Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
Ingibjörg- og Ólafur með elzta barn sitt, Thor, sem þau misstu ungan.
valist þar til forystu. Stjómmálin
urðu raunar starfsvettvangur þeirra
hjóna þar til Ólafur lést á gamlárs-
dag 1964.
Þingmannsstörf frá 1926, ráð-
herrastörf, fyrst 1932, og ráðherra
lengst af frá 1939; forsætisráðherra
fímm sinnum; formaður Sjálfstæð-
isflokksins frá 1934 í aldarfjórðung.
Allt voru þetta umfangsmikil störf
hjá eiginmanni frú Ingibjargar. Þá
vom ekki sérstakar skrifstofur og
ekki veitingastaðir til þess að halda
hádegisverðarfundi. Heimilið var
því að miklu leyti skrifstofan og
hádegisverðarfundimir gjaman
haldnir þar. Húsfreyjan annaðist
því erilsöm störf og taldi það ekki
eftir sér. Þá þurfti að svara síman-
um fyrir húsbóndann sem gjaman
nýtti sér símatæknina til aðstoðar
í starfi.
Verk sín innti frú Ingibjörg af
hendi af miklum myndarskap og
mikilli ánægju því henni vom störf
eiginmannsins fyrir öllu. Það þurfti
líka að mæta á opinberum vett-
vangi með eiginmanninum, innan-
lands sem utan, og þar var frú Ingi-
björg hinn glæsilegasti fulltrúi þjóð-
ar sinnar.
Ólafur Thors var kjörinn alþing-
ismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu
1926 og gegndi þingmennsku fyrir
það lq'ördæmi og síðar Reykjanes-
kjördæmi til æviloka eða í 39 ár.
Hann naut þar ævinlega mikilla
vinsælda og trausts og ekki síður
frú Ingibjörg sem ótrauð fylgdi
honum á mörgum ferðalögum og
þegar hann gat ekki mætt þá mætti
hún.
Frú Ingibjörg gleymdi aldrei
heimilinu þótt mikið væri að gera.
Hún ól upp í mikilli umhyggju böm-
in þeirra fjögur sem upp komust,
Mörtu, Thor, Ingibjörgu og Mar-
gréti Þorbjörgu. Elsta bam sitt,
soninn Thor, misstu þau ungan við
mikla eftirsjá. Þegar bamabömin
voru svo mætt, var þeim ekki
gleymt og gjaman svo hjá afanum
að eitthvað skyldi vera í vestisvas-
anum af góðgæti, ef þau yrðu á
vegi þeirra.
Sjálfstæðismenn í Reykjanes-
kjördæmi og reyndar allir íbúar
þess svæðis nutu forystu Ólafs
Thors og konu hans, frú Ingibjarg-
ar. Verka þessara góðu hjóna mun
lengi minnst. Eiga Reyknesingar
og reyndar öll íslenska þjóðin þeim
mikið að þakka.
Ég var ungur þegar ég kynntist
frú Ingibjörgu og Olafí Thors en
samstarf við þau varð afar náið.
Umhyggja þeirra og aðstoð var mér
ómetanleg og skipti þar ekki máli
hvort um var að ræða starf mitt
eða fjölskyldu.
Við Sigrún minnumst með virð-
ingu og þakklæti frú Ingibjargar
og Ólafs Thors og biðjum þeim
Guðs blessunar.
Samúðarkveðjur sendum við
bömum þeirra og fjölskyldum.
Matthías A. Mathiesen
Á skákinni milli Kirkjustrætis og
Vonarstrætis, Herkastalans og Al-
þingishússins stendur lítið timbur-
hús og vitnar hljóðlega um liðinn
tíma. Eitt sinn voru myndarlegir
garðar við húsið og Tjömin nær
gaflinum en nú er. Þama var æsku-
heimili Ingibjargar Thors.
Hún var dóttir Indriða Einarsson-
ar, fyrsta hagfræðings á íslandi,
leikritaskálds og forustumanns í
bindindishreyfingunni. Móðir henn-
ar var Marta María, dóttir Péturs
Guðjohnsens, músíkölsk eins og öll
sú ætt, smekkvís á bókmenntir, vel
verki farin og vel að sér. Hún fylgd-
ist af áhuga með stjómmálum og
myndaði sér skoðanir á hveiju einu
er þar gerðist. Indriði, sem var „re-
visor" eða endurskoðandi lands-
reikninga, hafði lengst af vinnustof-
una heima hjá sér. Marta María lék
á „fortepiano" og kenndi bömum
sínum að leika á gítar á kvöldin.
í þessu umhverfi ólst Ingibjörg
upp í húsi menningar, lista og hug-
sjóna. Hún sagði um æskutíð sína:
„Mér finnst þetta tímabil heima
hafa verið hlátur og kæti.“ Ingi-
björg var næstyngst í hópi 8 systk- -
ina. Guðrún Indriðadóttir systir
hennar skrifar um móður þeirra:
„Hún var sjálfstæð í hugsun, fór
ekki troðnar götur og vildi velja veg
sinn sjálf." Ingibjörg valdi Ólaf
snemma, það varðaði hennar veg.
