Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Höfum við efni á að
senda fólk í ódýra skóla?
eftirKristin Steinarr
Sigríðarson
Á undanfomum ámm hafa reglur
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
varðandi nám í skólagjaldalöndum
sífellt verið hertar meira og meira.
Tilgangurinn er sá að beina fólki
frá þeim löndum þar sem náms-
menn þurfa að greiða skólagjöld
og til landa þar sem ríkið greiðir
skólagjöldin og að helst af öllu
mennti þeir sig á íslandi.
Nú er þannig komið að aðeins
er lánað fyrir skólagjöldum til
fyrstu háskólagráðu ef ekki er
hægt að stunda hliðstætt nám hér
á landi. Sumir deila um réttmæti
þessarar reglu. Hitt er alvarlegra
mál að með þær greinar sem lánað
það er að segja greinar sem
er
ekki er hægt að læra hér á landi,
þá er aðeins lánað fyrir að hámarki
$5.000 í skólagjöld á ári, en sú
tala er langt fyrir neðan meðal-
skólagjöld í ríkisháskólum.
I dag þýðir þetta fyrir námsmenn
að þeir hafa ekki möguleika á að
fara í bestu háskólana í Banda-
ríkjunum eða Bretlandi nema eiga
efnaða ættingja, eða vinna á svört-
um markaði með náminu.
Með þessari úreltu reglu er verið
að ýta undir stéttamismun í landinu,
þar sem aðeins böm þeirra efnaðri
hafa ráð á að fara í dýrari skólana
og þar með hljóta oft betri menntun
en þeir sem aðeins njóta stuðnings
LIN. Þá er ekki lengur ríkjandi það
jafnrétti til menntunar i landinu
sem oft er talað um.
Blaðberar
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Hverfisgata
63-115
Samtún
Drekavogur
Stigahlíð 49-97
UTHVERFI
Hraunbær
3N*tgniiMaMfe
Hvers vegna nám erlendis
og skólagjaldaskólar?
Eins og áður sagði, þá er aðeins
lánað fyrir skólagjöldum í þeim fög-
um sem ekki er hægt að læra á
íslandi. Enn em margar greinar
sem ekki er möguleiki að læra hér,
heldur þarf fólk að leita til annarra
landa.
Misjafnt er hvemig fólk ákveður
í hvaða skóla eða til hvaða lands
það fer. Sumir hafa í huga félags-
lega þjónustu eða tungumál og fara
þá helst til Norðurlandanna. Aðrir
vilja fara til þess lands eða borgar
þar sem einna mest er að gerast í
viðkomandi grein og þar sem hægt
er að kynnast því nýjasta og lengst
komna í sinni grein.
Vegna sérstöðu íslands er mikil-
vægt að Islendingar læri ekki allir
á sama stað, því annars er hætta
á stöðnun í atvinnuvegum og þjóð-
félaginu. Það hlýtur því að vera
mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild
að íslenskir námsmenn kynnist því
nýjasta og fremsta sem er að ger-
ast í hverri grein og sæki hina bestu
skóla.
Mjög oft er þar um að ræða há-
skóla i skólagjaldalöndunum, sem
-fáffffii, -m
Kristinn Steinarr Sigríðarson
em einkum Bandaríkin, Bretland
og Kanada. Hins vegar í þeim lönd-
um, eins og öðmm löndum, em
háskólamir misjafnir að gæðum og
misdýrir. Þeir geta verið allt frá
fámennum sveitaskólum upp í
fremstu skóla í heiminum í vissum
greinum, svo sem Harvard.
Skólagjöldin spanna líka vítt svið,
eða í Bandaríkjunum t.d. frá um
$3.000 og upp í $16.000. Rikisskól-
ar em oftast ódýrari og þeir geta
verið virtir í ákveðnum fræðigrein-
um. Hins vegar með bandaríska
háskóla er yfirleitt ríkjandi sú þum-
alfíngursregla að því dýrari sem
skólamir séu, því betri séu þeir.
