Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 39
QO Miracle Legion til að gefa meiri gítarhljóm og Magga hljómborðs- leikari tók sér uppblásinn plastgítar í hönd. Það tók smá tíma fyrir áhorfendur að átta sig á eftir Luft- gitar, en David Fricke hallaði sér að mér og sagði „Hann er stjar*a“ og fór ekki á milli máia við hvern var átt. Eftir tónleikana sagði hann þetta hafa verið eina bestu tónleika sem hann hefði séð. Eftir uppklapp kom Kaldur sveitamannssviti líkt og í Washington og í Köttur sá maður hvar David Bowie laumaðist út umkringdur lífvörðum til að kom- ast út áður en troðningurinn hæf- ist. Eftir tónleika var troðfullt inni í búningsherbergi Molanna og utan við það áttu verðir í erfiðleikum með íslendinga sem reyndu að kom- ast þar inn á þeirri forsendu að þeir væru íslenskir. Þessu kvöldi lauk síðan með teiti sem Electra hélt Sykurmolunum til heiðurs á skemmtistað skammt frá. Tuttug- ustu og tvímælalaust einir bestu tónleikar sem undirritaður hefur séð með Sykurmolunum. . Einkennileg’tónlist Fyrir utan tónleikastaðinn tók blaðamaður tali þijár unglings- stúlkur og spurði þær hvað það væri sem drægi þær á tónleika með Sykurmolunum. Þær voru á einu máli um að það væri röddin í Björku sem hefði komið þeim til að leggja við hlustimar en ein þeirra «s.?5fði Einar vera sinn uppáhalds söngvara og mjög myndarlegan mann. Ekki sögðust þær skilja textana til fulln- ustu, en sögðu það ekki skipta meginmáli; það væri tónlistin sem skipti þær mestu. Þær treystu sér ekki til að skilgreina tónlistina frek- ar, sögðu hana vera „einkennilega" og eiginlega ólýsanlega. Heimsyfirráð eða dauði Ráða má af ummælum þeirra tónlistargagmýnenda og W^ða- manna sem fjallað hafa um hyu'm- sveitina ytra og hafa reyndar flest- ir mikið dálæti á henni að það standi ekkert í vegi fyrir því að Sykurmolamir nái toppinum í Bandaríkjunum. Menn eru á einu máli um að það sé hljómsveitin sjálf sem ráði því hve langt hún nái; það sé allt undir því komið hvort hún kæri sig um að laga tónlistina að markaðnum, eða hvort hún haldi áfram að laga markaðinn að tónlist- inni. Sykurmolamir hafa þegar náð lengra en nokkur íslensk hljómsveit og þær em reyndar ekki margar hljómsveitir á Norðurlöndum sem náð hafa viðlíka árangri, þó en^flsé langt í að vígorði Smekkleysu s/mh/f, Heimsyfirráð eða dauði, sé náð. Platan Life’s too Good hefur selst í um 350.000 eintökum um heim allan þegar þetta er ritað og ástæða er til að ætla að heildarsalan verði á bilinu 6-700.000 eintök þegar upp er staðið og jafnvel enn meiri. Hver maður sér í hendi sér að þetta er framúrskarandi árangur og að um er að ræða miklar fjárhæðir en ekki er hægt að beita einföldum prósentureikningi til að áætla tekjur hljómsveitarmeðlima, sem hljóta líka alltaf að vera þeirra einkamál. Gott dæmi um afstöðu hljóm- sveitarinnar til alls umstangsins er saga sem David Fricke sagði undir- rituðum fyrir skemmstu. Hann sagði að auglýsingastjóri Rolling Stone hafi komið til sín og innt eftir því hvort honum þætti það ekki fyrirtaks hugmynd að fá Syk- urmolana til að stilla sér upp í myndatöku í skíðafatnaði í auglýs- ingaskyni. Ekki taldi Fricke það líklegt en benti auglýsingastjóran- um á að láta ekki nægja að tala bara við útgáfufyrirtækið, hann skyldi líka reyna að hafa tal af hljómsveitinni. Þrem dögum síðar kom auglýsingastjórinn að máli við hann og sagði að talsmenn útgáfu- fyrirtækisins hefðu verið himinlif- andi og þótt þetta hin besta auglýs- ing og að Sykurmolamir hefðu líka verið til í slaginn. Molamir settu þó það skilyrði að þeir fengju að ráða því á hvem hátt þeir klæddust fatnaðinum s.s. að nota skíðabuxur sem höfuðfat eða yfírleitt það sem þeim dytti í hug. Ekkert varð af myndatöku. Blautlegar