Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1,, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Við upphaf
Olympíuleika
Orðið heimsviðburður hefur
þá hefðbundnu merkingu
í íslensku að um sé að ræða
atburð er skiptir sköpum í
mannkynssögunni. Spuming er
hvort þessi merking fari ekki
að breytast á þann veg, að um
sé að ræða atburð, sem allur
heimurinn getur fylgst með á
sama tíma fyrir tilstilli fjar-
skiptatækninnar. Á þetta ekki
síst við um íþróttir.
Aðafaranótt laugardags hóf-
ust Ólympíuleikamir í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu, og eru
þeir sannkallaður heimsvið-
burður. Með þeim er unnt að
fylgjast beint um allar jarðir í
sjónvarpi. Mönnum þótti mikið
til tækninnar koma þegar leik-
amir voru í Los Angeles fyrir
fjórum ámm og ætla Suður-
Kóreumenn ekki að vera eftir-
bátar Bandaríkjamanna að
þessu leyti. Fyrir okkur sem
emm andbýlingar Suður-
Kóreumanna á jarðarkringlunni
veldur það helst óþægindum,
að tíminn er ekki hinn sami
alls staðar þannig að við verð-
um helst að vaka á nóttunni,
ef við ætlum að fylgjast með
atburðum um leið og þeir ger-
ast. Á hinn bóginn getum við
huggað okkur við að rækilega
verður sagt frá öllu til dæmis
hér í Morgunblaðinu og unnt
er að endursýna það sem hæst
ber.
í sjö ár hafa Suður-Kóreu-
menn unnið sleitulaust að því
að undirbúa Ólympíuleikana og
varið til þess 132 milljörðum
íslenskra króna. Þótt á ýmsu
hafí gengið í stjómmálum
landsins og þar sé við margan
og magnaðan vanda að etja,
hefur markvisst verið stefnt að
því að leikamir yrðu þjóðinni
lyftistöng og sköpuðu henni
nýjan sess í samfélagi þjóð-
anna. í því efni hefur verið á
brattan að sækja, einkum gagn-
vart kommúnistaríkjunum, en
leikamir í Seoul slá sjálfír mörg
met. Til dæmis em fulltrúar frá
161 þjóð á leikunum og hafa
þátttökuríkin aldrei verið fleiri.
Iþróttamennimir em einnig
fleiri en áður eða 10.626 og
með þeim 4.266 opinberir full-
trúar en tæplega 14.000 blaða-,
frétta- ogtæknimenn hafajafn-
framt verið skráðir til að fylgj-
ast með öllu er fram fer.
í tilefni Ólympíuleikanna
hittast íþróttafrömuðir hvað-
anæva úr heiminum og ráða
ráðum sínum. í tengslum við
leikana nú var það afráðið, að
hér á landi færi fram heims-
meistarakeppni í handbolta
1995. Upphaflega hafði markið
verið sett á árið 1993 en þá
hljóta Svíar hnossið. Þótt svo
hafí farið em forvígismenn
handboltans ánægðir með nið-
urstöðuna í Seoul. Nú ríður á
miklu að þannig verði staðið
að öllum undirbúningi undir
þetta mót að um það náist góð-
ur friður og eining og með
traustum rökum verði sýnt
fram á að skynsamlegt sé að
veija opinbemm fjármunum í
framkvæmdir vegna keppninn-
ar.
Við íslendingar sendum 32
íþróttamenn til Seoul er keppa
þar í handbolta, sundi, frjálsum
íþróttum, siglingum og júdó.
Er íslenski hópurinn íjölmenn-
ari en nokkm sinni fyrr. Tvisv-
ar sinnum höfum við átt fulltrúa
á verðlaunapalli á Óljmipíuleik-
um, 1956 þegar Vilhjálmur Ein-
arsson vann silfurverðlaun í
þrístökki í Melboume og 1984
þegar Bjami Friðriksson hlaut
bronsverðlaun í júdó í Los
Angeles. Allar þjóðir óska þess
að sjálfsögðu að sem flestir úr
þeirra liði komist á verðlauna-
pallinn og í upphafí keppninnar
í Suður-Kóreu em íslensku
íþróttamönnunum sendar slíkar
óskir og hlýjar kveðjur.
