Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Borgarráð Bostonborgar:
Upplýsingamar um
hvalveiðar fengnar
frá grænfriðungum
- segir lögfræðingur Coldwater Seafood
TÍU af þeim 13, sem sæti eiga í borgarráði Bostonborgar, voru flutn-
ingsmenn þeirrar tillögu að beina þeim tilmælum til skóla og sjúkra-
húsa í eigu borgarinnar að hafa ekki ísienskan fisk í mötuneytum
þeirra vegna hvalveiða íslendinga. Greinilegt var að flutningsmenn-
irnir höfðu eingöngu fengið upplýsingar um hvalveiðamar frá græn-
friðungum, segir i skýrslu lögfræðings Coldwater Seafood Corporati-
on, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Banda-
rikjunum. Ellefu borgarráðsmenn samþykktu tillöguna á fundi ráðs-
ins á fimmtudaginn.
Flutningsmenn tillögunnar sögðu
að íslendingar brytu bæði
bandarísk lög og alþjóðalög með
því að veiða hvali í hagnaðarskyni.
Fundurinn var opinn almenningi en
lögfræðingur Coldwater Seafood
fékk ekki að taka þar til máls.
Selja má
7701estir
úrgámum
LEYFT hefur verið að sejja 772
lestir af óunnum þorski og ýsu
úr gámum í Bretiandi vikuna 25.
september til 1. október næst-
komandi en sótt hafði verið um
leyfi til sölu á 1.640 iestum, að
sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar,
fulltrúa hjá Landssambandi
íslenkra útvegsmanna.
Skipin Álftafell SU, Kolbeinsey
ÞH, Mummi GK, Amames ÍS, Sól-
borg SU, Eyborg EA og Óskar
Halldórsson RE fengu einnig að
selja þorsk og ýsu í Bretlandi ofan-
greinda viku.
„Næsta föstudag verður í síðasta
skipti úthlutað leyfum til útflutn-
ings á óunnum þorski og ýsu í gám-
um til Bretlands, samkvæmt reglu-
gerð sem sett var í sumar,“ sagði
Vilhjálmur f samtali við Morgun-
blaðið.
„Það er ekki búið að taka ákvörð-
un um framhaldið en ég á erfitt
með að fmynda mér að það verði
settur kvóti á útflutning á óunnum
þoreki og ýsu í gámum til Bretlands
í vetur. Menn sækja oftast um leyfi
til að flytja út meira magn en þeir
geta veitt og það hefur komið fyrir
að menn hafi ekki getað veitt það
magn sem þeir fengu leyfi til að
flytja út. Ég held einnig að erfitt
verði að veiða meira magn á viku
til útflutnings í gámum en leyft
hefiir verið að flytja út að undan-
fömu,“ sagði Vilhjálmur.
Nýtt greiðslu-
kortafyrirtæki
ávegumSIS
SAMKORT hf. nýtt greiðslu-
kortafyrirtæki á vegum Sam-
bmdgjm hefur hafið starfsemi.
Stofnfundur félagsins var 14.
september og gerðust 17 félög
stofnaðilar. Hlutafé fyrirtækis-
ins verður 40 miiyónir króna.
Stefna hins nýja greiðslukorta-
fyrirtækis er sú að korthafar hafi
ávinning af þátttöku. Möguleikar
em á að veita korthöfum sértilboð,
afsláttarekjör og jafnvel arð af við-
skiptunum. Einnig eru uppi hug-
myndir um að hafa greiðslutímabil-
in tvö sem yrði til hagræðis fyrir
launþega sem ekki fá greidd laun
um mánaðarmót.
Sá sem unnið hefur að undirbún-
ingi þessa máls fyrir samvinnu-
hreyfinguna er Halldór Guðbjama-
son viðskiptafræðingur en upphaf
þessa máls má rekja til þess að
Guðjón B. Ólafsson foretjóri Sam-
bandsins skipaði nefnd til að athuga
það f fyrra.
Borgarráðsmennimir tveir, sem
ekki samþykktu tillöguna, sögðu
að ráðið ætti ekki að skipta sér af
alþjóðamálum, segir í skýrslunni.
„Flutningsmenn tillögunnar
sögðu að Boston væri tíunda borgin
f Massachusetts-fylki sem sam-
þykkti að beina þeim tilmælum til
stjómenda skóla og_ sjúkrahúsa að
kaupa ekki fisk af fslendingum en
ég get ekki staðfest hvort það er
rétt,“ sagði Ólafur Guðmundsson,
innkaupastjóri Coldwater Seafood,
í samtali við Morgunblaðið.
