Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 18; SEPTEMBER 1988 9 HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Þá grét Jesús 16. sunnudagnr eftir trinitatis Lúk. 7, 11.-17. I dag er gengið svo að segja í fang sorginni. Og treystir þú þér ekki, skaltu staldra við. Þó máttu muna, að sú kvöð er lögð á kristna menn að gráta með grátendum. Guðspjöllin þijú, sem lesin eru í kirkjum á þessum Drott- ins degi, fjalla um dauðann og upprisuna. Þó eru þau næsta ólík páskaguðspjöllunum. Hér er engin himnesk hátign, ekki konungur gyðinga á krossi, sólin missir ekki birtu sína, jörðin skelfur ekki, og fortjald musterisins bærist ekki. Hér er einungis fátækt fólk, meira að segja ekkja, sem er að fylgja einkasyni sínum hinzta spöl- inn. Þeir, sem fylgja henni, mikill fjöldi,— segir í guðspjall- inu, eru vonarsnautt fólk, eins og hún. Við borgarhliðið kemur önn- ur fylking, þétt og mikil, til móts við líkfylgdina, í fangið á sorginni. — Hann er kominn á hryggðarstundu, Jesús frá Nazaret. „Grát þú eigi,“ segir hann. Það er engu líkara en hann hafi gengið beint að henni, vafið hana örmum og strokið tár af kinnum hennar. Ekki segir þó frá því. Nei, en hann snart líkbörumar, hafði hendumar á því, sem óhreint var, braut ströngustu siðaboð og saurgaði sig á sorginni. I seinni guðspjöllunum segir frá dauða Lazamsar, bróður þeirra Mörtu og Maríu. „Þá grét Jesús,“ segir þar. Hvað grætti hann? Sorgir þínar og mínar, — sorg Mörtu og Maríu. Hann grét með grátendunum. Engin orð í Gamla testamenti hafa orðið kristnum mönnum svo hugstæð og hjartagróin sem mögnuð stefin úr kviðunni miklu um þann þjáða þjón; „Vorar þjáningar vom það, sem hann bar, og vor harm- kvæli, er hann á sig lagði.“ — „Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir." — „Hann var hrif- inn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs, var hann lostinn yfír dauða.“ (Jes. 53.) Þeim blandast ekki hugur um það, lærisveinum Jesú, fyrr og síðar, að þar hafi spámenn kveðið um hann. Því kvað íslenzkur lærisveinn, Bólu- Hjálmar, í hörmum sínum: Son Guðs, frá þessu segi eg þér, sjálfur því liðið hefur allt, hvað á jðrðu amar mér. Eflaust því styrk þú gefur. Þeir, sem sáu Jesúm gráta, sögðu raunar: „Sjá, hversu hann hefur elskað hann." Og það þarf ekki að efa, að kærleikar mikilir hafa verið með Jesú og þeim systkinum. En hví skyldi sá, sem vald hafði á himni og jörðu, til að fyrirgefa syndir, lækna sjúka og sigra dauðann og tortíming- una, gráta Lazarus? Hann hafði þegar sagt Mörtu, að bróðir henn- ar mundi rísa upp. Já, meira að segja eru þessi orð skráð eftir honum frá þeim degi: „Ég er upp- risan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.) Nei, hann grét ekki Lazarus. Hann kallaði Lazarus til lífsins, hárri raustu. En hann grét, þegar hann horfði í hyldýpi sorgarinnar, þjáningarinnar, þegar hann kann- aði þau reginmyrkur, sem þrautir og sorgir búa vonarsnauðum mönnum. Þess vegna kemur hann í fang sorginni á hryggðarstundu. Og sorgir þínar og þjáningar eru að verða hans, sem ekki þoldi að sjá fátæka ekkju fylgja síðasta ást- vini sínum og fyrirvinnu til grafar. Ef til vill varð honum þann daginn hugsað til annarrar móður á dauðans hæð, undir krossi. Elztu myndir, sem til eru af Skálholtskirkju frá fyrri tíð, eru frá síðustu dögum biskupsstóls- ins. Biynjólfskirkja er sú kirkja nú gjama nefnd, sem þar er sýnd. Tuminn er einkar vesæll og píslar- legur, eins og hann hafí verið gerður öldinni, þjóðinni og trú hennar til háðungar, deyjandi þjóð °g deyjandi trú. En uppi á spírunni gnæfír þó nokkur kross. Kross var og er ætíð hið foma tákn smánar, þjáningar og dauða, — en hann er einnig tákn þess, að hann er hjá þér, Frelsarinn krossfesti, þjáist í þjáning þinni, grætur með þér í einsemd þinni, deyr með þér á dauðans hæð — og enn er þó ekki allt talið. Hann deyr fyrir þig og sigrar dauðans vald og reginmyrkur fyrir þig, eins og Hallgrím. Hvort ég sef, vaki, sit eður stá í sælu og hættum nauða, krossi þínum ég held mig hjá, horfandi á blóð þitt rauða. Lát mig einninn, þá ævin þver, út af sofha á fótum þér, svo kvíði ég sízt við dauða. ÞÚ HEFIIR TÆKIFÆRI TIL AÐ NÝTA ÞÉR12 ÁRA REYNSLU SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉIAGSINS, - ÞÉR AD KOSTNADARLAUSU. <Juma flokka spariskírteina ríkis- sjóðs borgar sig að innleysa strax. Aðra ekki. okkra afflokkum spariskírteina borgar sig að eiga áfram. Alls ekki alla. pér tólf ára reynslu Fjárfestingarfélagsins ogfáðu upp- lýsingar og góð ráð við innlausn réttra spariskírteina. Líttu við hjá Fjárfestingarfélaginu í Hafnarstrœti, í Kringlunni, á Ráðhústorgi, og við hjálpum pér að velja pá lausn, sem hetitar pér best. FJÁRFESTINCARFÉIAGIÐ Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri Aðili að Verðbréfaþingi íslands Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin, Lífeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. Wxíðgjafar okkar hafa verið tólf ár í fararbroddi fyrir eigendur spari- skírteina. Aðstoð peirra hefur komið sér ómetanlega vel fyrir sparifjár- eigendur. Lttu við, — pað kostar pig ekki neitt! KfARABRÉF, MARKBRÉF, TEKJUBRÉF, BANKABRÉF, FÉFANGSBRÉF, NÝ SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS, ELDRI SPARISKÍRTEINI, TRAUST VERÐBRÉF i6nsePt. 1988: Kjarabréf 3,280 Tekjubréf 1,570 Markbréf 1,725 Fjölþjóðabréf 1,268 Skyndibréf 1,006

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.