HörmulegT
slys
Einhver verstu ótíðindi sem
menn vakna upp við em
fréttir af hörmulegum dauða-
slysum í umferðinni. Slíkt slys
varð á föstudagskvöld á vegin-
úm í Gnúpverjahreppi. Varúð
verður aldrei nógsamlega brýnd
fyrir vegfarendum. Hvað sem
líður kvíðafullum umræðum um
mikla vá er steðji að mannkyni
vegna styijalda og annarra
hamfara af mannavöldum á
atómöld er hitt okkur miklu nær
í daglegu lífí sem gerist á göt-
unum og þjóðvegunum í ná-
grenni okkar. .
Morgunblaðið sendir þeim
sem eiga um sárt að binda
vegna hins sorglega atburðar á
föstudagskvöld innilegar sam-
úðarkveðjur og biður þann sem
öllu ræður að veita þeim styrk
og blessun.
Ríkisstjómir koma og fara
en það skiptir veralegu
máli fyrir stjómmála-
starfsemina í landinu
hvemig það ber að t.d.
að ríkisstjóm fari frá
völdum. Þess vegna hef-
ur verið heldur ömurlegt
að fylgjast með því síðustu sólarhringa og
þó sérstaklega frá því síðdegis í gær, föstu-
dag, hvemig samstarf núverandi stjómar-
flokka og foiystumanna þeirra hefur liðast
í sundur í augsýn alþjóðar. Þetta er fá-
mennt þjóðfélag, sem í meira en þúsund
ár hefur átt við að stríða sundurlyndi og
hatrammar deilur milli manna. Sú sundr-
ung leiddi til þess á sínum tíma, að ísland
komst undir erlend yfírráð.
Forystumenn í stjómmálum verða að
geta unnið saman, þrátt fyrir skiptar skoð-
anir. Samskipti þeirra hafa yfírleitt verið
vinsamleg a.m.k. síðustu þijá áratugi.
Fyrir þann tíma var harkan í stjómmála-
baráttunni hins vegar gífurleg um skeið
og tíðarandi og viðhorf náttúrlega allt
önnur en nú. En í stjómmálabaráttunni
verða menn alltaf að hafa í huga, að dag-
ur kemur eftir þennan dag. Þótt samstarf
rofni nú verða menn að geta tekið höndum
saman síðar.
Því miður er veraleg hætta á því —
eftir atburði föstudagsins — að forystu-
menn ríkisstjómarinnar skilji á þann veg,
að samstarf á milli forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins annars vegar og Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks hins vegar
verði erfítt á næstu mánuðum og jafnvel
misseram. Það væri hörmulegt, ekki að-
eins fyrir þá einstaklinga og stjómmála-
flokka, sem hlut eiga að máli, heldur einn-
ig fyrir þjóðina sjálfa og framtíðarhags-
muni hennar, ef samstarfi flokkanna
þriggja lýkur með þeim hætti, sem sjá
mátti í sjónvarpsstöðvunum sl. föstudags-
kvöld.
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks var að vísu
ekki óskastjóm nokkurs manns, þegar hún
var mjmduð. Hún varð til einfaldlega vegna
þess, að ekki var.annar raunhæfur mögu-
leiki á myndun meirihlutastjómar, eins og
Alþingi var skipað að kosningum loknum.
Auðvitað hefði verið hægt að mynda fjög-
urra flokka vinstri stjóm en foringjar
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks
- treystu sér ekki í slíkt stjómarsamstarf,
enda vora samskipti þeirra fyrir og eftir
kosningar með þeim hætti, að þá var afar
erfítt að fá þá til samstarfs í ríkisstjóm.
Það var líka þingmeirihluti á bak við ríkis-
stjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Borgaraflokks. En eftir klofninginn í Sjálf-
stæðisflokknum, veturinn 1987, sem leiddi
til stofnunar Borgaraflokksins, var óhugs-
andi á þeim tíma, að þeir tveir flokkar
gengju til samstarfs í ríkisstjóm.
Þetta vora meginástæðumar fyrir því,
að flokkamir þrír tóku höndum saman
þótt öllum væri ljóst, að samstarf þriggja
flokka, ekki sízt þessara þriggja, yrði afar
erfítt, eins og raunin hefur líka orðið. Það
hefur komið æ betur í ljós síðustu mán-
uði, að erfiðleikamir í samstarfínu hafa
ekki fyrst og fremst byggzt á ólíkum sjón-
armiðum um málefni, þótt þau séu að sjálf-
sögðu til staðar, heldur hafa samskipti
foringja flokkanna verið stirðari en dæmi
era um frá því á sjötta áratugnum. Að
því leyti til má segja, að sú staða, sem nú
er komin upp, sé í eðlilegu framhaldi af
framvindu mála síðustu mánuði.
