Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 30 Rætt við Millý Sigurðsson Storm, sem fyrir skömmu var stödd hér á landi í fyrsta sinn í fimmtán ár Morgunblaðið/Þórdís S. Aikman „Hætt að reykja, hætt að drekka og farin að hjóla út um allar triss- ur. Nú er ég hrædd um að íslenskir vinir minir hristi hausinn og hugsi með sér að þetta hljóti að vera viðtal við einhverja aðra Millý.“ „Held alltaf eina hangi- kjöts-veislu á ári fyr- ir vini mína í Noregi“ „Hvar er allt fólkið?“ spurði Millý, um Ieið og við tylltum okkur á bekk, innan um öll blómin á Austurvelli. Ég leit í kring um mig og þvi næst á klukkuna. Það voru mjög fáir á ferli, það var alveg rétt. „Það er sunnudagur,“ sagði ég, ein- faldlega vegna þess að það var það fyrsta sem mér datt í hug. Millý horfði hálfund- arlega á mig og af svipnum gat ég ráðið að hún hafði gert sér grein fyrir því. „Fólk er rétt að rumska núna,“ flýtti ég mér að bæta við. í því sló Dómkirkju- klukkan tvö. „Jæja,“ sagði Millý og glotti út í annað. Þegar ég hafði klórað í bakkann dágóða stund, út- skýrt fyrir henni að um helgar væri miðbærinn I hálfgerðu móki — borgárbú- ar margir hverjir stungnir af í sveitina, aðrir í sund eða bara í kaffi til kunningj- anna, stoppaði hún mig af og sagði skellihlæjandi: „Ég bara spurði.“ illý Sigurðsson Storm heitir hún fullu nafni og er fædd og uppalin í Reykjavík — nánar tiltekið á Suðurgötu 6. Faðir hennar var norskur, móðirin íslensk en þeg- ar Millý var aðeins þriggja ára flutt- ust foreldrar hennar til Noregs. Eft- ir það ólst hún upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Millý og Ásgeiri Sigurðssyni, aðalræðismanni. „Ég held að ég hafí verið mjög hamingju- samt bam,“ sagði Millý, „enda voru afí minn og amma yndislegt fólk. Það var því mikið áfall, er ég missti ömmu, aðeins tólf ára gömul. Stuttu síðar lést svo uppeldisbróðir minn, Walter Sigurðsson, af slysförum. Það var alveg hræðilegt. Nú, þegar ég var flmmtán — þá sendi afí mig út til Englands í skóla. Þremur vik- um eftir að þangað kom fékk ég svo skeyti að heiman, þar sem mér var tilkynnt að afí væri dáinn. Þá hrundi heimurinn fyrir mér. Þegar ég lít til baka fínnst mér því sem sorg og söknuður hafí aðallega einkennt þessi unglingsár," upplýsti hún. Engu að síður hélt Millý áfram að læra — stundaði tungumálanám í ein þijú ár í enskum og þýskum skólum. Eftir heimkomuna starfaði hún hjá breska sendiráðinu allt til ársins 1942, er hún lagði land undir fót að nýju, fluttist búferlum til Bret- lands, ásamt þáverandi eiginmanni sínum, norskum flugmanni,- sem hún kynntist hér á landi. Síðan hefur heilmikið vatn til sjávar runnið. Tengslin við ættjörðina hafa þó aldr- ei rofnað — hún skrifast enn á við vini sína hér á landi, hefur margoft komið hingað í heimsóknir og íslenskan hennar er lýtalaus. Þegar Millý kom hingað til lands, nú í sum- ar, hafði hún ekki litið landið sitt augum í fjöldamörg ár. Eiginlega allt of mörg. „Fimmtán ár eru allt of löng fjarvera frá fósturjörðinni," segir hún. Við höfðum setið á bekknum dijúga stund, þegar Millý sagði allt í einu: „Æ, mér þykir nú alltaf svol- ítið vænt um