Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 Á sýningunni verður hárgreiðsluforrit er kallar fram ótrúlegustu breytingar á Farið er að nota tölvur í siauknum mæli í hljómlist. hárgreiðslu fólks. Tölvur á tækniári Sýning í Laugardalshöllinni dagana 21.-25. sept. Tölvunarfræðinemar við Háskóla íslands munu, m.a. í tílefni af Norrænu tækniári, standa fyrir tölvusýningu í Laugardals- höil dagana 21.-25. september. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi og munu alls 50 fyrirtæki og stofnanir taka þátt í henni. Sýningin er jafnt ætluð atvinnumönnum á tölvusviðinu sem leikmönnum. Verslun og skrifstofa framtíðarinnar Eitt af því sem mesta athygli hefur vakið í tölvuþróun síðustu ára eru auknir möguleikar á tölvu- væðingu í verslun og þjónustu. Á sýningunni verður uppi líkan af framtíðarverslun eins og hún get- ur litið út með tölvubúnaði nútí- mans. Þar getur meðal annars að líta ýmsan búnað sem notaður er við lestur strikamerkinga af vör- um. Þessi tækni er að byija að skjóta rótum í íslenskum verslun- arrekstri. Þá verður á sýningunni einnig kynnt framtíðarskrifstofa for- stjórans. Gunnar M. Hansson, for- stjóri IBM á íslandi, mun einmitt setja upp slíka skrifstofu fyrir sýninguna. Stýrikerfið UNIX Stýrikerfíð UNIX fer um þessar mundir sigurför um heim allan, og skyldi engan undra, þar sem UNIX tekur öðrum stýrikerfum fram, meðal annars hvað sveigj- anleika varðar. Nokkur íslensk fyrirtæki munu á sýningunni standa að sameiginlegri sýningu á UNIX-stýrikerfínu og ijölbreyti- legum notkunarmöguleikum þess. Upplýsingabanki Reykjavíkurborgar Það er á fárra vitorði að í tölvu- kerfi Reykjavíkurborgar er geymt geysilega mikið af upplýsingum sem varða borgina. Á sýningunni gefst gestum kostur á að skoða upplýsingabankann sem hefur að geyma upplýsingar um lögsögu- og byggðaþróun borgarinnar og gatnagerð hennar svo að dæmi séu nefnd. Þá verður á sýningunni kynntur annar hugbúnaður sem Reykjavíkurborg notar, en þar er um að ræða svonefnt straum- hermilíkan, en það er hugbúnaður sem notaður hefur verið við meng- unarrannsóknir í grunnvatni og sjó, meðal annars við staðsetningu dælustöðva holræsakerfís borgar- innar. Útgerðarráðgjafinn Framlag íslendinga til EUREKA-áætlunar Evrópuríkja verður kjmnt á sýningunni. Þetta er hugbúnaður sem Reiknifræði- stofíiun Háskóla íslands hefur þróað fyrir skipstjóra á togskipum og á hann að létta skipstjórum ákvarðanatöku í brúnni, með hámark afla og aflaverðmætis að leiðarljósi. Þessi hugbúnaður er eitt skýrasta dæmi þess hvað tengsl Háskóla íslands við atvinn- ulífíð geta leitt af sér. Ættfræðihugbúnaður Einn starfsmanna Reiknistofn- unar Háskólans, Friðrik Skúlason, mun á sýningunni sýna glænýjan hugbúnað sem hann hefur samið og á eflaust eftir að valda straum- hvörfum í ættfræðirannsóknum á íslandi. Með aðstoð þessa hug- búnaðar getur nú hartnær þriðji hver íslendingur á einu augnabliki rakið ætt sína til þess tíma er menn vógu mann og annan og verðbólga var ekki til í íslensku máli. IBM1620 Elsta tölva Reiknistofíiunar Háskóla íslands og um leið ein elsta tölva landsins, hefur verið sett saman á nýjan leik og verður til sýnis á sýningunni. Tölva þessi, sem er af gerðinni IBM 1620, ÍLVURfr KniAR' vegur um þijú tonn og er gerð fyrir notkun gataspjalda. í saman- burði við nýjustu tölvur er vinnslu- geta stóru tölvunnar hverfandi lítil og er hún I raun ekki hraðvirk- ari en svo að venjulegur vasa- reiknir nútímans hefur fyllilega við henni. Syngjandi vélmenni Eitt af því sem eflaust á eftir að vekja hvað mesta athygli yngri kynsióðarinnar á sýningunni er vélmenni sem getur framkvæmt hinar ótrúlegustu brellur, svo sem að finna