Hvað er framundan?
Þegar þetta er ritað á laugardags-
morgni er ekki ljóst hver hin endanlega
niðurstaða verður en ekki er úr vegi, eins
og mál hafa þróazt, að íhuga hvað við
muni taka fari núverandi ríkisstjóm frá
völdum. Auðvitað liggur beint við að tala
um kosningar. En þá er á tvennt að líta:
í fyrsta lagi ér Ijóst, að umræðumar um
efnahagsmál á vettvangi ríkisstjómarinnar
undanfamar vikur hafa skapað mikla
óvissu í landinu. Staða undirstöðuatvinnu-
vega er mjög erfíð. Fjölmörg fyrirtæki,
sem skipta miklu máli í atvinnulífí ein-
stakra byggðarlaga, standa frammi fyrir
lokun og jafnvel gjaldþroti. Við slíkar að-
stæður þurfúm við á öðra að halda en
því, að kosningabarátta standi hér í all-
margar vikur án þess, að til nokkurra
skynsamlegra ráðstafana verði gripið.
Ef ákveðið yrði að efna til kosninga nú,
mundu fyrst hefjast mikil umsvif innan
stjómmálaflokkanna til þess að undirbúa
framboðslista með hefðbundnum átökum
um skipan þeirra. Síðan mundi kosninga-
baráttan hefjast af fullum krafti og snú-
ast að veralegu leyti um brotthvarf núver-
andi ríkisstjómar með gagnkvæmum ásök-
unum á milli forystumanna flokkanna
þriggja, sem menn fengu nokkra hugmynd
um í sjónvarpsstöðvunum á föstudags-
kvöldið. Að kosningum loknum tækju við
nokkurra vikna viðræður milli flokka um
stjómarmyndun. Þær viðræður tóku á
þriðja mánuð eftir þingkosningamar á sl.
ári, eins og menn muna. Það era engar
líkur á, að auðveldara verði að mynda ríkis-
stjóm eftir nýjar kosningar, ef tekið er
mið af niðurstöðum skoðanakannana und-
anfama mánuði.
Rökin fyrir kosningum era hins vegar
þau, að það sé óhjákvæmilegt að fá skýr-
ar línur í stjómmálin og þær fáist ekki
nema með því að efna til þingkosninga.
Það má líka segja, að það sé afar erfítt
að mynda ríkisstjóm, sem hafí nægilegan
stuðning á bak við sig, án þess að fyrst
fari fram kosningar. Loks má færa rök
að því, að uppnámið í herbúðum stjómar-
flokkanna undanfamar vikur vegna efna-
hagsmálanna hafí einfaldlega verið of mik-
ið. Það sé ekki þörf á jafn viðamiklum
aðgerðum og ríkisstjómin hefur verið að
fjalla um. Þetta byggist auðvitað á því,
að vandinn sé rétt skilgreindur.
Jafnvel þótt færa megi sterk rök að
því, að ekkert eigi að gera verður hins
vegar að telja, að umræðumar um efna-
hagsmálin að undanfömu kalli á aðgerðir
til þess að fólki fínnist það hafa fast land
undir fótum. Með hliðsjón af því verður
að teljast æskilegt að það takist að tryggja
landinu ríkisstjóm án þess að nú þegar
verði efnt til kosninga með öllu sem því
fylgir.
Hverjir eru kostirnir?
Þeir kostir, sem fyrir hendi era til mynd-
unar ríkisstjómar, era auðvitað hinir sömu
og fyrir rúmu ári. Ef fyrst er litið á mögu-
leika til myndunar meirihlutastjómar hafa
aðstæður breytzt nokkuð. Fyrir ári strand-
aði meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks,
Alþýðuflokks og Borgaraflokks á því, að
þá var óhugsandi, að Sjálfstæðisflokkur
og Borgaraflokkur tækju höndum saman
eftir það sem á undan var gengið. Áform
um samstarf af því tagi nú mundu áreiðan-
lega kalla fram átök í flokkunum báðum
og þá ekki síður Sjálfstæðisflokknum, en
hvað sem því líður er það staðreynd, að
tíminn læknar mörg sár. Samskipti Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu
daga sýnast hins vegar valda því, að mynd-
un slíkrar meirihlutastjómar verður að
teljast fíarlægur möguleiki að sinni a.m.k.
