Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 58
58
99
í síðustu herúti-
iegunni var næturæfing með
hernum sjálfum. Maður varð
^var við þyrlurnar fljúgandi
fyrir ofan sig.
U
99
ANDRI KRISHNA MENONSSON
Hver veit nema
______MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14, ÁGÚST 1988_ ~
„ Veraldarvanur en
dvollt á heimaslóðum “
þeir eigi eftir að dveljast
þarna alla ævi. Ganga ber-
fættirumströndina oghafa
það gott.
ii
ALAN WAYNE JOHNSTON
9 J^Þ/jóskan kom upp
í mér og ég ákvað að sýna
þeim fram á að þetta væri
hægt. Fór til Patreksfjarðar
og niður ínæsta línubát, réð
mig þar og án þess að nokk-
ur vissi var égfarin út á sjó
daginn eftir.
ii
FJÓLA MAGNÚSDÓTTIR
Svo virðist sem dregið hafi
úr áhuga íslendinga sjálfra
á að vinna úr verðmætum
hafsins. Langvarandi
vinnuaflsskortur hefur
þjakað frystihúsin meðan
vinnuaflsvandi annarra at-
vinnugreina er tiltölulega
nýr af nálinni. Enn hafa
íslendingar ekki farið þá
leið að brúa bilið með inn-
flutningi fólks frá þróunarl-
öndum eins og svo mörg
nágrannaríki. En allt er
breytingum undirorpið eins
og fréttir síðustu vikna bera
með sér. Meira hefur þó
munað um þann hóp fólks
sem kemur frá menningar-
svæðum líkum okkar. Þetta
fólk kemur hingað ekki með
framtíðarbúsetu í huga.
Flest af því það vill kynnast
fjarlægum Iöndum og lýð-
um af eigin raun. Eru þess-
ir erlendu farandverka-
menn, sem við fáum tæki-
færi til að kynnast svo náið,
ekki betri sendiherrar þjóða
sinna heldur en opinberir
diplómatar, rígbundnir af
prótokollum og embættis-
skyldum. Allmargir and-
fætlingar okkar eru í þess-
um hópi. Hvað fær þetta
fólk til þess að ferðast yfir
hálfan hnöttinn, alla leið að
heimsskautsbaug nyrðri, og
vinna störf sem þorri heima-
manna kærir sig ekki um.
hnston er tvítugur Nýsjálendingur,
fæddur í smábænum Paraparaumu.
Ég rakst á hann þar sem hann sat
yfir kaffíbolla með vinum og kunn-
ingjum og spurði hann hvað hann
væri að gera á íslandi?
Ég kom til íslands frá Frakk-
landi en þar hafði ég eytt mánuði
í að ganga um Frakkland með bak-
poka og svefnpoka meðferðis. Hing-
að kom ég fyrir tilstilli föður míns.
Hann var hér á skákmóti og sagði
mér að hér væri fólkið vinsamlegt
og næga vinnu að fá.
— Hefurðu ferðast víða?
Já, ég hef eitt tveim árum í ferða-
lög. Ég vann fyrir stjómina í Nýja
Sjálandi við uppsetningu rafmagns-
staura. Við vorum langt frá allri
byggð og mjög einangraðir og það
hjálpaði líklega til við það að mér
tókst að safna peningum til að ferð-
ast sem mest um Evrópu. í fyrr-
nefndu starfí notuðum við svipaðan
búnað og notaður er hér til land-
mælinga. Oft vomm við í 150—180
metra hæð og hættan var sú að
falla niður.
— Byijaði síðan ferðalagið stóra?
Ég byijaði á því að fara til Eng-
lands og starfaði þar sem aðstoðar-
maður múrara. Ég dvaldist í þijá
mánuði í Englandi en fór síðan
UMSJÓN STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON
júlí sl. átti
ég leið um Dalvík og frétti þar af
ungri konu sem kallar ekki allt
ömmu sína að því er virðist. Hún
heitir Fjóla Magnúsdóttir og er
fædd 30. mars 1964.
Hún vakti forvitni mína fyrir það
að hafa verið til sjós af og til í
nokkur ár. Einhvem veginn er það
viðtekin skoðun að sjómennska sé
eingöngu karlastarf og að sú kona
sem hætti sér inn á þær slóðir hljóti
að vera karl í krapinu svo ekki sé
meira sagt.
