Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Lenín kvaddur
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Þorskur og velferð
Fiskimiðin umhverfís landið
eru mikilvægustu auðlind-
ir þjóðarinnar. Sjávarútvegur
hefíir að stærstum hluta staðið
undir efnahagslegum fram-
förum landsmanna og velferð
í landinu. Fram undir 1970
vóru sjávarvörur um 90% út-
flutningsverðmæta. Aukinn
iðnaðarútflutningur, einkum á
áli og jámblendi, hefur að vísu
lækkað hlutfall sjávarvöru í
heildarútflutningi. Þrjár af
hvetjum fjórum krónum út-
flutningstekna fást þó enn fyr-
ir fískafurðir.
Lengi vel deildu íslendingar
fískimiðum sínum með erlend-
um þjóðum. Árið 1953, fyrir
aðeins 35 árum, veiddu erlend-
ir veiðiflotar 58,2% af heildar-
botnfiskafla á íslandsmiðum.
Árið 1973, eftir útfærslu físk-
veiðilandhelginnar í 50 mílur,
var hlutur útlendinga í botn-
fískaflanum ennþá rúm 40%.
Það var ekki fyrr en eftir út-
færslu í 200 mílur, 1975, að
erlendir fískveiðiflotar hurfu
að mestu af íslandsmiðum.
Þorskurinn hefur lengi verið
gjöfulasti fískstofninn. Eftir
að erlendir veiðiflotar hurfu
af íslandsmiðum — og veiði-
stýring komst alfarið í hendur
landsmanna — stóðu vonir til
að hægt væri að færa veiði-
sókn að veiðiþoli tegundarinn-
ar. Það hefur ekki gengið eftir
— nema að nokkru leyti.
Breytileg skilyrði í lífríki sjáv-
ar ráða að vísu miklu um vöxt
og viðgang einstakra tegunda.
En sókn og veiðistýring skipta
miklu máli. Markmiðið er
tvíþætt. í fyrsta lagi að nytja-
stofnar nái þeirri stærð, sem
náttúruleg skilyrði sjávar
leyfa, og gefí þann veg há:
marksafrakstur í þjóðarbúið. í
annan stað að ná þeim afla,
sem fískifræðilegar staðreynd-
ir standa til, með sem minnst-
um tilkostnaði og vinnu í sem
verðmætasta vöru.
Á árabilinu 1953—1960 var
heildarþorskafli á Islandsmið-
um 450—540 þúsund lestir.
Þorskaflinn nú, rúmum áratug
eftir útfærslu fískveiðiland-
helginnar í 200 mílur, er veru-
lega minni. Árið 1987 var
þorskaflinn um 390 þúsund
tonn, þrátt fyrir það, að meira
væri tekið úr stofninum en
fískifræðingar töldu ráðlegt.
Hafrannsóknarstofnun telur
nú að þorskafli árin 1989 og
1990 megi ekki vera meiri en
300 þúsund tonn á ári, eigi
þorskstofninn ekki að minnka
enn. Þetta er 60 þúsund tonna
minni afli en stofnunin gerir
ráð fyrir að veiðist í ár. Tekju-
tap vegna 60 þúsund lesta
samdráttar er talið vera um
4.200 milljónir króna, þar eð
meðalverð fyrir kílógramm af
ferskum, frystum og söltuðum
þorski er nálægt 70 krónum.
Hafrannsóknastofnun telur
þorskárganga 1986 og 1987
vera mjög lélega, sambærilega
við árganginn 1982, sem var
hinn lakasti síðustu þijá ára-
tugina. Árgangar 1983 og
1984 vóru hinsvegar sterkir
og árgangur 1985 í meðallagi.
Stofnunin telur og að hrygn-
ingarstofninn hafi verið 310
þúsund tonn í ársbyijun 1988
og verði hinn sami í ársbyrjun
1989. Meðalþyngd þorsk hefur
minnkað um 4% árið 1988,
miðað við árið 1987, og gert
er ráð fyrir að meðalþyngd
eftir aldri verði 5% minni árin
1989 til 1991 en árið 1988.
