun- ina. Niðurstöður þessara vísinda- manna vom í fullu samræmi við fund starfshóps Benveniste, en það var einungis eftir jafn sann- færandi stuðning að ritstjórar Nature fengust til að birta grein- ina. Ritstjórnin let engu að síður óvenjulega athugasemd fylgja greininni, þar sem látin er í ljós undmn yfir niðurstöðunum og þess enn fremur getið að tímari- tið hafi í hyggju að láta athuga fyrirbærið nánar. Greinin hefur vakið mikla eftir- tekt hjá lyfja- og lífefnafræðing- um, en að svo stöddu eiga flestir erfitt með að trúa því að niður- stöðumar geti verið réttar. Ben- veniste notaði blóðfmmur úr mönnum sem hann þurfti að ein- angra með flóknum aðferðum. Nokkrir vísindamenn hafa látið í ljós þá skoðun að við einangmnina hafi hann hugsanlega valdið skemmdum á framunum sem eiga „sök“ á þeim niðurstöðum sem sagt er frá í greininni. Vísindamenn við National Inst- itute of Health í Bethesda í Mary- land í Bandaríkjunum hafa nú í hyggju að endurtaka tilraunina með því að notast við blóðfmmur úr rottum. Þeir hafa þróað aðferð til að rækta fmmumar í sérstök- um örvemgróðri og þurfa því ekki að skilja þær frá óæskilegu um- hverfi. Minni líkur em því á að þeir valdi skemmdum á framunum sem framkallað geta óraunvem- legar niðurstöður. Vísindamenn- imir í Bethesda gera ráð fyrir því að ef niðurstöðumar séu sannar og algildar þá skipti ekki máli hvort notast er við blóðfmmur úr mönnum eða rottum. Vissulega hafa menn byijað að velta vöngum yfír því hvemig hægt sé að skýra niðurstöðumar, ef þær em raunvemlegar. Ben- veniste trúir því að vatnið, sem er megin uppistaða leysivökvans, geti á einhvem hátt „rnunað" til- vist og lögun sameinda andefnis- ins og því geti blandan enn búið yfír lífrænni virkni andefnisins, jafnvel þó hún hafi ekki að geyma eina einustu sameind þess. Hann hefur stungið upp á þvi að minnið geti hugsanlega verið tengt flóknu kerfí vetnisefnatengsla eða raf- magns og segulsviði í vökvanum. Til stuðnings þessarar skoðunar bendir Benveniste á að ef lausnin var ekki hrist rækilega var virkni hennar engin að útþynningunni lokinni. Slík meðferð getur leitt til náinnar víxlverkunar á milli andefnisins og vatnssameindanna sem þær síðamefndu geta munað, jafnvel eftir að allt andefnið er horfið. Stuðningsmenn smáskammta- lækninga (homeopathy) hafa tek- ið niðurstöðum vísindamannanna opnum örmum, en þær em mjög í samræmi við hugmyndir þeirra um læknismeðhöndlun. Fýrir rúmum 50 ámm skýrði skoski smáskammtalæknirinn William Boyd frá svipuðum niðurstöðum, en þær vom virtar að vettugi og féllu fljótlega í gleymsku. Annar skoskur læknir, David Reilley birti fyrir tveimur ámm grein í læknis- fræðitímaritinu „The Lancet" þar sem hann greinir frá athugunum sínum á heymæði. Reilly fann að lausn sem var svo útþynnt, að líkumar á því að hún hafði að geyma plöntufijó vom hverfandi, leiddi til ofnæmiseinkenna. Ef niðurstöður Benveniste og félaga em réttar er hugsaniegt að þær valdi róttækum breyting- um á afstöðu manna til lyfja- og lyflæknisfræði, sigurgöngu smá- skammtalækninga og ef til vill stórtjóni hjá lyfjaframleiðendum. Af frásögn Jóns Jóhannessonar og fleim má ráða að varla eru ill álög eða óhöpp tengd raski á Álf- hóli. Aðeins ofsjónir manna og ímyndanir eins og hijáð hafa um- raeddan fréttaritara að undanfömu. Um eitt til viðbótar yfírsást fréttaritaranum: Það að rita þá gleðilegu frétt í Morgunblaðið, að gamlir skólafélagar frá Siglufirði, fæddir 1933, gáfu bænum sínum góða gjöf, hringsjá, til að bjarga frá gleymsku helstu ömefnum í fjallahring Siglufjarðar. Og einnig það, að þeir sýndu um leið gamalli sögn um Álfhól fulla virðingu með ýmsu móti sem ekki verður nánar greint frá hér. Þetta em orðin nokkuð mörg orð um það, sem fólki fínnst kannski lítið mál. En málið er alvarlegt að mínum dómi fyrir það að sá mis- skilningur og sá neikvæði andi, sem fram kemur í títtnefndri frétta- klausu og fleira, sem sagt var í þessu sambandi, er aðeins til að ala á tortryggni og óvild manna á með- al. Þessi skrif em tilraun til að kveða það niður og hvetja til jákvæðari fréttaflutnings innan bæjar og ut- an. Höfundur er kennari og myndlist- armnðurá Siglufirði. Afríka: Engisprettu- plága talin yfirvofandi Róm, Addis Ababa. Reuter. TALSMAÐUR Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, skýrði frá því á miðvikudag gær að sveimar af engisprettum færðust nú sífellt í aukana í austur- og miðhluta Afríku og hefðu sést yfir Rauða hafinu og Norður-Jemen. Þörf væri á miklu átaki til að beijast gegn skordýrunum sem ógna uppskeru á stórum svæðum. I Súdan þekja sveimamir um 3000 ferkílómetra svæði og éta um 300 þúsund tonn af jarðargróðri á dag. Miklar rigningar, sem m.a. hafa valdið flóðum í Khartoum, höfuðborg Súdans, hafa einnig bætt lífsskilyrði engisprettanna og valdið mikilli fjölgun þeirra. Fjöl- þjóðleg stofnun í Austur-Afríku, er fylgist með faraldrinum, segir að Qölgunin sé gífurlega hröð og muni skaramir líklega fljúga af stað í fæðuleit innan 10 daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.