Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
99
Tóbak nef
neyðir
Sagt frá tóbaksnotkun fyrr og nú
stytti ekki um eina einustu þuml-
ungslengd sorgarlestir ófarsæld-
arinnar," segir Þórbergur og hon-
um gekk engu betur að hugsa en
áður. „Þannig hrundi í rústir
fyrsta tilraun mín í lífinu til að
öðlast viskuna, fyrsta átak mitt á
ævinni til að losna undan oki þján-
inganna," segir hann í lok kaflans
um reykingar.
Síðan Björn M. Ólsen hóf sígar-
ettureykingar hefur mikið vatn
runnið til sjávar. í tímans rás
hölluðu sér æ fleiri að sígarettun-
um og hámarki náði sú þróun
þegar komið var vel framyfír
miðja þessa öld. Alltaf hefur þó
verið töluvert um vindla- og pípu-
reykingar en neftóbakið varð
sjaldséðara og aðeins örfáir kusu
að taka í vörina. Nýtt afbrigði af
nikótínnotkun hefur komið til sög-
unnar á allra síðustu tímum og
er þar átt við nikótíntyggigúm-
míið sem mörgum reynist vel að
nota til þess að venja sig af síga-
rettureykingum en örfáir eiga er-
fitt með að hætta að nota.
Tóbak hefur verið mikið rann-
sakað af vísindamönnum í langan
tíma og er það næstum samdóma
álit þeirra að tóbaksnotkun sé
mjög óholl af margvíslegum or-
sökum. Nú setja menn stefnuna
á að bæta og varðveita heilsu
landsmanna, það eru því vafalaust
flestir sammála þeim kenningum
sem leiðandi menn í þessum efn-
um hafa sett fram, t.d. að það sé
mikilvægt að reyna með fræðslu
og fordæmi að koma í veg fyrir
að fólk byrji að reykja. Það hefur
sýnt sig að það reynist mörgum
þeim erfitt að hætta tóbaksnotk-
un, sem eru á annað borð komnir
á bragðið. En vitneskjan um þann
mikla fjölda, sem hefur þegar yfi-
runnið slíka erfiðleika, ætti að
stappa stálinu í þá sem vilja losa
sig undan tóbaksánauðinni. Það
er kannski mikil bjartsýni að
halda að menn standi nú yfir höf-
uðsvörðum tóbakspúkans en alt-
ént geta líklega flestir tekið undir
með séra Hallgrími Péturssyni,
sem varð áhorfandi að upphafi
sigurgöngu þessa umrædda púka,
er hann segir:
Tóbak nef neyðir,
náttúru eyðir,
upp augun breiðir,
út hrákann leiðir,
minnisafl meiðir,
máttleysi greiðir
og yfirlit eyðir.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
að gefa sér tóbak í nefið. Ég
sagði, mér sýndist annað væri nú
nær hjá honum; lét hann þó ráða
því. Að við gerðu segir hann:
„Lofaður veri nú guð, sem nú
hefir látið gleðja mína sál og
líkama; nú lofí hann mér að deyja,
og nú dey ég glaður. Guð taki við
minni sálu,“ Og þar með gaf hann
upp andann."
Árið 1810 kom hingað til ís-
lands vísindaleiðangur breskra
fræðimanna. Einn af leiðangurs-
mönnum var ungur læknir, Henry
Holland að nafni. Hann ritaði bók
um ferðalag sitt og þar segir hann
frá því er þeir félagar komu að
Eyvindarmúla í Fljótshlíð og voru
þar viðstaddir guðsþjónustu: „Við
gengum inn í kirkjuna nokkru
eftir að guðsþjónustan hófst, með-
an presturinn var enn að tóna,“
segir Holland. „Hann benti okkur
að ganga innar og taka okkur
sæti í kómum til hliðar við alta-
rið. Rétt þegar við vorum sestir,
meðan hann enn söng messuna,
rétti hann að mér myndarlegar
tóbaksdósir og benti mér að taka
í nefið, eins og hann sjálfur gerði
með sýnilegri ánægju. Ekki var
það þó eina aukagetan sem hann
hafði að sinna með guðsþjón-
ustunni. Nærri því full flaska af
brennivíni stóð á altarinu. Og
meðan altarisþjónusta fór fram
fékk hann sér þrisvar sinnum
hressingu úr henni."