„Enda þótt þetta séu einungis
tilmæli geri ég ráð fyrir að skólar
og sjúkrahús, sem hafa fengið þau,
muni ekki kaupa fisk frá okkur.
Við höfum hins vegar lítil bein við-
skipti við sjúkrahús og skóla. Heild-
salar kaupa fískinn af okkur og
dreifa honum til margra aðila,
þannig að það er erfitt að gera sér
grein fyrir hvort einhveijir hafa
hætt að kaupa af okkur fisk vegna
hvalveiðanna.
Við höfum ekki fengið tilkynn-
ingu um að menn hafi hætt að
kaupa fisk af okkur vegna hvalveið-
anna, eða ætli sér það, og salan
hefur verið nolckuð jöfn undanfam-
ar vikur. Hins vegar höfiim við orð-
ið varir við að viðskiptamenn okkar
hafa áhyggjur af þróun þessara
mála,“ sagði Ólafur Guðmundsson.
Bílarnir eru báðir gjörónýtir.
Morgunblaðið/— Sig. J6ns.
Fjórir ungir piltar
létust í umferðarslysi
Selfossi.
FJÓRIR ungir piltar frá Selfossi
og úr Reykjavík á aldrinum 15
ára til 18 ára fórust um ellefu-
leytið á föstudagskvöld í um-
ferðarslysi á Gnúpveijahrepps-
vegi er tvær bifreiðir skullu sam-
an fram undan bænum Miðhús-
um. Ökumaður annars bílsins var
fluttur lifshættulega slasaður ó
slysadeild Borgarspitalans i
Reykjavík. í gærmorgun voru
læknar enn að gera að meiðslum
hans.
Bílamir sem lentu í árekstrinum
vora af gerðinni Toyota Corolla og
Volkswagen Golf. I Toyota-bflnum
vora þrír piltar frá Selfossi sem
létust allir. í Volkswagenbílnum
vora tveir piltar og lést annar
þeirra, farþeginn, en ökumaðurinn
hlaut mikfl beinbrot og innvortis
meiðsli. Greinilegt er að áreksturinn
hefur verið mjög harður og piltam-
ir látist samstundis. Bílamir eru
báðir gjörónýtir.
Réttardansleikur var í Amesi,
féagsheimili Gnúpveija, á föstu-
dagskvöldið. Eigandi Toyotabflsins
var farþegi í honum á leiðinni á
dansleikinn ásamt þremur öðram
ungmennum. Ökumaður bflsins fór
ekki á dansleikinn en var í bflnum
fyrir utan. Þar tók hann upp tvo
farþega sem vora í bflnum þegar
áreksturinn varð. Þeir sem upphaf-
lega komu með upp að Ámesi fóra
inn á dansleikinn og fréttu þar eft-
ir nokkum tíma smátt og smátt af
slysinu, eins og aðrir gestir. Ekki
er vitað um nánari tildrög slyssins.
Dansleikurinn leystist fljótlega
upp eftir að fregnir af slysinu bár-
ust og þeir sem vora á leið á dans-
leikinn snera frá. Á Selfossi er fólk
harmi lostið yfir þessari válegu
fregn úr umferðinni.
Lögreglumenn sem fóru á slys-
stað lýstu aðkomunni sem einni
þeirri verstu sem þeir myndu eftir.
Nokkum tíma tók að ná piltunum
úr bflunum og opna veginn fyrir
umferð að nýju. Því var lokið um
tvöleytið.
Ekki er að svo stöddu unnt að
greina frá nöfiium hinna látnu.
— Sig. Jóns.
Framfærslukostnaður:
Vísitölufjölskyldan þarf
187.583 kr. mánaðarlaun
Framfærsluvísitalan í byrjun september 1988 mælir ársútgjöld 1.803.000 kr.
TlL ÞESS að framfleyta vísitölufjölskyldunni þyrfti 1.803.000
krónur & ári tíl ráðstöfunar. Þessi tala er samkvæmt verðlagi i
byijun september eins og framfærsluvísitalan mælir það og reikn-
að tíl heils árs. Visitalan fyrir maímánuð sýndi framfærslukostn-
að upp á 1.638.000 krónur. Hækknnin á þessum tíma er þvi sam-
svarandi 165.000 krónum á ári, eða sem nemur 13.750 krónum
á mánuði. Til þess að standa undir þessum framfærslukostnaði,
samkvæmt septembervisitölu, þarf 187.583 króna tekjur á mán-
uði ef ein fyrirvinna er á heimilinu, 182.200 krónur ef tvær
fyrirvinnur eru og fullnýta skattaafslátt sinn, samkvæmt útreikn-
ingum Morgunblaðsins. Vfsitala framfærslukostnaðar mælist I
septemberhyrjun 110,0 stig og hefur hækkað úr 100,0 stigum í
maí.