Háskólar í Bandaríkjunum
byggja á markaðslögmálunum um
framboð og eftirspurn. Til að geta
hækkað skólagjöldin, þurfa þeir að
vera eftirsóttir og þeir verða það
ekki nema bjóða upp á vandaða og
metnaðarfulla kennslu og aðstöðu.
Skólar með skólagjöld í hærri kant-
inum geta fengið til sín þá þekkt-
ustu og fæmstu í hverri grein með
hærri atvinnutilboðum. Þeir geta
líka keypt nýjustu tækin og bæk-
umar og boðið upp á góða vinnuað-
stöðu.
Ódýrari skólamir hafa hins vegar
oft ekki ráð á dýmm tækjum og
geta ekki boðið kennurum eins góð
laun og eiga því erfiðara með að
fá þá til sín.
Þetta þarf að hafa í huga þegar
rætt er um há skólagjöld í Banda-
ríkjunum og Bretlandi og hvort rétt-
lætanlegt sé að senda fólk þangað.
Úrelt skólagjaldalán LÍN
Eins og kom fram í inngangi,
þá virðist það vera markviss stefna
hjá stjóm LÍN að koma í veg fyrir
að fólk fari í nám til skólgjalda-
landa, með því að gera því það
sífellt torveldara.
Nú er einungis lánað í þær grein-
ar sem ekki er hægt að læra héma
og þá aðeins fyrir skólagjöldum að
hámarki $5.000. Þetta er há upp-
hæð þegar hún er sett yfir í íslensk-
ar krónur, en hins vegar lítil þegar
miðað er við raunvemleg skóla-
gjöld. Skv. upplýsingum frá Ful-
bright-stofnuninni á íslandi em
Ástarsaga Antons
Tjekliov í Reykjavík
eftirLisu von
Schmalensee
Á föstudaginn, þ.e. 19. ágúst,
verður leikritið „Tími til ásta“
(Tid til kærlighed) sýnt í Iðnó og
fara hinir þekktu dönsku leikarar
Ann-Mari Max Hansen og Jesper
Langberg með hlutverkin. Með
því hefst leikferðalag þeirra um
Evrópu.
Leikrit þetta var samið fyrir
aðeins tveim ámm, og er höfund-
ur þess Frakkinn Frangois Noch-
er. Það Q'allar um sex síðustu
æviár rússneska skáldsins Antons
Tjekhov, og er byggt á bréfaskipt-
um hans og leikkonunnar Olgu
Knipper. Þau vom mjög ástfang-
in, en gátu þó einungis notið sam-
vista skamman tíma í senn.
Ástæða þess var sú, að Olga
Knipper var mjög metnaðargjöm
leikkona, og taldi því nauðsynlegt
að veija mestu af tíma sínum í
Listaleikhúsinu í Moskvu, öðm
nafni hinu fræga MXATT, en
Tjekhov, sem var sjúkur af berkl-
um, neyddist til að dvelja langtím-
um saman í mildara loftslagi í
suðurhluta landsins. Þrátt fyrir
þetta gengu þau í hjónaband, og
bar ekki skugga á ást þeirra, allt
til þess er sjúkdómur Tjekhov dró
hann til dauða árið 1904, aðeins
44 ára að aldri.
Þar sem hér er fjallað um jafn
viðkvæm fyrirbæri og „ógnandi
dauði" og „stórkostleg ást“, er sú
hætta fyrir hendi að viðkvæmnin
beri verkið ofurliði. Danskir gagn-
rýnendur em þó á einu máli um,
að sviðsetning sænska leikstjór-
ans Gunn Jönsson og túlkun leik-
aranna Ann-Mari Max Hansen og
Jespers Langberg sé algjörlega
laus við væmni. í dönsku leik-
dómunum er ítrekað að þama séu
túlkaðar sannar tilfinningar þess-
ara tveggja frábæm listamanna.