Margt kom þeim ferðamönnum
greinilega undarlega fyrir sjónir
sem heimsóttu landið á síðustu
öid. Sumarið 1881 var annar
enskur ferðalangur, John Coles,
hér á staddur. Hann leigði sér
hesta til ferðalags ásamt félögum
sínum. Eyvindur nokkur gætti
fyrir þá klyfjahestanna. „Hann
var mikill neftóbakssvelgur og bar
alltaf á sér nóg af Jjeirri vöru í
homi,“ segir Coles. „I fyrsta skipti
sem ég sá hann taka í nefið, vom
hestamir á hröðu brokki, og ég
gat ekki fyrir mitt litla líf gert
mér grein fyrir, hvað hann var
að reyna að gera; Það var einna
líkast því sem hann væri að reyna
að leika lag á homið með nefinu,
en var í rauninni að troða í það
tóbaki."
Auðséð er af þessu og ýmsu
öðru að tóbaksneysla almennings
á íslandi hefur verið mest í formi
nef- og munntóbaks lengi framan
af, en undir aldamót verður á
þessu breyting. Skólapiltar og
fleiri höfðu reykt pípur en um
þetta leyti, þegar líða tók að alda-
mótum, tók Bjöm M. Ólsen kenn-'
ari í Latínuskólanum að reykja
sígarettur og varð til þess einna
fyrstur manna hér á landi. Sann-
arlega urðu þó margir til þess að
feta í fótspor hans. Ekki þótti
Bjöm gæddur miklu langlundar-
geði og skarst oft í odda með
honum og skólapiltum, þar sem
hann var umsjónarmaður skólans.
Það var ein af reglum Ólsens að
ekki mátti reykja á göngum skól-
ans. Piltar héldu áfram eftir sem
áður að reykja í laumi úr ódýmm
krítarpípum sem þá vora í tísku
og skiptust á að standa vörð, því
alltaf var Óisen á vakki til að
fylgjast með þeim. Vora þeir fljót-
ir að stinga pípunni í vasann ef
óvinurinn nálgaðist og vora svo
sakleysið sjálft í háðslegu brosi
sínu. Þá greip Ólsen til þess
óvænta ráðs að hann tók að skoða
þá, þukla á þeim og hremma
pípumar glóðvolgar upp úr vösum
þeirra. Þannig er sagt að hann
hafi eignast smám saman mikið
safn af krítarpípum sem hann svo
notaði sjálfur.
í íslenskum aðli eftir Þórberg
Þórðarson er heill kafli helgaður
reykingum. Þórbergur var þá í
síld á Akureyri og leigði ásamt
tveimur öðram ungum mönnum
herbergi uppundir súð í gömlu
húsi. „Aðalnautnir mínar á þess-
um fábreytiiegu tímum vora
reykingar. Ég kveikti í pípunni
undir eins og ég reif upp augun
á morgnana, reykti öðra hveiju
allan daginn og svældi síðustu
pípuna, þegar ég var búinn að
slökkva ljósið og lagstur út af á
næturnar. Þessar reykingar vora
búnar að gegneitra svo líkama
minn, einkum að ragla svo alla
hrynjandi hjartans, að ég varð
stundum að leggjast fyrir, þegar
ég var kominn niður í hálfa
pípuna, til þess að missa ekki af
þeirri nautn að geta reykt upp
rammara helminginn," segir Þór-
bergur í upphafí kaflans. Síðan
koma langar lýsingar á því hve
honum hafí jafnan þótt reykingar
góðar fyrir vitsmunalífíð. Lengi
hafði Þórbergur leitað að pípu sem
sameinaði það tvennt að örva og
dýpka hugsunargáfuna og að full-
nægja hinni sívaxandi kröfu
reykinganautnarinnar. Loks finn-
ur hann pípubákn furðulega mikið
sem hann telur að geti gegnt
þessu tvöfalda hlutverki. En pípan
olli honum vonbrigðum. „Hún jók
ekki einum þumlungi við farsæld
mína eða kannski öllu heldur:
í fyrravor heyrði ég getið veislu sem tæplega þrjátíu manns
sátu. Veislan var haldin í tilefni þess að fimmtán ár voru liðin
frá því fólk þetta lauk stúdentsprófi. Þegar liðið var nokkuð
á veisluna segir ein konan: „Mikið finnst mér allt einhvern
veginn öðruvísi en þegar við héidum uppá stúdentsprófið á
sínum tíma.“ Þessu samsinntu aliir og laumuðust um leið tii
þess að skoða nánar andlit og „hollingu“ bekkjarsystkina sinna.
