Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
Minning:
Magnús Ó. Magnús-
son bókbandsmeistari
Fæddur 10. september 1904
Dáinn 23. júlí 1988
Fyrstu forystumenn sumarbúða
KFUM í Vatnaskógi eru flestir
horfnir af sjónarsviðinu og nú ný-
lega Magnús Óskar, sem var einn
í þeirra hópi. Ég mun hafa verið
um 12 ára að aldri þegar fundum
okkar Magnúsar bar saman. Það
var í fyrri dvalarflokki pilta í Vatna-
skógi sumarið 1929. Eitt af því sem
brá ævintýraljóma á samveruna í
sumarbúðunum var „skógarhom-
ið“, þ.e.a.s. lúðurinn sem kallaði
menn saman til máltíða og fótaferð-
ar að morgni. Manni fannst Hrói
höttur vera í nánd þegar heyrðist
í lúðrinum. Sá sem hafði það hlut-
verk að vekja menn og kalla saman
til máltíða eða samverustunda var
einmitt Magnús Óskar, enda var
hann kunnáttumaður í faginu, liðs-
maður Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Við tókum við þessu hlutverki af
honum síðar, lærðum stefin sem
hann notaði af mikilli list og notuð-
um þau jafnan eftir því sem æfing-
in og kunnáttan leyfði. Magnús var
einmitt einn forystumanna þess
sögufræga flokks, sem stofnaði
„skólasjóð Skógarmanna" til þess
að koma í framkvæmd hugsjón séra
Friðriks Friðrikssonar leiðtoga
flokksins, um veglegan skála fyrir
Skógarmenn í Lindanjóðri. Hann
var í stjóm Skógarmanna KFUM
fyrstu árin og var því með í að
lcggja grundvöllinn að því mikil-
væga starfi.
Magnús mun hafa gerst félagi í
KFUM fljótlega eftir að hann flutt-
ist til Reykjavíkur og hóf nám í iðn
sinni um 1920 og' varð því ungur
einn af lærisveinum séra Friðriks.
Hann hélt tryggð við félagið alla
tíð og var tíður fundagestur þess
og sýndi því ræktarsemi til hinstu
stundar, ekki síst sumarstarfinu.
Hann var t.d. hvatamaður þess að
gefinn var út minnispeningur Skóg-
armanna með merki þeirra og mynd
af séra Friðrik, þegar fjáröflun var
í gangi til byggingar íþrótta- og
samkomuhússins í Skóginum árið
1975. Hann kom jafnan í Vatna-
skóg ásamt nokkrum eldri Skógar-
mönnum á almennu mótin sem þar
hafa verið haldin í áratugi. Önnur
kristileg málefni voru honum einnig
kær og er starf hans í Gideonfélag-
inu þar mikilvægur þáttur.
Ég er ekki kunnugur ætt Magn-
úsar eða uppvaxtarárum, en hann
fæddist í Galtarholti í Skilamanna-
hrepppi 10. september 1904. For-
eldrar hans voru hjónin Oddrún
Jónsdóttir og Magnús G. Magnús-
son, bóndi og sjómaður á Akranesi.
Hann missti foreldra sína ungur og
ólst upp eftir það hjá ágætu fólki
í Litla-Botni í Hvalfírði. Hann lærði
bókband hjá Ársæli Ámasyni, bók-
bandsmeistara í Reykjavík. Hann
var vandvirkur iðnaðarmaður og
vann sem bókbindari og bókbands-
meistari á ýmsum stöðum, lengst
hjá Prentsmiðjunni Eddu hf., en
mörg seinustu árin á eigin bók-
bandsstofu. Hann starfaði árum
saman í Lúðrasveit Reykjavíkur og
var heiðursfélagi sveitarinnar.
Hann kvæntist árið 1945 Sigríði
Friðfínnsdóttur en þeirra samleið
var ekki löng. Þau eignuðust tvær
dætur, Þórunni Ingibjörgu og Ás-
dísi, sem lifa föður sinn.
Ég hef þessi kveðjuorð ekki fleiri,
en þakka gömul og góð kynni. Bið
ég ættingjum hans og vinum bless-
unar í nútíð og framtíð.
Ami Sigurjónsson
Föðurbróðir minn Magnús Óskar
Magnússon lést á Borgarspítalan-
um í Reykjavík þann 23. júlí sl. á
84. aldursári.
Hann fæddist 10. september
1904 að Galtarholti í Skilmanna-
hreppi. Foreldrar hans vom hjónin
Oddrún Jónsdóttir og Magnús Guð-
jón Magnússon fyrrum bóndi og
síðar sjómaður á Ákranesi.