Þetta eru alvarleg, fiskifræði-
leg tíðindi, sem draga verður
lærdóma af.
Óhætt er að staðhæfa að
íslendingar eru forystuþjóð
meðal strandríkja í vísindaieg-
um rannsóknum og vemdun
fískimiða. Fiskifræðingar hafa
og lengi varað við of mikilli
sókn í þorskstofninn. Hinsveg-
ar hafa þeir, sem fara með
endanlegt ákvörðunarvald um
veiðistýringu, einnig horft til
efnahagslegs veruleika í þjóð-
arbúskapnum, byggða- og at-
vinnusjónarmiða. Niðurstaðan
er sú sem við öll þekkjum,
umdeild „sáttaleið", sem hefur
bæði kosti og galla, og hlýtur
að sæta viðvarandi endurskoð-
un í ljósi reynslu og breyti-
legra aðstæðna.
Fræðilegar niðurstöður
fískifræðinga um stöðu þorsk-
stofnsins sýna ótvírætt, að
varkámi er þörf, að ekki sé
fastar að orði kveðið. Hrygn-
ingarstofninn stendur ekki vel,
síðustu árgangar em lélegir
og meðalþyngd fer minnkandi.
Þorskurinn gegnir það stóm
hlutverki í íslenzkum þjóðar-
búskap, íslenzkri velferð og
íslenzkri framtíð, að ástæða
er til að hvetja ráðamenn til
að hlusta grannt á tillögur
fískifræðinganna.
- eftir Áke Sparring
Ekki er langt síðan að upp komst
að forystumenn finnska kommún-
istaflokksins hefðu tapað öllu fé
flokksins í veðreiðum og kauphall-
arviðskiptum! í síðustu kosningum
missti flokkurinn stuðning yfir
helmings kjósenda sinna.
Eftir að hafa haft 20 til 25%
kjósenda á bak við sig í áratugi,
þóttu kommúnistar í Frakklandi
hinn sjálfkjörni fulltrúi franskra
verkamanna. En í kosningum á
þessu ári lá við að þeir hyrfu af
þingi þegar þeir fengu ekki nema
27 þingsæti. Sósíalistar fengu hins
vegar 276 þingsæti. Margir fyrrum
stuðningsmenn kommúnista kusu
nú Le Pen!
Italski kommúnistaflokkurinn
fékk 34,4% atkvæða árið 1976 en
í bæjarstjómarkosningum á þessu
ári fékk hann ekki nema 21% at-
kvæða - 3% meira en sósíalistarnir.
Þó að kosningamar hafi ekki verið
dæmigerðar er langtímaþróunin
augljós.
Þessi dæmi eru ekki tekin af
hvaða kommúnistaflokkum sem er.
Eftir síðari heimsstyijöld hafa þetta
verið þrír stærstu flokkar sinnar
tegundar í Vestur-Evrópu. Leið-
togar þeirra voru þekktari en marg-
ir forsætisráðherrar. Allir sem
fylgdust með stjómmálum höfðu
heyrt um Hertta Kuusinen, Togli-
atti Thoréz og Berlinguer. En hver
þekkir nöfn hinna nýju leiðtoga?
Því má velta vöngum yfir því
hvort þingsögu kommúnistaflokka
í Vestur-Evrópu sé að ljúka. Hvort
þeir verði horfnir árið 2000.
