Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 25

Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids 50 pör mættu til leiks í Sum- arbrids sl. fímmtudag. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör); A: Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 265 Eyjólfur Magnússon — Steingrímur Þórisson 260 Hildur Helgadóttir — Lovísa Eyþórsdóttir 232 Zulka Dozier — Bill Dozier 225 Ingunn Hoffmann — Ólafía Jónsdóttir 221 Alda Hansen — Aldís Schram 216 B: Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 193 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 172 Bjöm Ámason — Eggert Einarsson 169 Jakob Kristinsson — Magnús Ólafsson 168 Dröfn Guðmundsdóttir — Hrund Einarsdóttir 168 Bjöm Blöndal — Sigurður Lárusson 161 C: Ingibergur Guðmundsson — Þorvaldur Pálmason 186 Steingrímur G. Pétursson — Sveinn Þorvaldsson 180 Ragnar Bjömsson — Sævin Bjamason 178 Bragi Már Bragason — Garðar Hilmarsson 162 Gunnar Jóhannesson — Helgi Gunnarsson 162 Rúnar Lárusson — Valdimar Elíasson 161 D: Sigurbjörg Einarsdóttir — Lúðvfk Ólafsson 99 Bjöm Svavarsson — Sigurbjöm Ármannsson 93 Albert Þorsteinsson — Sigurleifur Guðjónsson 82 Og eftir 29 spilakvöld í sum- arbrids hefur Sveinn Sigurgeirsson tekið afgerandi forystu með 343 stig. Næstu menn eru Anton R. Gunnarsson 272, Jakob Kristinsson 230, Guðlaugur Sveinsson/Magnús Sverrisson 221, Steingrímur Þóris- son 217, Jón Stefánsson 197, Sveinn R. Eiríksson 195, Lárus Hermannsson 193, Sigfus Þórðar- son 183 og Steingrímur Jónasson 175. Alls hafa 250 spilarar hlotið stig á þessum 29 spilakvöldum. Meðal- þátttaka á kvöldi er 43,6 pör, sem er afbragðs þátttaka. Fyrirsjáan- legt er að Sumarbrids 1988 mun skila af sér verulegum hagnaði, þeim mesta hingað til í sögu Brids- sambandsins í einstakri keppni. Einsog áður hefur komið fram, mun Sumarbrids standa fram undir miðjan september, eða þartil félögin á höfuðborgarsvæðinu almennt hefja hauststarfsemi sína. Umsjón- armenn í Sumarbrids eru Ólafur Lárusson og Hermann Lárusson. Israel: Gull finnst við Rauðahafið Jerúsalem. Reuter. EFTIR því sem segir í tilkynn- ingu frá orkumálaráðuneyti Isra- els, hafa ísraelskir jarðfræðing- ar fundið „ óvenju mikið af gulli“ sunnarlega í ísrael. I tilkynningunni segir að gullið hafi fundist á allstóru svæði í Arava-héraði, ekki langt frá strönd- um Rauðahafsins. í dagblaði, sem gefíð er út í Jerú- salem, var haft eftir Yaacov Mimr- an, forstöðumanni ísraelsku jarð- fræðistofnunarinnar, á miðvikudag að allt að 2000 milligrömm af gulli hefðu fundist í tonni af jarðvegi. Enn á eftir að kanna hvort það svari kostnaði að vinna gullið. Sanitas-bikarkeppni Bridgesambandsins: Dregið hefur verið í 4. umferð Sanitas-bikarkeppni Bridsambands íslands (8 sveita úrslit): Eftirtaldar sveitir mætast, heimasveit talin á undan: Sigmund- ur Stefánsson (Modem Iceland gegn Sveit Hellusteypunnar Akur- eyri, Ingi St. Gunnlaugss./Ragnar Haraldsson gegn Braga Haukss./Sveit Delta, Flugleið- ir/Stefán Pálsson gegn Sveit Pólar- is, Grímur Thorarensen/Kristján Guðjónsson gegn Sigurði Sigurjóns- syni. Þessum leikjum á að vera lokið fyrir laugardaginn 10. september, en þá eru undanrásir keppninnar á dagskrá, á Hótel Loftleiðum. Úr- slitaleikurinn verður síðan daginn eftir, sunnudag, á sama stað. Vestfjarðamótið í tvímenningi Vestfjarðamótið í tvímenningi verður spilað á Laugarhóli í Bjarn- arfírði, rétt utan Hólmavíkur, helg- ina 3.-4. september nk. Spilaður verður barometer með 4 spilum milli para, allir v/alla. Keppnisstjóri og útreikningsmeistari verður Vig- fús Pálsson, Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Maríus Kárason á Hólmavík og Ævar Jóns- son á Tálknafírði, sem jafnframt annast skráningu. Opið stórmót á Dalvík Sjá fréttatilkynningu að norðan (Guðmundur Víðir á Akureyri). Opið mót á Egilsstöðum Árlegur tvímenningur austan- manna, hinn fjórði í röðinni, verður spilaður í Hótel Valaskjálf, helgina 9. og 10. sept. Það er Bridssam- band Austurlands, með stuðningi nokkurra fyrirtækja og stofnana á svæðinu, sem stendur að mótinu. í ár mun að vanda spilaður bar- ometer, 32ja para, 3 spil í setu, alls 93 spil. Spilamennska hefst kl. 20.00 á föstudagskvöldi, og spilað til kl. 1.00. Á laugardag mun byij- að kl. 10.00 og áætluð mótslok kl. 18.00. Þá er komið að hinum róm- aða sameiginlega kvöldverði og verðlaunaafhendingu og loks dans- leik um kvöldið. Framangreint er allt innifalið í keppnisgjaldi sem er kr. 3.800 á spilara. Spilað mun um silfurstig. Verðlaun í mótinu nema alls kr. 190.000 og skiptast þannig: 1. v. 80.000, 2. v. 50.000, 3. v. 30.000, 4. v. 20.000, 5. v. 10.000. Skráning er hafín og er skipt á svæði: Fyrir höfuðborgarsvæðið á skrifstofu BÍ. s: 689360 og hjá Hermanni s: 41507. Austanmenn (og aðrir ...) skrái sig hjá Sveini Heijólfssyni s: 97-11604 og Friðjóni Vigfússyni s: 97-41200. Þátttakendum er bent á að panta sjálfir gistingu á Hótel Valaskjálf, tímanlega. í fyrra urðu sigurvegar- ar þeir Guðmundur Páll Amarson og Símon Símonarson. i\a'ds .„en<S'("a 9V | j|| “ 1 i 5.0 7 RSK5-U“ Entln iaun greidit > • /aaassSr5^________CL Frvmiii Gr*lðtlnkin EINDAGI . SKIIA . A STAÐGREDSLUFE : ■ 'y Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjártiæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.