Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 43
8821 T8U0Á_.M 5JUOAOUVIMU8 .QiqAjaVIUDflOM MORGUNBLAÐIÐrSUNNU©AÖUR-i-4r-AGUST-»88 s* ^3 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinna Oskum eftir starfsmanni til starfa við fram- leiðslu í verksmiðju okkar. Sápugerðin Frigg, Lyngási 1, Garðabæ, sími 651822. Bókasafnsfræðingar Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi aug- lýsir eftir bókasafnsfræðingi í afleysinga- stöðu. Um er að ræða hlutastarf, 30 tímar á viku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Bæjar- og héraðsbókasafnið er miðsafn og þjónar allri Árnessýslu. Bókakostur er um 60 þúsund bindi. Útlán á síðasta ári voru 46 þúsund bindi. Starfsmannafjöldi er 5. Frekari upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 98-21467 milli kl. 15.00 og 19.00. Ritari Óskum eftir að ráða ritara til starfa á skrif- stofu okkar. Um er að ræða fullt starf, en hlutastarf kemur þó til greina. Starfið felst einkum í almennri ritvinnslu, frá- gangi skjala og skjalavörslu. Gerðar eru sér- stakar kröfur um vandvirkni og nákvæmni og að viðkomandi hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Skriflegar umsóknir óskast sendar skrifstofu okkar fyrir 22. ágúst nk. Árnason & Co. er sérhæfð ráðgjafastofa á sviði einkaleyfa og vörumerkja. Helstu verk- efni okkar eru gerð einkaleyfisumsókna, inn- lagning þeirra og málarekstur hér á landi og erlendis, skráning vörumerkja hér og erlendis, samningsgerð, auk annarra skyldra verkefna. IÍRNASON & CO. einkaieyfa- og vörumerkjastofa, Höfðabakka 9, 6. hæð, 112 Reykjavík. p\C>' I hjarta borgarinnar vantar ritara til starfa hjá þjónustufyrirtæki. Starfið felur í sér tölvubókhald, innlendar og erlendar bréfaskriftir, upplýsingasöfnun og -miðlun, skjalavistun o.fl. 80% starf, vinnutími eftir samkomulagi. Ritarinn þarf að hafa haldgóða reynslu af almennum skrifstofustörfum, hæfileika til að starfa sjálfstætt og eiga gott með samstarf. Enskukunnátta æskileg. Aldur 30-45 ára. Fyrirtækið býður mjög gott vinnuumhverfi og fjölbreytt starf við áhugaverð verkefni. Laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Nánarj upplýsingar veitir Holger Torp kl. 10.00-15.00 á skrifstofu okkar. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRUm Kennarar Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Kennara vantar til almennra kennslustarfa að Höfðaskóla Skagaströnd. Hlunnindi í boði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-4800 og formaður skólanefndar í síma 95-4798. Lagerstarf Óskum eftir starfsmanni á lager. Fríar ferðar úr Reykjavík og Kópavogi. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi, sími 666300. Álafoss hf., Mosfellsbæ. Starfskraftur óskast í innflutningsfyrirtæki til að sjá um tölvu- keyrt tollakerfi, fara í tollvörugeymslu og banka og sjá um vélritun og símavörslu. Umsóknir merktar: „I - 4718“ leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 23. ágúst. Hlutastarf Óskum eftir duglegum starfskrafti í 25% starf eða ca eina viku í mánuði. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Þ - 14546“ fyrir nk. miðvikudag. Atvinna óskast Þrítugur vel menntaður maður með fjölþætta reynslu óskar eftir krefjandi og vel launuðu starfi. Upplýsingar í síma 20431. Veikstraumstækni- fræðingur með 3ja ára starfsreynslu óskar eftir starfi. Vinsamlegast leggið inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: „A - 84". Bókaverslun óskar eftir starfsmanni sem fyrst. Starfið felst m.a. í afgreiðslu, upplýsingagjöf, vöru- móttöku og móttöku pantana og krefst dugn- aðar, áhuga á bókum, góðs viðmóts og nokkurrar tungumálakunáttu. Um framtíðar- starf er að ræða og vinnutíminn er frá kl. 10.00 til 18.00. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Bóksölu stúd- enta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, fyrir 19. ágúst. bók/klð, /túder\t\ Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar Gjörgæsla nýbu ra í byrjun október er fyrirhugað að bjóða þeim hjúkrunarfræðingum sem áhuga hafa á ný- burahjúkrun upp á skipulagðan 9 vikna aðlög- unartíma með markvissri fræðslu í gjörgæslu nýbura. Fyrirlestrar og verkleg leiðsögn verða á vöku- deild allt tímabilið. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, Hertha W. Jónsdóttir í síma 60133. Ríkisspítalar-Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar Á sjúkrahús Akraness vantar hjúkrunarfræð- ing með skurðstofumenntun sem fyrst. Einn- ig vantar hjúkrunarfræðinga á lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Vinnuað- staða er mjög góð og starfsandi ágætur. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311. REYKJALUNDUR Störf við endurhæfingu Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarfólk til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 666200. Reykjalundur, endurhæfingamiðstöð. BYKO TIMBURSALA Við hjá Timbursölu Byko leitum að góðu fólki til ýmissa starfa. Við leitum að: 1. Afgreiðslumönnum í timburafgreiðslu. 2. Stjórnendum lyftara. 3. Starfsmönnum í nýju sjálfvirku timbur- verksmiðjuna okkar. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu og góða tekjumöguleika hjá öruggu fyrirtæki í vexti. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Timbursölunnar. Hittumst heil á heimili plankastrekkjarans. BYKO W Skemmuvegur 2, Kópavogi, sími 41000. Myndlista- faaifdídaskóli Islands óskar að ráða fólk til fyrirsætustarfa í dag- skólanum og á kvöldnámskeiðum. Fólk á öllum aldri kemur til greina, nauðsynlegt er að viðkomandi sé hraustur og vel á sig kom- inn. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09.00-12.00. Skipholti 1 Reykjovík sími: 19821 Myndlista- foaijdídaskóli íslands óskar að ráða fólk til ræstingastarfa. Upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 9-12. Skipholti 1 Reykjavík simi: 19821
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.