Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 171ÁGÚST 1988 Bretland: Hvernig á að haga stærðfræðikennslu? St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EIGA börn að læra margföldunartöfluna utan bókar? Eða eiga þau að leika sér að kubbum með töliun á og reikna með vasatölv- um? Síðastliðinn þriðjudag kom út skýrsla frá breska menntamála- ráðuneytinu um námsskrá i stærðfræði í samræmi við ný lög um grunnskóla. Við vinnslu hennar kom í ljós mikill ágreiningur milli hefðbundinna sjónarmiða nýrra kennsluhátta. Kenneth Baker, menntamál- ráðherra, hefur ákveðið að stemma stigu við nýjum kennslu- aðferðum i stærðfræði og fellst ekki á tillögur skýrslunnar um að böm þurfi ekki að deila og marg- falda í viðamiklum dæmum án þess að nota vasatölvu. Hann hef- ur til þess stuðning forsætisráð- herrans. Hann hyggst einnig leggja meiri áherslu á kunnáttu og þekk- ingu en minni á beitingu reiknings og hagnýt viðfangsefni. í skýrslunni eru sett markmið fyrir sjö ára, ellefu ára, fjórtán ára og sextán ára böm í stærð- fræðikennslu. Einn nefndarmaður sagði sig úr nefndinni vegna þess að hann sagði að eina leiðin til að fylgja sömu kröfum og Þjóð- veijar og Japanir við reiknis- kennslu væri að láta böm læra margföldunartöfluna utan bókar og deila og margfalda með blaði og blýanti en ekki tölvu. Baker vill ekki snúa alveg til fyrri kennsluhátta en telur að meiri áhersla á hefðbundna kennslu verði að koma tii. Hann telur einnig að nemendur verði að geta metið skynsamlega, hvort svar sem tölva gefur þeim sé rétt reikniskennslu og sjónarmiða eða rangt. Tillögur skýrslunnar munu koma til framkvæmda í sept-ember á næsta ári. I þessari viku kemur einnig út bók eftir Gerry Mulherm, sálfræð- ing við háskólann í Ulster, sem leiðir rök að því að kenna eigi bömum frá sex ára aldri marg- földunartöfluna og að venja þau á að leggja saman og draga frá í huganum fremur en að nota til þess kubba, eins og nú tíðkast. Hann telur einnig að bömum sé ekki eins leitt, eins og af er látið, að læra utanbókar. Þegar þau geri það fái þau tilfinningu fyrir því að hafa vald á efninu. Niðurstöður hans benda einnig til að utanaðbókarlærdómur sé sérstkalega heppilegur fyrir með- algóða nemendur og þá, sem lak- ari em. Hann segir að stærðfræðikunn- áttu hafi hrakað. Árið 1964 hafi helmingur fjórtánára barna getað reiknað út meðaltal talnanna 1,50 2,40 og 3,75. Einungis þriðjungur fjórtánára bama hafi getað það árið 1981. Ýmsir sérfræðingar í reiknis- kennslu segja skoðanir Mulherms fráleiddar. Ferda- tryggingar FARANDSÝNING TIL MINNINGAR UM FINNSKA LISTAMANNINN TAPIO WIRKKALA Q SÝNING Á GLERMUNUM FRÁ ÁRUNUM 1946-1985 LÍTIÐ í GLUGGA VERZLUNARINNAR 15% afsláttur er veittur af öllum verkum Tapio Wirkkala á meöan sýningin stendur. HÖNNUN cæoi • þjOnusta RRIMJRII^NIVaillB -. w.aWÖi'íT&ifh' Kfíl»liitö ffe a & e iql «r/AMJfi1Ae x b n a GJAFAVÖRUDE1LD KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13 — 101 Reykjavík —S. 91-625870 27 Svíþjóð: Jafnað- armenn tapa fylgi Stokkhólmur. Reuter. EF MARKA MA niðurstöður skoð- anakönnunar, sem birtist i sænska dagblaðinu Dagens Nyheter á sunnudag, myndi stjórn Jafnaðar- manna í Svíþjóð missa meirihluta sinn á þingi ef efnt yrði til kosn- inga nú en þingkosningar fara fram í Sviþjóð með haustinu. Fylgistap flokksins hefur verið rakið til afskipta stjómarinnar af rannsókn á morðinu á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. I Dagens Nyheter kemur meðal annars fram að af 1000 kjósendum, sem kusu flokk jafnaðarmanna í síðustu kosningum íhuga nú 15% að kjósa annan flokk eða skila auðu vegna óánægju sinnar með frammi- stöðu stjómarinnar í Olof Palme- málinu svokallaða. „Þetta er að öllum líkindum mesti hnekkur sem flokkurinn hefur orðið fyrir vegna þrákelkni sinnar" segir í ritstjómarpistli sænska dagblaðsins á sunnudag. í könnuninni var ekki reynt að spá fyrir um hlut jafnaðarmanna í næstu þingkosningum í Svíþjóð, sem fara munu fram í september. Síðast þegar spáð vár fyrir um úrslit kosninganna reyndust jafnaðarmenn hafa nauman meirihluta yflr bandalag þriggja miðju- og hægriflokka. Hlutföllin hafa þó að öllum líkindum eitthvað breyst því síðan þessu var spáð hefur hlutdeild stjómarinnar í rannsók morðsins enn valdið hneykslan f Svíþjóð. Ef undan er skilið tímabilið 1976-82 hafa jafnaðarmenn verið við völd í Svíþjóð frá 1932. Snilldartaktar Kínverski pandabjöminn Lele þykir fara snilldarlega með bolta en hann skemmtir gestum í dýragarðinum í Peking. Nýverið var tekin í notkun sérstök bygging í garðinum þar sem dýrin sýna ýmsar kúnstir og þótti við hæfi að Lele léki fyrstur listir sínar. Vökvamótorar HEÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER .< co R0NA AFSLATTUR 0PTIMA hefur nú flutt starfsemi sína aö Ármúla 8. í tilefni af flutningunum bjóðum viö NASHUA 6115 Ijósritunarvél I ágúst á aldeilis sérstöku tilboðsveröi, eöa kr. 74.200 stgr. (júlíverð var 96.200). NASHUA 6115 tekur 15 Ijósrit á mínútu og allt upp í A3 stærð. Gerið samanburð, og látið okkur vinsamlegast vita ef þið getið gert betri kaup. OPTíMA________ ÁRMÚLA 8 - SÍMAR 84900, 688271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.