Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 15
mér tunga um tönn. Orð bresta, verða fátækleg og aum, þegar fjalla á um þennan stórbrotna höfðingja í skugga þess harms, sem ótímabært fráfall hans veldur. Ég og flölskylda mín vottum fjöl- skyldu Vilhjálms Ingvarssonar ein- læga samúð og hluttekningu. Kjartan Örn Kjartansson Vilhjálmur Ingvarsson, góður drengur og frábær vinur, er genginn langt um aldur fram. Er mikil eftir- sjá að honum, vinum hans, sam- starfsmönnum og þá ekki síst fjöl- skyldu hans, en einnig íslensku þjóð- félagi því við erum svo fá. Hæfíleika- menn á við Vilhjálm er því sárt að missa á besta aldri. Vilhjálmur fetaði í fótspor föður síns, Ingvars Vilhjálmssonar, hins mikilhæfa athafnamanns, og haslaði sér völl á sviði útgerðar og físk- vinnslu. Gegndi hann margvíslegum og mikilvægum störfum í þeirri grein. Einnig var hann virkur í hags- munasamtökum útgerðar og við- skipta og lagði sitt af mörkum á þeim vettvangi. Vilhjálmur var skarpgreindur og hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóð- málum, átti afar auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum — kjamann frá hisminu. Hann gjör- þekkti til aðstæðna f þeirri grein at- vinnurekstrar sem hann helgaði líf sitt og var frábær fræðandi í þeim efnum þeim sem minna þekktu til mála þar. í allri umgengni var Vilhjálmur einstaklega elskulegur og viðfeldinn. Hann var og hispurslaus og laus við allan hégóma. Vinum sínum var hann traustur og góður félagi. Þá hafði Vilhjálmur til að bera gott skopskyn, átti auðvelt með að sjá hið skoplega í lífinu og gerði óspart grín að hé- góma og tildri meðborgaranna þegar það átti við. Vilhjálms er sárt saknað sem vini, félaga og fræðanda. En sárastur er harmur Önnu konu hans og bama þeirra hjóna svo og annarra meðlima fjölskyldunnar. Vottast þeim einlæg samúð. Sigurður Helgason Athafnamaðurinn Vilhjálmur Ingvarsson er allur, mitt í blóma lífsins. Áleitnar hugsanir um lífíð og dauðann fara í gegnum hugann, og gátan mikla um tilgang og almættið verður ennþá torráðnari en fyrr. Vilhjálmur féll frá aðeins 48 ára, en þó hafði hann þegar áorkað og komið í verk meim en títt er um menn á hans aldri. Vilhjálmur var sonur þeirra sæmdarhjóna Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns og konu hans, Áslaugar Jónsdóttur. Úr foreldrahúsum fékk hann það veganesti sem dugði til að lyfta Grettistökum í íslensku atvinnulífi. Leiðir okkar Vilhjálms, eða Villa Ingvars, eins og hann oftast hét hér, lágu fyrst saman þegar hann kemur komungur maður 1961 aust- ur á Seyðisfjörð til að byggja fyrir- tæki, eigið fyrirtæki, síldarsöltunar- stöðina Sunnuver. Síldarævintýrið mikla var þá í uppsiglingu, og margir af stærri spá- mönnum þessa lands freistuðu gæf- unnar á þessum vettvangi. Ekki höfðu allir á Seyðisfirði trú á að stráknum mundi takast ætlunarverk sitt. Hann leigði land af kaupstaðn- um sem ekkert var nema stórgrýtt fjara og snarbrött hlíð Bjólfs, urð og gijót- A einu sumri reis söltunarstöðin með bryggju, plani, salthúsi, íbúðar- skála, sem var fínni en áður hafði tíðkast, vatnsveitu og vegi. Afí minn sem þá var bankastjóri, og góðvinur Ingvars föður Vilhjálms, sagði mér síðar, að hann hefði kom- ið að máli við Ingvar hvort drengnum væri alvara. Ingvar bað bankastjó- rann að láta fullhugann unga í engu njóta vinfengis þeirra í skiptum við bankann. „Þar yrði hann að sitja við sama borð og aðrir viðskiptavinir, og sýna hvað hann dygði til.