Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 10

Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Yfirmenn Vegagerðarinnar, sveitarstjórnarmenn á Vopnafirði, þingmenn Austurlands og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eftir gönguna yfir Hellisheiði. Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi Tveir valkostir um útfærslu á gjaldheimtu Seyðisfirði. AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi verður haldinn í Neskaupstað föstudag og laugardag. Búist er við að innheimta sveitarsjóðsgjalda verði sá málaflokkur sem mestur tími umræðna fari i á þessum aðalfundi sambandsins. Gjald- heimtunefnd SSA hefur fjallað um framtíðarskipan þessara mála á Austurlandi undanfarna mánuði og leggur til að stofnuð verði ein gjaldheimta á Austur- landi er taki við allri innheimtu opinberra gjalda. Ekki náðist samstaða í nefndinni um eina ákveðna útfærslu á því og mun hún leggja fram tillögu um tvo valkosti sem valið verður á milli á fundinum. Auk þess verður fjallað um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þátt sam- gangna i byggðaþróun, tekju- stofna sveitarfélaganna, þátt löggjafarvaldsins i byggðamál- um, héraðsnefndir og fleiri mál. Þegar lögin um staðgreiðslu skatta tóku gildi um síðustu áramót færðist innheimta útsvars frá sveit- arfélögunum til ríkisins en inn- heimta fasteigna- og aðstöðugjalda varð eftir hjá sveitarfélögunum. Þetta telja sveitarstjórnarmenn á Austurlandi ójafna skiptingu, auð- veldasta innheimtan sé komin til innheimtumanna ríkisins gegn of háu gjaldi miðað við fyrirhöfn en eftir stendur sú innheimta sem þarf að hafa töluverða fyrirhöfn fyrir. Skattkerfisbreytingin hafi því ekki haft í för með sér kostnaðarlækkun fyrir sveitarfélögin, frekar að inn- heimtukostnaður hafi aukist. Gjaldheimtunefnd SSA telur þetta ástand óviðunandi og telur því að leggja beri allt kapp á að ná samstöðu um sameiginlega inn- heimtu allra opinberra gjalda er komi til framkvæmda 1. janúar 1989. Til að það náist verða öll sveitarfélög á Austurlandi að sam- þykkja þetta fyrir 30. september næstkomandi, því fyrir Iiggur að fjármálaráðuneytið muni ekki ger- ast aðili að sameiginlegri gjald- - heimtu nema með þátttöku allra sveitarfélaganna. Gjaldheimtu- nefndin hefur lagt til við sveitarfé- lögin að þau samþykki að lúta vilja meirihluta fulltrúa á aðalfundi SSA. Þeir tveir valkostir sem nefndin leggur til að afstaða verði tekin til eru annarsvegar sá að stofnuð verði gjaldheimta með eigin starfsliði og að hún sé staðsett miðsvæðis á Austurlandi með útstöð á Höfn. Hinsvegar sá að stofna gjaldheimtu og fela núverandi innheimtumönn- um ríkissjóðs verkefnið til 31. jan- Morgunblaðið/Garðar Rúnar Einar Þorvardarson umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi sýnir samgönguráðherra og fylgdarmönnum hans kort af fyrirhuguðu vegarstæði uppi á Hellisheiði. úar 1991 og í ljósi þeirrar reynslu sem fæst á þessu tímabili taki sveit- arfélögin afstöðu til breytinga á innheimtuformi fyrir 15. september 1991. Samstaða náðist í nefndinni um greinargerð þar sem dregnir eru fram kostir og gallar hvorrar út- færslu fyrir sig og verður þessi greinargerð lögð fram á fundinum. Samgöngumál verða væntanlega einnig ofarlega í hugum manna á þessum fundi. Björn Jóhann Björns- son jarð- og verkefnafræðingur mun leggja fram frumniðurstöður af rannsóknum vegna hugsánlegra jarðganga á Austurlandi, sem hann hefur unnið að í' sumar fyrir Sam- band sveitarfélaga á Austurlandi, Seyðisíjarðarbæ og