Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 36
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
smáauglýsirtgar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
19.-24. ágúst (6 dagar): Land-
mannalaugar - Þórsmörk.
Gengið á tveimur dögum í Álfta-
vatn með viðkomu i Hrafntinnu-
skeri. Gist tvær nætur í Álfta-
vatni og síðan haldiö í Emstrur
og gist. Frá Emstrum veröur
gengið á Einhyrningsflatir, þar
sem bíllinn bíður og flytur hópinn
til Þórsmerkur. Fararstjóri: Páll
Ólafsson.
24.-28. ágúst (5 dagar); Land-
mannalaugar - Þórsmörk.
Sama tilhögun og í ferðinni 19.
ágúst.
Fararstjóri: Kristján Maack.
26.-31. ágúst (6 dagar): Land-
mannalaugar - Þórsmörk.
Sama tilhögun og í ferðinni 19.
ágúst.
Fararstjóri: Sigurður Kristjáns-
son.
Athugið fá sæti laus f ferðirnar.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu. Feröafélagsins, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir Ferðafélagsins
-19.-21. ágúst
1. Þórsmörk - Rjúpnafell.
Tjaldað í Stóraenda.
2. Þórsmörk. Gist f Skagfjörös-
skála/Langadal.
Gönguferðir um Mörkina.
3. Landmannalaugar - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Feröafélagsins i
Laugum.
Upplýsingar og farmiöasala á
skrifstofu félagsins, Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
m
Útivist,
Sumarleyfisferðir Útivistar:
1. Tröllaskaginn 19.-24. ágúst.
Stórgóð ferð. Tilkomumiklir firðir
og fjöll. Ekiö i Barkardal og geng-
inn Hólamannavegur að Hólum.
Gist í skála. Síðan ekið til Siglu-
fjarðar og gengið í eyðifjörðinn
Héðinsfjörð. Göngutjöld. Farar-
stjóri Reynir Sigurðsson.
2. Sumardvöl f Þórsmörk.
Eigirðu ennþá sumarfrí ættirðu
að kynna þér sumardvöl í Básum.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Útivist.
Jöklanámskeið
í Keriingarfjöllum 2.-4. september.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn er
kr. 2.000,- en kr. 2.500,- fyrir aðra.
Skráning og upplýsingar hjá fs-
lenska alpakúbbnum, Grensás-
vegi 5, 24. ágúst kl. 20.30.
[Bf útivist, o_,
Helgarferðir 19.-21. ógúst:
1. Þórsmörk - Goðaland. Fré-
bær gistiaðstaöa í Útivistarskál-
unum Básum. Gönguferðir við
allra hæfi. Missið ekki af sumrinu
í Þórsmörk.
2. Hungurfit - Markarfljóts-
gljúfur - Laufafell. Mjög fjöl-
breytt ferð við Fjallabaksleið.
Gist í tjöldum.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, simar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilkynningar
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
Stöðupróf
Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér
segir:
22. ágúst ENSKA kl. 18.0 a.
23. ágúst ÞÝSKA kl. 18.00.
TÖLVUFRÆÐI kl. 18.00.
24. ágúst DANSKA kl. 18.00.
STÆRÐFRÆÐI kl. 18.00.
25. ágúst FRANSKA kl. 18.00.
SPÆNSKA kl. 18.00.
Könnuð verður almenn kunnátta og leikni.
Prófin geta veitt rétt til að hlaupa yfir einn
eða fleiri áfanga í viðkomandi grein. Þau eru
ætluð nemendum, sem hafa orðið sér úti
um kunnáttu er ekki fæst staðfest með próf-
vottorði, t.d. þeim, sem dvalist hafa erlendis
og öðlast þannig leikni í erlendu máli. Stöðu-
prófin eru ekki ætluð nemendum sem koma
beint úr grunnskóla.
Innritað er í stöðuprófin í skólanum á skrif-
stofutíma í síðasta lagi 19. ágúst.
Rektor.
Mælingamenn
Eigum fyrirliggjandi Sokkisha mælitæki til
bygginga og vegagerðar ásamt þrífótum og
löttum.
Upplýsingar í síma 82055.
Antaris hf., Skútuvogi 12b.
atvinnuhúsnæði
Toyota - húsnæði
Leitum eftir húsnæði, minnst 4ra herbergja,
fyrir starfsmann.
Toyotaumboðið hf.,
Nýbýlavegi 8,
Kópavogi.
Til leigu
lager- eða iðnaðarhúsnæði, flatarmál 860 fm,
á góðum stað í borginni.
Þeir, sem áhuga hafa á húsnæðinu, leggi inn
upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20.
ágúst nk. merktar: „B - 2348".
Atvinnuhúsnæði óskast
Tveir aðilar, heildsali og fótasérfræðingur,
óska eftir húsnæði í Reykjavík fyrir starfsemi
sína. Um er að ræða 2-3 herbergi samtals
um 50 fm, auk 20-40 fm lagerhúsnæðis.
Rennandi vatn þarf að vera til staðar í einu
herbergjanna. Sameiginlegur sími og mót-
tökuþjónusta með fleirum væri kostur.
