Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 26.08.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 35^ Kveðjuorð: Árni Ketilbjamarson frá Stykkishólmi Fæddur 29. september 1899 Dáinn 17. ágiist 1988 Árni frændi er allur. Þessa fregn fékk ég síðastliðið kvöld, er frænka mín hringdi til mín og tjáði mér sorgartíðindin. Nú er of seint að heimsækja hann eins og ég hafði ráðgert við heimkomu í haust að láta verða eitt af mínum fyrstu verkum, þar sem ég hafði ekki haft tök á að líta við hjá honum síðast þegar ég var heima. Það er ómögulegt í þessari stuttu grein, að rekja öll æviatriði Árna Ketilbjamarsonar í smáatriðum, þess í stað ætla ég aðeins að stikla á stóru. Af mörgu er að taka, þeg- ar jafnstórbrotinn persónuleiki og Ámi var, á í hlut. Hann bjó um skeið vestan hafs. Rak verslun í Stykkishólmi eftir heimkomu á krepputímum. Tel ég að sá rekstur lýsi Árna vel, því hann mátti engan auman sjá, nema reyna að hjálpa honum. Enda fór svo á þessum erf- iðu tfmum, að hann skrifaði hjá öllum þeim sem á þurftu að halda. Fékk sjaldan eða aldrei greitt frá skuldunautunum, enda hefur hann trúlega aldrei gengið hart eftir því, eins og allir þekktu. Að sjálfsögðu varð hann að hætta verzlunar- rekstrinum eins og gefur að skilja. Þykir mér ekki ólíklegt að þarna hafi Ámi verið að feta í fótspor forföður síns, Eggert Ólafssonar frá Hergilsey, sem fékk þau tíðindi eitt sinn, að vinnufólkið stæli mat úr skemmu hans og var jafnframt ráð- lagt að setja lás á skemmuna. Þá sagði Eggert: Látum hana áfram vera ólæsta, það stelur ekkert af mínu fólki, nema það þurfí þess með. Allmörg síðustu starfsár sín vann Ámi hjá Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, en síðustu æviárin var hann á eftirlaunum. Hans aðal- áhugamál og tómstundagaman var að grúska í ættfræði. Hann safnaði upplýsingum um sína eigin ætt, allt frá landnámi og fram til dags- ins í dag, svo dæmi sé tekið. Eftir hann liggja skriflegar ætt- artölur, sem trúlega mundu fylla nokkrar bækur, ef prentaðar yrðu. Enda kom enginn að tómum kofan- um, hvað ættfræðina varðaði, þegar Ámi var annars vegar. Það var sama hvað spurt var um forfeð- uma, eða tengsl við aðra, alltaf gat hann svarað og frætt okkur um þá stóru ætt, sem við vorum komin af. Minningin um góðan frænda, sem ég held að í hugum okkar allra ættingja hans, var sannkallaður höfðingi ættarinnar, mun lifa um alla framtíð. Sömuleiðis ættfræði- verk hans, sem vonandi eiga eftir að verða til að sameina ættingja hans um land allt og verða afkom- endum leiðarljós þegar þeir fara að leita róta sinna. Ég vil votta dætrum Árna, þeim Emu og Kötlu, og fjölskyldum þeirra samúð mína. Einnig öllum öðrum ástvinum hans og þá ekki síst frænku hans, Amdísi Ólafs- dóttur, sem bjó hjá honum undan- farin ár og annaðist hann og heimil- ið af alúð og myndarskap. Blessuð sé minningin um Áma Ketilbjamarson og megi góður guð geyma hann. DUsseldorf, 18. ágúst. Sigurður S. Bjarnason. Morgunblaðið biður hlutaðeig- endur velvirðingar á því að nafn Árna Ketilbjarnarsonar misrit- aðist í fyrirsögn á kveðjuorðum um hann i blaðinu í gær. Rúna Guðmundsdóttir kaupmaður - Kveðja í gær vorum við mjög hnípin, er við fylgdum til hinstu hvíldar dá- samlegri vinkonu, Rúnu Guðmunds- dóttur, sem skyndilega hvarf