Hið sama gerði konan sem talað hafði, en eftir litla stund lauk
hún upp munni sínum á ný og sagði: „Það er ekki beint að
við höfum breyst, það sem er aðallega ólíkt með þessum tveimur
veislum er að nú reykir ekkert okkar, en fyrir fimmtán árum
reyktu næstum allir.“ Það var von að konan veitti þessum
mismun athygli því í fyrri veislunni höfðu varla sést handaskil
fyrir reyk en í þeirri seinni var loftið tært einsog í fjallasal.
essi saga segir tölu-
vert um það hve mikið
hefur dregið út
reykingum á allra
síðustu áram. Það er
ekki lengur í tísku að reykja eins
og var forðum daga. En þó mjög
margir hafi hætt að reykja er
tóbak ennþá snar þáttur í lífi
Qölda fólks. Flestir þeirra sem
byija að reykja gera það til þess
„að vera með“, eins og það er
kallað, vera eins og hinir. Því
færri sem reykja, því veigaminni
verður þessi ástæða.
Tóbak var í tísku um langan
aldur. Tóbaksjurtin óx upphaflega
í Ameríku og víðar í nýja heimin-
um. Álitið er að indíánar í
Ameríku hafi brennt tóbaksblöð-
um og þefmiklum harpeis til vam-
ar gegn mýflugum. Bál þessi
komu auðvitað aðeins þeim að
gagni, er við þau sátu. Hinir sem
vora á faralds fæti tóku þá að
líkindum uppá því að grípa log-
andi blöð og bera þau með sér.
Þegar þeir þurftu að hafa hendur
lausar hafa þeir sennilega tekið
það ráð að bera blöðin í munni
sér. Þannig er álitið að menn hafí
komist uppá að sjúga reykinn að
sér og eftir nokkur skipti hefur
þeim þótt bragðið gott. Eitt af
því fyrsta sem Kólumbus tók eftir
þegar hann steig á land í Ameríku,
var að hinir innfæddu reyktu eitt-
hvað sem þeir nefndu tóbak. Tó-
baksneysla var mjög útbreidd í
nýja heiminum, nokkrir reyktu
vindla, aðrir pípur en sumir tóku
í nefíð eða í vörina, rétt eins og
gerist nú á tímum. Þó liðu hundr-
að ár þar til Evrópumenn lærðu
af indíánum að reykja tóbak. Þeg-
ar þeir komust uppá lagið breidd-
ist tóbaksnotkun óðfluga út.
Spænskir sjómenn fluttu fyrst
tóbak til Spánar. Frá Florida var
tóbak flutt til Lissabon árið 1558.
Franskur sendiherra, Jean Nicot,
var í Lissabon um þetta leyti.