Magnús Óskar var næstyngstur
6 systkina. Af þeim létust tvö í
bemsku en þrír bræður og ein syst-
ir komust til fullorðinsára. Jóhanna
var þeirra elst. Hún lést árið 1984.
Júlíus, húsgagnasmiður, faðir minn,
var eldri bróðir Magnúsar. Hann
lést árið 1974. Baldvin, málara-
meistari, var yngsti bróðirinn, en
hann lést fyrir tveimur árum.
Magnús lifði því lengst þeirra systk-
ina. Öll voru þau búsett í Reykjavík
um áratuga skeið.
Þessi systkini voru alla tíð bund-
in sterkum tengslum og vináttu-
böndum. Ung höfðu þau orðið fyrir
þeirri þungbæru reynslu að missa
foreldra sína. Magnús faðir þeirra
fórst í sjóslysi árið 1912 og Oddrún
móðir þeirra lést á Akranesi tæpum
tveimur árum síðar. Þetta leiddi til
aðskilnaðar þeirra systkinanna um
tíma, en dugnaður og vilji til að
sigrast á erfíðleikunum gerði þeim
kleift að ná saman á ný og að sex
árum liðnum höfðu þau eignast
sameiginlegt heimili í Reykjavík.
Eftir lát móður hans hafði Magn-
úsi verið komið fyrir í Litla-Botni
í Botnsdal og þar ólst hann upp.
Árið 1920, þá sextán ára, fluttist
Magnús frá Litla-Botni til systkina
sinna í Reykjavík. Sama ár hóf
hann nám í bókbandi í Iðnskólanum
og lauk brottfararprófí eftir 5 ára
nám. Síðan stundaði hann fram-
haldsnám í iðn sinni hjá Fagskolen
for Boghaandværk í Kaupmanna-
höfn. Magnús vann því næst í 9
ár hjá prentsmiðjunni Acta hf. í
Reykjavík. Árið 1933 gerðist hann
meðeigandi að umboðs- og heild-
versluninni S. Ámason & Co. í
Reykjavík og stjómaði rekstri henn-
ar í fjögur ár, en hóf þá að nýju
starf í iðngrein sinni sem verkstjóri
í Félagsprentsmiðjunni hf. og starf-
aði þar fram til ársins 1946. Þá
hélt Magnús aftur utan og vann í
eitt ár hjá Nordiska Bokhandelns
bokbinderiet í Stokkhólmi. Heim-
kominn hóf Magnús starf hjá prent-
smiðjunni Eddu hf. í Reykjavík og
varð verkstjóri þar frá 1948-1960
og síðan bókbindari þar fram til
ársins 1971 er hann stofnsetti eigið
bókbandsverkstæði. Magnús hlaut
meistarabréf árið 1937. Hann var
sérstaklega vandvirkur fagmaður
og fyöldi fagurlega innbundinna
bóka og ritverka bera vott um
hæfni hans. Samstarfsmenn bám
mikið traust til Magnúsar og hann
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir BFÍ um árabil.
Magnús var trúhneigður maður
og gekk snemma til liðs við Friðrik
Friðriksson og gerðist félagi í
KFUM. Hann var kjörinn í stjóm
SKógarmanna KFUM og var gjald-
keri þeirra á árunum 1929-’34.
Magnús átti alla tíð síðan margar
kærar minningar um félagsstarfíð
og Vatnaskóg.
Foreldrar mínir og Magnús áttu
lengst af heimili á Freyjugötu 39.
Magnús bjó á efri hæð hússins
ásamt systur sinni Jóhönnu. Mínar
fyrstu minningar um Magga
frænda vom tengdar mjög forvitni-
legum grip sem hann geymdi vand-
lega umbúinn í stómm svörtum
kassa. Þetta var skínandi fagur
lúður, trompet, sem gaf frá sér svo
skæra og heillandi tóna þegar
frændi tók hann upp og lék sóló
fyrir litla drenginn sem kominn var
í heimsókn á efri hæðina. Magnús
var mikið gefinn fyrir tónlist og
hann lék á trompetinn í Lúðrasveit
Reykjavíkur í mörg ár. Auk þess
lét hann sér mjög annt um hag
lúðrasveitarinnar og vann að fram-
gangi hennar. Hann var gjaldkeri
Lúðrasveitar Reykjavíkur um sjö
ára bil, 1935-’42.
Árið 1945 kvæntist Magnús
Sigríði Friðfínnsdóttur, sem ættuð
er frá Blönduósi. Hjónaband þeirra
var fremur skammvinnt en saman
eignuðust þau tvær myndarlegar
dætur, Þómnni og Ásdísi. Þómnn
er gift Jóhanni Bjamasyni bónda
og býr á Auðólfsstöðum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi. Ásdís er búsett í
Reykjavík og er meinatæknir á
Borgarspítalanum.