Það er því til nokkurs að hlakka
í leikhúsinu á föstudagskvöld!
Tjekhov sá Olgu Knipper í
fyrsta sinn 1896, þegar hún lék
aðalhlutverkið í leikriti hans, Máv-
inum, á MXATT. Með þessu leik-
riti hófst einnig blómaskeið hans
sem leikritaskálds, og næstu verk
sín skrifaði hann beinlínis með það
fyrir augum, að Olga Knipper léki
aðalhlutverkið. Frá þessum tíma
em leikritin Vanja frændi (1897),
Þijár systur (1900) og Kirsubeija-
garðurinn (1903), áreiðanlega
ógleymanleg leikhúsverk þeim,
sem séð hafa. í leikriti sínu notar
Nocher bæði sviðsmyndir og setn-
ingar úr áðumefndum fjómm leik-
ritum á þann hátt, að hinar ólíku
persónur em látnar bæta hvor
aðra upp; annars vegar er Tjekh-
ov, sem skorti listrænt sjálfs-
traust, var dulur og öryggislaus
og haldinn mannfyrirlitningu, en
hins vegar Olga Knipper, galsa-
fengin og opinská, allt að því ofsa-
fengin.
Tjekhov hafði, eins og alkunna
er, mikil áhrif á smásagnagerð
síðari tíma og hann, ásamt H.
Ibsen, er það leikritaskáld, sem
mest mótaði leikhús í Evrópu og
Ameríku í byijun þessarar aldar.
Smásögur hans hafa gjaman
djúpa merkingu; áhrifin em tengd
vali á viðfangsefnum. Á sama
hátt og danska skáldið J.P.
Jacobsen, sem var samtímamaður
Tjekhov og dó einnig ungur úr
berklum, beinir hann sjónum
sínum að vonleysi mannsins, hann
hefur andstyggð á hversdagsleik-
anum og harmar, hversu mannleg
gildi em lítils virt en undir er allt-
af tónn umburðarlyndis, mann-
kærleika og fegurðarþrár. Þá eiga
þeir Tjekhov og J.P. Jacobsen það
sameiginlegt, að báðir hófu feril
sinn sem náttúruvísindamenn.
Tjekhov lagði stund á læknisfræði
frá 19 til 24 ára aldurs, en vann
einungis fyrir sér sem læknir í
stuttan tíma, eftir að hann út-
skrifaðist í Moskvu árið 1884.
Feril sinn sem rithöfundur hóf
hann þegar á námsárunum, en
þá skrifaði hann gamansögur.
Árið 1886 hóf hann að rita í hin-
um svokallaða „grátbroslega bók-
menntastíl". Þessu næst fylgdi
tímabil skáldlegs raunsæis. Frá
þeim tíma er smásagan frábæra
„Konan með hundinn" (1889), en
á henni byggir Nikita Mikhalov
kvikmynd sína „Svörtu augun,“
sem nú fær einróma lof gagnrýn-
enda. Loks er að nefna leikrita-
tímabilið, en frá því er, auk áður-
nefndra verka, leikritið Ivanov
(1887), sem er minna þekkt.
Fyrir utan áðurnefnda kvik-
mynd, „Svörtu augun“, hefur
Margaretha von Trotta nýlokið
við að leikstýra kvikmynd eftir
„Þrem systrum". Það má því full-
yrða að Tjekhov er vinsæll um
þessar mundir, bæði vegna frá-
bærra bókmenntaverka og síðast
en ekki síst ástarsambands hans
og Olgu Knipper. í leikritinu and-
ast hann í skauti hennar, er tjald-
ið fellur.
Eins og fyrr segir var leikritið
„Tími til ásta“ frumsýnt í Kaup-
mannahöfn, nánar tiltekið í Nýja
leikhúsinu (Det ny Teater) í apríl