Blómaskeiðið
Kommúnistaflokkar Vestur-
Evrópu áttu sitt blómaskeið á árun-
um eftir heimsstyijöldina síðari. í
fyrstu kosningum eftir stríð unnu
kommúnistar stóra sigra í flestum
Vestur-Evrópulöndum. Sú virðing
sem Sovétmenn öðluðust fyrir að
vinna sigur yfir Þjóðveijum hafði
þar mikil áhrif sem og hlutur
kommúnista í mörgum andspymu-
hreyfíngum. Einnig hafði stéttvit-
und aukist á stríðsárunum. Þetta
voru róttækir tímar. Ekki bara
vinstrimenn, heldur einnig borgara-
Iegu flokkarnir vildu skapa þjóð-
félag án atvinnuleysis og þjóðfé-
lagslegs óréttlætis fjórða áratugar-
ins. Varla nokkur efaðist um að
hlutur ríkisins í efnahagsmálum
yrði stór.
Kommúnistar höfðu einnig fyllst
þjóðemiskennd. Þeir töluðu ekki
mikið um byltingu. Þeir gáfu hrein-
lega í skyn að það væru til aðrar
leiðir að sósíalisma en sú rúss-
nesska. Flest ríki stóðu frammi fyr-
ir vanda sem best var að leysa í
samvinnu allra flokka. í mörgum
löndum tóku kommúnistar þátt í
samsteypuríkisstjómum. Á norður-
löndum, Austurríki og í Belgíu,
Luxemburg og Hollandi fengu
kommúnistar 10-15% atkvæða.
Fylgið kom að mestu leyti frá sósía-
listum. Oft var fjandsamlegt and-
rúmsloft á milli flokkanna.
Kommúnistamir gerðu uppreisn
í Grikklandi. Þeir voru fyrst sigrað-
ir eftir að Bandaríkin skárust í leik-
inn. Á Spáni og í Portúgal vom
flokkamir bannaðir (eins og síðar
í Vestur-Þýskalandi) en samt áttu
þeir marga leynilega fylgismenn.
Þegar fasistastjómimar fóm frá á
áttunda áratugnum átti það þó eft-
ir að sýna sig að þeir vom fremur
veikir. I Finnlandi, Frakklandi og á
Italíu fengu kommúnistar stuðning
um fjórðungs kjósenda. Einungis í
Bretlandi varð þeim ekkert ágengt.
En þessi velgengni stóð ekki
lengi. Þegar hreinsanimar hófust í
„alþýðulýðveldunum" var litið á
Kominform sem tæki Sovétmanna
til að stjórna kommúnistaflokkum.
Lýðræðisstjómin í Tékkóslóvakíu
féll í stjómarbyltingu, Norður-
Kóreumenn réðust inn í Suður-
Kóreu og kalda stríðið varð ískalt.
Þá fór fylgið að tínast af minni
kommúnistaflokkum og þeir urðu
lítt áberandi. Á sjötta og sjöunda
áratugnum breyttust þeir í hálf-
gerða sértrúarhópa sem vom
áhrifalausir í stjórnmálum. Þeir
vom uppteknastir við að keppa
hvor við annan. Af þeim 30 flokkum
sem hægt er að tala um í dag -
talan er óljós þar sem oft er erfitt
að greina á milli klíku og smá-
flokks- fengu 13 þeirra innan við
eitt prósent atkvæða í síðustu kosn-
ingum. Sjö flokkar fengu innan við
fimm prósent en einn flokkurinn,
sá tyrkneski, var ekki löglegur og
bauð því ekki fram í kosningunum
þar.
Finnski, franski og ítalski flokk-
urinn héldu sinni stöðu fram á þenn-
an áratug þrátt fyrir innri tog-
streitu í Finnlandi og Frakklandi
og misheppnaða tilraun á Italíu til
að skapa flokki, sem er löngu hætt-
ur að vera byltingarflokkur, nýjan
sess, án þess þó að snúast ótvírætt
gegn hinum leniníska arfi. Lífseig-
ustu kommúnistaflokkarnir í Vest-
ur-Evrópu em í Grikklandi, Kýpur,
Portúgal og á íslandi, ef það er
hægt að kalla þá íslensku kommún-
ista. Stærstur þeirra er flokkurinn
á Kýpur sem náði rúmum fjórðungi
atkvæða í kosningunum 1985. En
framtíð kommúnisma í Evrópu
ræðst tæplega á Kýpur. Fall flokk-
anna hefur verið hratt. Ekki er
langt síðan að litið var á kommún-
Hergögnum ekið framhjá mynd af
á afmæli byltingarinnar.