Neskaupstað. Einnig búast menn við umræðum . um lausn á betri samgöngum við Vopnafjörð. Um það hefur SSA ályktað áður og telur nauðsynlegt að finna lausn á því. Ekki er endan- lega búið að ákveða hvaða leið þar verður farin. Hugmyndir hafa verið uppi um að gera nýjan veg frá Héraði yfir Hellisheiði og fyrir Búr til Vopna- §arðar. Vegagerðin hefur unnið að rannsóknum þar í sumar. Nú nýver- ið fóru yfirmenn hennar, sveitar- stjómarmenn á Vopnafirði, formað- ur Sambands sveitarfélaga á Aust- urlandi og þingmenn kjördæmisins, og gengu þar yfir til að skoða hugs- anlegt vegastæði. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra fór einnig upp á Hellisheiði með Einari Þorvarðarsyni, umdæmisverkfræð- ingi Vegagerðarinnar, þegar hann var á ferð um Austurland nýlega og skoðaði þetta vegarstæði. Sam- kvæmt útreikningum Vegagerðar- innar mun þessi vegaframkvæmd kosta nálægt þijú hundruð milljón- Vegagerðarmenn hafa líka kann- að möguleika á nýjum vegi inn úr Vopnafirði upp Vopnafjarðarheiði og austanmegin við Möðrudalsfjall- garð við Þrívörðuháls niður á Jök- uldal. Þetta mun vera styttri leið til Egilsstaða en núverandi vegur um Möðrudalsöræfi, sá vegur mundi einnig tengjast veginum norður til Akureyrar. Einnig hafa menn rætt jarðgöng frá Héraði til Vopnafjarðar sem framtíðarlausn. Lögð verður fram skýrsla um þess- ar rannsóknir Vegagerðarinnar á aðalfundinum. - Garðar Rúnar Blómabúð Til sölu er lítil en mjög smekkleg og falleg blóma- og gjafavörubúð í þéttbýlu hverfi. Öll aðstaða eins og best verður á kosið. Notalegt einkafyrirtæki fyrir smekklega og græna fingur. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, sími 82040. Úreldingarsjóður- inn er lögleysa - segir Egill Jónsson, alþingismaður „ÞAÐ er grundvallarmisskilningur ef menn ætla sér að veija stofn- un þessa svokallaða úreldingarsjóðs sláturhúsanna á búvörulögun- um, þar sem ekkert lagaákvæði heimilar stofnun slíks sjóðs og hægt væri að grundvalla reglugerð á. Hér er þvi um hreina lög- leysu að ræða, og ég vara ipjög alvarlega við því ef ætlunin er að framfylgja búvörulögunum með tilskipunum frá landbúnaðar- ráðuneytinu. Ef stofna á úreldingarsjóð af þessu tagi, þá verður að setja um það sérstök lög,“ sagði Egill Jónsson alþingismaður, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á reglum landbúnaðarráðu- neytisins um framlög til úreldingar sláturhúsa, en hann var einn af höfundum búvörulaganna sem tóku gildi árið 1985. „Það var aldrei einu orði minnst öðrum sviðum í landbúnaðinum upp á sjóðsstofnun af þessu tagi í tengslum við búvörulögin, hvorki í því nefndarstarfi sem ég tók þátt í né heldur við meðferð málsins á Alþingi. Mikilvægt atriði í þessu sambandi er að með breyttri lög- gjöf varðandi þessi mál var tekin ákvörðun um breytt skipulag á starfsemi sláturhúsanna í landinu. Samkvæmt gömlu Framleiðslu- ráðslögunum var starfsemi slátur- húsa háð samþykki Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, en samkvæmt búvörulögunum er starfsemi slát- urhúsa að þessu leyti ekki bundin neinum skilyrðum. Hver sem er hefur því leyfí til að reisa og reka sláturhús hafi hann til þess tilskilin heilbrigðisvottorð. Þannig hefur löggjafínn afnumið öll afskipti landbúnaðarráðuneytisins hvað þessi mál varðar." Varðandi þær reglur sem settar hafa verið af landbúnaðarráðuneyt- inu um framlög vegna úreldingar sláturhúsa sagðist Egill vera andvígur þeim þó ekki væri nema vegna þess eins að þær stríddu gegn anda búvörulaganna. „Mér þykir í þessu sambandi