Svo að ég fann Fjólu á Skíða-
brautinni á Dalvík, þar sem hún
býr á heimili móður sinnar. Þar var
tekið á móti mér með ilmandi kaffí
og kræsingum og svo settumst við
út í garð, í glampandi sólskini og
ijómablíðu, með kaffið okkar og
hófum spjallið.
— Hefur þú búið á Dalvík alla
þína ævi?
Nei, ég er nú hálfgerð flökku-
kind. Sextán ára fór ég fyrst á stúf-
ana, til Tálknafjarðar, að vinna í
físki í tvo mánuði. Þar byijar reynd-
ar mín sjósaga ef svo má að orði
komast. Bróðir minn og strákur sem
ég var með þá, voru -alveg handviss-
ir um að kvenmaður gæti ekki ver-
ið til sjós og ómögulegt að fá þá
ofan af þeirri skoðun. Þijóskan kom
upp í mér og ég ákvað að sýna
þeim fram á að þetta væri hægt.
Fór til Patreksfjarðar og niður í
næsta línubát, réð mig þar og án
þess að nokkur vissi var ég farin
út á sjó daginn eftir.
— Hvemig reiddi þér af í þess-
ari frumraun?
Það var strembið til að byija
með. Skipstjóranum leist nú ekkert
á mig, því honum fannst ég vera
svo lág í loftinu og mikill glanni.
Ég hékk eiginlega bara á lunning-
unni þegar ég var að gogga í físk-
ana. Svo hann setti mig í aðgerð
til þess að ég færi nú örugglega
ekki í sjóinn. Þessi bátur, sem hét
Birgir, var fyrstur til að fá sjálf-
virka beitningavél og það var ein-
mitt maður að setja hana upp um
það leyti sem ég kom. Síðar kom
hann til Dalvíkur til að setja beitn-
ingavél í bát sem heitir Brimnes,
frétti af mér á staðnum og bað mig
að fara með körlunum í fyrsta túr-
inn til að sýna þeim hvemig með-
höndla skyldi vélina. Sem og ég
gerði og ílengdist þar síðan í rúma
fjóra mánuði.
Eitt ár bjó ég svo á Akranesi,
var þar í skóla og líka var ég á
ísafírði í svipað langan tíma. Þar
var ég á húsmæðraskóla og starf-
aði síðan sem trommuleikari í
hljómsveitinni Sokkabandinu. Síðla
hausts 1984 fór ég svo sem au-
pair til Bandaríkjanna, nánar tiltek-
ið til San José í Kalifomíu.
— Frá Dalvík til San José, hvem-
ig gekk sú dvöl fyrir sig?
Það gekk ekki vel til að byija
með, ég lenti hjá íjölskyldu sem
segja má að hafí verið með svartan
iðnað. Þau vom með tuttugu og
þijú böm í pössun og eina gamla
kerlingu frá Víetnam til að gæta
tveggja yngstu bamanna. Hún
skildi ekki stakt orð í ensku né yfír-
leitt nokkum hlut. Síðan átti ég að
passa afganginn af krakkaskaran-
um. Ég var ræst klukkan sex á
morgnana til að elda morgunverð
ofan í heimilisfólkið og svo komu
öll bömin klukkan sjö. Húsmóðirin
var heima til að taka á móti þeim,
en lét sig svo hverfa fljótlega eftir
það og sótti snyrtistofur og hádegis-
verðarboð með vinkonum sínum.
Þannig að ég sá um öll bömin,
heimilisstörfín og flest annað, var
í vinnunni allan sólarhringinn.
Eftir þijá mánuði varð það mér
til bjargar að ég kynntist indælis
konu frá Islandi, sem er sölustjóri
hjá fyrirtæki sem selur tölvuborð
þama úti. Hún vissi að forstjóra
fyrirtækisins, sem einnig er kona,
vantaði einmitt au-pair stúlku fyrir
sjö ára gamlan son sinn og það
varð úr að ég flutti mig til hennar.
Þetta var um jólin 1984. Það var
eins og að koma úr helvíti og upp
til himnaríkis að vinna fyrir þessa
konu. Hún keypti handa mér lítinn
sportbíl til afnota, bensínið fór á
kreditkortið hennar, sundlaug í
garðinum, flott kaup og mikill
frítími, því drenginn passaði ég
aðeins frá eitt til fjögur á degi hveij-
um.
