Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 31

Morgunblaðið - 26.08.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 31 Samband norrænna verkalýðsfélaga: Bráðabirgðalögunum mótmælt Ragna Róbertsdóttir borgarlistamaður 1987 sýnir nú verk sín á Kjarvalsstöðum. Ragna Róbertsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum RAGNA Róbertsdóttir opnar sýningu á Kjarvalsstöðum laug- ardaginn 27. ágúst kl. 14. Á sýn- ingunni eru skúlptúrar úr torfi og grjóti sem Ragna hefur-unnið sl. tvö ár. Ragna var valin Borgarlistamað- ur 1987 og er með þessari sýningu að þakka fyrir sig. Ragna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Konst- fack, Stokkhólmi. Ragna hefur tekið þátt í samsýn- ingum síðan 1975, bæði heima og erlendis, svo sem í Bandaríkjunum, Japan, Póllandi, Ungverjalandi og á Norðurlöndunum. Hún hefur haldið einkasýningar í Nýlistasafn- inu 1986, Gallerí Ganginum 1987, Gallerí Glugganum, Akureyri, og í Galleríi Birgis Andréssonar 1988, ásamt nú þessari sýningu í Vestur- sal Kjarvalsstaða. Sýningin er opin frá 14—22 alla Morgunblaðið/Silli Myndin sýnir jarðborinn við Skógarlón í Öxarfirði. Borað eftir heitu vatni í Öxarfirði BORHOLA við Skógarlón í Öxar- firði gaf um síðustu helgi 30 lítra á sekúndu af 85 til 95° heitu vatni. Hafði þá verið borað niður á 320 metra dýpi. Borun eftir heitu vatni við Skógarlón er liður í rannsóknarverkefni vegna fisk- eldis við Öxarfjörð. Verkið er fjármagnað af ríki og viðkom- andi sveitarfélögum, Kelduness-, Öxarfjarðar- og Presthóla- hreppi. Seljalax hf. stendur und- ir kostnaði af hálfu heimamanna. Borun hófst um miðjan júlí á þessu ári. „Þetta verk er í biðstöðu þessa stundina en hitinn í holunni gefur okkur góðar vonir um framtíð fisk- eldis við Öxarfjörð. Nú er meðal annars beðið eftir umsögn Náttúru- vemdarráðs og Hollustuvemdar ríkisins áður en lengra er haldið. Einnig er það fé sem fékkst til verksins þrotið," sagði Bjöm Bene- diktsson oddviti í viðtali við Morg- unblaðið. Bjöm sagði að ætlunin hefði ver- ið að bora niður á 500 m dýpi en það hefði því miður ekki tekist. „Það var tekin áhætta við fóðmn holunnar í þeim tilgangi að spara fé. Það varð hins vegar til þess að borholan féll saman og ekki tókst að bora lengra niður en á 320 m dýpi. Svigrúm til að mæta áfalli sem þessu er lítið sem ekkert," sagði Björn. daga til 11. september. (Fréttatilkynning) STJÓRN Sambands norrænna verkalýðsfélaga mótmælti á fundi sínum í Færeyjum á mið- vikudag bráðabirgðalögum íslensku ríkisstjórnarinnar frá því i maí í vor að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Alþýðusambandi íslands. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt: „Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum lítur svo á, að frjáls verkalýðshreyfing sé ómissandi þáttur lýðræðis. Það á ekki síst við um réttinn til að semja um kaup og kjör. Á síðari árum hefur farið vaxandi að ríkisstjórnir reyni að leysa efnahagsvanda með því að leggja hömlur á frelsi stéttarfélag- anna. Ríkisstjóm íslands hefur með lögum numið úr gildi grundvallar- rétt verkalýðsfélaga. Samband norrænna verkalýðsfélaga (NFS), sem er samtök 7,2 milljóna laun- þega á Norðurlöndum, mótmælir harðlega þessari atlögu íslensku ríkisstjómarinnar að grundvallar- rétti verkalýðshreyfingarinnar og almennum lýðréttindum, enda brýt- ur hún gegn alþjóðlegum gmndvall- arreglum um starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga". VERIÐISTILLT!!! SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR RYMIN GARSALA Á FYRSTA FLOKKS GÓLFTEPPUM 30% verðlækkun á úrvals - sérframleiddum teppum úr íslenskri ull teppi úr 80% ull + 20% nylon á hlægilegu veröi. Flair pr. m2 Tweed pr. m2 Askja og Hekla pr. m2 verð áður verð nú lækkun 1795,- 1249,- 546 kr. eða 30% 1985,- 1389,- 596 kr. eða 30% 1665,- 1165,- 500 kr. eða 30% Hentugir litir á alla gólffleti. 5 - 30% verðlækkun á mörgum gerðum annarra teppa og gólfdúkum. Allt að 50% afcláttur af gólfteppa og gólfdúka afgöngum og bútum. 5% kynningarafsláttur á norsku gæðaparketi frá BOEN og úrvals - korkflísum frá Portúgal. SÉRTILBOD Nokkur sófaborð með 50% afslætti. Ný verslun á gömlu grunni með vandaða vöru á vægu verði. TEPPABOÐIN GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.