vísur Daginn eftir var haldið af stað í hljóðprufu um þijúleytið, en salur- inn sem tónleikamir voru haldnir í var gríðarstór og allur þiljaður að innan með harðviði og skreyttur með ýmsum myndum sem sóttar voru í gríska og rómverska goða- fræði auk mynda af velunnumm skólans. Þegar sveitarmeðlimir komu í hljóðprufuna vakti það kátínu viðstaddra nemenda hve þeir voru ftjálslegir til fara, en til sam- anburðar höfðu þeir meðlimi upp- hitunarhljómsveitarinnar, The Rail- way Children, sem voru eins og fermingardrengir. Tónleikamir hófust með því að Björk og Einar sungu nokkrar þjóð- legar íslenskar vísur, sumar all blautlegar, og síðan byijaði hljóm- sveitin á laginu Byltingj sem er og fyrsta lag plötunnar. Ahorfendur, sem flestir voru um tvítugt, þustu upp að sviðinu um leið og hljóm- sveitin gekk á svið, en höfðu fram að því setið hinir settlegustu. Aberandi var hvað hljómsveitin náði vel saman og það fer ekki á milli mála að 45 daga samvera hef- ur þjappað sveitarmeðlimum enn betur saman og sérstaklega var gaman að fylgjast með því hvað Einar og Björk vinna vel saman. Ekki var annað að sjá en að tón- leikaprógrammið félli vel í kramið hjá áheyrendum og þeir kunnu greinileg að meta það að hljómsveit- in virtist. skemmta sér ekki síður en þeir. Á dagskránni voru nokkur lög sem ekki hafa komið á plötu og þar á meðal eitt lag sem ein- göngu hefur verið leikið á tónleikum í Bandaríkjunum, lagið Naglaspýta. Nýju lögin hljómuðu mjög vel, þó enn eigi eftir að fínpússa þau. Hljómur var þokkalegur, en söng- kerfíð var í minnsta lagi og um tíma f fyrstu tveimur lögunum var það við það að gefa upp öndina. Á móti kom að lýsing var öll hin smekklegasta og undirstrikaði vel tónlistina. Næstsíðasta lag tónleikanna var Kaldur sviti og er því var lokið kynntu Einar og Björk með miklum glamúr að væntanlegur á svið væri hinn eini og sanni Johnny Triumph, sem kæmi fram í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Tilburðimir við kynninguna voru slíkir að það var sem Elvis endurborinn væri að koma á svið og það setti áhorfend- ur algjörlega út af laginu, þannig að þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og hvort þeir ættu að klappa eða ekki. Hljómsveitin vatt sér í Luftgitar með miklum látum og fór af sviðinu að því loknu. Eftir sátu áhorfendur dasaðir og ráðvilltir, en áttuðu sig snemma og tóku að klappa og kalla á hljómsveitina aft- ur. Sveitamannssviti Sviðið var myrkvað og skyndi- lega sáust blá neongleraugu koma á svið og sfðan bleik. Það voru Ein- ar og Björk, sem sögðu tímabært að upplýsa það að hljómsveitin væri ekki frá íslandi; í raun og veru væru Sykurmolamir frá Texas og í því kviknuðu ljósin á ný og hljómsveitin hóf að leika Kaldan svita í „country“-útsetningu með tilheyrandi kúrekahrópum, köllum og tilburðum. Á eftir fylgdu Köttur og lokalag tónleikanna, Heilagur skratti. Frábærir tónleikar og sér- staklega var gaman að heyra hve Magga, nýi hljómborðsleikarinn, féll vel inn f hljómsveitina. Það var kátt á hjalla í búnings- herberginu eftir tónleikana og Sjón og Björk leiddu fjöldasöng á íslenskum slögurum og skallapopp- lögum með miklum tilþrifum þar til Chas Banks, sem sá um skipulag tónleikaferðarinnar og stýrði henni, kom og tilkynnti að öllum væri boðið á tónleika Bo Diddley í 9:30 klúbbnum. Allir þyrptust í rútuna og á leiðinni var enn sungið en nú voru útlendir slagarar í bland. New York, New York Hápunkturinn í þessari tónleika- ferð voro aðrir tónleikar hljómsveit- arinnar í New York, sem halda átti í tónleikastaðnum Ritz. Nokkuð var síðan selst hafði upp á þá tónleika og Iggy Pop, David Bowie, David t,1tff/,rTfTTT,JP or rrTTr> A fp rffrt tcf’/f ( W/f MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Byme