Á fyrri hluta þessa árs flutti
Magnús af Freyjugötu 39 að Dal-
braut 18 í nýja og hentuga íbúð í
húsi fyrir aldraða. En það átti ekki
fyrir honum að liggja að njóta vist-
arvemskiptanna. Hann veiktist
Hvað er efnahags vandi?
eftir BrynjólfJónsson
Lesandi góður, hefur þú heyrt
það nefnt að íslenska þjóðarbúið
eigi við efnahagsvandamál að
striða? Hvemig lýsir vandinn sér?
Verðbólga, óhagstæður viðskipta-
jöfnuður, erlend skuldasúpa, geng-
isfellingar og gengissig, hallarekst-
ur ríkissjóðs, kaupmáttarrýrnun,
háir raunvextir, afkoma undirstöðu-
atvinnuveganna í rúst? Hljómar
þetta ekki allt kunnuglega? Þessi
efnahagsvandi virðist geta tekið á
sig hinar ótrúlegustu myndir, sem
stundum virðast eiga það eitt sam-
eiginlegt að aðeins er hægt að leysa
vandann með nýjum og öðmvísi
vanda, sem aftur er svo hægt að
leysa með öðmvísi vanda og þannig
koll af kolli. Virtustu menn deila
um það hvað er orsök og hvað af-
leiðing; er gengisfelling orsök verð-
bólgu eða afleiðing? Em háir raun-
vextir orsök eða afleiðing verð-
bólgu?
Við skulum einfalda vandamálið
fyrir okkur verulega. Hugsum okk-
ur fjölskyldu sem á við efnahags-
vandamál að stríða eða blankheit
eins og það er oftast nefnt í dag-
legu máli. Hvernig lýsir vandinn
sér? Jú, skuldir hlaðast upp, slíkt
gengur ekki nema ákveðinn tíma,
það vantar peninga til að kaupa
mat, bensín á bílinn, borga af-
borganir, kreditkortið er trúlegast
notað meira en góðu hófi gegnir,
erfíðleikar em við að borga ýmiss
konar reikninga svo sem síma, hita
og rafmagn og þannig mætti sjálf-
sagt lengi telja. Allt, þar sem pen-
ingar koma við sögu, er orðið að
vandamáli. Það fyrsta sem manni
dettur í hug sem lausn er aðhald
og spamaður á ölum sviðum sem
út af fyrir sig er ágætis ráð en
dugar of oft alltof skammt. Önnur
leið er að auka tekjurnar og ef
okkur tekst að koma tekjuhliðinni
í lag þá leysast öll þessi vandamál.
Brynjólfur Jónsson
„Eina raunhæfa ieidin
er að koma málum
þannig- fyrir að meira
af peningum renni inn
í landið en út úrjjví.
Það verða allir Islend-
ingar að sameinast
um.“
■ Með öðrum orðum þá leysum við
vandann með því að koma málum
þannig fyrir að fjölskyldan afli
meira en hún eyðir. Fyrirtæki sem
eiga við efnahagsörðugleika að etja
standa frammi fyrir sama vanda
og íjölskyldan. Þeirra vandamál
heitir örlítið öðrum nöfnum en þau
eru í öllum grundvallaratriðum eins.
Við íslendingar erum ekki nema
um 250 þúsund manna fjölskylda
eða fyrirtæki á afskekktri eyju á
mörkum hins byggilega heims.
Okkar efnahagsmál enda öll í tveim
punktum. Annar er þetta með að
afla og eyða, hinn er spurningin
um það hvernig við skjptum á milli
okkar verðmætunum. í okkar efna-
hagsvanda virðast allir hlutir, þar
sem peningar koma við sögu,
vandamál. Hvort fjölskyldan er ein-
hver vísitölufjölskylda eða 250 þús-
und manns skiptir því eina máli að
vandamálin eru örlítið öðruvísi í
hátt og heita oftar en ekki ein-
hveijum svo gáfulégum nöfnum að
allt venjulegt fólk gefst upp á að
reyna að skilja vandamálið.
Allir hafa vit á því hvernig fyrir-
tæki það eru sem eyða meira en
þau afla og hvað er til ráða ef ekki
á illa að fara. Allir hafa vit á því
að samtök einstaklinga eins og til
dæmis sveitarfélög geta ekki tii
lengdar eytt meira en þau afla.
