Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 33

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 33 Hvað gerist þegar Víetnamar fara frá Kambódíu? ■ Pol Pot (1979): hefur ekki sézt árum saraan. marga foringja og óbreytta liðs- menn.“ Rauðu Khmeramir hafa reynt að grafa undan þeim sáttaumleitun- um, sem hafa farið fram, og aukins þrýstings frá þeim hefur gætt í þorpum í Kambódíu. í vor héldu þeir því fram að þeir hefðu grafið undan stjóm Víetnama í þúsundum þorpa með þeim árangri að Víet- namar hefðu orðið að flytja mikil- vægar hersveitir frá thailenzku landamæmnum til að veija þorp inni í landi. „Sú aðferð óvinarins að loka vesturlandamæmm Kambódíu hefur gersamlega mis- tekizt,“ sagði útvarpsstöð þeirra. Nýlega sagði Son Soubert, einn af leiðtogum Þjóðfrelsisfylkingar Sons Sanns, að Rauðu Khmeramir hefðu tekið nokkur þorp í Kambódíu her- skildi og ætluðu að breyta þeim í bækistöðvar. Allt þetta ár hafa Rauðu Khmer- amir verið í óða önn að koma fyrir vopnum í búðum sínum á landa- mæmnum og flytja þau þaðan til Kambódíu. Þeir hafa látið lítið á sér bera og ekki staðið fyrir skæm- árásum. Þeir láta her Sihanouk- sinna um að beijast, taka ekki leng- ur þátt í samræmdum aðgerðum með þeim og reyna jafnvel að veikja þá. Þannig bendir allt til þess að Rauðu Khmeramir búi sig undir að heija sjálfstæða sókn gegn stjóm- inni í Phnom Penh og hrifsa völdin eftir boðaða brottför Víetnama. Vera má að þeir hafi falið svo mik- ið magn vopna að þeir geti barizt mánuðum og ámm saman, ef vopnasendingar til þeirra verða stöðvaðar. Ógnarstjórn í vor stöðvuðu starfsmenn SÞ matvælasendingar til einna af búð- um Rauðu Khmeranna vegna þess að þeir neituðu að leyfa þeim að fylgjast með dreifingu matvælanna og tryggja að þau fæm ekki til skæmliða hreyfíngarinnar. Fólkið í þessum búðum býr greinilega við ógnarstjóm. Verst er ástandið í búðum er kallast „Stöð 8“, þar sem 32.000 flóttamenn hafast við. Þar hafa óbreyttir borgarar, sem hafa neitað að bera skotfæri inn í Kambódíu, gagnrýnt Rauðu Khmerana eða reynt að flýja, verið fangelsaðir, settir í „endurmennt- unarbúðir" og fengið hótanir um að fjölskyldur þeirra verði sviptar ■ Þjóðvarðliðar sem eiga að taka við af Víetnömum: tekst þeim að hrinda nýrri sókn Rauðra Khmera? ■ Fómarlömb Pols Pots: minningar um þjóðarmorð. matarskammti. Fyrrverandi skæmliði Rauðra Khmera, sem hljópst undan merkj- um, sagði nýlega að rúmlega 60% fólksins í Stöð 8 vildi flýja. „Ég var burðarmaður," sagði hann, „og varð að fara yfír landamærin á hveijum degi með skotfæri, sprengjuvörpur og B-40-flugskeyti. I Stöð 8 mátt- um við ekki ræða við útlendinga, senda bréf til ættingja erlendis og láta skoðanir opinskátt í ljós.“ Einn af leiðtogum Rauðu Khmer- anna viðurkenndi í vor að 200-500 burðarmenn fæm með skotfæri inn í Kambódíu í hveijum mánuði og að um 15-30 manns hefðu flúið búðimar í hveijum mánuði. Ofbeldi hefur aukizt til muna í flóttamanna- búðunum og sjálfsmorðum hefur fjölgað. Um nokkurt skeið hafa Rauðu Khmeramir reynt að breyta nei- kvæðum hugrmyndum um hreyfíngu þeirra og sýnast hófsamari og „virðulegri". Margir yngri leiðtoga þeirra hafa komizt í nánari snert- ingu við Vesturlönd síðan skæmlið- amir og fjölskyldur þeirra hrökkl- uðust inn í Thailand eftir stórsókn Víetnama 1984-1985. Þeir viður- kenna að hreyfíngunni hafi orðið á „mistök" þegar hún var við völd og segja að þau verði ekki endurtek- in, þótt fáir Kambódíumenn trúi því. Því er jafnvel haldið fram að Rauðu Khmeramir muni efna til lýðræðislegra kosninga og sætti sig nú við ýmis atriði kapítalisma, en því er heldur ekki trúað. Hvar er Pol Pot? „Rauðu Khmeramir hafa ekki breytzt — takmark þeirra er enn að ná fullkomlega völdunum," sagði vestrænn stjómarerindreki í Bang- kok nýlega. Þótt minni áherzla sé lögð á hugmyndafræði en áður em skæmliðamir undir jámaga. „Þetta em sömu laumulegu, vel öguðu samtökin og áður,“ segir annar stjómarerindreki, „þau lúta stjóm sömu gömlu leiðtoganna og talsvert margir skæmliðar þeirra