Fyrir rúmu ári var nokkuð rætt um
myndun fjögurra flokka vinstri stjómar.
Tvennt útilokaði slíka ríkisstjóm þá: sam-
skipti forystumanna Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks vora með þeim hætti,
að nánast var útilokað, að þeir reyndu
samstarf í svo erfíðri ríkisstjóm. Ennfrem-
ur stóð yfír mikið uppgjör í Alþýðubanda-
laginu, sem ekki hafði verið til lykta leitt
og gerði þann flokk nánast óstarfhæfan í
ríkisstjóm.
Nú hefur sú breyting á orðið, eins og
m.a. mátti sjá á gagnkvæmum traustsyfír-
lýsingum milli Steingríms Hermannssonar
og Jóns Baldvins Hannibalssonar í sjón-
varpsumræðum á föstudagskvöld, að nú
telja þessir tveir flokkar, að samstarf
þeirra í milli sé mögulegt. Uppgjörinu inn-
an Alþýðubandalagsins virtist ljúka með
kjöri Olafs Ragnars Grímssonar í for-
mannsembætti fyrir tæpu ári. En fljótlega
kom í ljós, að svo var ekki og að öflugur
minnihluti í þeim flokki var í harðri and-
stöðu við hina nýju forystu. Síðustu mán-
uði virðast forystumenn ólíkra fylkinga í
Alþýðubandalaginu hafa tekið höndum
saman en sennilega er það meira á yfír-
_____MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBBR 1988_35
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 17. september
Morgunblaðið/Einar Falur
borðinu og af hagsmunaástæðum en að
sá samstarfsvilji risti djúpt. Af þeim sökum
era ákveðnar efasemdir uppi í Alþýðu-
flokki og Framsóknarflokki um að sam-
starf við Alþýðubandalagið sé mögulegt
með skikkanlegum hætti, auk þess sem
margir forystumenn flokkanna era einfald-
lega andvígir því að leiða Alþýðubandalag-
ið til aukinna áhrifa. Kvennalistinn er jafn
mikið spumingarmerki fyrir þessa flokka
og hann var fyrir ári.
Af þessu má sjá, að myndun fjögurra
flokka ríkisstjómar á vinstri kantinum
liggur ekki á borðinu, þótt vel megi vera,
að gerð verði tilraun til þess að koma
henni á fót. Þá er spumingin, hvort hugs-
anlegt sé að mynda minnihlutastjóm við
núverandi aðstæður, sem sæti t.d. fram á
næsta vor. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti
þingflokkurinn og því er eðlilegt að íhuga
fyrst möguleika hans á að mynda slíka
stjóm. Nú er það svo, að aðrir flokkar
hafa alltaf verið mjög andvígir því að veita
Sjálfstæðisflokknum tækifæri til myndun-
ar minnihlutastjómar. Flokkurinn hefur
aðeins einu sinni staðið að slíkri stjómar-
myndun, það var veturinn 1950 og sú ríkis-
stjóm sat í mjög skamman tíma. Við núver-
andi aðstæður verður að telja, að minni-
hlutastjóm Sjálfstæðisflokksins hefði sára-
litla möguleika á að koma málum fram í
þinginu.
Þá er spumingin, hvort Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur mynda minni-
hlutastjóm, sem sæti t.d. fram á næsta
vor og efndi þá til kosninga. Þessi mögu-
leiki hefur áreiðanlega verið ræddur meðal
forystumanna ^ þessara tveggja flokka
síðustu daga. í þein-a hópi era miklar efa-
semdir um, að slík iíkisstjóm fengi starfs-
frið í þinginu. Forystumenn flokkanna
tveggja virðast telja ólíklegt, að Alþýðu-
bandalagið mundi veita þeim starfsfrið og
sennilega vita þeir lítið um hug Kvennalist-
ans til málsins. Auðvitað er hugsanlegt,
að þess konar samstarf tækist milli þess-
ara flokka, að annar þeirra tæki að sér
að mynda minnihlutastjóm í skamman
tíma en hinn stæði utan þeirrar stjómar
og beitti sér fyrir samstarfi vinstri flokk-
anna í þinginu til þess að veija slíka ríkis-
stjóm vantrausti.