og fleiri poppstimi höfðu beðið um boðsmiða. Ferðin til New York hófst um hádegi í Washington að allir komu sér og sínum farangri í rútuna, en áætlað var að koma til New York um fímmleytið og fara þá strax í hljóðprofu. Allir voro í besta skapi þrátt fyrir nokkur þrengsli í rút- unni, enda voro 24 í rútu sem æt- luð er tíu til tólf. Sindri kunni greinilega hið besta við sig og prílaði um allt á milli þess sem hann raðaði upp bílasafninu sínu og sat í fanginu á sveitarmeðlimum til skiptis. Bílstjórinn Sandy lét ekki sitt eftir liggja í barnapössun- inni og Sindri fékk að sitja í fang- inu á honum langtímum saman og keyra. Þegar til New York var komið var ákveðið að fara fyrst á hótelið með farangurinn og fara síðan f hljóðprofu. Fyrir utan Ritz hafði safnast saman hópur af fólki og voro þar á meðal margir sem sóttu það fast að fá miða á tónleikana. Þar á meðal voro nokkrir sem buðu miða á tónleika Grateful Dead eða Santana í skiptum fyrir miða á Sykurmolana. Hljómsveitin átti ekki að fara á svið fyrr en um tíu- leytið og það gafst þvf tími fyrir þá sem það vildu að bregða sér á hótelið. I því að gengið var í rútuna kom aðvífandi maður með pappa- kassa sem hann rétti að Björku og f kassanum var freyðibað, kveikjar- ar, öskubakkar og drykkjarkönnur sem allt var kyrfílega merkt Sykur- molunum. Ólögleg framleiðsla sem nær ógjörningur er að koma í veg fyrir. Þegar komið var á hótelið, sem var um hálftíma akstur frá tónleika- staðnum, var þar hópur af væntan- legum tónleikagestum, sem höfðu hraðað sér sem mest þeir máttu frá Ritz til að verða á undan hljómsveit- inni. Loksins Bowie Það var þéttskipaður salurinn í Ritz, en áhorfendur hafa verið um 1.500. Þar á meðal var margur ís- lendingurinn, sem vonlegt var, auk þess sem þar gaf að líta fjöldann allan af frammámönnum í útgáfu- heiminum, sem voro gestir Electra, hljómplötufyrirtækis Sykurmol- anna, og í tónlistarheiminum. Einn- ig mátti sjá popprýni í hrönnum og þar á meðal var David Fricke sem skrifar fyrir Rolling Stone og kom hingað til lands til að vinna grein um hljómsveitina fyrir blað sitt. Bowie var einnig á staðnum um- kringdur lífvörðum, en aðrar stjöm- ur höfðu ekki eins mikinn við- búnað. Kominn tími til að Bowie mætti, en á tónleikaferð Kuklsins um Evrópu 1984 var Bowie á gesta- lista á öllum tónleikum án þess að hann notfærði sér það. Að þessu sinni var ekki hægt að kvarta yfír söngkerfínu, því það var víst eitt það besta sem völ er á í New York. Hljómur allur var og frábærlega góður og hljómsveitin naut sín einkar vel fyrir vikið. Tón- leikadagskráin var ekki ósvipuð og í Washington; það var helst að inn- byrðis röð væri raskað. Einar náði strax til áheyrenda eins og hann er vanur og það var gaman að fylgj- ast með því hvemig hann hafði þá í hendi sér allan tímann. Ammæli, Deus og Kaldur sviti voro lög sem áhorfendur þekktu vel og enn fær maður gæsahúð af að heyra Am- mæli. Einna mest gekk á í Tekið í takt og trega, en þá kleif Einar hátalarastæðu himinháa sem stóð öðru megin við sviðið. Þegar lokka átti hann niður með jarðarbeija- köku fór í verra, því það var lengra niður en upp. Allt gekk þó vel og eins og áður var eftirtektarvert hve Einar og Björk unnu vel saman á sviðinu og gilti þá einu hvort þau voro að' syngja eða í höfronga- hlaupi. Hann er stjarna Síðasta lag fyrir hlé var Luftgit- ar líkt og í Washington og eins og áður vissu áhorfendur ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hinn stór- kostlegi Johnny Triumph var kynnt- ur. Að þessu sinni slóst í hópinn gítarleikari upphitunarsveitarinnar Beðið eftir grænu ljósi: Árni, Sigtryggur, vegfar- andi, Björk og Ásmundur. Sjón „rappar" með vegfarendum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.