ista sem ógn við vestræn lýðræð-
isríki. M. a. s. Kremlveijar virðast
vera búnir að fá leið á frændflokk-
unum. Alla vega lítur út fyrir að
Gorbatsjov hafí meiri áhuga á góð-
um samskiptum við sósíalistaflokk-
ana en við leifarnar af „heims-
kommúnismanum."
Hvað er kommúnisti?
Ef sagt er að kommúnistaflokkar
verði ekki lengur til árið 2000, verð-
ur að vera ljóst hvað átt er við með
orðinu „Kommúnistaflokkur." Það
er ekki auðvelt að útskýra það.
Eins og aðrar stofnanir í þjóðfélag-
inu hafa þessir flokkar breyst á
síðustu árum. Auk þess hafa komið
fram nýir flokkar með aðra menn-
ingu og pólitískar hefðir. Sænski
Vinstri flokkurinn - Kommúnistar
(VPK) og Verkamannaflokkur
Eþíópíu kalla sig báðir kommúnista-
flokka en Lars Wemer, formaður
VPK, færi sjálfsagt hjá sér yrði
honum skipað á bekk með Mengistu
Haile - Mariam, eða ef herforingja-
klíkan sem er kjarninn í „bræðra-
flokknum" í Eþíópíu væri lögð að
jöfnu við þingflokk VPK.
Svo lengi sem Komintern var til
og Kreml mótaði flokkana eftir sínu
eigin bolsévíska höfði, vissu menn
hvemig kommúnisti leit út, eða átti
að líta út. Kommúnistar vom sann-
færðir um hmn kapitalismans og
að sósíalisminn tæki við af honum
samkvæmt hinum óhagganlegu lög-
málum sögunnar. Hmn kapitalism-
ans myndi ekki verða nema með
byltingu. Flokkurinn gegndi nokk-
urs konar ljósmóðurhlutverki. Sov-
étríkin vom kjölfesta sósíalismans
í hinum kapitalíska heimi. Þau varð
að veija jafn vel þótt það kostaði
hmn eigin flokks. Þar sem komm-
únistar áttu í stríði við borgaralega
samfélagið varð flokkurinn að vera
kjami af atvinnubyltingarmönnum
og þar varð að ríkja heragi. Enginn
gat orðið meðlimur fyrr en eftir
nákvæma rannsókn. Hreinsanir
vom algengar. Liðsmenn vom
gjaman þjálfaðir í Moskvu. Í hinu
pólitíska vafstri var í mesta lagi
hægt að leyfa sér að taka þátt í
borgaralegum stjómum, slíta samn-
ingum við nasistana o.þ.h. En þetta
breytti í engu hugmyndafræði eða
skipulagi flokksins. Þetta var flokk-
ur af nýrri gerð, eins og það var
kallað. Hvað taldist rétt eða rangt
var ákveðið í Moskvu. Sovétríkin
vom fyrirmyndin.
Tengslin við Moskvu
Tengslin við Moskvu gerðu kjós-
endur tortryggna. En tengslin vom
örlagarík, jafnvel fyrir þá heittrú-
Vladimír Lenín á Rauða torginu
uðu. Það var mikið áfall fyrir
kommúnista þegar Krúsjoff ljóstr-
aði upp um Stalín 1956 og heims-
hreyfíng þeirra hefur aldrei borið
sitt barr eftir það. Klofningur varð
meira áberandi. Forystumenn
flokkanna í Vestur-Evrópu fylktu
sér fyrst á bak við Moskvu en
mættu þá mikilli innri andstöðu.