“ Söltun- arstöðin Sunnuver varð ein allra glæsilegasta og afkastamesta söltun- arstöð á landinu. Árið 1963 stofnaði Vilhjálmur hlutafélagið Hafsíld um byggingu síldarbræðslu. Hér var heldur ekkert hálfkák. Land var brotið og á einu ári rís fullbúin, fullkomin síldarverk- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 15 smiðja, með 300 tonna afköstum á sólarhring. Afleiðingar af hruni síldarstofns- ins urðu til þess að flestir sem áttu eignir hér tengdar síld, seldu eða hættu rekstri. Grundvöllur fyrir sölt- unarstöð var engin, og síldarbræðsl- an stóð án hráefnis. Aldrei hvarflaði að Villa Ingvars og gefast upp. Á þessum árum gekk hann til liðs við Jón bróður sinn og Ingvar föður sinn, sem rak ísbjöminn í Reykjavík. Saman byggðu þeir frystihúsið á Norðurgarði, glæsileg- asta og fullkomnasta frystihús sem byggt hefur verið. Hafsíld var alltaf starfrækt, þrátt fyrir mjög takmarkað hráefni. Þegar loðnuveiðar hófust á átt- unda áratugnum var verksmiðjan á Seyðisfirði stækkuð og afköstin auk- in um helming. Flestir þekkja þau áföll sem útgerð og fískvinnsla hefur orðið að þola undanfarinn áratug, og leiddi m.a. til að útgerðarfyrir- tæki í Reykjavík voru sameinuð, og þeir ísbjamarfeðgar hættu rekstri á Norðurgarði. Hér var heldur enginn að gefast upp. Hafsíld — loðnuverksmiðjan á Seyðisfírði — var í fullum rekstri, en auknar kröfur um mengunarvam- ir og nýir kröfuharðir markaðir á fiskimjöli kölluðu á endumýjun á tækjum og búnaði. Á síðastliðnum vetri ákvað Vil- hjálmur að endurnýja vélakost í Hafsfld, og ekki skyldi staðar numið fyrr en verksmiðjan væri reyklaus, og gæti framleitt fiskimjöl sem stæð- ist ýtmstu kröfur kaupenda. Nú er unnið að uppsetningu þess- ara véla. Síðasta verk Vilhjálms var ferð til Austurlanda ijær, til að vinna nýja markaði fyrir íslenskt fiskimjöl. Úr þeirri ferð kom hann helsjúkur af þeim sjúkdómi, sem hann að lokum varð að gefast upp fyrir. Árið 1968 _giftist Vilhjálmur frænku minni, Onnu Fríðu Ottós- dóttur frá Seyðisfirði. Hér steig hann sitt mesta gæfuspor í lífínu. Heimili þeirra á Seltjamamesi einkennist af smekkvísi, virðingu fyrir listum og bókmenntum, glaðværð og gestrisni. Heimili Villa og Önnu Fríðu stóð ávallt opið vinum og þangað er gott að koma. Þau Anna og Villi áttu þijú mann- vænleg böm, Ottó, háskólanema, Valdísi, hárgreiðslunema, og Ingvar, sem lýkur grunnskólaprófi að vori. Það reynir mikið á ástvini við slíkár aðstæður og erfitt verður að sætta sig við orðinn hlut. Guð gefi að minningamar og vissan um, að dauðinn hafi líka tilgang, megi lina sárasta söknuðinn. Vilhjálmur Ingvarsson var dag- farsprúður maður. Hann var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hans „stfll" var að framkvæma og láta gott af sér leiða. Hann var traustur vinur og skemmtilegur félagi. Við hjónin, og félagamir í Hafsíld, syrgjum nú fallinn félaga og sendum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Theodór Blöndal, Seyðisfirði. Það er með miklum trega að þessi orð em skrifuð í minningu Vilhjálms Ingvarssonar. Með honum er geng- inn langt fyrir aldur fram einn sá ágætasti maður sem ég hef kynnst. Þau kynni hófust þegar ég sjö ára gamall tók að venja komur minar í föðurhús Vilhjálms sem leik- og skólafélagi Jóns yngri bróður hans. Á Hagamel 4 var gott að koma. Hjartahlýrra og elskulegra fólk en þau hjónin Áslaugu Jónsdóttur og Ingvar Vilhjálpsson er ekki hægt að hugsa sér. Á þessum árum kynnt- ist ég Vilhjálmi ekki náið. Hann var eldri bróðir vinar míns og leikfélaga, en mér er minnisstætt hversu inni- legt