Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
raðauglýsingar — raðauglýsingar —raðauglýsingar
Verktakafyrirtæki
Til sölii lítið verktakafyrirtæki í byggingariðn-
aði. Góð verk, mikil velta framundan. Hent-
ugt fyrir duglega smiði, múrara eða menn
vana byggingariðnaði. Greiðslur með skulda-
bréfum, skiptum á fasteign eða bifreið.
Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „V - 2790".
Miðstöðvarkatlar
Til sölu 58 KW lofthitunarketill og 110 KW
vatnshitúnarketill.
Upplýsingar í síma 92-12638.
Kvóti til sölu
Til sölu 100 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„F - 199“ fyrir 21. ágúst.
Til sölu vélar og tæki
Vegna endurnýjunar og hagræðingar eru
eftirtaldar vélar og tæki til sölu:
International H510 hjólaskófla, árg. '79.
International H65C hjólaskófla, árg. '76.
Caterpilar 235 grafa,
Bedford tankbíll,
Avelin Bradford veghefill,
2 stk. Bomag BV10 valtari,
Sindra malarvagn,
Van Hool malarvagn,
Daf 3300 dráttarbíll,
Hino vörubíll, 6 tonn,
Case F580 traktorsgrafa,
Kröll K80 byggingakrani,
Liebherr 33K byggingakrani,
árg. 1982.
árg. 1979.
árg. 1982.
árg. 1982.
1984.
1983.
1982.
1982.
árg. 1982.
árg. 1971.
árg. 1983.
arg.
árg.
árg.
árg.
Ofangreind tæki eru til sýnis áhugasömum
kaupendum næstu daga eða eftir nánara
samkomulagi.
Upplýsingar veitir Magnús Ingjaldsson í síma
53999 næstu daga.
| | HAGVIRKI HF
§ SÍMI 53999
Til sölu ný ónotuð
IBM PS/2
model 50, IBM litaskjár, IBM Proprinter
XL-24. Mjög góð greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 40623.
tilboö — útboð
Hl ÚTBOÐ
Bygging brúar
á Bústaðavegi
Forval
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
gatnamálastjórans í Reykjavík, auglýsir forval
vegna fyrirhugaðs útboðs á byggingu brúar
á Bústaðavegi yfir Miklubraut.
Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með mánu-
deginum 15. ágúst nk. gegn kr. 10.000 skila-
tryggingu.
Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi
síðar en 1. september nk.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð
Vesturlandsvegur í Hvalfirði
Fossaá - Galtargilslækur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd vegarkafla 5,2 km, fylling-
ar 63.000 m3, skeringar 43.000 m3, burðar-
lög 36.000 m3 og klæðing 34.000 m2. Verki
skal að fullu lokið 1. ágúst 1989.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð
ríkisns í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með
16. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
þann 29. ágúst 1988.
Vegamálastjóri.
Útboð
Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar
eftir tilboðum í lóðarfrágang (malbikun,
hleðslur, túnþökur og hellulögn) við fjölbýlis-
húsin Hlíðarhjalla 51-61.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Guðmundar Magnússonar, Hamraborg 7,
Kópavogi, 3. hæð, gegn skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Stjórnar
verkamannabústaða í Kópavogi, Hamraborg
12, Kópavogi, 3. hæð, föstudaginn 19. ágúst
kl. 15.00.
VerkfræÖistofa
Guömundar Magnússonar
Verkfræóiráðgjafar FR V. Hamraborg 7,200Kópavogi. S. (91) 42200.
Þórsmerkurferð
sjálfstæðismanna á
Suðurlandi
Þórsmerkurferð dagana 24.-25. september næstkomandi er á dag-
skrá kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og er fólk í
Suðurlandskjördæmi hvatt til þess að skella sér í Mörkina og njóta
feguröar haustlita og samvista i liflegum félagsskap. I Þórsmerkur-
ferð sjálfstæðismanna verður farið i gönguferðir, varöeldur, grill-
veisla, söngur og skemmtan, en gist verður í skálum Austurleiðar í
Húsadal.
