Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Byggðarendi Voaim að fá til einkasölu glæsil. 300 fm einbhús á tveim- ur hæðum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Fasteignasala Árna Grétars Finnssonar, hrl., Stefán B. Gunnlaugsson, lögfr. Strandgötu 25, Hf., sími 51500. Hagkaup: íbúð á Sauðárkróki Til sölu er stór íbúðarhæð við Aðalgötu á Sauðárkróki. Einnig hentug fyrir félagasamtök eða skrifstofur. Upplýsingar í síma 91-685023 á kvöldin og í síma 95-5123 á Sauðárkróki. Atvinnuhúsnæði Höfum á skrá úrval af atvinnuhúsnæði í mörgum stærð- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu og víðar. Leigumiðlun húseigenda hf., löggilt leigumiðlun, símar 680510 og 680511. Síðumúli 34 Fyrirhugað er að selja fasteignina Síðumúla 34, Reykjavík. Eignin er samtals 5.621,2 fm og samanstend- ur af 9 sjálfstæðum einingum, verslunarhæð, skrifstofu- hæðum, íbúð (penthouse) og vörugeymslum. Til greina kemur að selja eignina í einu lagi eða einstakar eining- ar. Eigandi eignarinnar er Sölusamtök íslenskra mat- jurtaframleiðenda. Allar upplýsingar veitir Árni Vilhjálmsson hdl. í síma 681211. Lögfræðistofan Höfðabakka 9, Vilhjálmur Árnason hrl., Ólafur Axelsson hrl., Eiríkur Tómasson hrl. og Árni Vilhjálmsson hdl. Ljósritunar- og plöstunarfyrirtæki Vorum að fá í sölu vel kynnt Ijósritunarfyrirtæki, mjög vel búið tækjum. Tilvalið fyrir þá, sem vilja vinna sjálf- stætt. Góð viðskiptasambönd. Gott verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofu vorri frá og með mánu- deginum 12. september. Sími 688*123 Skipholti 50 C (gegnt Tónobíói) Kristján V. Kristjánsson viðskfr., Sigurður Öm Sigurðsrson viðskfr. Öm Fr. Georgsson sölustjóri. FASTEIGNA O HÖLLIN MIÐBÆR - HAALEITISBRAUT 58 60 35300-35301 Opið frá kl. 13-15 í smíðum - Suðurhlíðar Kóp. Glæsileg 2ja íbúða hús sem skiptist þannig: 2ja herb. jarðhæð 64 fm. Efri hæð: 7 herb. ca 200 fm + bílskúr og geymslur. Stærri íbúðin er á tveimur hæðum. Teikningar á skrifstofunni. Afh. í janúar 1989. Ártúnshöfði - byggingarstig Til sölu 585 fm iðnaðar- eða verslunarhúsnæði. Lofthæð neðri hæðar getur verið 3,5-6 metrar. Ath. enn er hægt að breyta húsinu eftir óskum kaupenda. Afh. áætluð um áramót. Teikningar á skrifstofunni. Hrainn Svavaraion sðluati.. Ólafur Þorláksson hri., ^ Leitað eftir starfsfólki á Akranesi og* Suðumesjum ÓVENJU illa hefur gengið að finna fólk til starfa hjá Hag- kaupum í Reykjavík að sögn Jóns Asbergssonar forstjóra. Því hef- ur verið gripið til þess ráðs að leita út fyrir höfuðborgarsvœðið eftir vinnuafli og hefur verið borið niður á Akranesi og í Keflavík. Jón sagði að óvenju erfítt hefði verið að fá fólk til starfa nú í haust, miðað við fyrri ár. í byijun september vantaði fólk í um 70 störf af um 700 störfum, eða sem næst 10% nauðsynlegs mannafla. í gær- morgun hafði tekist að ráða í um helming þessara starfa. Til þess að manna þessar stöður, hafa forráða- menn Hagkaupa gripið til þess ráðs að leita í nærliggjandi byggðarlög við höfuðborgarsvæðið og bjóða fólki þaðan vinnu. Fólkinu hefur verið boðið að fá ferðakostnað greiddan og helming ferðatímans á launum. Starfsmannastjóri Hagkaupa var á Akranesi fyrir viku síðan í þessu skyni og 1 gær var hann í Keflavík. Jón Ásbergsson sagði að ekki hefði orðið mikill árangur af Akraness- förinni, fjórar konur hefðu komið til viðtals og líklega ein ráðið sig til starfa af þeim. Hann hafði ekki upplýsingar um árangurinn í Keflavík. Jón sagði að venjulega þyrfti að ráða margt fólk á haustin. „Við fleytum okkur yfir sumarmánuðina með skólafólki, byijun september er síðan venjulega erfiðasti tíminn og nú er óvenju erfltt. Við höfum leyst þetta með mikilli yfirvinnu