Austurvöllinn. Ég á svo margar minningar tengdar þess- um stað. Héma steig ég meðal ann- ars mín fyrstu spor, tölti við hliðina á afa mínum og ríghélt í hendina á honum, dauðhrædd við allt þetta stóra fólk,“ bætti hún við og horfði dreymnum augum fram fyrir sig. „Svo fjölgaði árunum, fætumir styrktust og fyrr en varði var ég farin að spásséra hér um með vin- konum mínum í sportsokkum og spariskóm, rölti rúntinn eins og sagt var. Ég get sagt þér það að strákam- ir voru sko sjentilmenn í þá daga — alveg fram í fíngurgóma," sagði hún og gaf mér létt olnbogaskot. „Nú, Amor lét ekki sitt eftir liggja, frekar en fyrri daginn. Hann var sko óspar á örvamar sínar í miðbænum. Og sjaldan brást honum bogalistin. Ætli hann hafí ekki bara hangið þama utan í Jóni Sigurðssyni með bogann á lofti og brætt þannig hjörtu ungra jafnt sem aldinna," hélt hún áfram og glotti stríðnis- lega, um leið og hún benti á blessað- an forsetann. „Það er kannske eins gott að þessi ágæti karl getur ekki kjaftað frá. Þau eru nefnilega ófá leyndarmálin, sem hann Jón á stall- inum lumar á.“ Þrumur og eldingar Þar sem veðrið var ekki upp á marga físka þennan ágæta sunnu- dag, fórum við inn í hlýjuna á Hótel Borg og fengum okkur kaffítár. Mér lék forvitni á að vita hvers vegna ung Reykjavíkurmær hefði, í miðri seinni heimsstyijöldinni, ákveðið að yfirgefa landið sitt og flytjast til Bretlands, þar sem ástandið var vægast sagt ótryggt. „Ooo, ég var hrædd, þér er óhætt að trúa því,“ svaraði Millý. „Ég var alveg hreint skelfíngu lostin. En maðurinn minn hafði skyldum að gegna í London og þá þótti það sjálfsagt mál að konan fylgdi með. Við fórum í skipa- lest héðan til Skotlands og þaðan beina leið til London. Ég gerði mér enga grein fyrir út í hvað ég var að fara. London var á þessum tíma óhugguleg borg, svo ekki sé nú meira sagt. Loftárásir daglegt brauð og óöryggið allsráðandi. Enn þann dag í dag er mér m.a.s. meinilla við þrumur og eldingar, ég fæ hnút í magann og verð mjög óstyrk. I þrumuveðri hrannast upp endur- minningar — minningar um hin hroðalegu V2-flugskeyti, sprengjur, kvíða og sorg. Hefði' ég vitað það fyrirfram hvað beið mín í Englandi, þá hefði ég trúlega aldrei farið. En hvað um það, í London bjó ég til stríðsloka og þar átti ég bæði ömur- legustu og gleðilegustu stundir lífs míns. Einkasonur minn, Bjöm As- geir, kom nefnilega í heiminn þama úti og þá birti svo sannarlega til í mínu lífí,“ sagði Millý og lagði áherslu á hvert orð. Það var í júlí 1945 sem Millý og eiginmaður henn- ar komu til Osló og skömmu síðar slitu þau hjónin samvistum. „Þá kom sér vel að hafa einhverja menntun," fullyrti Millý. „Ég verð honum afa mínum ævinlega þakklát fyrir að hafa kostað mig til náms. Tungu- málakunnáttuna nýtti ég mér í tíu ár — vann við hraðritun bæði á norsku og þýsku. Hin síðari ár hef ég svo unnið dálítið við þýðingar, svona í hjáverkum. Það er því óhætt að segja að námsferðin sú hafí borg- að sig.