Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Búrma:
Herinn með við-
búnað til að hindra
frekari mótmæli
Bangkok, Reuter.
BÚRMÍSKIR hermenn fóru inn
í miðborg Rangoon í gær til að
hindra frekari mótmæli gegn
stjórninni meðan hún bjó sig
undir að velja nýjan leiðtoga.
Lúxusvarningur, sem mótmæl-
endur í Burma tóku traustataki
úr heimilum burmískra embætt-
ismanna meðan á óeirðunum
stóð í síðustu viku, var á sunnu-
dag seldur á lágu verði á
útimarkaði sem kenndur var við
Sein Lwin, fyrrum leiðtoga
landsins, að því er vestrænir
stjórnarerindrekar í Rangoon
sögðu á mánudag.
Vestrænu stjómarerindrekamir
sögðu að hermennirnir hefðu verið
fluttir í miðborgina á vörubílum í
fylgd með skriðdrekum. Þetta var
í fyrsta sinn sem svo mikill fjöldi
hermanna hefur verið sendur í
miðborgina síðan Sein Lwin sagði
af sér sem forseti landsins á föstu-
dag.
Stjómarerindrekarnir sögðu
ennfremur að búrmískir háskóla-
nemendur væru að skipuleggja
frekari aðgerðir til að krefjast lýð-
ræðis í landinu. Þeir hefðu meðal
annars í hyggju að efna til frið-
samlegra mótmæla víða um land
í dag, tveimur dögum áður en leið-
togar landsins velja nýjan forseta.
Stjómarerindrekarnir sögðu að
erfitt yrði að velja nýjan leiðtoga
sem stúdentamir gætu sætt sig
við. Svo virtist sem stúdentarnir
gerðu sig ekki ánægða með annað
en að eini stjómmálaflokkur lands-
ins, sósíalistaflokkur Búrma, af-
sali sér völdum.
Stjómarerindrekarnir sögðu að
á Sein Lwin-markaðinum á sunnu-
dag hefðu verið sjónvörp, ísskápar
og fleira sem telst til munaðar-
vamings í þessu fátæka landi.
Einn stjórnarerindrekanna sagði
að herinn hefði flutt marga emb-
ættismenn landsins frá heimilum
sínum meðan á óeirðunum í
síðustu viku stóð og hefðu þá
mótmælendur notað tækifærið og
látið greipar sópa um heimili
þeirra.
Tékkóslóvakía:
Vín. Reuter.
Alexander Dubcek, fyrrum leið-
togi Tékkóslóvakíu, hefur feng-
ið vegabréf hjá sljómvöldum og
fær að líkindum áritun svo að
hann geti ferðast til útlanda, að
sögn talsmanns tékknesku
stjórnarinnar á mánudag. Dub-
cek hyggst fara til Bologna á
Ítalíu í næsta mánuði til þess
að taka við heiðursnafnbót við
háskóla borgarinnar.
Þetta yrði fyrsta ferð Dubeeks
til útlanda síðan 1970 er hann
gegndi stöðu sendiherra í Tyrkl-
andi um skeið. Dubcek var leiðtogi
„Vorsins í Prag", umbótaskeiðs er
stóð í nokkra mánuði árið 1968
en var stöðvað með innrás her-
sveita Varsjárbandalagsríkja í
landið í ágúst sama ár.
Að undanfömu hefur verið hart
deilt á Dubcek vegna ummæla sem
hann hefur látið falla í viðtölum
við erlenda fjölmiðla en þar hefur
hann líkt umbótastefnu Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga við stefnuna
í Tékkóslóvakíu 1968. Hefur Dub-
cek m.a. verið kallaður landráða-
maður í tékkneskum blöðum. Fyrir
skömmu sagði norskur blaðamaður
að tékkneska lögreglan hefði hand-
tekið Jiri Hajek, áður utanríkisráð-
herra í stjóm Dubceks, er Hajek
ætlaði að fylgja blaðamanninum á
fund Dubceks. Hajek var þó fljót-
lega sleppt úr haldi.
Reuter
Embættismenn rannsaka flak sænsku rútunnar sem keyrði á klettavegg á Harðangri, í um 1009 km
fjarlægð frá Björgvin í Noregi.
Rútuslysið í Noregi:
Bremsurnar biluðu
í snarbrattri brekku
15 látnir og fjórir enn í líf shættu
Ósló. Stokkhólmi. Frá Rune Timberlid og Erik Liden, fréttariturum Morgnnblaðsins í
Noregi og Svíþjóð.
Alexander Dubcek
fær vegabréfsáritun
—segir talsmaður stjórnarinnar
BREMSUR biluðu í rútunni sem
ók á klettavegg á Harðangri í
Noregi i fyrrakvöld með þeim
afleiðingum að 12 sænsk tólf ára
börn og þrír fullorðnir biðu bana.
Rútan var í eigu íþróttafélags i
Stokkhólmi, sem ekki hafði leyfi
til að leigja hana út.