jarð- vistarsjónum okkar 15. ágúst sl. Við vitneskjuna um að Rúna vin- kona mín væri búin að kveðja þenn- an heim, fann ég að hugurinn tók ekki strax við skilaboðunum, ég trúði ekki og viðbrögð urðu ekki virk. Ég hafði hugsað sterkt til hennar þriðjudaginn 16. ágúst og maðurinn minn hafði ætlað að hringja til hennar fyrir mig sama dag og andlátsfréttin barst mér til eyma, þar sem ég er rúmliggjandi í Landspítalanum. Ég var að hugsa rétt áður hvort Rúna mín hefði ekki verið skoðuð í þessum nýju stórkostlegu sneiðmyndatækjum sem ég hafði verið mynduð í rétt áður, en þau hafa fundið mörg mannanna mein og gefið bendingu um leið til lækninga. Núna þegar ég hef meðtekið þá staðreynd að Rúna er ekki meðal okkar, er ég þakklát þessum vett- vangi Morgunblaðsins að gefa okk- ur kost á að minnast vina okkar sem hafa skipt okkur máli í lífinu og sýna þeim þakklæti og virðingu. Ég var að útskrifast úr Kvenna- skólanum í Reykjavík vorið 1964 þegar ég veitti frú Rúnu Guðmunds- dóttur sérstaka athygli og verður sú mynd ekki úr huga mér tekin, síðast núna í vor minntist ég á þenn- an dag við Rúnu og spurði hana hvort ég færi ekki rétt með það sem hún sagði í ávarpi sínu, en hún talaði fyrir hönd bekkjarsystra sinna í tilefni 20 ára útskriftaraf- mælis hennar árgangs úr Kvenna- skólanum. Þama stóð hún, stór, glæsileg, tíguleg, frísk, hress, og í bókstaflegri merkingu geisluðu feg- urð og orka frá fulltrúanum Rúnu Guðmundsdóttur og ávarpið hennar Alexander Sigurbergs- son — Kveðjuorð Fæddur 20. júní 1913 Dáinn 20. ágúst 1988 Örfá kveðjuorð til bróður míns, Alexanders Sigurbergssonar frá Moldbrekku. Hann var sá af systk- inum mínum, sem mér þótti vænst um. Ég var ung er það kom í minn hlut að gæta hans sem smábam. Alltaf kom okkur vel saman og hann vildi ekki þíðast aðra fremur. Eftir að hann var orðinn fullorð- inn og lífsreyndur maður, hringdi ég til hans ef dimmdi í kringum mig og spjallaði við hann þá kom sólskin í bæinn og aftur varð bjart og hlýtt. Nú er svo komið heilsu minni að égget ekki fylgt honum til grafar. Eg þakka Alla bróður mínum fyrir allt gott í lífinu, Guð blessi hann og leiði veg eilífðarinnar. Rúna var einlægt og skemmtilegt. Um 10 árum seinna varð ég svo lánsöm að eignast hana að vini sem var mér mjög dýrmætt, þegar mað- ur finnur styrk sinn aukast og kraft við auðgun frá áhrifamiklum og góðum vinum. Það væri vandalítið að nota öll fallegustu lýsingarorðin okkar til að lýsa Rúnu, en við vitum líka að það er vandasamt að koma réttu og sterkustu hugtökunum fyr- ir þar sem þau eiga við. Rúna Guðmundsdóttir var ein- hver mest gefandi persónuleiki sem ég hef þekkt. Hún var greind kona, vökul yfir umhverfi sínu, þjóðmál- um, bókmenntum, alls staðar var hún heima, fylgdist með öllu sem varðaði almenna heill þessa lands. Hún var mikil smekkmanneskjá og sýndi það sig best í vali hennar á fatnaði í verslun hennar. Hún setti svip á klæðaburð og tísku okkar kvennanna hér á Fróni. Hún var sannkallaður ræktandi á mann- og náttúrulíf, gróðursetti tré og runna. Alltaf var Rúna tilbúin að hjálpa öðrum og gleðja, hún samgladdist svo innilega með öðrum. Rúnu voru margir stórkostlegir eiginleikar búnir, en fyrst og fremst hafði hún greind til að vinna vel úr sínum góðu eiginleikum. Guð blessi minningu hennar, og ég þakka henni kærlega fyrir löng og góð kynni. Olöf S. Guðmundsdóttir (Lóló). Alyktanir aðalfundar Læknafélags Islands: Reyklaus herbergi verði á gistihúsum AÐALFUNDUR Læknafélags ís- lands var haldinn á Egilsstöðum dagana 19.