Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
HEIMSYFIRRÁÐ
eða DAUÐI
••••SykurmoIar •• í
-p
Bandaríkjunu m**.
Það eróhætt
að segja að
engin hljóm-
sveit íslensk
hafi fengið
aðra eins um-
fjöllun ífjöl-
miðlum
íslenskum
sem erlend-
um og Sykur-
molarnir, sem
luku við
þrjátíutónleika
ferð sína um
-vBandaríkin
síðastliðinn
mánudag. Sú
ferð gekk
framar
vonum og seldist með upp á
álla tónleika utan eina og þá
iðulega tveggja til þriggja
vikna fyrirvara. Samt heyrast
alltaf þær raddir hér heima
að frægð hljómsveitarinnar sé
runnin úr
íslenskum
fjölmiðlum á
milli þess sem
menn beita
broslegum
reikniaðferð-
um til aðfinna
út að hljóm-
sveitarmeð-
limirséu allir
orðnirmilljón-
ungar. Blaða-
maður Morg-
unblaðsinsog
Ijósmyndari
áttu þess kost
um síðustu
helgi aðfylgj-
ast með tón-
leikum hljómsveitarinnar í
Washington og í New York í
boði Flugleiða og Sykurmol-
anna og kynnast af eigin raun
viðtökum bandarískra áheyr-
enda.
--------------:-----------------------------«---
TEXTI: ARNI MATTHIASSON - MYNDIR: SVERRIR VILHELMSSON
Frá Ritz-tónleikunum.
var haldið af stað til móts við
hljómsveitarmeðlimi í Washing-
ton i samfloti með Sjón, sem var
í gervi Johnny Triumph, Óskari,
sambýlismanni Bjarkar, Steinu,
kærustu Einars, Árna, bróður
Einars sem stýrir Smekkleysu á
íslandi, konu hans og barni, og
Ásmundi forstjóra Grammsins,
sem Einar hét á á sínum tima.
Einar Örn, Björk og Þór tóku
á móti ferðalöngum i rútunni
sem þeir hafa ferðast á um
Bandarikin og haldið var á hót-
el. Þar biðu Bragi, Magga og
Sigtryggur og drifu alla með sér
á tónleika Iggy Pop, sem hefjast
áttu stuttu síðar. Að þeim tón-
leikum loknum fóru ailir á 9:30
Club, fyrsta staðinn sem hljóm-
sveitin lék á í þessari Bandaríkja-
för. Þar könnuðust allir við
hljómsveitina og einn dyravarða
fann sig knúinn til að segja und-
irrituðum frá því að þegar hljóm-
sveitin spilaði á staðnum hafi
2-300 manns, sem hafi keypt sig
inn, ekki átt kost á að sjá til
hljómsveitarinnar vegna
þrengsla, enda staðurinn lítill,
og því hafi verið settur upp sjón-
varpsskermur og tónleikarnir
sýndir jafnóðum með aðstoð
myndbandsvélar.
iA
bir.'jr.
. I<!3 UliOÍ 3 .JJilÍISIIHJS-Vl ÓOJSi
divj;(I ,biwoíi bivsG’ .qoT ygj,I go
•íBMinJ&i
1 li