Uppiýsingar í síma 22513.
Húsnæði í Kópavogi
Til leigu er efri hæð hússins númer 34A við
Skemmuveg í Kópavogi, þar sem nú er
skemmtistaðurinn Miami. Gólfflötur er ca
500 fm og hátt til lofts. Hægt er að skipta
húsnæðinu í smærri einingar.
Upplýsingar gefa Lögmenn Garðar og Vil-
hjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, sími
92-11733.
Verslunarhúsnæði
Til leigu verslunarhúsnæði um 70 ferm. við
aðalgötu í miðborginni.
Nöfn og símanúmer leggist inn á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „Verslunarhúsnæði - 77“.
.
íbúðir fyrir eldri borgara í Keflavík:
Byggingíirtímimi 15 mánuðir
eða þrjár vikur á hverja íbúð
Þeir eldri borgarar í Keflavík sem fengu úthlutað íbúðum í nýja
húsinu sem er sérstaklega hannað með þarfir þeirra í huga.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Kirkjuvegur 11 er í miðbæ Keflavíkur og því stutt að fara fyrir
eldri borgarana til að fá almenna þjónustu.
Keflavík.
NÝBYGGÐAR íbúðir fyrir aldr-
aða við Kirkjuveg 11 í Keflavík,
voru afhentar eigendum sínum
við hátíðlega athöfn, laugardag-
inn 6. ágúst. Mikil þörf er á hús-
næði fyrir eldri borgara og biðu
flutningabílar með búslóð tilvon-
andi íbúa fyrir utan á meðan
afhending íbúðanna fór fram.
Framkvæmdir við bygginguna
hafa gengið ákaflega vel og var
byggingartíminn um 15 mánuðir
eða um þijár vikur á hverja íbúð.
Hannes Amar Ragnarsson for-
maður byggingarnefndar sagði í
samtali við Morgunblaðið að þeir
hefðu látið gera könnun á aldurs-
skiptingu íbúa í Keflavík áður en
verkið hófst og þar hefði komið
fram að um 7,2% íbúanna, eða um
500 manns væru 65 ára eða eldri.
Á fyrsta fundi byggingarnefndar í
júlí í fyrra hefðu 47 umsóknir legið
fyrir og áður en kom að úthlutun
íbúðanna hefðu liðlega 80 umsóknir
borist. Hannes sagði að 38 sam-
svarandi íbúðir væru fyrir í Keflavík
og þörf væri á að byggja nokkra
tugi til viðbótar.
Húsið er sérstaklega hannað með
þarfir aldraðra í huga. Hönnuðir
eru arkitektarnir Valdimar Harðar-
son og Páll Gunnlaugsson, Haukur
Margeirsson verkfræðingur og Raf-
miðstöðin í Keflavík. Lóðin er teikn-
uð af Bimi Jóhannessyni landslags-
arkitekt. I húsinu eru 19 íbúðir,
þijár eru 47 fermetra einstaklings-
íbúðir auk geymslu, ellefu 2ja her-
bergja íbúðir sem eru 67 fermetrar
auk geymslu og fimm 3ja herbergja
íbúðir sem eru 81,9 fermetrar auk
geymslu. í húsinu er miðstýrt eld-
vamarkerfi með sjálfvirkum reyk-
losunarkerfum, brunaslöngum á
hverri hæð og reykskynjurum í
hverri íbúð. Allar útihurðir í íbúðum
eru eldvarðar og neyðarhnappar em
í svefnherbergjum og á baði í öllum
íbúðunum. Sameiginlegar setustof-
ur eru þijár, þá eru í húsinu matsal-
ur, eldhús og þvottahús með þvotta-
vél og þurrkara.
Húsagerðin hf. í Keflavík átti
lægsta tilboðið í byggingu hússins
sem var fjármögnuð með sérstökum
lánaflokki frá Húsnæðismálastofn-
un ríkisins. í heillaóskaskeyti frá
Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra sem stödd var á
kvennaráðstefnunni í Noregi sagði
hún að Keflvíkingar hefðu verið
fyrstir til að nýta sér þennan lána-
flokk. Tilboð Húsagerðarinnar var
50.460.665 krónur sem var 86,2%
af kostnaðaráætlun. Jarðvegsvinna
var í höndum Vflhjálms Eyjólfsson-
ar sem átti lægsta tilboðið og frá-
gangur lóðarinnar var í höndum
þeirra Gísla Ólafssonar pípulagn-
ingamanns, Sverris Guðmundsson-
ar rafvirkja og verktakanna Sverris
Arnar Olsens og Guðmundar Bjarna
Kristinssonar sem luku við lóðina á
helmingi styttri tíma en áætlað var.
Aðstandendur Baðstofunnar sem
er félagsskapur myndlistarmanna á
Suðurnesjum gáfu málverk sem
prýða veggi hússins í sameign og
ýmis fyrirtæki og stofnanir gáfu
rösklega 100 þúsund krónur til að
standa straum af kostnaði við
blóma- og húsgagnakaup í sameign.
- BB