Reykurinn stóð út úr hjólafelgun-
um er bflstjórinn reyndi að draga
úr ferðinni er hann ók niður brattar
brekkur þar sem þjóðvegur númer
7 milli Óslóar og Björgvinjar liggur
ofan í Mábodalen. Ókumaðurinn
skipaði farþegunum að fara aftast
í rútuna. Á endanum gáfu brems-
umar sig alveg og rútan jók aftur
ferðina. Bílstjórinn gerði þá örvænt-
ingarfulla tilraun til að draga úr
ferðinni með því að keyra utan í
klettavegginn. Slóst rútan utan í
snarbrattri fjallshlíðinni um það bil
100 metra áður en hún staðnæmd-
ist á steinvegg í opi jarðganga.
Talsmaður lögreglu sagði það lán
í óláni að rútan hefði staðnæmst í
gangnáopinu. Ef hún hefði farið í
gegn um göngin hefði bílstjórinn
tæpast náð beygju þegar út var
komið. Þá hefði hún farið fyrir björg
og enginn sem í henni var orðið til
frásagnar.
í rútunni voru 23 böm úr sömu
Forsetakosningarnar í Líbanon á fimmtudag:
Nái Franjieh kjöri hefst ný
borgarastyrjöld í landinu
Björgunarmenn vinna að því að ná bílstjóranum, sem komst lífs af,
úr flaki rútunnar.
bekkjardeildinni í gmnnskólanum í
Kista í úthverfmu Kvambacka í
norðanverðum Stokkhólmi. Einn
kennari var með og níu foreldrar
bamanna. Var hópurinn í skóla-
ferðalagi og var ferðinni heitið til
Björgvinjar og síðar til Hjaltlands-
ejja.
Aðeins tveir sluppu ómeiddir úr
slysinu, sem er mesta umferðarslys
eftir stríð í Noregi. Það tók björgun-
armenn margar klukkustundir að
ná öllum úr flakinu, en hinir slö-
suðu voru fluttir á fjögur sjúkrahús
með fjórum þyrlum og 19 sjúkrabif-
reiðum. Fjórir þeirra liggja milli
heims og helju í Haukeland-sjúkra-
húsinu í Björgvin. Bílstjórinn stór-
slasaðist en var með rænu þegar
björgunarmenn komu á vettvang
og tjáði hann þeim að bremsumar
hefðu bilað.
Rútan hafði ekki leyfi til ferða-
laga af þessu tagi og er talið að
atvikið geti átt eftir að hafa tals-
verð eftirköst. Hún var af Volvo-
gerð og frá árinu 1977.
- segir talsmaður sveita kristilegra falangista
Beirút, Reuter.
SULEIMAN Franjieh, fyrrum
forseti Líbanons, lýsti í gær yfir
að hann ætlaði að bjóða sig fram
í forsetakosningunum á fimmtu-
dag. Talsmaður sveita kristi-
legra falangista í Líbanon sagði
í gær að næði Suleiman Franjieh,
sem studdur er af Sýrlendingum,
kjöri hæfist nýtt stríð í landinu.
Franjieh, sem er 78 ára að aldri
og var forseti á árunum 1970 til
1976, er sigurstranglegastur fram-
bjóðendanna vegna stuðnings Sýr-
lendinga, sem hafa mikil ítök í
Líbanon. Kristilegir falangistar
bragðust hart við yfirlýsingu hans
um framboðið og sögðu að næði
hann kjöri yrði aftur stríðsástand í
landinu. Þeir hafa hótað að grípa
til aðgerða til að koma í veg fyrir
að stuðningsmaður Sýrlendinga
verði kjörinn forseti og hemum
hefur verið skipað í viðbragðsstöðu
vegna þess.
Uri Lubrani, talsmaður ísraels-
stjómar í málefnum Líbanons, sagði
á blaðamannafundi í Jerúsalem að
til greina kæmi að ísraelskir her-
menn yrðu fluttir frá Suður-Líban-
on yrði sterkur og óháður forseti
kjörinn í Líbanon. Hann sagði að
forsetakosningunum í Líbanon yrði
líklega frestað á fimmtudag.
Margir Labanir tengja Suleiman
Franjieh, fyrram forseta, við upphaf
borgarastyijaldfirinnar árið 1975.
Hann er sagður vinur Hafez al-
Assads, forseta Sýrlands, og líta á
sig sem þjóðernissinnaðan Mar-
oníta.
Finnland:
Sovéskur hershöfð
ingi í heimsókn
Reuter
Suleiman Franjieh, fyrrum for-
seti Líbanons.
Helsinki. Reuter.
JEVGENÍ Ívanovskíj, hershöfð-
ingi, yfirmaður landherja Sov-
étríkjanna, kom í gær í fjögurra
daga heimsókn til Finnlands.
Ívanovskíj mun skoða finnsk
hemaðarmannvirki og fylgjast
með sumaræfingum finnska hers-
ins nálægt bænum Rovaniemi í
Lapplandi.
Talsmaður finnska varnarmála-
ráðuneytisins sagði að heimsóknin
væri liður í reglubundnum og
gagnkvæmum heimsóknum yfir-
manna í heijum Sovétríkjanna og
Finnlands.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins í Helsinki sagði að ekki væri
á dagskrá heimsóknar Ívanovskíj
að hann hitti Abdul Wakil, ut-
anríkisráðherra Afganistans, sem
væntanlegur var í fjögurra daga
opinbera heimsókn til Finnlands í
gærkvöldi.