Eins og sjá má af þessu yfírliti var það
ekki að ástæðulausu, að svo mikil vinna
var lögð í myndun ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar. Aðrir kostir við núverandi að-
stæður á Alþingi vora og era svo vanda-
samir, að um annað var ekki að ræða.
Staða
Sjálfstæðisflokksins
Staða Sjálfstæðisflokksins er auðvitað
mjög erfíð um þessar mundir. Flokkurinn
tók við forystu í núverandi ríkisstjóm,
bæði vegna þess, að hann er sá öflugasti
þessara þriggja flokka og vegna hins, að
forystumenn Framsóknarflokks gátu ekki
sætt sig við forystu Alþýðuflökks og það
var gagnkvæmt. Vandamál þessarar ríkis-
stjómar hafa því ekki sízt brannið á Sjálf-
stæðisflokknum og formanni hans.
Yfírburðir Sjálfstæðisflokksins hafa svo
lengi verið svo miklir, að vel má vera, að
forystusveit hans hafí ekki áttað sig nægi-
lega vel á því, að eftir síðustu kosningar
var Sjálfstæðisflokkurinn ekki sá sami
sterki og stóri flokkur og hann var á Al-
þingi. Þrátt fyrir veikari stöðu þar bendir
hins vegar allt til þess að flokkurinn hafí
styrkt sig í því kjördæmi, sem er þunga-
miðjan í fylgi hans, þ.e. í Reykjavík. Þar
hefur hann sýnt hversu samhentur meiri-
hlutaflokkur fær áorkað. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur aldrei haft meirihluta á Al-
þingi og þess vegna alltaf orðið að vinna
með öðrum flokki en það hefur að jafnaði
dugað að fínna einn annan samstarfs-
flokk, þar til nú.
Áhrif Sjálfstæðisflokksins nú og að
óbreyttum aðstæðum byggjast á því, að
flokknum auðnist að eiga gott samstarf
við aðra flokka og til þess þarf flokkurinn
auðvitað að koma til móts við sjónarmið
annarra flokk'a. Sennilega gera stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins mjög óvægnar
kröfur til þingmanna og annarra forystu-
manna um að hvika ekki frá grandvallar-
sjónarmiðum flokksins og það veldur vafa-
laust umtalsverðum erfíðleikum í sam-
starfí við aðra.
Tímabil vinstri stjórna hafa yfírleitt orð-
ið til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
náð miklu kjörfylgi eins og reynslan sýndi
1958 í sveitarstjómarkosningum og 1974
í kosningum til sveitarstjóma og Alþingis.
Þess vegna munu margir Sjálfstæðismenn
segja sem svo, að það þurfí ekki að skaða
flokk þeirra þegar til lengri tíma er litið,
þótt hér verði vinstri stjóm um skeið. En
meðan Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki
nægilegu kjörfylgi til þess að mynda meiri-
hlutastjóm er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn
að leita samstarfs við aðra. Og samstarf
við aðra flokka byggist á gagnkvæmum
tilslökunum.
Þótt útlit sé fyrir, að samstarfslok nú-
verandi stjómarflokka verði erfíðari en
tíðkazt hefíir hér síðustu áratugi er mikil-
vægt, að forystumenn flokkanna leitist við
að leiðrétta misskilning og gera upp
ágreiningsmál, sem upp hafa komið þeirra
í milli. Þegar öllu er á botninn hvolft er
það ekki síður hagsmunamál fyrir Fram-
sóknarflokk og Alþýðuflokk að eiga mögu-
leika á samstarfí við Sjálfstæðisflokkinn í
framtíðinni en það er fyrir Sjálfstæðismenn
að finna eðlilega samstarfsaðila um stjóm
landsins.
„Það væri hörmu-
legt, ekki aðeins
fyrir þá einstakl-
inga og- stjórn-
málaflokka, sem
hlut eiga að máli,
heldur einnig fyr-
ir þjóðina sjálfa
og framtíðar-
hagsmuni hennar,
ef samstarfi
flokkanna þriggja
lýkur með þeim
hætti, sem sjá
mátti í sjónvarps-
stöðvunum sl.
föstudagskvöld.“