“ Ástfangin upp fyrir haus — En hvarflaði það aldrei að þér að flytja aftur heim til íslands? „Jú, blessuð vertu,“ svaraði Millý. „Ég ætlaði alltaf að flytja heim, var um það bil að fara að pakka niður, — en þá varð á vegi mínum yndisleg- ur Norðmaður, Johann Storm, raf- magnsfræðingur. Ég varð náttúru- lega ástfangin upp fyrir haus, giftist honum og flutti til Holmestrand, sem er lítill bær, 70 km utan við Osló. Þar hef ég svo búið í tæp þijátíu ár — og er ennþá ástfangin upp fyrir haus,“ bætti hún hálf-feimnislega við. „Ég fer ekkert ofan af því að hann Johann er besti maður í heimi. Hann hefur reynst Bimi Ásgeiri sem besti faðir og alltaf dekrað við mig á alla kanta. Ég er afskaplega hepp- in kona. Okkur líður líka mjög vel í þessum litla bæ — þar eigum við lítið hús með fallegum garði og af- skaplega góða vini. Bjöm Ásgeir og konan hans búa aðeins í 70 km fjar- lægð ásamt bamabömunum tveim- ur. Svo þau em líka í seilingarfjar- lægð. Er hægt að óska sér einhvers frekar?" spurði hún. „Besta vinkona mín í Holmestrand er töluvert yngri en ég og mikil hugsjónakona. Hún á sæti í bamavemdamefnd og hefur meðal annars ættleitt þijú böm frá Kóreu. Þessi kona er alveg sérstök. Maðurinn hennar er verkfræðingur og þau hafa ferðast um allan heim, m.a. búið á Indlandi. í fleiri ár hefur hún svo unnið fyrir félagasamtök, sem móðir Theresa stofnaði og kennd em við hana. Böm þriðja heimsins eiga hug hennar allan og hún ferðast um landið og heldur fyrirlestra um ástand þessara mála, safnar fé o.s.frv.," upplýsti Millý, auðheyranlega stolt af vinkonu sinni. „Það væri synd að segja að maður væri einangraður í Holmestrand, með svona litríka og frábæra vini.“ „Annars lifum við tiltölulega ró- legu og heilbrigðu lífí,“ hélt hún áfram. „Við reykjum hvorki né drekkum, fömm allra okkar ferða á reiðhjólum á sumrin og örkum svo um á skíðum á vetuma. Maðurinn minn hefur nefnilega alltaf verið mikill skíðagarpur og hann er farinn að draga mig með, sjötuga konuna." Skyndilega færðist prakkarasvipur yfír andlit Millýar og í kjölfarið fylgdi skellihlátur. „Ef þú birtir þetta, þá er ég hrædd um að íslensk- ir vinir mínir hristi hausinn og hugsi með sér að þetta geti varla verið viðtal við þá Millý, sem þeir þekkja. — Ég skal alveg viðurkenna, að í gegnum tíðina hef ég heldur ekki lifað neinu sérstöku hollustu-lífí. En batnandi manni er best að lifa, ekki satt?“ — Ég kinkaði kolli, vissulega er töluvert til í því. Á Sprengisandi vinsælasta lagið — Hvemig fannst Millý svo að koma hingað heim eftir öll þessi ár? „Það hafa orðið miklar breytingar á borginni minni," sagði hún, „sum- ar til bóta, aðrar ekki. Mér fínnst frábært að sjá öll gömlu húsin, sem hafa verið gerð upp og endurbyggð. Það er virkilega jákvæð þróun. Hins- vegar líst mér engan veginn á nýja ráðhúsið við ljömina;“ bætti hún við ákveðin í bragði. „Ég botna bara ekkert í því hvemig þeim datt þessi fásinna í hug. Tjömin er perla Reykjavíkur og ábyggilega eiga flestir borgarbúar minningar tengd- ar henni. Ég lék mér þama hjá gömlu Bámnni í „den tid“ og er þess vegna dálítið annt um þennan blett. Þetta er eiginlega það eina sem ég get sett út á hér. Ánnað er ég nokkuð sátt við,“ sagði hún. „Við höfum líka ferðast mikið í þessari heimsókn, skoðað landið betur en nokkum tímann fyrr. Við fómm í Bláa lónið um daginn og vomm