útgönguleið úr herbergi án hjálpar, auk þess sem það get- ur sungið og talað. Heima er best Ef að líkum lætur mun almenn- ingur í framtíðinni í síauknum mæli sinna peningamálum sínum gegnum heimilistölvu. Á sýning- unni mun Búnaðarbanki Islands kynna tölvukerfi sem hann hefur sett á laggimar og gerir mönnum kleift að njóta þjónustu bankans í gegnum heimilistölvu. Nyjung sem eflaust á eftir að ná aukinni útbreiðslu og vinsældum eftir því sem við þokumst nær 21. öldinni. Einnig verður á sýningunni fyrsti íslenski gagnabankinn fyrir almenning. Hér er um að ræða hugbúnað sem gerir fólki kleift að sitja við heimilistölvuna sína og panta vöra og þjónustu í gegn- um tölvuna jafnt frá hérlendum aðilum sem erlendum. Þess má geta að gagnabankinn veitir með- al annars aðgang að vöralistum í Bretlandi og Bandaríkjunum sem hægt er að skoða og panta úr. Hefur þú séð háríð? Á sýningunni verður sýndur sérhæfður vél- og teiknibúnaður sem notaður er til að fínna þær hárgreiðslur sem viðskiptavinur- inn telur að fari sér best. Ólíkle- gustu samsetningar og breytingar er hægt að kalla fram. Gerð er teikning eftir hraðmynd af við- komandi og notuð sem grannur fyrir mismunandi hárgreiðslur. Þar sem útlit okkar er jú, að flestra mati mjög mikilvægt væri ekki úr vegi að skella sér upp í Laugardalshöll og sjá t.d. hvemig þú lítur út með „bananaklipp- ingu“. Fyrirlestrar í baksal Laug'ardalshallar Alla daga sýningarinnar verða fyririestrar í baksal Laugardals- hallar. íslenskir og erlendir fyrir- lesarar munu fjalla um efni sem tengjast tölvubúnaði. Fyrirlesar- amir era þessir. - Aðgangs- og öiyggiskerfi, Kevin Davies frá Schlage Electronics í Bandaríkjunum. - Nútíð og framtíð UNIX á iarsson. iafur Engil- einkatölvu, Graham Howe. - Tölvuvæðing fyrirtækja, Bjami Júlíusson. - Útvörður-bakvörður, hugbún- aður til starfsmannahalds, Gunnar Ingimundarson. - Fjölnir, Snorri Agn - Novell-tölvunet, 01 £ bertsson. - Kynning á tölvubankanum Skjásýn, Öm Guðmundsson. Ráðstefna í tengslum við sýninguna verð- ur haldin ráðstefna um strika- merki og strikamerkingar á Hótel Holiday Inn þann 21. september. Dagskráin er sem hér segir: - Notkun EAN-strikamerkja í framleiðslu, verslun og dreif- ingu. Ame Rask forstjóri danska ráðgjafafyrirtækisins LOGISYS flytur fyrirlestur á ensku. - Hvað er að gerast á íslandi varðandi strikamerkingar. Haukur Alfreðsson, Iðntækni- stofnun íslands. - Hvemig er staðið að strika- merkjavæðingu. Jón Sævar Jónsson rekstrarverkfræðing- ur. - Kaffiveitingar. - Notkun strikamerkja í verslun, nauðsynlegur hugbúnaður. Tryggvi M. Þórðarson, Hug- boði hf. - Notkun strikamerkinga í mat- vælaiðnaði, staða og þróun. Þórhallur Guðmundsson aðalr- áðgjafi ND Application í Nor- egi. - Notkun strikjamerkja hjá nokkrum íslenskum iðnfyrir- tækjum. Guðmundur Ingi- mundarson framkvæmdastjóri Hugar hf. Ráðstefnan hefst kl. 13.00. Ráðstefnustjóri verður Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofn- unar íslands. Skráning fer fram fram að hádegi þriðjudaginn 20. sept. í síma 622721 og 694760. í Laugardalshöll verður m.a. kynnt eftirfarandi: - Skrifstofa framtíðarinnar, - Verslun framtíðarinnar, - Strikamerki, - Fyrsti íslenski gagnabankinn fyrir almenning, .- UNIX-stýrikerfið, - Útgerðarráðgjafínn, - Bankalína Búnaðarbankans, - Upplýsingabanki Reykjavíkur- borgar - IBM 1620, - Straumhermilíkan, - Ættfræðihugbúnaður, - Vélmenni, - Hárgreiðsluhugbúnaður, - Tónlistarhugbúnaður, - Tölvubúnaður til öryggis- vörslu, - Skrifstofuhúsgögn, - Tölvubækur og tímarit, - TölVunám, - Gagnanet Pósts og síma. / Umsjón Sigurður H. Richter NORRÆIUT TÆKNIÁR1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.