Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÓAGUR 17. ÁGÚST 1988
Bretland:
Hætta á enn frek-
ari klofningi
Alþýðusambandsins
Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMBAND vélvirkja hefur skrifað undir vinnustöðvarsamning við
Kóka kóla-fyrirtækið. Samband flutningaverkamanna keppti um
þennan samning við vélvirkja en sætti sig ekki við úrslitin og hótar
verkföllum við aðrar verksmiðjur Kóka kóla í Bretlandi. Vinstri
armur verkamannaflokksins hyggst þvinga flokksforustuna til að
reka samband rafvirkja úr flokknum.
Kóka kóla-fyrirtækið hefur hafið um og forusta flokksins vill að svo
framkvæmdir við átöppunarverk-
smiðrju í Wakefield í vesturhluta
Jórvíkurskíris, þar sem atvinnuleysi
er mikið. Það hefur gert samning
við samband vélvirkja, sem verður
eina verkalýðsfélagið í verksmiðj-
unni. í samningnum er kveðið á um
að allan ágreining skuli leysa með
samningum og verkfallsréttur
þrengdur verulega. Vélvirkjar segja
að hægt verði að beita verkföllum,
en einungis í neyðartilvikum.
Samband flutningaverkamanna
keppti við vélvirkja um samninginn,
en beið lægri hlut. Sambandið seg-
ir samninginn útiloka verkföll al-
gjörlega og neitar að sætta sig við
tapið. Það krefst þess að fá að semja
við fyrirtækið fyrir hönd starfs-
manna þessarar verksmiðju. Það
hefur þegar samþykkt yfirvinnu-
bann í öðrum verksmiðjum Kóka-
kólafyrirtækisins til að reyna að
þvinga fyrirtækið til samninga og
hótar verkföllum, en sambandið
semur fyrir um 80% starfsmanna
Kóka kóla-fyrirtækisins í Bretlandi.
Þessi ágreiningur gæti hæglega
leitt til þess að samband vélvirkja
hyrfí úr Alþýðusambandinu, en það
hefur stutt samband rafvirkja
dyggilega.
Samskonar ágreiningur kom upp
fyrr á árinu milli sömu verkalýðs-
sambanda um Ford-verksmiðju í
Dundee. Þá hætti Ford við að
byggja verksmiðjuna þar og lýsti
nýlega yfír að hún yrði byggð á
Spáni.
Alþýðusambandið samþykkti ný-
lega að mælast til þess við aðildar-
sambönd sín að rita ekki undir
vinnustöðvarsamninga að þessu
tagi, þar til fyrir lægi samþykkt
ársfundar sambandsins, sem hald-
inn verður í næsta mánuði.
Nú er ljóst að samband rafvirkja
verður rekið úr Alþýðusambandinu
á ársþinginu og fær ekki viðurkenn-
ingu sem verkalýðssamband. Sú
viðurkenning er nauðsynleg til að
það geti haldið aðild sinni að Verka-
mannaflokknum. Forustumenn raf-
virkja hafa lýst yfír vilja sínum til
að halda áfram aðildinni að flokkn-
Kúba:
Vilja fleiri
ferðamenn
Havana. Reuter.
YFIRVÖLD á Kúbu hafa samið
við Volvo-fyrirtækið um kaup á
40 langferðabifreiðum sem
samtals munu kosta tæplega
fjórar miljónir dala (184 miljón-
ir ísl. króna). Kúbanir vinna nú
að þvi að gera landið aðgengi-
legra fyrir ferðamenn og eru
kaupin liður i þeirri áætlun.
Ríkisreknar ferðaskrifstofur á
Kúbu munu taka við bifreiðunum
sem byrjað verður að afhenda í
desember. Bifreiðamar eiga að
þjóna ferðamönnum á Kúbu en
yfírvöld þar í landi stefna að því
að straumur ferðamanna þangað
þrefaldist á næstu fjórum árum.
verði. En nú er orðið ljóst að bar-
átta vinstri arms flokksins til að
útiloka rafvirkja úr flokknum mun
bera árangur. Ymsir hófsamir
verkalýðsforingjar, sem styðja
Kinnock leiðtoga Verkamanna-
flokksins, hafa lýst yfír að þeir
muni styðja tillögu um að neita
rafvirkjum um viðurkenningu sem
verkalýðssamband. Þá eru- þeir
sjálfkrafa útilokaðir frá flokknum.
Það verður Neil Kinnock opinber
auðmýking, ef hann fær þessu ekki
ráðið á ársþingi flokksins.
