Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 33

Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 33
(í(!t 'IW-K'A :vI í|Ui)A<lU)Uy'l|M ,U|öA4^VlUí5Bölí MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 i Afmæliskveðja: Halldóra Jónsdóttir frá Skeggjastöðum 100 ára Halldóra Jónsdóttir, ömmusystir mín, Dóra frænka, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Skeggjastöðum í Flóa 17. ágúst 1888, dóttir Jóns bónda Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Bjarnhéðinsdóttur frá Þjóðólfshaga í Holtum. Þau giftu sig 1875 og eignuðust 9 börn. Halldóra er þeirra næstyngst og ein eftir af þeim. Hún var skírð eftir Halldóru Jónsdóttur föðurömmu sinni frá Sviðholti sem fæddist 1801 en dó árið 1880. Föðurafi Dóru var Guðmundur Þorvaldsson á Skeggjastöðum, fæddur 1807, en dó árið eftir að hún fæddist. Það sama ár dó móðuramma hennar, Guðrún Helgadóttir í Þjóðólfshaga, en móðurafinn, Bjarnhéðinn Einars- son, ættaður úr Landeyjum, dó 1860. Halldóra hafði því ekkert af ömmum sínum eða öfum að segja. Halldóra gekk ekki í skóla í upp- vexti sínum, því að engin kennsla var þá þar í sveitinni, en elsti bróð- ir hennar, Bjarnhéðinn, síðar jám- smiður í Reykjavík, kenndi henni að stafa. Hún lærði hins vegar að skrifa og reikna hjá nágranna sínum í Starkarhúsum, Jóhanni Daníelssyni, sem gaf henni fallega forskrift. Halldóra man eftir sér fyrst 8 ára, 1896, m.a. eftir jarð- skjálftanum það ár. Þá flutti fólkið á Skeggjastöðum úr bænum eina nótt og bjó um sig úti á túni, en ekkert hrundi af húsum þar í skjálftunum. Dóra fermdist vorið 1903 hjá séra Ólafi Sæmundssyni í Hraun- gerðiskirkju sem þá var nýbyggð. Hún var þar í hópi 10 fermingar- systkina, og verður einn fermingar- bróðir hennar tíræður síðar á þessu ári. Á Skeggjastöðum var mikill gestagangur þegar Halldóra var að alast upp, því að bærinn liggur í þjóðbraut. Þessvegna var margt að gera innan bæjar og hún vandist því mest inniverkum, en var minna úti við. Skeggjastaðafólkið var mik- ið meira í umheiminum en flestir sveitungarnir. Þetta hefur haft sín áhrif á Dóru því að hún hefur alltaf verið félagslynd og notið sín vel í fjölmenni. Hún gekk líka í ung- mennafélagið í sveitinni þegar það var fyrst stofnað 1908. Árið 1912 fór Dóra í húsmæðra- skóla í Reykjavík hjá Hólmfríði Gísladóttur og Ingunni Bergmann, en skólinn var til húsa í Iðnó. Það var það fyrsta sem hún fór að heim- an til dvalar, en áður hafði hún þó komið til Reykjavíkur m.a. til að heimsækja vinafólk foreldra henn- ar, Þorstein Jónsson jámsmið og Guðrúnu konu hans. í skólanum lærði hún matreiðslu og framreiðslu o.fl. og þótti það góður lærdómur. Eftir þetta var hún fyrir austan en flutti alfarin til Reykjavíkur í árs- byijun 1919. Þar hefur hún átt heima síðan og vann fyrst við kjóla- saum hjá Sigríði Þorsteinsdóttur. Eftir það stundaði hún karlmanna- fatasaum í nær fimmtíu ár, fyrst hjá Andersen og Lauth en einnig hjá Geíjun og Sportveri. Halldóra þótti góð saumakona og ekki er langt síðan hún vann að handavinnu, bæði að sauma púða og annað þessháttar. Handlagni er í ætt hennar og hefur hún fengið góðan skerf af þeirri gáfu í vöggu- gjöf. Móðir hennar sneið föt og saumaði heima án þess að hafa lært til þess, og faðir hennar var góður smiður. Guðmundur bróðir hennar lærði til klæðskera og stundaði þá iðn í Kanada. Bjarn- héðinn bróðir hennar var járnsmið- ur eins og áður segir, og Ragn- heiður systir hennar í Túni fékkst við útskurð. Jón bróðir hennar var múrari í Reykjavík. Aðrir bræður hennar voru Halldór bóndi á Skeggjastöðum, Guðjón vinnumað- ur þar, Sæmundur sem líka var við búskap en lengst