Þess var krafist að hver flokkur
fyndi sína eigin leið til sósíalismaj
út frá sínum eigin forsendum. I
okkar heimshluta þýddi það að leynt
eða ljóst var valin þingræðisleiðin.
Þannig myndaðist viss fíarlægð frá
„alræði öreiganna" og „sögulegu"
hlutverki „framvarðasveita verka-
lýðsstéttanna".
Væri verið að krefjast frelsis,
varð það að vera fyrir alla. Það var
einungis rökrétt að VPK í Svíþjóð
vildi slíta sig frá Moskvu eftir inn-
rásina í Tékkóslóvakíu árið 1968.
Aukin vitneskja um gang mála í
Sovétríkjunum varð til þess að fylgi
flokkanna dvínaði. Hin sósíalíska
paradís lét bíða eftir sér. En mestu
máli skipti þó þróunin í Vestur-
Evrópu. Betri lífskjör, velferðar-
samfélagið og lýðræðið. Erfitt
reyndist að halda fram kenningunni
um arðrán þegar allir gátu séð að
hvaða verkamaður sem er hafði
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR17. ÁGÚST 1988
29
Kommúnistar hafa verið við völd í Sovétríkjunum í rúm 70 ár en
í Vestur-Evrópu eiga kommúnískir flokkar sífellt minna fylgi að
fagna.
efni á að eiga bfl. Og að atvinnuleys-
isbætumar voru hærri en laun
flestra í Austur-Evrópu. Venjuleg-
um flokksmeðlim gekk illa að skilja
„lýðræðislega miðstýringu" innan
flokksins þegar samfélagið var að
öðru leyti opið. Það þótti gott dæmi
um gamalmennastjóm að ekki var
lýðræði í flokkunum sjálfum.
„Flokkar framtíðarinnar" virtust
því vera svo fornaldarlegir að ekki
var fyrir venjulegt fólk að skilja þá.
Dauði hugmyndafræðinnar
Öll hugmyndafræði kann skýr-
ingu á vonsku heimsins. Hún á sitt
fyrirmyndarríki og þekkir veginn
þangað. Fyrirmyndarríki kommún-
ismans var þjóðfélag allsnægta,
byggt af nýjum og betri mönnum
sem fengu ekki laun í samræmi við
afköst sín heldur í samræmi við
þarfir sínar. Þar var ekki lengur
þörf á ríkisvaldi og stríð þekktust
ekki lengur. Vonska heimsins staf-
aði af arðráninu og samkeppni kap-
ítalistanna. Vegurinn að fyrirmynd-
arríkinu var að bijóta niður veldi
kapítalismans og stofnanir hans,
þar með talið hið borgaralega ríki
og að færa íjármagnið í hendur
verkalýðsins.
Enginn veit í hvaða mæli þetta
er enn skoðun flokksfélaganna.
Líklega eru ekki margir enn þessar-
ar trúar. Sósíalísk ríki hafa jú átt
í styijöldum sín á milli. Sovétmenn
réðust inn í Ungveijaland, Tékkó-
slóvakíu og Afganistan. Kínveijar
réðust á Víetnam og Víetnamar
hernámu Kambódíu. Svo mætti
lengi telja. Það er einnig erfitt að
réttlæta hvernig pólski kommún-
istaflokkurinn með lögregluna, her-
inn og Sovétríkin á bak við sig,
getur brotið Samstöðu á bak aftur,
en þar er um ótvíræð launþegasam-
tök að ræða. Því meira sem er vitað
um Stalín því ljósara verður það
að atburðimir í Póllandi eru ekki
nein undantekning heldur dæmi um
hvernig kerfíð vinnur. Eins og þetta
sé ekki nóg, þá hafa kommúnistar
þurft að horfa upp á það sem virð-
ist vera hrun áætlunarbúskapsins.