Þá var hún enn í skóla.
Henni gekk vel í námi, en eitt
líkaði henni ekki. Stúlkur gátu ekki
valið það sem þær vildu eins og
piltar. Hún vildi læra smíðar. Það
fengu piltar, en ekki stúlkur þá.
Þeir máttu bjóða utanskólastúlkum
á skólaball, en þær máttu einungis
bjóða úr hópi skólabræðra sinna.
Þetta og þvílíkt líkaði henni ekki.
Margt smátt gerði eitt stórt. Engum
ieið hún að kúga sig og hætti í
menntaskólanum.
Hinn ungi Ólafur Jensen, sem
síðar hét Ólafur Thors, var raunar
tveim árum eldri og á undan Ingi-
björgu í skóla. Honum bauð hún á
skólaballið. Þau felldu hugi saman
og giftu sig ung, hún 21 árs, hann
tæpra 23 ára.
Enginn vissi þá og ekki heldur
hún, að hún hefði gifst stjóm-
málamanni og það manni, sem átti
eftir að setja hvað mestan svip á
samtíð sína í heilan mannsaldur.
Ingibjörg hélt áfram ýmiss konar
námi utan skólans. Hún lærði góða
ensku, og hjá Thoru Friðriksson
lærði hún frönsku, en undir hand-
leiðslu frk. Thoru mun lítt hafa
verið gefíð eftir fyrr enn stílamir
vom villulausir. Teikningu lærði
hún hjá Stefáni Eiríkssyni mynd-
skera. Langaði hana að læra einnig
litameðferð. og gerði það raunar
síðar á ævinni. En hjá Stefáni lærði
hún að draga línu rétt, bæði beina
og bogna. I óeiginlegri merkingu
held eg að hún hafi líka kunnað
að draga línu rétt í lífí sínu. Hún
hafði reglu og skipulag á hlutunum.
Hver hlutur hafði sinn stað og hvert
verk sinn tíma. Af þessu leiddi að
hún gat sagt með sanni við böm
sín: „Ef maður lætur ekkert verða
óhreint, er maður enga stund að
gera hreint." Ef til vill var það
reglusemi af þessu tagi sem setti á
hana þann svip rósemi og stilling-
ar, sem virtist einkenna hana. Eg
kynntist henni eftir að eg var fyrst
kosin á þing 1956. í mínum augum
var hún björt og ætíð hlý. Ýmsum
þótti hún nokkuð fáskiptin og hún
varð með aldrinum alvarlegri. Á
yngri ámm mun hún hafa verið
opinskárri í gleði sinni, og þá stund-
aði hún íþróttir, leikfími, tennis og
útreiðar. Er þau Ólafur bjuggu á
Grandarstíg 24, þar sem Verslunar-
skólinn var síðar, höfðu þau hesthús
og fóra í útreiðartúra á kvöldin.
Á fyrstu hjúskaparáram hennar
og Ólafs Thors var hann fram-
kvæmdastjóri Kveldúlfs. Stjóm-
málin komu inn í líf þeirra skref
af skrefi og heimili þeirra breyttist
í stjómmálamiðstöð. Þessu fylgdu
miklar annir fyrir Ingibjörgu, þótt
hún hefði hjálp við heimilisstörfin
eins og þá tíðkaðist. Þau Ólafur
eignuðust 5 böm. Hið elsta, Thor
Jensen, dó 4 ára og var foreldram
sínum mikill harmdauði. Fjögur
böm fylgja nú móður sinni til graf-
ar. Þau Marta, Ingibjörg, Thor og
Margrét.
Ingibjörg leit á það sem sjálf-
sagðan hlut, að menn kæmu heim
til Ólafs í stjómmálaerindum, ekki
aðeins samflokksmenn heldur einn-
ig vinir hans úr öðram flokkum og
kjósendur í ýmsum erindum. Hann
sagði eitt sinn í ræðu sinni á Hvat-
arfundi: „Á mínu heimili er bannað
að ræða stjómmál“. Þetta var tekið
mátulega alvarlega og víst er að
hin stóra mál vora rædd við Ingi-
björgu. Hún var vinur Ólafs og
besti stuðningsmaðurinn. Ég minn-
ist þess, er eg sat með honum á
þingi, að hann lét oft í ljós hve
mikils hann mat álit hennar. Eitt
sinn ávarpaði hann norsk ráðherra-
hjón, sem hér vora í heimsókn, með
þessum hætti, er seint gleymist:
„Menn í okkar störfum verða fyrir
árásum og gagniýni. Margt er sagt
um okkur, sumt satt, sumt ósatt.
En þegar þú kemur heim til konu
þinnar, taktu þá eftir. Það sem hún
segir, — það er það, sem er satt.“
Ólafur vissi, að það var rétt, sem
Ingibjörg sagði.