samband var á milli þeirra bræðra og hélst það fram á síðasta dag. Vilhjálmur tók mér strax þann- ig að vinur Jóns ætti líka vinsemd sina og sýndi mér frá upphafi þá hlýju sem hann hafði erft í svo ríkum mæli frá foreldrum sinum. Síðar átti ég svo eftir að kynnast Vilhjálmi betur bæði i leik og starfi, einkum eftir að ég tók að starfa hjá Ólíuversl- un íslands. Vilhjálmur sat í stjóm þess fyrirtækis þau fimm ár sem ég starfaði þar og átti raunar frum- kvæði að þvi að ég var ráðinn til að veita því forstöðu. Því fleiri hliðum á Vilhjálmi sem ég kynntist og því nánar sem ég kynntist honum þvi meir þótti mér til hans koma og vænna um þau kynni. Vilhjálmur var mjög hógvær og hlédrægur maður sem ekki sóttist eftir vegtyllum en um leið sterkur og ákveðinn og var kosinn í stjómir ýmissa félaga og fyrirtælqa enda sýndi hann snemma hve mikið í hon- um bjó. Að loknu Verslunarskóla- námi tók hann að starfa við hlið Ingvars föður síns við fyrirtæki hans fsbjöminn hf. í Reykjavík og fyrir- tækin Sunnuver og síðar Hafsfld á Seyðisfirði sem hann byggði upp og veitti forstöðu. Síðar tók hann svo alfarið ásamt Jóni bróður sínum við framkvæmdastjóm ísbjamarins þar til sameinast var Bæjarútgerð Reykjavíkur og fyrirtækið -Grandi h.f. stofnaði af þessum tveimur aðil- um. Samheldni þeirra bræðra á þeim vettvangi var einstök eins og á öllum öðrum sviðum og unnu þeir meðal annars það stórvirki að byggja full- komnasta og glæsilegasta frystihús á landinu og þótt víðar væri leitað, þegar ljóst var að gamla húsið á Seltjamamesi fullnægði ekki lengur kröfum nútimans. Þá er einnig minn- isstætt það djarfa og vel heppnaða fyrirtæki þeirra bræðra og leigja hingað til lands loðnubræðsluskipið Norglobal sem stóijók magn og verð- niæti loðnuafurða þær vertíðar sem það var hér. Loðnuverksmiðjunni á Seyðisfirði veitti Vilhjálmur forstöðu til dauðadags og rak auk þess síðustu árin útflutningsfyrirtækið Svaninn ásamt Pétri Kjartanssyni. Vilhjálmur hafði gott vit á öllu sem viðkom viðskiptum og var sterkur og traustur á þvi sviði sem öðrum. A fundum og mannamótum var hann ekki einn af þeim sem hafa sig mest í frammi en þegar hann lét sínar skoðanir í ljós var á hann hlustað, enda hafði hann jafnan eitthvað já- kvætt fram að færa og oftar en ekki bestu lausnina ef vandamál voru til umræðu. Vilhjálmur var einstaklega örlátur maður og mikill höfðingi heim að sækja. Hann var tillitssamur svo af bar, sannkallaður öðlingfur. Hann var fagurkeri, einkum á málverk og hvers kyns heimilismuni og þá ekki síst bækur og tímarit sem hann safn- aði og lét færa í fegursta band ef ekki var þegar þannig innbundið. Ánægjulegar stundir okkar Systu, hvort sem var á hinu fagra heimili þeirra Önnu Fríðu og Vilhjálms, eða á ferðalögum innanlands eða utan, verða alltaf með okkar kærustu end- urminningum. Vinir Vilhjálms vissu að hann var ekki fullhraustur þegar hann lagði af stað í viðskiptaferð til Asiu fyrir rúmum mánuði. Engan grunaði þó að hann væri svo veikur sem síðar kom í ljós. í þessari ferð sannaðist enn hversu ósérhlífínn og harður af sér Vilhjálmur var. Þegar hann gekk í land úr flugvélinni við heimkom- una var hann orðinn fárveikur og varð lífí hans ekki bjargað. Það er erfitt að sætta sig við þessi örlög og Vilhjálms verður mikið saknað og lengi. Þyngst er raunin fyrir Önnu Fríðu og bömin og ég bið guð að styrlqa þau og aðra ástvini í þeirra miklu sorg. Þórður Ásgeirsson 5 SINNUM A DAG.n SPORTBÍLL 00 SPÍTTBÁTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.