Þó að hin kapítalísku lönd hafi
áhyggjur af mörgu þá er þar allt í
blóma á meðan að í Austur-Evrópu
óttast menn að komast í tölu van-
þróaðra þjóða. Ekki er heldur orðið
ljóst hvort verulegur árangur verð-
ur af umbótum í Sovétríkjunum. Á
sama tíma berast tölur um kostnað-
inn af efnahagslegum tilraunum:
samyrkjan í Sovétríkjunum, „stóra
stökkið" í Kína, fólksflutningar í
Eþíópíu og fleira. Orðið „sósíalíser-
ing“ vekur ekki lengur vonir í
bijóstum manna.
Það vom Kínveijar sem veittu
hinum klassíska kommúnisma
banahöggið. Kína undir stjórn Maos
braut upp heimshreyfingu komm-
únismans. Þeir gengu í bandalag
með Sameinuðu þjóðunum gegn
Sovétríkjunum og veigruðu sér ekki
við að ráðast inn í Víetnam. Og nú
hafa eftirmenn Maos, með efna-
hagslegum umbótum sem þeir hófu
fyrir 10 árum, gert fólk enn óviss-
ara um hvað fellur undir hugtakið
„sósíalismi".
Tilraunir Kínveija með markaðs-
búskap og einkaframtak hafa leitt
til svipaðra tilrauna í öðrum löndum
sem kenna sig við sósíalisma, eink-
um þó í þriðja heiminum. En einnig
í Austur-Evrópu er „markaður“
skrifaður með stórum stöfum og
einkaframtak er ekki lengur bann-
orð heldur lausn út úr erfiðri stöðu.
Hvaða aðra stefnu gæti Perestrojka
tekið, til að hún gengi upp?
í leit að verkefnum
Staðreyndin sem blasir við er
hins vegar sú að það er ekki til
lengur neitt fyrirmyndarríki og eng-
in leið að rata þangað. Ekki hefur
heldur fundist nein skýring á
vonsku heimsins. Þeir flokkar sem
eru við völd geta alltaf fundið sér
eitthvað hagnýtt að fást við en þá
sem eru valdalausir vantar verk-
efni. Vestur-Evrópskir kommún-
istaflokkar eru nú á höttunum eftir
verkefnum, eða kannski bara skjóli
til að lifa af harðan vetur. Ekki er
gott að spá um hvernig líf þeirra
verður. Það verður í það minnsta
ólíkt lífí þess flokks sem Komintem
skapaði.
Höfundur er fyrrum forstjóri
sænsku Utanríkismilastofnunar-
innar. Hann skrifarnú greinar
fyrir norræn blöð.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON
SÍÐASTA FREISTING
FRELSARANS
Umdeild stórkvikmynd sýnd undir lögregluvernd
KVIKMYND byggð á ímynduðu hugarástandi Jesú Krists, sem
byggist á skáldsögu eftir Nikos Kazantzakis, var frumsýnd í út-
völdum kvikmyndahúsum í nokkrum helstu borgum Banda-
ríkjanna um síðustu helgi, þar á meðal hér í Washington. Kvik-
myndin hefir þegar vakið mikið umtal og athygli. Fjölmennir
hópar fólks hafa tekið sér stöðu við inngang kvikmyndahúsanna
til að mótmæla og bera spjöld, sem á eru letruð hvatningarorð
til fólks að neita sér um að sjá „þetta guðlast“, eða „Lesið held-
ur Biblíuna, en horfa á þennan óþverra" og önnur slík hvatningar-
orð. En biðraðir fólks við kvikmyndahúsin, sem vilja sjá kvikmynd-
ina, hafa til þessa verið fjölmennari en mótmælendur og færri
komist að en vildu. Lögregluvörður er fyrir utan og inni i kvik-
myndahúsunum.
egar fréttaritari fór til að
skoða myndina á sunnudag-
inn var, í tiltölulega litlu kvik-
myndahúsi í norðvestur-hluta
borgarinnar, ekki alllangt frá
skrifstofu íslenska sendiráðsins,
tókst að ná í síðustu aðgöngumið-
ana að þeirri sýningu klukkustund
áður en sýning hófst. Þegar inn
var komið vatt sér að mér lög-
reglumaður og fór fram á, að fá
að skoða í lítið leðurveski, sem
ég hélt á.