sem gengur ekki til lengdar. Þetta er merki þess að mikil eftirspum er eftir vinnuafli og um leið ein sönnun þess að niðurfærsluleiðin margumrædda er fjarstæðukennd hugmynd. Það þýðir ekki að ætla að lækka launin þegar fólk getur gengið beint út og fengið um leið vinnu annars staðar," sagði Jón Ásbergsson. Hann sagði að verið væri að kanna möguleika á að bjóða starfs- fólki aukna þjónustu, til dæmis bamagæslu, og hefði áhugi fólks í því sambandi verið kannaður. Ekki liggja fyrir enn endanlegar niður- stöður og ákvarðanir hafa ekki ver- ið teknar. Ása Ólafsdóttir. Kjarvalsstaðir: Sýning á myndvefnaði ÁSA Ólafsdóttir hefur opnað sýningu á myndvefnaði í hálfum vestursal Kjarvalsstaða. Sýning- in stendur til 2. október og verð- ur opin daglega frá kl. 14 til 22. Ása Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969-1973 og framhaldsnám við Konstindustriskolan Göteborgs Universitet 1976-1978. Hún hefur haldið Qölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Skáldsagnakeppni Æskunnar framlengd STÓRSTÚKA íslands hefur ákveðið að framlengja skáld- sagnakeppni sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli Æskunn- ar. í frétt frá Stórstúkunni segir að ekkert þeirra handrita sem borist hafa, uppfylli gæðakröfur útgefenda. I tilefni af 90 ára afmæli Æsk- unnar í október síðastliðnum, efndi Stórstúka íslands til skáldsagnas- amkeppni og vom áskilin réttindi til að taka hvaða handriti sem er eða hafna öllum. Alls .bárust sjö handrit en ekkert þeirra fullnægði gæðakröfum útgefenda. Af þeim sökum var ákveðið að framlengja skilafrest í keppninni til mafloka 1989. Verðlaunin sem í boði eru fyrir verðuga skáldsögu í þessari keppni eru 200 þúsund krónur, auk venju- legra ritlauna. Þátttakendur í keppninni eiga að senda handrit, merkt dulnefni, til Stórstúku íslands, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Dómnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða handriti sem er eða hafna öllum, segir í fréttinni frá Stórstúkunni. BIFREIÐAUTBOÐ nk. þriðjudag. SALA VARNARLIÐSEIGNA. Námskeið í kyudo, japanskri bogfimi UNDANFARIN ár hefur hópur manna hér á landi lagt stund á japanska bogfimi-kyudo. Bog- fimi hefur frá alda öðli verið stunduð í Japan og notið mikillar virðingar. Aðeins æðsta stétt jap- önsku stríðsmannanna, samurai, fengu að bera og nota boga. Þegar mikilvægi bogans i hern- .aði minnkaði breyttist kyudo í listgrein, sem nú er stunduð víða um heim. - Þó vestræn bogflmi og kyudo eigi ýmislegt sameiginlegt eru grundvallarmarkmiðin ólík. Þó skotið sé á mark í kyudo er aðal- áherslan lögð á bogmanninn sjálfan en ekki það að hitta markið hvað sem það kostar. Búnaður er einnig ólíkur, sem og grunntækni. í kyudo er í byijun lögð áhersla á að ná valdi á réttri líkamstöðu, öndun og samræmingu hreyfinga. Þegar þessu marki er náð kemur það af sjálfu sér, að bogmaðurinn hittir markið. íslenska kyudofélagið er aðili að Kyudosambandi Evrópu. Á hveiju ári eru haldin alþjóðleg námskeið í einu aðildarríkjanna, nú síðast í París í ágústmánuði sl. Námskeiðin eru undir stjóm Japanska kyudo- sambandsins og senda þeir þangað sína bestu kennara. í kyudo eru veitta kyu- og dan-gráður sambæri- legar við það sem tíðkast í kendo, júdó og karate. Þessar gráður eru veittar af Japanska kyudosamband- inu. Á íslandi hafa 5 einstaklingar náð dan-gráðu, sá sem lengst hefur náð 4. dan. Kyudo er jafnt fyrir konur sem karla frá 18 ára aldri. Formaður íslenska kyudofélagsins er Elsa Guðmundsdóttir. Fyrir- hugað er að taka inn takmarkaðan Qölda nýrra nemenda á næstunni og verður það nánar auglýst síðar. (Fréttatilkynning) . _ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.