Haglél um hásumar
Reuter
MIKIÐ óveður, hið versta í áratugi að sögn veð-
urfræðinga, gekk yfir ZUrich í Sviss í fyrra-
kvöid. Skiptust á gríðarleg haglél og úrhellis-
rigning. Oveðrið olli íbúum borgarinnar ýmis
konar erfiðleikum. Meðal annars kom það í veg
fyrir útgáfu hins virta dagblaðs Neue ZUricher
Zeitung í gær. Rigningin gerði það að verkum
að vatn flæddi inn í pressusalinn svo að prentvél-
in fór á kaf. Myndin var tekin í miðborg Ziirich
í kjölfar óveðursins og er vatnselgur á götum
enn mikill.
Flokksþing repúblikana:
Þörfnumst manns með
reynslu við stjómvölinn
sagði Reagan í tilf inningaþrunginni ræðu
ERLENT
New Orleans. Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti flutti ræðu á flokksþingi
repúblikana í New Orleans á
mánudagskvöld og rakti þar af-
rek stjórnar sinnar síðan hann
tók við embætti 1981. Hann sagði
að George Bush varaforseti hefði
gegnt lykilhlutverki við mótun
stjórnarstefnunnar og Banda-
ríkjamenn þörfnuðust manns
með reynslu við stjórnvölinn.
Þörf væri á manni sem héldi
áfram að vinna að þeim breyting-
um sem Reagan hefði hrundið
af stað en hyrfi ekki á vit fortíð-
ar í leit að lausnum. 30.000
manns voru í íþróttahöliinni, þar
sem flokksþingið er haldið, og
tóku þeir máli forsetans með
miklum fagnaðarlátum en marg-
ir viknuðu enda almennt litið á
þessa 45 mínútna löngu ræðu
sem eins konar pólitískan svana-
söng Reagans er lætur af völdum
í janúar á næsta ári. Sjá mátti
spjöld þar sem þess var krafist
að Reagan yrði varaforsetaefni
Bush en Reagan er nú 77 ára að
aldri.
Reagan sagði að honum hlyti að
fyrirgefast þótt hann rifjaði stutt-
lega upp hvemig ástandið hefði
verið þegar hann tók við völdum í
janúar 1981.
„Vamir okkar höfðu veikst svo
mjög að Sovétmenn höfðu tekið upp
hlífðarlausa árásarstefnu, m.a. lagt
undir sig Afganistan. Svar Banda-
ríkjastjómar var að banna íþrótta-
mönnum okkar að taka þátt í
Ólympíuleikunum í Moskvu og
stofna lífsviðurværi bandarískra
bænda í hættu með því að banna
sölu á komi og sojabaunum [til
Sovétríkjanna].
Á þessum ámm gátu herflugvél-
ar okkar stundum ekki flogið vegna
skorts á varahlutum, herskip okkar
ekki látið úr höfn af sömu orsökum.
Sendiráð okkar í Pakistan var
brennt til gmnna, starfsmönnum í
sendiráði okkar í íran haldið í
gíslingu . . .
Haf ist handa
umst handa í janúar 1981. Við gerð-
um vonina að leiðarljósi, ekki ör-
væntinguna . . . Við treystum
vamir okkar á ný. Við frelsuðum
Grenada undan kommúnistum og
aðstoðuðum eyjarbúa við að koma
aftur á lýðræði. Við greiddum
hermdarverkastefnu Líbýumanna
þungt högg. Lýðræði hefur tekið
stórstígum framfömm í meginhluta
Rómönsku-Ameríku. Sovétmenn
em byrjaðir að flytja her sinn á
brott frá Afganistan . . . Fyrsti
samningur, sem gerður hefur verið
um eyðingu heillar tegundar
kjamavopna risaveldanna, hefur
tekið gildi. Unnið er að geimvama-
áætlun til að veija okkur og banda-
menn okkar gegn skelfíngum
kjamavopnanna og samskipti
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
em nú betri en þau hafa verið síðan
í heimsstyijöldinni síðari.
Allt hefur þetta gerst — og held-
ur áfram að gerast — þrátt fyrir
andstöðu þeirra vinstrisinnuðu yfir-
stéttarmanna sem hamra á því að
nú sé þörf á breytingum . . . Ekk-
ert af því, sem okkur tókst að hrinda
í framkvæmd, varð fyrir tilviljun
en tókst vegna þess að okkur
heppnaðist að vinna bug á andstöðu
vinstrisinnaðrar stjómarandstöðu
við stefnu okkar. Án George Bush
til að framfylgja þessari sömu
stefnu framvegis verður öllu, sem
við höfum áorkað, stefnt í voða. . .