Jesú látinn missa
stjórn á skapi sínu
Myndin hefst á því, að Jesú er
að hefla, eða höggva til við í
krossa fyrir Rómveija. Hann er
augsýnilega sjúkur maður, sem
þjáist bæði á sál og líkama. Hann
virðist þjást af óstjómlegum höf-
uðverk. Hann á erfitt með að
stilla skap sitt og rýkur upp í ofsa
við minnstu ástæður. Sleppir sér
t.d. algjörlega er hann rekur
kaupahéðnana úr musterinu, þar
sem hann æðir um, veltir um sölu-
borðum þeirra og þeytir myntinni
í allar áttir. Vafalaust eiga marg-
ir erfítt með að samræma þennan
Jesúm Krist á kvikmyndatjaldinu
við hugmyndina, sem við gerðum
okkur um frelsarann í okkar
barnatrú. Vafalaust eiga margir
erfitt að hugsa sér Júdas íska-
ríot, sem besta vin Frelsarans,
sem kvikmyndin segir okkur að
hafi ekki svikið meistarann heldur
farið að fyrirmælum Frelsarans
sjálfs, er hann vísaði á hann í
grasagarðinum. Að María Magda-
lena sé vændiskona af verstu teg-
und munu margir eiga bágt með
að samræma hugmyndum sínum
um hana. Jóhannes skírari er lát-
inn reka sitt hlutverk í hópi, sem
minnir einna helst á rokk og ról
lýð í nútíma diskóteki, sem skekur
sig og iðar á frygðlegasta hátt,
nema hvað flestir í söfnuði Skírar-
ans við Jórdan er allsnaktir. Jafn-
vel kvenfólkið lætur ekki svo lítið
að skreyta sig, eða fela nekt sína
með einu litlu fíkjulaufi!
Hugarórar á krossinum
Tilkynnt er með texta í upp-
hafí myndarinnar, að ekki sé fylgt
guðspjöllunum í efni myndarinn-
ar. En þó er drepið á öll helstu
atriðin í lífi Jesú Krists einsog
guðspjallamennimir hafa skýrt
frá þeim. Jesús breytir vatni í vín,
hann gefur blindum sýn og lækn-
ar lamaða. Margt af þeim við-
burðum, sem sýndir'eru í mynd-
inni eru afskræmdir, einsog t.d.
er Jesús reisir Lazarus frá dauð-
um. Frelsarinn dregur líkið úr
hellisskúta, sem á að vera graf-
hýsi. Hann ver sig einsog aðrir
gegn fýlunni, sem leggur frá graf-
Sýningu myndarinnar „Síðasta
freisting frelsarans“ mótmælt
í Los Angeles.
hýsinu. Hann er óþarflega lengi
að bisa við að koma lífinu í Lazar-
us, en á meðan á þvi stendur, er
hálfrotið hold líksins myndað til
og frá.
Krossfestingaratriðin eru væg-
ast sagt hrottaleg. Það þarf sterk-
ar taugar til að loka ekki augun-
um, eða veijast velgju þegar ham-
arshöggin dynja í hæstu stereo-
tónum, er ryðgaðir naglagauram-
ir eru reknir gegnum hendur
Frelsarans. Blóðið flýtur í stríðum
straumum úr öllum hlutum líka-
manna á kvikmyndatjaldinu.
Sérfræðingur í sálarkvala-
kvikmyndum.