vera stefnt í óefni eins og á ýmsum á síðkastið, og má í því sambandi nefna, að vegna aðgerðaleysis varðandi nýju búgreinamar okkar þá standa þær nú mjög höllum fæti. Mér sýnist að með því að leggja niður starfsemi minni slátur- leyfishafanna eigi að fara ganga undir ákveðnum sláturleyfíshöfum, sem meðal annars eru búnir að fjár- festa óhóflega mikið, en það er einmitt mjög nauðsynlegt að smærri sem stærri sláturhús hafí bærilegan rétt og aðstöðu til starf- semi í landinu. Eg óttast það kerfí sem hér er verið að koma á, þar sem verið er að fá þessi verkefni fáum og stórum aðilum í hendur. Við höfum vonda reynslu af ýmsum þessara aðila, sem meðal annars kom í ljós á síðastliðnum vetri þeg- ar þeir sameinuðust um að bijóta búvörulögin með því að standa ekki skil á greiðslum til bænda eins og lögin segja fyrir um. Ég óttast það sannarlega ef aðilum sem vinna á þeónan hátt verður veitt sérstök forréttindi í þessum efnum, og ég tala nú ekki um þegar aðgerðir stjómvalda til þess að koma þeim á byggjast á lögbrotum," sagði Egill Jónsson, alþingismaður. Úrelding sláturhúsa: Mótfallnir aðgerðum sem leiða til hækkunar kjötverðs — segir form. Landssamtaka sauðfjárbænda „ÉG TEL að sauðfjárbændur séu ekki á móti úreldingu slátur- húsanna sem slíkri, en við erum mjög andsnúnir þessum aðgerð- um ef þær leiða til þeirrar hækk- unar á kindakjöti sem allt bend- ir til að verði,“ segir Jóhannes Kristjánsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda. „Þegar talað er um tæplega tveggja króna hækkun á hvert kíló kjöts, þá er það mín skoðun að þar sé um að ræða flotkrónur, því eng- inn veit í dag hver hin raunveru- lega hækkun verður, þar sem í þeim reglum sem fylgt er varðandi úreldinguna kemur skýrt fram að hækkunin verður nánast eftir þörf- um. Þetta er þess vegna allt í lausu lofti ennþá,“ sagði Jóhannes. Varðandi þær yfírlýsingar land- búnaðarráðuneytisins, að fækkun sláturhúsa í landinu leiði til lækk- unar sláturkostnaðar þegar fram í sækir, sagði Jóhannés að hann komi ekki auga á neitt sem bendi til þess að hagkvæmara sé að slátra í fáum stórum sláturhúsum frekar en mörgum litlum. „Það er ennfremur einn þáttur sem oft gleymist í umræðunni um fækkun sláturhúsanna, en það er að oft starfar mikið betur þjálfað fólk í minni sláturhúsunum, sem oft á tíðum eru bændur sem hafa margra ára reynslu við þessi störf. Ég tel að þeir hljóti að vera betur til þess fallnir heldur en þegar allt- af er að koma inn nýtt fólk í þessi störf.“ Átta sláturleyfishafar hafa nú ákveðið að taka tilboði landbúnað- arráðuneytisins um framlag vegna úreldingar sláturhúsa á þessu ári. Þau hús sem um ræðir eru Slátur- hús Amfírðinga á Bíldudal, Slátur- hús Kaupfélags Grundfírðinga á Grundarfírði, Sláturhús Kaupfé- lagsins Fram á Neskaupstað, Slát- urhús Kaupfélags Suðumesja í Grindavík, Sláturhús Verslunarfé- lags Austurlands í Fellabæ, Slátur- hús Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga á Djúpavogi, Sláturhúsið á Flateyri og Sláturhúsið Vík, Vík í Mýrdal. Þá hefur verið óskað eftir úreldingu íjögurra sláturhúsa á næsta ári, en þar er um að ræða Sláturhús SS, Laugarási í Biskups- tungum, Sláturhúsið Fagurhól- smýri, Sláturhús KEA á Dalvík og Sláturhús SS við Laxárbrú í Leirár- sveit. Sælgætisverslun Til sölu er mjög sérstæð og góð sælgætisverslun i hjarta borgarinnar. Dagsala. Þægilegur vinnutími. Góð greiðslukjör. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, sími 82040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.