Þarna lifði ég í vellystingum
praktuglega, rétt eins og greifí,
fram í júní en varð þá að koma
heim vegna veikinda. Var reyndar
nær dauða en lífi þegar ég kom og
var send í snarhasti á Landspítalann
þar sem ég mátti dúsa í tvær vik-
ur. Ég átti í basli með þessi veik-
indi fram í vetrarbyijun en þá fór
ég að lagast. A Dalvík var ég svo
fram á haustið ’87, leigði mér íbúð
og vann mest í frystihúsinu en einn-
ig í nokkum tíma í íþróttahúsinu
sem nk. sundlaugarvörður. Ég hef
Iengi gengið með ljósmyndadellu,
var með aðstöðu í skólanum á
Dalvík til að vinna fyrir sjálfa mig,
framkalla og fleira. Þar kom að
mér fannst tímabært að gera eitt-
hvað í því máli, það er að segja að
athuga með námsmöguleika erlend-
is í ljósmyndun. Ég sótti því um
skóla í smábænum Munkaljungby
í Svíþjóð og komst inn. Áður en ég
fór út um haustið var ég allt sumar-
ið á sjó, á bát sem heitir Baldur
og hafði reyndar leyst af við og við
sem kokkur á Björgúlfí áður. Þegar
ég lagði svo land undir fót og fór
til Svíþjóðar átti ég bæði fyrir skóla-
gjöldunum og öllu uppihaldi og
slapp því alveg við að taka lán eða
að liggja uppá einhveijum með pen-
inga. Síðan kom ég heim í byijun
júní og fór beint á Baldur aftur.
Ég hef varla komið í land síðan og
þetta er fyrsta fríið mitt í sumar.
Nú virðist ekki vera mikið um
að kvenfólk sé til sjós, það fréttist
þá í það minnsta lítið af því. Hvem-
ig er nú þetta líf?
í raun og vem er þetta ekki al-
gengt og þær sem em til sjós fara
þá yfírleitt sem kokkar. Og enn
minna er um að stelpur fari sem
hásetar á sjó, því að það er ansi
hreint erfítt og mikil skorpuvinna.
Maður þarf jafnvel að standa heilan
sólarhring ef eitthvert fiskerí er og
stundum lengur. Mér fínnst ég
kannski ekki vera nein manneskja
til að vinna sem háseti því starfíð
er það erfítt að ég get ekki gert
allt sem strákamir gera. Þeir em
þama að lyfta fjömtíu kílóa köss-
um, fullum af físki, og hendandi
þessu til og frá. Ég hef ekki næga
krafta í slíkt. Og þó veltingur sé
eða bræla þarf maður alltaf að
standa sig, það er ekkert til sem
heitir að vera veikur úti á sjó og
leggjast með tæmar upp í loft þar
til maður jafnar sig. Maður þarf
að gjöra svo vel að standa sína tólf
tíma ef maður ætlar að vera eitt-
hvað á bátnum.
— Nú ert þú sterkbyggð og kná,
hefurðu ekki fyllilega roð við strák-
unum?
Jú, jú, en samt skila ég ekki al-
veg fullri vinnu á við þá. Ég er nú
mest í að slíta innan úr og blóðga
og rista, aðgerðin er ekkert mál.
En það em alltaf átök í þessu, t.d.
þegar verið er að taka trollið.
Draumastarfið til sjós er hins vegar
kokkurinn, í því em líka talsvert
meiri peningar en í hásetastarfinu.
— Hvernig skiptast hlutimir á
milli skipveija vanalega?
Hásetamir fá minnst, þó svo að
kannski vinni þeir mest. Auðvitað
hvílir mesta ábyrgðin og vinnan á
skipstjóranum. Hann fær held ég
ömgglega tvo hluti, hásetinn einn,
kokkur einn og kvart, vélstjóri einn
og hálfan og bátsmaður og neta-
maður einn og einn áttunda. Ég
held að ég fari rétt með þetta svona.
Að vera með tíu strákum á sjó
em náttúmlega viðbrigði til að
byija með. Á Baldri em bara tveir
svefnklefar og ég deili öðmm þeirra
með tveimur strákum. Vaktirnar
em þannig að maður vinnur í tólf
tíma, á svo frí í fímm og hálfan og
á þeim tíma borðar maður, þvær
sér og sefur. Svefninn verður því
aldrei lengri en fimm tímar í senn.
Svo ef ekkert fískerí er þá er setið
inni og horft á vídeó, spilað og
spjallað eða unnið það sem gera
þarf úti.
— Þér hefur gengið vel að kom-
ast af við strákana eða hvað?
Jú, þeir em afskaplega indælir.