-20. ágúst sl. Fundinn sátu um 40 læknar af öllu landinu, auk íslenskra lækna sem starfa í Bretlandi og Svíþjóð. Afgreiddar voru 12 ályktanir sem allar varða heilbrigðismál og læknisþjónustu sjúkrahús- anna, þar á meðal um tóbaks- varnir og vinnutíma lækna. Haukur Þórðarson, formaður Læknafélagsins, skýrði Morgun- blaðinu frá helstu ályktunum fundarins. „Tóbaksvarnarlög kveða á um að vera skuli reyklaust rými á veit- ingahúsum, en misbrestur hefur orðið á að því sé framfylgt á full- nægjandi hátt, því sjaldan er næg einangrun milli reyklausra- og reyksvæða. Aðalfundur Læknafé- lags íslands skorar á eigendur veit- inga- og gistihúsa að tryggja gest- um reyklaust rými, bæði í veitinga- sölum og gistiherbergjum. Varðandi herbergi á gistihúsum er víða erlendis" hægt að fá her- bergi sem ekki hefur verið reykt í áður og eru því laus við tóbaks- fnyk. Tóbaksreykurinn er ekki að- eins skaðlegur, mörgu fólki líður einnig illa í tóbakslykt. Læknafélagið, ásamt embætti landlæknis, hefur ákveðið að fara af stað með könnun á vinnuálagi lækna, en slíkar kannanir hafa ver- ið gerðar meðal ýmissa annarra starfsgreina. Grunur leikur á að vinnuálag sé allt of mikið á mörgum læknum, sérstaklega ungum lækn- um sem vinna langar vaktir á sjúkrahúsum, og í dreifbýlinu, þar sem oft er aðeins einn Jæknir á hverri heilsugæslustöð. í slíkum einmenningslæknishéruðum er læknirinn í raun á vakt allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Bent var á hættuástand það sem skapast vegna lokana á sjúkradeild- um. Það fer vaxandi að deildum sé lokað yfir sumartímann, bæði legu- og rannsóknardeildum. Sumarlok- unum hefur verið beitt til að drýgja rekstrarfé sjúkrahúsanna en þær eru mjög bagalegar þar sem erfitt hefur orðið að kom sjúklingnum inn á sjúkrahús yfir sumartímann. Fé- lagið hefur áður skorað á heilbrigð- isyfirvöld að bæta úr þessu en ekk- ert hefur verið gert og ævinlega borið við skorti á starfsfólki. Sérhæfðu fólki í heilbrigðisþjón- ustu virðist sífellt fara fækkandi, eins og þekkt er með hjúkrunar- fræðinga. Minnkandi aðsókn er í þessar greinar, t.d. að þroskaþjálfa- skólanum, og fyrirsjáanlegt vaijd- ræðaástand í þessum efnum. Trú- lega eru það kjaramálin sem fæla frá, en ungu fólki bjóðast nú fleiri kostir en áður og fleiri betur launuð störf. Læknafélagið lýsir yfir áhyggjum vegna þessa og varar heilbrigðisyfirvöld við sumarlokun- um sjúkradeilda og samdrætti í starfsemi rannsóknarstofa. Samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu frá 1983, eru í hveiju héraði heilbrigðismálaráð sem eiga að annast stjómun heilbrigðismála og gera tillögur og áætlanir um framkvæmd heilbrigðisþjónustu og skipuleggja starfsemi heilbrigðis- stofnana. Þessi ráð hafa verið lítt starfhæf enda býsna fjöimenn, og reyndin sú að lítið hefur komið frá þeim. Læknafélag íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld að ráðin verði gerð hæfari til að sinna sínum verk- efnum.“ Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegps á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.