bæði yfír okkur hrifin af því. Síðan fómm við að Skógum og skoðuðum safnið þar, sem er afskaplega skemmtilegt. Johann hefur svo mik- inn áhuga á öllu gömlu. Eftir að hann kómst á eftirlaun tók hann að sér svona safn í Holmestrand, ekki ósvipað þessu að Skógum. Nú, svo fómm við austur undir Eyjafjöll, í grenjandi rigningu og háváðaroki — og nú get ég loks með góðri sam- visku sagst hafa komið á Hlíða- renda, þar sem hann Gunnar bjó. Gunnar virðist nefnilega vera í miklu uppáhaldi hjá Norðmönnum og þeir kunna Njálu utanað. Gamla fólkið er sérstaklega vel að sér um land og þjóð. Undanfarin tíu ár hef ég spilað á píanó þrisvar í viku í félag- smiðstöð eldri borgara í Holme- strand. Og þar er oft fjör. — Og veistu hvaða lög gera mesta lukku þar?“ spurði Millý. „Það em sko íslensku lögin — og efst á vinsælda- listanum er lagið „Á Sprengisandi“. Mér þykir óskaplega vænt um það.“ — Fórstu kannski að læra á píanó um leið og þú tókst upp hina heil- brigðu lífshætti? spurði ég. „Neeei, píanóið hefur fylgt mér alveg frá bamæsku,“ upplýs- tiMillý.„Ég var send í píanótíma til ínu Eiríks, þegar ég var aðeins 7 ára gömul. Ég man að ég átti að mæta tvisvar í viku og þá daga varð ég að fara á iætur klukkutíma áður en ég átti að mæta í skólann, til að æfa mig á píanóið. Amma mín var afskaplega góð við mig, en ströng engu að síður og frá þessari reglu hvikaði hún aldrei. Ég var í tímum hjá ínu í sjö ár og síðan hjá Dr. Urbancic í ein fjögur. Ég gæti ekki verið án píanósins," fullyrti hún. Hangikjöt og harðfiskur Þegar hér var komið sögu gerði Millý hlé á máli sínu og horfði fjar- rænum augum út um gluggann á Hótel Borg. Einhverra hluta vegna áræddi ég ekki að tmfla hana, þótt- ist vita að í huganum væri hún horf- in mörg ár aftur í tímann. Eftir dágóða stund rauf hún sjálf þögnina og sagði: „Þrátt fyrir öll þessi ár, sem ég hef nú búið í Noregi, þá verð ég alltaf íslendingur í hjarta mínu. Eg er ótrúlega stolt af upp- mna mínum og yfírleitt öllu því, sem íslenskt er — eins og t.d. Vigdísi og Halldóri Laxness. Eg les líka mikið af íslenskum bókmenntum, var rétt að enda við bókina um konuna hans Halldórs, Auði Laxness. Ég hafði virkilega gaman af þeirri bók, enda man ég svo vel eftir þeim systmm. Þær bám út Moggann á Suðurgöt- unni og ég man að afí var svo of- boðslega hrifínn af þeim. Hann var svo hrifínn af þeim, að ég varð meira að sega pínulítið afbrýðisöm," bætti hún við og brosti út í annað. „Hér heima á ég líka afskaplega góða og trygga vini, sem hafa reynst mér vel í gegnum árin. Nægir þar að neftia hana Laugu vinkonu, Sig- urlaugu Jóhannsdóttur. Við emm búnar að vera vinkonur í hálfa öld, hvorki meira né minna. Einar Öm Bjömsson, héraðsdýralæknir á Hvol- svelli og kona hans, Laufey — þau em líka góðir vinir okkar. Að ógleymdri minni yndislegu fjöl- skyldu, sem á hveiju ári sendir mér hangilqot og harðfísk. Og sá hátí- ðamatur gerir sko lukku í Holme- strand. Ég held nefnilega alltaf eina hangikjötsveislu á ári og þá að sjálf- sögðu með kartöflumús og uppstúf — Það em engin jól án þess.“ Viðtal: Inger Anna Aikman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.