Farið verður frá Selfossi kl. 9.30 á laugardagsmorgni og frá Vest-
mannaeyjum á sama tíma flugleiðis. Á leiðinni frá Selfossi mun rút-
an stansa við Vegamót á Hellu, Hvolsvelli og við Markarfljót. Hús
Austurleiðar eru mjög vel búin, svefnskálar, matsalir, böð og gufu-
böö. Þeir sem ætla i Þórsmerkuferöina eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við einhvern af stjórnarmönnum kjördæmisráðs og
láta skrá sig hjá Árna Johnsen í sima 91 -73333, Guðjóni Hjörleifssuni
i síma 98-12548, Arndísi Jónsdóttur i sima 98-21978, Aðalbirni Kjart-
anssyni í síma 98-78170 eða Guðna Einarssyni í sima 98-71263.
Látið ykkur ekki vanta i skemmtilega haustlitaferð í Þórsmörk.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
Af „alögum“ og
óhöppum á Siglufirði
eftir Örlyg Kristfinnsson
Sunnudaginn 7. ágúst sl. birtist
í Morgunblaðinu frétt frá Siglu-
firði, sem bar yfirskriftina „Álögin
á Álfhóli", höfð eftir Matthíasi Jó-
hannssyni, fréttaritara blaðsins á
Siglufírði. Þeir, sem þekkja söguna
um Álf í Saurbæ og núverandi að-
stæður á Siglufírði, eru ekki ánægð-
ir með þá furðulegu túlkun á at-
burðum og þeim mikla misskiln-
ingi, sem kemur fram í fréttinni.
Þar spyrðir fréttaritarinn saman í
eina kippu það, sem hann telur
fréttnæmast: óhöpp og aftur óhöpp
og það sem meira er: ástæðan fyrir
þeim er fundin. Allt verður til óham-
ingju á Siglufírði, „eftir að grafíð
var fyrir útsýnisskífu á hólnum".
Eða með öðrum orðum: Menn, sem
ekki virtu „álög á Álfhóli", eru vald-
ir að óhöppum og álögum! Þungur
áfellisdómur það.
Söguna um Álf bónda í Saurbæ
er að fínna í Grímu, tímariti um
þjóðleg fræði XI, bls. 51. Hún er
rituð af Jóni Jóhannessyni frá
Siglufírði á fyrri hluta aldarinnar
og byggð á munnmælasögum úr
Siglufírði og Fljótum.
Þar má lesa, að Álfur í Saurbæ
á Siglufírði hafí verið auðugur bóndi
og fjölkunnugur. Er Álfur gerðist
gamall, lét hann gera haug mikinn
(Álfhól) við Fjarðará og setti í hann
skip sitt og gersemar. Gekk svo
sjálfur þar, er hann fann dauða sinn
nálgast, og lét byrgja hauginn.
Hann „lét svo um mælt að engum
skyldi hlýða að rjúfa hauginn og
njóta gersema hans meðan jaxiar
hans voru ófundnir". Munnmæli
herma „að fyrr á öldum hafi tvisvar
verið freistast til að rjúfa haug
Álfs". I fyrra sinn sýndist gullleitar-
mönnum kirkjan og staðurinn á
Hvanneyri standa í ljósum logum,
og í seinna sinn virtist Fjarðará
flæða upp í hólinn. En hvort tveggja
reyndust sjónhverfíngar. 1921—'22
freistuðu auðæfí Álfs ungra manna
til að grafa f Álfhól, án þess að
þeir fyndu neitt fémætt né nokkuð
óvanalegt bæri fyrir. (Lokið út-
drætti úr frásögninni í Grímu.)
Á síðustu áratugum hefur aðeins
einu sinni verið grafíð í Álfhól. í
kringum 1970 grófu starfsmenn
Flugmálastjórnar holu þar til að
steypa fastan staur fyrir vindbelg.
Og allir vita, að gæfa hefur fylgt
flugi til Siglufjarðar (og vonandi
verður svo um alla tíð).
Þegar stöpull var steyptur fyrir
hringsjá á dögunum, var ekki graf-
ið í hólinn heldur var gömul gryfja
fyllt með möl (gamalt rask lagað)
og steypt þar ofaná. Þar greindi
fréttaritarinn ekki rétt frá.
Siglfírskir trillusjómenn hafa
þurft að þola óvenju mikið gæfta-
og fískileysi á þessu ári. Þar varð
engin breyting á við nýja hringsjá
á Alfhóli. Vélar bila tíðum og það
er gert við þær. „Hálfónýt" malbik-
unarvél í Skagafírði komst í lag
eftir 3—4 daga. Óveður og góðviðri
skiptast á, þar ráða ekki handaverk
mannanna.