Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 55

Morgunblaðið - 17.08.1988, Side 55
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTT1R MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1988 55 FráBob Hennessy iEnglandi ÍÞRÚmR FOLK ■ RIVER PLATE, sem Cesar Menotti þjálfar, kefur neitað að láta tvo leikmenn lausa til að leika með ólympíuliði Argentínu í Seo- ul. Fjórar umferðir í deildinni fara fram meðan á Ólympíuleikunum stendur og segir Menotti að leik- mennimir hafí verið valdir of seint. „Ég hef ekki menn til að koma í þeirra stað með svo skömmum fyr- irvara, en hefði þetta verið ljóst fyrr væri það ekkert mál,“ sagði Menotti. Á næsta ári verða félögin skuldbundin til að láta landsliðið ganga fyrir. ■ CARL Lewis og Ben Johnson, spretthörðustu hlaup- arar heims, keppa í 100 m hlaupi á Grand prix móti í Sviss í kvöld. Þeir hafa ekki keppt á sama móti siðan á HM í Róm í fyrra og þá sigraði Johnson. Félagamir munu skipta á milli sín rúmlega hálfri milljón dollara, sem þeir fá rr þátttökuna. BRYAN Robson missir að öll- um líkindum fyrirliðastöðu sína hjá enska landsliðinu í knattspymu eft- ir hálfan mánuð. Hann hefur játað að hafa hegðað sér ósæmilega á nætur- klúbbi skömmu fyrir úrslitakeppni Évr- ópumótsins og auk þess á hann yfír höfði sér dóm fyr- ir ölvun við akstur. Knattspymu- sambandið telur að þetta komi nið- ur á landsliðinu og vill ekki að fyrir- liðinn sé í sviðsljósinu á þennan hátt. Robson verður áfram fyrirliði Manchester United. I TERRY Venables var óspart gagnrýndur fyrir slaka frammi- stöðu Spurs um síðustu helgi. Hann fór til Barcelona í gær til að reyna að kaupa miðjumanninn Mu- hammed Ali Amah. Þá hefur hann boðið Arsenal 400 þúsund pund fyrir Kenny Sansom, sem er úti í kuldanum á Highbury. ■ PESCARA á Ítalíu hefur boð- ið 1,5 milljónir punda fyrir Nigel Clough hjá Nottingham Forest. Félagið hefur keypt leikmenn fyrir fimm milljónir punda á Qirlfiatn árí ■ VINCE Jones hjá Wimbledon hefur átt erfítt með sig í leikjum og er sagður grófasti og mddaleg- asti leikmaðurinn í Englandi. Hann hefur oft verið verið sektaður og dæmdur í bann og á yfír höfði sér fjögurra leikja bann hjá aganefnd knattspymusambandsins. Bobby Gould, stjóri Wimbledon sagði í gær að hann hefði ákveðið að setja leikmanninn í bann um óákveðinn tíma. „Þessi drengur þarf að læra sína lexíu," sagði stjórinn. ■ STAMFORD Brídge þekkja allir aðdáendur Chelsea og fleiri til. Nú bendir allt til að heimavöllur liðsins verði að víkja fyrir íbúðum og skrifstofuhúsnæði. Landið hefur verið selt fyrir 60 milljónir punda og er ráðgert að hefja framkvæmd- ir á svæðinu eftir 18 mánuði. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus Bjarni Slgurðsson á æfíngu með landsliðinu í gær. Hann verður í marki gegn Svíum, en lék ekki gegn Búlgömm á dögunum. Fyrsta æfingin fyrir leikinn gegn Svíum ÍSLENSKI landsliðshópurinn í knattspyrnu var mættur á œf- ingu á Laugardalsvellinum í gær fyrir leik sinn gegn Svíum, sem verður annað kvöld. Svía- leikurinn er ásamt landsleik gegn Færeyingum seinna í mánuðinum, liður í undirbún- ingi liðsins fyrir undankeppni HM, en þar eru íslendingar í riðli með Sovétmönnum, sem þeir mæta 31. ágúst. Bjarni Sigurðsson, Brann, og Gunnar Gíslason, Moss, eru á ný í hópnum, og voru þeir mættir í gær á æfinguna, ásamt hinum landsliðsmönnunum. Sænska landsliðið er á leið til Seoul, þar sem það tekur þátt í Ólympíuleikunum og er leikurinn gegn íslendingum á Laugardalsvell- inum liður í lokaundirbúningi þeirra fyrir keppnina þar. Sænska liðið þykir vera mjög sterkt um þessar mundir, og hefur verið talið sigurstranglegt á Ólympíuleikunum ásamt Itölum. Það lék gegn Brasilíumönnum á dögunum og lauk leiknum með jafn- tefli, einu marki gegn einu. Leikmenn sænska liðsins, sem hingað koma, eru éftirtaldir: Roger Ljung Malmö FF Ola Svensson Sulo Vaattovaara Leif Engqvist Joakim Nilsson Malmö FF Stefan Rehn Jonas Thern Jean-Paul Vonderburg.... Martin Dahlin Malmö FF Jan Hellström AGANEFND Attaí banní 2. flokki! ikil harka og ruddaskapur hefur einkennt marga leiki í 2. flokki karla í knattspymu í sum- ar og á fundi aganefndar KSÍ í gær voru átta piltar í þessum flokki dæmdir í bann. 17 mál lágu fyrir fundinum og var einn leikmaður í 1. deild dæmdur í leiks bann — Viðar Þorkelsson, Fram, fyrir fjög- ur gul spjöld. í 2. deild fengu tveir leikmenn sömu refsingu, Öm Valdi- marsson, Fylki, fyrir fjögur gul spjöld og Einar Ólafsson, IR, fyrir brottvísun. Fjórir leikmenn í 4. deild voru dæmdir í bann og þrír, sem leika með liðum í a-riðli 3. deildar. 2. DEILD Banninu aflétt Ellert B. Schram, formaður KSÍ tilkynnti í raeðu á Siglu- fírði í gær að eins leiks heima- leikjabanni því, sem KS var dæmt í á dögun- um, væri aflétt og væri það af- mælisgjöf sam- bandsins til Knattspymufélags Siglufjarðar í tilefni 70 ára afmælis kaup- staðarins. Hins vegar væri „gjöfín" bundin þeim skilyrðum að komið yrði í veg fyrir ólæti á heimaleikjum KS. KS á heimaleik gegn UBK á laugardaginn og fer hann því. fram á nýja grasvellinum á Siglufirði, sem var vígður í gær með leik heimamanna og 1. deildar liði Vals. Gestimir unnu 8:3. Frá Matthiasi Jóhannssyni á Siglufírði HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ Valdimar á enn von Valdimar Grímsson, homa- maður í Val, á enn von um að komast í ólympíulandsliðið í handknattleik að sögn Guðjóns Guðmundssonar liðstjóra. Valdi- mar hefur æft vel að undanfömu og er kominn í ágætt líkamlegt form. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort hann fær að leika á Flugleiðamótinu og hvaða möguleika hann á að komast til Seoul. Beckenbauer veitir Held upplýsingar ÞAÐ verður í nokkur horn að iíta hjá Siegfried Held, lands- liðsþjálfara, á næstunni í undir- búningi liðsins fyrir undan- keppni HM. Fyrsti leikur íslendinga í keppn- inni verður hér á Laugardals- vellinum þann 31. ágúst, en þá mæta þeir fímasterkum Sovét- mönnum. Sovétmenn leika æfíngaleik gegn Finnum nú á næstunni, en Vestur Þjóðverjar eru með Finnum í riðli. Franz „keisari" Beckenbauer mætir á völlinn til að fylgjast með þessum væntanlegu andstæðingum Þjóð- veija í undankeppninni og mun því ekki komast hjá þvf að meta lið Sovétmanna í leiðinni. Á landsliðs- æfíngunni í gær sagði Held að hann myndi fá upplýsingar um Sovét- menn hjá Beckenbauer, en sem kunnugt er léku þeir fjölmarga landsleiki saman, og ætti þvf ekki að verða skotaskuld úr því að miðla upplýsingum sfn á milli. Reikna með um 15 þúsund áhorfendum FLUGLEIÐAMÓTIÐ í hand- knattleik hefst næsta laugar- dag og eru erlendu keppend- urnir væntanlegir til landsins á fimmtudag og föstudag. Sex lið keppa á mótinu, A-lið íslend- inga, B-lið íslendinga, Sovét- menn, Tékkar, Spánverjar og Svisslendingar. Síðasti leikur mótsins verður leikur Sovét- manna og A-landsliðs íslend- inga miðvikudaginn 24. ágúst. Leiknir verða samtals 15 leikir og fara þeir fram á sjö stöðum á landinu. Sjö leikir fara fram í Reykjavík, þrír á Akureyri, einn í Kópavogi, einn f Hafnarfirði, einn á Ákranesi, einn á Selfossi og einn á Húsavík. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnús- sonar, formanns HSÍ, er reiknað með um 15 þúsund áhorfendum að öllum leikjunum samtals en um 12 þúsund áhorfendur þarf til að mó- tið standi undir kostnaði. Sterklið Gert er ráð fyrir að fslenzka A- landsliðið verði að mestu leyti óbreytt frá því í síðustu leikjum. Sennilegra er að hópurinn verði skipaður 15 leikmönnum en 16 en liðið verður endanlega tilkynnt á fostudag. Enn er óljóst hveijir munu skipa B-landslið íslendinga en það mun byggjast upp af leikmönnum 21 árs og yngri. Sterkasta liðið á mótinu er án efa lið Sovétmanna en þeir eru tald- ir vera með sterkasta lið heims um þessar mundir. Spánvetjar eru einn- ig mjög erfiðir andstæðingar. Þeir hafa stöðugt verið að sækja í sig veðrið og eru líklegir til stórafreka á ÓL. Tékkar komu á óvart í B-keppn- inni á Ítalíu 1987 og urðu þá í öðru sæti á eftir Sovétmönnum. Þeir verða því ekki heldur auðunnir. Svisslendingar eru nú eina B-þjóðin sem tekur þátt í mótinu en geta komið á óvart undir stjórn þýzku kempunnar Amo Ehret, sem varð heimsmeistari með V-Þjóðveijum 1978. Hinn frægi þjálfari Sovétmanna, Evtushenko, mun halda þjálfara- námskeið fyrir íslenzka þjálfara f tengslum við mótið. Er þetta í fyrsta skipti sem hann heldur slíkt nám- skeið utan heimalands síns og því einstakt tækifæri sem hér er í boði. Flugleiðir halda mótið í samvinnu við HSÍ og gefa verðlaun til þess. Einnig verður haldin samkeppni um beztu blaðaljósmynd af mótinu og hlýtur sá ljósmyndari, er beztu myndina tekur, flugmiða til Lúx- emburgar og til baka í verðlaun. Atli til Spánar? Eins og greint hefur verið frá fékk Atli Hilmarsson, lands- liðsmaður í handknattleik, tilboð frá spænska liðinu Granollers meðan á Spánarmótinu stóð. Framkvæmdastjóri félagsins er nú hér staddur og bfður eftir að HSÍ gefí grænt ljós á félagaskipt- in. „Eg er mjög spenntur og vissu- lega væri gaman að enda ferilinn þama með sænska línumanninum Per Carlén," sagði Atli við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Leikmenn geta skipt á milli landa frá 1. maf til 31. júlí ár hvert og er því fresturinn út- runninn, en að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, form- anns HSÍ, vill sljómin allt gera sem hægt er til að leysa málið og hefur leitað álits þriggja lög- fræðinga í því efni, en niðurstöður lágu ekki fyrir í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.