Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 43

Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 43
8821 T8U0Á_.M 5JUOAOUVIMU8 .QiqAjaVIUDflOM MORGUNBLAÐIÐrSUNNU©AÖUR-i-4r-AGUST-»88 s* ^3 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinna Oskum eftir starfsmanni til starfa við fram- leiðslu í verksmiðju okkar. Sápugerðin Frigg, Lyngási 1, Garðabæ, sími 651822. Bókasafnsfræðingar Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi aug- lýsir eftir bókasafnsfræðingi í afleysinga- stöðu. Um er að ræða hlutastarf, 30 tímar á viku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Bæjar- og héraðsbókasafnið er miðsafn og þjónar allri Árnessýslu. Bókakostur er um 60 þúsund bindi. Útlán á síðasta ári voru 46 þúsund bindi. Starfsmannafjöldi er 5. Frekari upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 98-21467 milli kl. 15.00 og 19.00. Ritari Óskum eftir að ráða ritara til starfa á skrif- stofu okkar. Um er að ræða fullt starf, en hlutastarf kemur þó til greina. Starfið felst einkum í almennri ritvinnslu, frá- gangi skjala og skjalavörslu. Gerðar eru sér- stakar kröfur um vandvirkni og nákvæmni og að viðkomandi hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Skriflegar umsóknir óskast sendar skrifstofu okkar fyrir 22. ágúst nk. Árnason & Co. er sérhæfð ráðgjafastofa á sviði einkaleyfa og vörumerkja. Helstu verk- efni okkar eru gerð einkaleyfisumsókna, inn- lagning þeirra og málarekstur hér á landi og erlendis, skráning vörumerkja hér og erlendis, samningsgerð, auk annarra skyldra verkefna. IÍRNASON & CO. einkaieyfa- og vörumerkjastofa, Höfðabakka 9, 6. hæð, 112 Reykjavík. p\C>' I hjarta borgarinnar vantar ritara til starfa hjá þjónustufyrirtæki. Starfið felur í sér tölvubókhald, innlendar og erlendar bréfaskriftir, upplýsingasöfnun og -miðlun, skjalavistun o.fl. 80% starf, vinnutími eftir samkomulagi. Ritarinn þarf að hafa haldgóða reynslu af almennum skrifstofustörfum, hæfileika til að starfa sjálfstætt og eiga gott með samstarf. Enskukunnátta æskileg. Aldur 30-45 ára. Fyrirtækið býður mjög gott vinnuumhverfi og fjölbreytt starf við áhugaverð verkefni. Laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Nánarj upplýsingar veitir Holger Torp kl. 10.00-15.00 á skrifstofu okkar. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRUm Kennarar Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Kennara vantar til almennra kennslustarfa að Höfðaskóla Skagaströnd. Hlunnindi í boði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-4800 og formaður skólanefndar í síma 95-4798. Lagerstarf Óskum eftir starfsmanni á lager. Fríar ferðar úr Reykjavík og Kópavogi. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi, sími 666300. Álafoss hf., Mosfellsbæ. Starfskraftur óskast í innflutningsfyrirtæki til að sjá um tölvu- keyrt tollakerfi, fara í tollvörugeymslu og banka og sjá um vélritun og símavörslu. Umsóknir merktar: „I - 4718“ leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 23. ágúst. Hlutastarf Óskum eftir duglegum starfskrafti í 25% starf eða ca eina viku í mánuði. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Þ - 14546“ fyrir nk. miðvikudag. Atvinna óskast Þrítugur vel menntaður maður með fjölþætta reynslu óskar eftir krefjandi og vel launuðu starfi. Upplýsingar í síma 20431. Veikstraumstækni- fræðingur með 3ja ára starfsreynslu óskar eftir starfi. Vinsamlegast leggið inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: „A - 84". Bókaverslun óskar eftir starfsmanni sem fyrst. Starfið felst m.a. í afgreiðslu, upplýsingagjöf, vöru- móttöku og móttöku pantana og krefst dugn- aðar, áhuga á bókum, góðs viðmóts og nokkurrar tungumálakunáttu. Um framtíðar- starf er að ræða og vinnutíminn er frá kl. 10.00 til 18.00. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Bóksölu stúd- enta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, fyrir 19. ágúst. bók/klð, /túder\t\ Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar Gjörgæsla nýbu ra í byrjun október er fyrirhugað að bjóða þeim hjúkrunarfræðingum sem áhuga hafa á ný- burahjúkrun upp á skipulagðan 9 vikna aðlög- unartíma með markvissri fræðslu í gjörgæslu nýbura. Fyrirlestrar og verkleg leiðsögn verða á vöku- deild allt tímabilið. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, Hertha W. Jónsdóttir í síma 60133. Ríkisspítalar-Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar Á sjúkrahús Akraness vantar hjúkrunarfræð- ing með skurðstofumenntun sem fyrst. Einn- ig vantar hjúkrunarfræðinga á lyfjadeild og hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Vinnuað- staða er mjög góð og starfsandi ágætur. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-12311. REYKJALUNDUR Störf við endurhæfingu Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarfólk til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 666200. Reykjalundur, endurhæfingamiðstöð. BYKO TIMBURSALA Við hjá Timbursölu Byko leitum að góðu fólki til ýmissa starfa. Við leitum að: 1. Afgreiðslumönnum í timburafgreiðslu. 2. Stjórnendum lyftara. 3. Starfsmönnum í nýju sjálfvirku timbur- verksmiðjuna okkar. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu og góða tekjumöguleika hjá öruggu fyrirtæki í vexti. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Timbursölunnar. Hittumst heil á heimili plankastrekkjarans. BYKO W Skemmuvegur 2, Kópavogi, sími 41000. Myndlista- faaifdídaskóli Islands óskar að ráða fólk til fyrirsætustarfa í dag- skólanum og á kvöldnámskeiðum. Fólk á öllum aldri kemur til greina, nauðsynlegt er að viðkomandi sé hraustur og vel á sig kom- inn. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09.00-12.00. Skipholti 1 Reykjovík sími: 19821 Myndlista- foaijdídaskóli íslands óskar að ráða fólk til ræstingastarfa. Upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 9-12. Skipholti 1 Reykjavík simi: 19821

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.