em innan landamæra Kambódíu." Pol Pot hefur ekki sézt ámm saman og þVi hefur verið haldið fram að hann hafi dregið sig í hlé, en fullvíst er talið að hann sé enn sem fyrr aðalleiðtogi Rauðu Khmer- anna. Hann mun vera í felum ein- hvers staðar í Suðvestur-Kambódíu, rétt hjá landamæmm Thailands, en talið er að hann bregði sér oft til ■ Víetnamar hörfa: farnir 1990? Peking og Bangkok, lfklega vegna vanheilsu. Sihanouk segir að hann þjáist alltaf við og við af malaríu og fleiri kvillum. Flóttamönnum hefur verið sagt að hann ráðfæri sig við herforingja sína, en hitti aldrei óbreytta stuðningsmenn. Erlendir gestir ræða stundum við Leng Sary og konu hans, Leng Thirith, sem margir telja pólitíska „kommissara" hreyfíngarinnar. Al- mennt er talið að þau hafí borið aðalábyrgðina á fjöldamorðunum auk Pol Pots og konu hans, Khieu Pommary, sem er systir Lengs Thi- riths. Illræmdasti „umdæmisleið- togi“ Pol Pots, Ta Mok, er einnig valdamikill. Hann missti annan fót- inn í slysi fyrir nokkmm áram og Sihanouk kallar hann „Himmler Pol Pots“. Aðalfulltrúi Rauðu Khmeranna á fundum erlendis og á blaðamanna- fundum, sem em fátíðir, er Khieu Samphan, sem er hagfræðingur frá frönskum háskóla og ferðaðist tals- vert um Evrópu á námsámm sínum. Hann er sagður „hófsamasti" leið- togi Rauðu Khmeranna, en sérfræð- ingar telja að hann hafi mótað þá róttæku stefnu, sem olli hörmung- unum 1975-1978. Fyrir skömmu komust yfírvöld í Thailandi yfír skjal, sem mun hafa að geyma áætlun Rauðra Khmera um valdatöku og útrýmingu óvina þeirra. Erlendur stjómarerindreki kvað þetta skjal „hrollvekjandi", en verið er að kanna hvort það er ósvikið. Vígvöllur á ný? Hvað sem því líður gætir vax- andi uggs í Kambódíu um að landið kunni að breytast aftur í blóðvöll vegna fyrirætlana Rauðu Khmer- anna og að þéir muni gera það að „mauraþúfu“ á ný. Fréttaritarar segja að ekki sé óalgengt að heyra fólk í Phnom Penh tala um að það muni fyrirfara sér, ef Rauðu Khmerámir nái aftur völdunum. Margir hafa flúið frá Phnom Penh til búða á landamæmm Thailands og skilið eftir aleiguna. Þessi ótti gerir vart við sig á sama tíma og Kambódíumenn hafa loksins verið að ná sér eftir hörm- ungamar fyrir 10 ámm. Phnom Penh hefur smám saman verið að vakna aftur til lífsins. Umferð hefur aukizt á götunum, ný veitingahús hafa sprottið upp, bænahús hafa verið endurreist og menningarvakn- ing hefur átt sér stað. Einkafram- tak hefur verið leyft að einhveiju msirki og minni áherzla er lögð á samstöðu með Víetnömum en áður, en enn er skortur á hrísgijónum. Nú virðast einna helzt vera bundnar vonir við breytta afstöðu Kínveija, sem hafa nú síðast lagt til að Kambódíumálið verði leyst með svipuðum hætti og deilan í Afghanistan — þ.e. með þeim hætti að Víetnamar fái níu mánuði til að flytja allt herlið sitt burtu undir alþjóðlegu eftirliti. Kínveijar vilja bæta sambúðina við Rússa og lögðu fram tillögur sínar í viðræðum við Igor Rog- achev, varautanríkisráðherra Sov- étríkjanna, í Peking fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt sovézkri heim- ild bað Rogachev Kínveija að veita Pol Pot hæli og tryggja að hann kæmist ekki aftur til valda í Kambódíu. Kínveijar gáfu í skyn að það ætti að reynast unnt og bára til baka fréttir um að Pol Pot væri í Peking að leita sér lækninga. Að sögn stjómarerindreka vom Rússar sammála því að nauðsynlegt væri að Víetnamar hörfuðu fljótt frá Kambódíu, en þeir munu hafa sett það skilyrði að Kínveijar stöðv- uðu vopnasendingar til Rauðu Khmeranna meðan Víetnamar hörf- uðu. Kínveijar sögðu að þeir mundu halda áfram að senda Rauðu Khmemnum hergögn, því að Víet- namar styddu enn við bakið á stjóminni í Phnom Penh. Kínveijar vildu að alþjóðlegt friðargáezlulið á vegum SÞ fylgdist með brottflutn- ingi Víetnama, en Rússar vora því andvígir. Hins vegar lýstu þeir sig fylgjandi „alþjóðlegu eftirliti" án skilgreiningar og tjáðu sig fúsa að ábyrgjast lausn á Kambódíu-deil- unni ásamt Kínveijum. GH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.