Kvikmyndagagnrýnendur
Washington-blaðanna benda á, að
það sé ekki í fyrsta sinni, sem
framkvæmdastjóri myndarinnar,
Martin Scorsese (sem sagt var frá
hér í blaðinu á dögunum) sendir
frá sér kvikmynd, sem treður
nýjar og vogaðar slóðir. Scorsese
virðist heltekinn af þeirri áráttu,
að lýsa sálarkvölum manna. Bent
er á að hann hafi, á unga aldri,
verið altarisþjónn i St. Patrick-
barnaskólanum í fátækrahverfi
New York-borgar, og hafi þá ver-
ið heittrúaður. En síðar hafí hann
verið tekinn efasemdum. Þegar
Scorsese fór að vinna að kvik-
myndagerð hafi hann snemma
ákveðið að gera kvikmynd úr lífí
Jesú Krists. Þegar hann kynntist
Barböru Hersey, sem leikur hlut-
verk Maríu Magdalenu í „Síðasta
freisting Frelsarans", hafí hún
kynnt honum skáldsögu Kazantz-
akis og þá hafí Scorsese ákveðið
að gera þessa kvikmynd eftir sínu
höfði.
í því sambandi er minnt á kvik-
myndir hans einsog t.d.„Mean
Streets" þar sem aðalpersóna
hans stingur fingri í eld til að
finna hvernig það sé að brenna í
eilífum eldi Vítis. í kvikmyndinni
„Leigubílstjóri" er vítið stræti
New Yorkborgar og í „Æfur boli“
(Raging Bull) er helvítið hnefalei-
kapallurinn. I kvikmyndinni
„Síðasta freisting Frelsarans“ er
Kristur látinn efast um hver hann
sé. Hann getur ekki ákveðið hvort
raddirnar, sem hann heyrir, eru
frá Guði eða Satan. Hann kvelur
holdið m.a. með því að girða sig
naglabelti. Tilvera þessa Frelsara
er endalaus barátta milli holds og
anda. Hann er maður en ekki
guðleg vera.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu
kvikmyndanna, að Jesú Kristur
er sýndur sem mannieg vera. í
bernsku kvikmyndanna var hann
venjulega ósýnilegur. Stundum
var nærvera hans gefin í skyn
með því einu, að sýndar voru
hendur hans, eða hann sást í
fjarska í mannþröng.
Skiptar skoðanir guð-
fræðinga
Guðfræðingar, sem bandarísk
blöð hafa spurt álits á kvikmynd-
inni virðast hafa skiptar skoðanir
á henni. Sumir telja hana mein-_
lausa því fólk muni sjá í gegnum
vefinn og halda sinni barnatrú.
Haft er eftir prestum, sem segja:
„Ég ræð mínum söfnuði frá að
sjá myndina."
Það, sem guðfræðingar virðast
aðalega hafa gegn lýsingunni á
hugarástandi Krists eru efasemdir
hans um hver hann sé. Þegar
Júdas segir við hann. „Þú skiftir
um skoðun og stefnu daglega,"
er Frelsarinn látinn svara: „Ég
get ekkert gert við því. Hann tal-
ar svo lítið við mig í hvert skipti."
Kvikmyndinni lýkur með því,
að sýndar eru ofsjónir, eða draum-
ur, hins krossfesta Messíasar þar
sem hann hangir á krossinum. Í
draumnum kemur til hans „friðar-
engill" í líki ungrar stúlku. Frels-
arinn er nú sýndur sem mennskur
maður, sem hefir kynmök við
Maríu Magdalenu og eignast böm
og buru. En eftir ofsóknardraum-
inn sér hann sig um hönd, eftir
að hafa ákveðið, að það var Djöf-
ullinn sjálfur, sem var á bak við
ofsjónirnar og sem kom til hans
sem ung og saklaus stúlka. Hann
tekur glaður við því hlutverki er
Faðirinn hefír búið honum: kross-
festingu og eilíft líf fyrir sjálfan
sig og allt mannkyn.
Höfundur er fréttaritari Morg•
utibladsins í Washington.