Ingibjörg var ekki einungis
manni sínum til gæfu heldur og
Sjálfstæðisflokknum. Hún gerði
stundum með návist sinni einni
saman deilur eða reiði að engu. Eg
minnist atviks af þingflokksfundi
1958. Pétur Ottesen gekk eitt sinn
svo hart fram í málafylgju sinni,
að hann þoldi ekki Ólafí að hafa
uppi hraustleg andmæli. Hafði eg
aldrei séð mann svo reiðan sem
Pétur, er hann gaf ótrúlegar yfirlýs-
ingar um leið og hann gekk út og
buldi í dyrastöfum. Næsta morgun
virtist ekki betra taka við. Ólafur
heilsaði Pétri ekki með vinsamlegri
hætti en Pétur hafði kvatt, en sagði
andartaki síðar með bros á vör:
„Elsku vinur. Nú kemurðu með til
Ingibjargar, það er saltfiskur.“ Það
var eins og ljós kviknaði undir
hvössum brúnum Péturs og glaðir
og reifir gengu þeir upp í Garða-
stræti til Ingibjargar. Misklíðinni
var blásið burt. Tveir heilsteyptir
menn voru vinir á ný. Eg held að
Ingibjörg hafi með stillingu sinni
og hlýju stuðlað að slíkum manna-
sáttum.
Á margan annan veg auðveldaði
hún Ólafi formannsstarfíð í Sjálf-
stæðisflokknum. Hún var afar ötul
við að sækja fundi með honum.
Skemmtilegust sagði hún að funda-
ferðalögin væra. Vora þá stundum
nokkrir fundir á dag, hver á sínum
stað. Ungum stjómmálamanni óx
þetta fyrirkomulag í augum og
spurði hvort tími gæfist til að semja
ræður fyrir hvem fund. „Blessuð
vertu, eg flyt alls staðar sömu ræð-
una“ sagði þá Ólafur. „Já“ sagði
Ingibjörg „og á síðasta fundinum
er hún alltaf best.“ Mér varð þá
að orði: Það gerir ekkert til því
áheyrendumir era alltaf nýir. „Nei,
ertu frá þér,“ sagði hann, „karlam-
ir fylgja mér fund af fund af fundi!"
Hún sótti vel fundi sjálfstæðis-
kvenna, meðan Ólafur var í flokks-
forastu, og sýndi stjómmálastörf-
um kvenna í flokknum ævinlega
áhuga, meðan kraftar entust. Hún
virti hvort tveggja: Að kona styrki
og styðji mann sinn í stjómmálum
og að kona taki sjálfstæðan þátt í
stjómmálum. Hún sagði í blaðavið-
tali fyrir aldarfjórðungi, að hún liti
ekki á þau hjónin sem stjómmála-
mann og konu stjómmálamanns.
Hún sagði þar „að hver venjuleg
kona vilji styrlq'a og styðja sinn
mann, hvort sem það er á sviði
stjómmála eða öðram sviðum. Hjón
heyja yfirleitt lífsbaráttuna hlið við
hlið og það er aðalatriðið". Og hún
háði sannarlega sinn hluta af bar-
áttunni, hljóða baráttu við að móta
íslandssöguna ásamt manni sínum
á miklu umbrotaskeiði.
Ingibjörg og Ólafur drógu úr
þátttöku í mannfundum á síðustu
áram hans. Varð hann að gæta
heilsu sinnar og það þeim mun
fremur sem honum óx ásmegin,
hvemig sem heilsan var, ef hann
stóð andspænis erfíðum úrlausnar-
efnum. Skýrt dæmi um þetta sá
þingflokkur sjálfstæðismanna í
framgöngu Ólafs við lausn land-
helgismálsins í ársbyijun - 1961.
Ljóst er, að aldrei reyndi meir á
skilning og stuðning Ingibjargar en
er svo stóð á.
Eftir lát Ólafs á gamlársdag
1964 bjó Ingibjörg enn um skeið í
Garðastræti, en flutti svo á Hóla-
vallagötuna. Hún einbeitti sér nú
að ýmsum verkefnum hugar og
handa. Hún málaði vatnslitamyndir,
saumaði út og las jafnframt mikið,
ekki síst um söguleg efni. Hún spil-
aði og hlustaði á tónlist. Þótti böm-
um hennar hún vera ótrúlega önn-
um kafin. En þannig var hún, skipti
viðfangsefnunum niður eftir
ákveðnum reglum og hafði vakandi
áhuga, uns líkamleg heilsan brast
og við tóku 12 erfið ár. Hún dvald-
ist í Hafnarbúðum, en naut allan
tímann ástúðar bama sinna. Minn-
ing hennar fylgir nú þeim og öðram
ástvinum eins og hún flutti minn-
inguna um móður sína til sinna
bama.
Þeir sem minnast margra ára í
stjómmálum með Ingibjörgu og
Ólaf Thors í fylkingarbijósti kveðja
nú Ingibjörgu í kærri þökk fyrir það
sem hún var sjálf, fyrir það sem
hún var manni sínum og um leið
Sjálfstæðisflokknum og þjóð sinni.
Blessuð sé minning hennar.
Ragnhildur Helgadóttir
um
um
GRÆÐU A/7 ÍSLAND
ÍSLAND G RÆÐIR
ÁTAK f LANDGRÆÐSLU
LAUGAVEGl 120,105 REYKJAVÍK
Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu