Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 56

Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 56
- Tork þurrkur. I'egar hreinhvti er nauAsyn. «6 asiaco hf i Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 Nýtt numer 692500 SJÓVÁ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Danir vísa Jan May- en-deilunni til Al- þj óðadómstólsins Telja sig geta firrt okkur rétti, segir Eyjólfur Konráð Jónsson DANSKA ríkisstjórnin ákvað í gær að vísa deilu Dana og Norð- manna um lögsögumörk við Jan Mayen til Alþjóðadómstólsins í Haag. Uffe Eliemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, segir Ný sparí- skírteini ríkisjóðs NY spariskírteini ríkis- sjóðs verða gefin út í dag, samkvæmt samkomulagi við banka, sparisjóði og verð- bréfafyrirtæki og bera að jafnaði 0,5% lægri vexti en eldri skirteini. Bankar og sparisjóðir, nema Útvegs- bankinn, hafa einnig tekið ákvörðun um samsvarandi lækkun vaxta á bankabréfum og hliðstæðum bréfum. Þrír flokkar spariskírteina verða gefnir út í dag. Þriggja ára bréf sem bera 8% vexti, alls 900 milljónir, 5 ára bréf sem bera 7,5% vexti, alls 1400 milljónir, og 8 ára bréf sem bera 7% vexti, alls 670 milljón- ir. Bankar og sparisjóðir hafa ábyrgst sölu þessara bréfa út árið. Bankar og sparisjóðir hafa flestir þegar lækkað vexti á bankabréfum og sjóðsbréfum um 0,5-0,8% eða tilkynna vaxtalækkun í dag. Útvegs- bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um vaxtalækkun en Guðmundur Hauksson banka- stjóri sagði við Morgunblaðið að öll vaxtamál bankans væru í athugun, og ekki enn ljóst hvort vextir yrðu lækkaðir á bankabréfum frekar en öðrum bréfum. að ákvörðunin hefði verið tekin þar sem samkomulag hefði hvorki náðst um skiptingu svæð- isins né um að setja deiluna í gerðardóm. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, segir að íslendingar hljóti að gagnrýna það að Danir snúi sér, enn sem fyrr, til Norðmanna einna þótt svo þeir viti að íslendingar eigi samningsbundin og mjög mikil- væg réttindi á þessu svæði. Danir og Norðmenn hafa frá 1980 deilt um lögsögumörk á 250 sjómílna svæði milli Jan Mayen og Grænlands. Norðmenn telja að miðlína eigi að gilda, samkvæmt meginreglu alþjóðahafréttarsátt- málans, en Danir telja að Græn- lendingum beri 200 mílna lögsaga vegna afskekktrar legu og fá- mennrar byggðar á Jan Mayen. Samkvæmt samningi milli ís- lendinga og Norðmanna frá 1980 er dregin miðlína milli íslands og Jan Mayen og deila þjóðimar fisk- veiðiréttindum á svæðinu. Þó nýta Islendingar 85% af loðnustofninum en Norðmenn 15%. „Við eigum ekki síður hagsmuna að gæta á þessu svæði en Norðmenn, þvert á móti. Með því að sniðganga okkur en draga Norðmenn fyrir Haag- dómstólinn telja Danir sig geta firrt okkur rétti, sem við viður- kennum ekki að hægt sé að gera,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Hann sagðist þeirrar skoðunar að dómur í Haag hlyti að staðfesta meginreglu hafréttarsáttmálans, miðlínuna. „Það er ekkert sem mælir með því að önnur rök gildi,“ sagði hann. Eyjólfur Konráð sagðist vilja árétta að þessi deila Dana og Norð- manna snerist engan veginn um Kolbeinseyjarsvæðið, sem hefur verið í fréttum vegna loðnuveiða Pæreyinga og ágreinings Islend- inga og Dana um grunnlínupunkta á svæðinu milli Islands og Græn- lands. Ferðamannagos íKrýsuvík Morgunblaðið/Kr.Ben. Grindavík. í fyrrasumar vaknaði þessi goshola í Krýsuvík af nokkurra ára værum blundi. Holan hafði verið álitin dauð, þar sem hún hrundi saman. Áður en það varð var hún frægust fyrir það að kasta af sér borturninum þegar Rafveita Hafnarfjarðar lét bora hana 1950 vegna fyrirhugaðra hitaveitu- framkvæmda á þeim árum. Gosið úr holunni nú er hins vegar augnayndi ferðamönnum, sem til Krýsuvíkur koma. Viðræður um sölu saHsfldar að hefjast STEPNT er að því af hálfu síldar- útvegsnefndar og verzlunarskrif- stofu Sovétríkjanna í Reykjavík að formlegar samningaviðræður um sölu saltsíldar héðan til Sovét- ríkjanna hefjist fyrri hluta sept- Manni bj*argað af sökkvandi trillu embermánaðar. Árlegar viðræð- ur um framkvæmd gildandi við- skiptasamnings landanna munu hefjast í Reykjavík þann 29. þessa mánaðar og þá mun væntanlega fást nánari staðfesting á tima fyrir síldarviðræðurnar að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmda- sljóra Síldarútvegsnefndar. BLÆR SU 8, 6 tonna trilla, sökk í gærkvöldi, um 16 sjómílur suð- vestur af Látrabjargi. Einn mað- ur var á bátnum, Gunnlaugur Guðmundsson. Honum var bjargað, heilum á húfi, um borð í Hildi RE 123, 10 tonna bát sem var að veiðum aðeins um 2 sjómílur frá slysstaðnum. Slysavamarfélaginu barst hjálp- arbeiðni frá Blæ klukkan 21.55. Þá var kominn mikill leki að bátn- um. Hildur RE heyrði neyðarkallið, var skammt undan og hélt strax til hjálpar. „Það var óhuggulegt að koma að þessu og það stóð tæpt, báturinn var að fyllast," sagði Viggó Einarsson, skipstjóri á Hildi, í samtali við Morgunblað- ið. „Við lögðum strax upp að hon- um og náðum manninum frá borði." Viggó sagði að vonlaust hefði verið að reyna að bjarga bátnum „Það varð ekkert við þetta ráðið, dælumar hjá honum höfðu ekki undan og við höfðum engar dælur aflögu." Viggó kvaðst ekki- vita hvað hefði valdið lekanum. Þegar haft var samband við Viggó, laust eftir klukkan 23 í gærkvöldi, var Hildur RE 123 í þann veginn að leggja af stað inn til Rifs. Blær var þá að mestu sokk- inn, aðeins sást móta fyrir stefninu á haffletinum. Ágætt veður var á þessum slóðum í gærkvöldi, suð- austan gola og skýjað. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Flóvenz í kjölfar fréttar frá Hafrannsóknastofnun um aukinn veiðikvóta á síld á haustvertíð til að inna hann eftir fyrirhuguðum salt- síldarviðræðum. Hann kvaðst gera ráð fyrir að gengið yrði frá samning- um við aðra helztu kaupendur íslenzkrar saltsíldar í þessum mán- uði og um næstu mánaðamót og væri þá fyrst og fremst átt við síldar- innflytjendur í Svíþjóð og Finnlandi. Á vertíðinni í fyrra var saltað meira af Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr eða um 290.000 tunnur. Þar af fóru 200.000 tunnur til Sovét- ríkjanna og um 65.000 tunnur til Svíþjóðar og Finnlands. Á síðasta ári fluttu íslendingar meira út af saltaðri síld en nokkurt annað land í heiminum. Morgunblaöiö / AM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.