Vísitöluflölskyldan er engin
raunveraleg „Qölskylda". í henni
eru 3,48 einstaklingar. Sama má
segja um framfærelukostnaðinn
eins og vísitalan mælir hann, að
hann sé ekki raunverulegur.
Framfærslukostnaðurinn er fund-
inn með því, að athugað er verðlag
vöru og þjónustu. Þær vörur og
sú þjónusta sem þar er mæld, eru
samkvæmt neyslukönnun sem
stóð yfir á árunum 1985 og 1986.
I þessari neyslukönnun skráðu 376
fjölskyldur, valdar af handahófi
út úr þjóðskrá, öll sín útgjöld í
ákveðinn tfma hver fjölskylda.
Þessar 376 Qölskyldur saman-
stóðu af 1.308 einstaklingum,
þannig að meðalstærð þeirra er
3,48 einstaklingar ogþað meðaltal
er kallað vísitölufjölskyldan.
Útgjöldin sem framfærsluvísit-
alan mælir, era síðan á sama hátt
meðaltal útgjalda þessara 376 ijöl-
skyldna, að því tilskyldu, að þær
haldi sama neyslumunstri og þær
gerðu þegar neyslukönnunin var
framkvæmd. Kannað er verð á
þeim vöram og þeirri þjónustu sem
þessar fjölskyldur greiddu fyrir, í
sem næst sama hlutfalli og neyslu-
könnunin sýndi á milli einstakra
kostnaðarliða.
Af þessum sökum, er sá fyrir-
vari hafður á útreikningum sem
hér birtast, að tölumar sýna ekki
annað en hvað meðal^ölskylda
framangreinds úrtaks þyrfti að
greiða í dag fyrir sambærilega
neyslu og var meðalneysla þessara
376 fjölskyldna þegar neyslukönn-
unin var framkvæmd.
í þessari tölu um framfærslu-
kostnað, 1.803.000 krónum, er
ekki reiknað með staðgreiðslu
telg'Uskatta. Þess vegna þurfa
heildartekjur vísitöluflölskyldunn-
ar að vera hærri en sem þessu
nemur, til að eiga 1.803.000 krón-
ur eftir þegar skattur hefur verið
dreginn frá. Staðgreiddir tekju-
skattar eru 35,2% af launum. Frá
þeim dregst skattafsláttur. Fyrir
hjón er sá afsláttur 344.347 krón-
ur á ári, en ef bæði hjóna vinna
úti og fúllnýta skattafslátt sinn
er hann 386.208 krónur á ári.
Sé reiknað með þessum skattaf-
slætti, þarf vísitölufjölskyldan að
hafa 2.251.000 krónur S áretekjur
til þess að eiga fyrir framfærslu-
kostnaðinum eins og vísitalan
mælir hann, það er að eiga
1.803.000 krónur eftir að frá-
dregnum sköttum. Þá þurfa með-
almánaðarlaunin að vera 187.583
krónur. Þetta er miðað við eina
fyrirvinnu og skattafslátt hjóna.
Séu fyrirvinnur tvær, þarf vísitölu-
fjölskyldan að hafa 2.186.407
krónur í árstekjur, eða 1{
krónur á mánuði. Þessar töl
samkvæmt útreikningum M<
blaðsins. Ekki er reiknafi
bamabótum eða öðrum i
greiðslum úr Ríkissjóði.
endurgreiðslur gætu þ
tekjutölumar um nokkur þ
krónur á mánuði, það fer t.c
aldri bama sem um væri að r
Helstu kostnaðarliðir sem
aðir eru í framfærsluvísiti
eru (verðlag í byijun sept
Matvörur 369.000 krónur
drykkjarvörur og tóbak 'i
krónur, föt og skófal
137.000 krónur, rafmagn 5
krónur, húshitun 37.000 k
húsgögn og heimilisbí
134.000 krónur, eigin
276.000 krónur, tómstundi
og menntun 198.000 krór
húsnæði 238.000 krónur.
Vísitala framfærslukosl
mælist nú 110,0 stig miði
verðlag í byijun september.
alan í maímánuði var 100,(
Undanfama þrjá mánuði'
vísitalan hækkað um 6,4% ot
gildir það 28% verðbólgu á
ári, samkvæmt fréttatilkyr
frá Hagstofu íslands.