Hann ræktaði tóbak í garði sínum
og læknaði með því sár. Einnig
þótti tóbakið gott meðal gegn
tannpínu, höfuðverk, stífkrampa,
krabbameini og fleira. Þá taldi
Nicot sig hafa tekið eftir því að
fólk sem notaði tóbak væri hlýðn-
ara og auðsveipara en þeir sem
ekki notuðu það. Hann hvatti þess
vegna Katrínu af Medici, sem þá
stjómaði Frakklandi, til að koma
sem flestum þegnum sínum til að
neyta tóbaks. Sú var ekki sein á
sér að notfæra sér þessa vitn-
eskju, enda vora þegnar hennar
með baldnara móti um þær mund-
ir. Hirðfólkið gekk á undan með
fagurt fordæmi og tók í nefið allt
hvað af tók og bráðlega raddi
tóbaksnotkunin sér til rúms ekki
aðeins í Frakklandi heldu um allan
heim. Til minningar um Nicot er
tóbakseitrið nefnt nikótín.
Víða reyndu yfírvöld að hamla
á móti tóbaksnotkun. Mönnum
var jafnvel hótað dauða, limlest-
ingum og helvíti í því skyni. Á
sumum stöðum töluðu menn um
að bæta við ellefta boðorðinu og
átti það að banna tóbaksnautn.
Þegar ekki reyndist unnt að koma
á sérstöku boðorði hvað þetta
snerti, þá heimfærðu menn tóbak-
ið undir sjötta boðorðið, svo tóbak-
snotkun varð hjónaskilnaðarsök.
Þegar engar hótanir dugðu til að
koma í veg fyrir tóbaksnotkun var
tekið það ráð að tolla tóbakið.
Konungar leigðu tóbaksverslun-
ina og gaf það af sér ógrynni fjár.
Sjómenn reyktu margir pípu og
hvar sem fley þeirra bára þá að
landi vora þeir viljugir að kenna
fákænum bændum og borguram
að brúka tóbak. Til íslands barst
siður þessi um miðja sautjándu
öld, en árið 1615 hafa menn fyrst
sögur af að íslendingur hafí neytt
tóbaks og var það Jón Ólafsson
Indíafari. I reisubók sinni talar
hann um að á skipi með honum
hafi verið maður einn sem Rúben
hét. „Hann sá ég fyrst tóbak um
hönd hafa," segir Jón. Þessu næst
er minnst á tóbak á íslandi í bréfí
sem séra Amgrímur Jónsson Iærði
ritar vini sínum Óla Worm þann
7. ágúst 1631. Árið 1650 er sagt
frá manni í Selárdal er vanrækti
kirkjuna á helgum dögum þá
predikað var, en lagðist í tóbaks-
drykkju um embættistímann. Hélt
hann þeim hætti þrátt fyrir
áminningar prestsins þar til
sunnudag árið 1650 að hann sofn-
aði útfrá tóbaksdrykkjunni á
kirkjuveggnum og vaknaði aldrei
þaðan af og lá svo dauður þá út
var gengið.
Fyrst eftir að tóbak fór að
tíðkast á íslandi hefur það verið
mjög sjaldgæft en þeim mun
meira hefur þótt til þess koma.
Menn sendu kunningjum sínum
þumlung af tóbaki í vinargjöf og
ýmsir urðu til að yrkja um tóbak,
ýmist til lofs eða lasts. Séra Stef-
án Ólafsson orti þessa vísu: pres^a
tóbak prísa ég rétt,
páfinn hefúr það svo til sett,
að skyldi þessi skarpa rót
skilning gefa og heilsubót.
í öðram vísum eftir séra Stefán
tekur hann fram að tóbak sé gott
við heilaveiki, bijóstmæði, vatns-
sýki, blóðnösum og kvefí. Hætt
er við að ekki myndu margir taka
undir með séra Stefáni í dag.
Tóbakið varð honum heldur ekki
sú heilsubót sem hann vonaði, því
hann varð heilsulítill um fertugt
og var það alla tíð síðan. þar til
hann dó árið 1688.
Jón prófastur Steingrímsson
(1728-1791) segir svo frá Jóni
nokkram Halldórssyni: „Hann
lagðist banalegu, var hann þá í
Hvammi. Ég var sóttur að veita
honum Sakramentið. Þegar hann
hafði það meðtekið, bað hann mig