af verkamaður á Eyrarbakka og Helgi sem var skip- stjóri i Englandi. Halldóra hefur verið búsett í Reykjavík í nærri 70 ár en alltaf vitjað æskustöðvanna í Flóanum þegar hún hefur átt þess kost og allt fram á þennan dag. Einu utan- landsferð sína fór hún 1922 til þess að heimsækja Helga bróður sinn í Grimsby. Hún var þá sjö vikur um vorið, fór með Gullfossi til Leith og var m.a. ijóra daga í Lundúnum. Dóra frænka hefur aldrei gifst og ekki eignast börn, og alla tíð hefur hún hugsað um sig sjálf. Hún leigði alltaf og minnist ég heim- sókna til hennar bæði á Brávalla- götuna og Mánagötuna, en síðan 1982 hefur hún búið á Droplaugar- stöðum við Snorrabraut og unað hag sínum vel. Stundum hefur henni þó þótt það leitt hve lasburða sambýlisfólk hennar hefur verið og fundist það á stundum dauft við að taka í spil með sér á síðustu árum. En hún hefur þá haft starfs- fólkið til að halla sér að í því efni. Ekki lætur hún aldurinn setja sér skorður við því að fara í heimsókn- ir til vinafólks og ættingja hvort sem er í bænum eða utan hans og hún hefur heldur ekki látið sig vanta á kjörstað hingað til. Þegar ég innti hana eftir því á dögunum hvernig heilsufarið hefði verið um dagana, svaraði hún að hún hefði verið heldur ræfilsleg þegar hún var ung, en þá hefði verið talað um að það mundi eldast af sér, og það hefði líka gert það. Tvisvar hefur hún þurft að vera á spítala en annars varla orðið mis- dægurt. Hún hefur nýlega fengið bót við sjóndepru með nýjum lækn- ingaaðferðum svo að hún er farin að geta lesið aftur og sér vel frá sér. Sá sem þetta ritar minnist þess úr barnæsku þegar jólabögglar voru leystir upp að alltaf var þar eitt- hvað gott frá Dóru. Hún hefur allt- af látið sér annt um frændbörnin og verið dugleg að senda okkur systkinum glaðning eða færa okkur þegar tilefni gafst til. Hún hefur verið okkur sem amma þar sem Ragnheiður systir hennar, amma okkar, lifði það ekki að sjá barna- bön sín. Það var tilhlökkun að fá Dóru í heimsókn, ævinlega fulla af bjartsýni og lífsgleði með sinn glaða hlátur. Hún hefur alltaf verið hrók- ur alls fagnaðar þar sem hún hefur komið. Hún heldur enn þessu við- móti og lætur spaugsyrðin falla eins og áður. Hún er óvenjulega ern af tíræðri manneskju að vera. Hún fylgist með öllu sem gerist í þjóðlíf- inu og hefur skoðanir á mönnum og málefnum. Henni líkar ekki allt jafnvel sem nútímanum fylgir sem ekki er heldur von, því að það eru ekki litlar breytingamar sem hún hefur lifað í heila öld. Halldóra ber sig vel á velli þrátt fyrir aldurinn og klæðir sig af smekkvísi eins og hún hefur alltaf gert, og ég hef grun um að það sé ekki svo ýkjalangt síðan hún fór sjálf í búð til að kaupa á sig nýjan kjól. Hún er enn myndarleg kona eins og hún hefur verið allt frá æskuárum sínum og heldur reisn sinni þrátt fyrir háan aldur. Eg óska frænku minni hjartan- lega til hamingju með afmælið og vona að hún megi enn njóta margra ára við góða heilsu og í sátt við lífið og tilveruna. Halldóra verður að heiman á af- mælisdaginn. Svavar Sigmundsson 33 Tíu þúsund króna verðlækkun! Viií' Æ i'',. 'pgllplip Það Er Engin Ritvél Sem Stendur Jafnfætis Fadt 9401 (kostaði áður 42.500,-) Facit rafeindaritvélin er sú ritvél sem vakið hefur hvað mesta athygli undanfarið. Athyglin beinist jafnt að smekklegri hönnun og tæknilegri fullkomnun. Facit 9401 vinnur hljóðlega og ákveðið frá fyrstu snertingu við sérstaklega lágt lyklaborðið sem gerir vélritun á Facit áreynslulausa og þægilega. Takmarkaður fjöldi rítvéla á þessu tilboði. Vestur-þýskir vörulyftarar G/obusp LÁGMÚLA5.S. 681555.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.