Allir vita að einstaklingar eða fjöl-
skyldur verða að hafa samræmi í
eyðslu og tekjum. íslenska þjóðar-
búið er ekkert annað en öll íslensk
fyrirtæki, allar fjölskyldur og ein-
staklingar sem á íslandi búa, og
samtök þeirra, samanlagt. Ef
íslenska þjóðarbúið eyðir meira en
það aflar þá myndast einhvers stað-
ar skuld eða eignir rýrna einhvers
staðar. Svo einfalt er það mál. Ef
við langtímum saman eyðum meira
en við öflum, þá streyma peningar
og verðmæti út úr landinu. Hvaða
peningar gæti einhver spurt. Til
dæmis peningarnir sem ættu að
vera í húsnæðislánakerfinu, eða til
dæmis peningarnir sem ættu að
vera á lánamarkaðnum og lækka
vexti, til dæmis peningarnir sem
vantar til að byggja upp fiskeldi á
Islandi í dag, til dæmis peningarnir
sem launþega vantar í launaum-
slagið sitt, til dæmis peningarnir
sem vantar til byggingar og rekst-
urs dagheimila. Það væri sjálfsagt
hægt að nota þá peninga í eitt-
hvað. Ef við íslendingar hefðum
aflað meira en við eyddum á und-
anförnum árum og héldum þannig
áfram þá væri hægt að nota æ
meiri peninga til allra hluta. Þá
væri efnahagsleg velsæld á íslandi.
Ef við reynum að prenta seðla
til að leysa vandann þá myndast
bara verðbólga, það eru allir sam-
mála um. Þannig vill það oftast
verða að ef á að „svindla" í þessu
efnahgskerfi, þá verður afleiðingin
verðbólga. Hvort menn eru svo að
„svindla" vegna þess að þeir viti
ekki betur, eða láta þau orð falla
um leið að hagfræði gildi ekki á
Islandi eða á einvetjum öðrum for-
sendum skiptir engu máli, grund-
vallaratriðin haldast óbreytt og af-
leiðingarnar eru þekktar.
Efnahagsráðstafanir sem ganga
út á að færa peninga úr einum
íslenskum vasa í annan auka ekki
hagsæld, nema afleiðing af slíku
verði meiri tekjur eða minni útgjöld
fyrir þjóðarbúið. Að „svindla” á ein-
hvern hátt kostar bara meiri verð-
bólgu. Eina raunhæfa leiðin er að
koma málum þannig fyrir að meira
af peningum renni inn í landið en
út úr því. Það verða allir íslending-
ar að sameinast um. Hvernig við
eigum svo að skipta kökunni á milli
okkar er mál sem við hljótum að
deila um innbyrðis endalaust á nýj-
um og nýjum forsendum.
Ríkisstjóm Islands er yfirstjórn
allra heimila, fyrirtækja og samtaka
þessara aðila á íslandi. Hún er
ábyrg fyrir því á hveijum tíma að
efnahagsstærðir, gengi, kaupmátt-
ur, útflutningstekjur, innflutningur
vöru og þjónustu inn í landið, og
allt það, sé með þeim hætti að pen-
ingar streymi meira inn í landið en
út úr því.
Höfundur er hagfrœðingur og
formaður efnahagsnefndar Borg-
araflokksins.
Loðdýrabændur á Suðurlandi:
Vilja kerfi sem tryggi
lágmarksverð skirnia
A félagsfundi í Loðdýraræktarfélagi Suðurlands, sem nýlega var
haldinn á Selfossi, var samþykkt tillaga um að komið verði á kerfi
sem tryggi loðdýrabændum ákveðið lágmarksverð fyrir minka- og
refaskinn, en kerfi af þessu tagi mun vera við líði hjá loðdýrabænd-
um í Noregi.
Flutningsmenn tillögunnar vom
þeir Ragnar Böðvarsson og Böðvar
Guðmundsson, en tillagan er svo-
hljóðandi: „Fundur í Loðdýrarækt-
arfélagi Suðurlands haldinn { Ing-
hól 15. ágúst 1988 telur að sú
ótrygga fjárhagsafkoma sem loð-
dýrabændur búa við sé algjörlega
óviðunandi, og álítur einsætt að
Ioðdýrarækt eigi því aðeins framtíð
fyrir sér hér á landi, að þeir sem
hana stunda séu sæmilega ömggir
um afkomu sína. Því skorar fundur-
inn á stjóm SÍL að beita sér fyrir
að tekið verði upp kerfi, sem með
einhveijum hætti tryggi ákveðið
lágmark á meðalverði minka- og
refaskinna. Fundurinn telur eðlilegt
að leitað verði aðstoðar hins opin-
bera til þess að koma slíku kerfi
á, og leggur áherslu á að fastmótað-
ar tillögur um það hvemig því verði
best hagað liggi fyrir eigi síðar en
á aðalfundi SIL árið 1989.“
Tillagan var samþykkt samhljóða
á fundinum, en hann sat um helm-
ingur loðdýrabænda á Suðurlandi,
en þeir em nú 50 talsins.