Við þurfum mann sem er nægilega
stórhuga og reyndur til að eiga
harðar og snúnar samningaviðræð-
ur við herra Gorbatsjov — því að
nú er ekki rétta stundin til að tefla
málum í tvísýnu og leyfa mönnum
að hefja starfsþjálfun eftir að þeir
em komnir til starfa. Við þurfum
mann með reynslu við stjómvölinn,
mann, sem veit að hveiju hann
gengur í forsetastarfínu og hefur
nægilega djörfung til að koma i veg
fyrir aukna skattbyrði, mann, sem
vill halda við þeim anda bjartsýni
og góðra væntinga sem gera efna-
hag okkar sterkan . . .
Hæfileikar Bush
Reuter
Reagan forseti beinir þumal-
fingri upp á við til að sýna sigur-
vissu sína er hann ávarpar full-
trúa og gesti á flokksþingi repú-
blikana í gær.
sem ég hef kynnst náið — þegar
við ræðum saman undir fjögur
augu. Hann er maður sem er
óhræddur við að segja álit sitt og
getur skilið hismið frá kjarnanum.
Maður, sem aldrei er hræddur við
að beijast, aldrei flýr úr orrustu,
aldrei hvikar frá skoðunum sínum,
aldrei ber fram tilbúnar afsakanir
fyrir sjálfan sig.“
Forsetinn sagðist ekki ætla að
njóta ævirökkursins í ró og næði;
í Bandaríkjunum væri aldrei rökkur
en ávallt dagsbrún þar sem tæki-
færin og verkefnin væm óþijótandi
fyrir alla. Að lokum sagði forsetinn
að hann myndi ávallt vera reiðubú-
inn til að veita Bush og Repúblik-
anaflokknum aðstoð ef þörf krefði.
Þeir hugsjónaeldar, sem kveiktir
hefðu verið fyrir nokkmm ámm,
mættu ekki deyja út því að baráttan
tæki aldrei enda. Menn yrðu sífellt
að vera reiðubúnir að veija frelsið.
Við brettum upp ermar og hóf- Slíkur maður er sá George Bush
Prestaskóli hefur
starfsemi í Canton
Canton. Reuter.
KENNSLA er nýlega hafin í
prestaskóla í Canton í Kína og
þreyja þar 33 prestsefni nám,
19 karlar og 14 konur.
Skólanum í Canton var lokað
árið 1959 þegar stjómvöld gerðu
eigur kirkjunnar upptækar. Bóka-
safn skólans var brennt á dögum
Menningarbyltingarinnar á sjö-
unda áratugnum og byggingunni
breytt í félagsmiðstöð.
„Það er mikill prestaskortur í
Kína og því urðum við að taka
til hendinni og hefja kennslu,"
sagði Wong Guang-yao, konrekt-
or skólans, sem amerískir baptist-
ar stofnuðu árið 1914. Kristniráð
Kína, eins og kirkja mótmælenda
í Kína er kölluð, varð að loka öll-
um prestaskólum sínum nema ein-
um á dögum Menningarbyltingar-
innar. Nú munu 12 prestaskólar
vera starfandi í Kína og stunda
600 prestsefni þar nám.
Eftir andlát Mao Tse-tung og
með því að áhrif mao-ista minnk-
uðu í kínverska stjómkerfínu tóku
kirkjur og prestaskólar aftur að
opna. Þá afléttu umbótasinnar,
sem komnir vom til valda í Kína,
ýmsum hömlum á starfsemi kirkj-
unnar árið 1979. Leið ekki sá
dagur að ný kirkja tæki til starfa
og eru á fímmta þúsund guðshúsa
nú starfrækt. Ennfremur er gisk-
að á að um 10 þúsund svokallaðir
„heimasöfnuðir" séu enn starf-
andi í Kína, en þar er um að
ræða óformlegar bænasamkomur
í heimahúsum. Samkomur af
þessu tagi hófust á tímum Menn-
ingarbyltingarinnar, þegar starf-
semi kirkjunnar var bönnuð, og
þrátt fyrir aukið trúfrelsi kjósa
menn að halda í þetta fyrirkomu-
lag. Einkum er það við lýði í dreif-
býli þar sem kirkjur eru ekki fyrir.