Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 49

Morgunblaðið - 18.09.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 49 STORLÆKKAÐVERÐ Bjami Guðbjörnsson \ frá Hólmavík-Minning Fæddur 16. júní 1913 Dáinn 25. ágúst 1988 Þegar ég frétti óvænt lát vinar míns Bjama Guðbjömssonar kom mér í hug vísa eftir Þorstein Erlings- son úr ljóði um látinn vin: Stundum okkur það og það þætti fara betur en hann dauði á öðrum stað endapunktinn setur. Kynni okkar Bjama hófust snemma. Það var haustið 1931 að leiðir okkar lágu fyrst saman. Guð- bjöm, faðir hans, átti að leggja til mann í fjallskil í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu því hann hafði búið á Kaldrananesi veturinn áður. Hann sendi þá Bjama son sinn til að leita, en ég hafði hinsvegar tekið að mér að leita fyrir bónda á Selströndinni. A leiðinni frá Sandnesi og inn að Gilsstöðum munum við hafa tekið tal saman og eftir það var eins og samband okkar festist ótrúlega fljótt. Það var svo veturinn eftir að við vomm báðir á ísafírði í atvinnu- leit og um vorið rerum við, þó hvor á sínum stað á opnum bát í Hnífs- dal. Þá kom okkur saman um það að fara norður um hvítasunnuna og læra að synda, en Bjami hafði þá vorið áður komist á flot en vildi ná betri tökum á íþróttinni. Það varð svo úr að við fórum í sundnám hjá Ingimundi á Svanshóli í laug sem Sundfélagið Grettir hafði komið þar upp. Veturinn eftir fór Bjami suður á land til róðra. Þá skeði það að bát þeirra hvolfdi á miðum úti og þegar Bjami kom upp á yfirborðið sá hann bátinn á hvolfí og aðeins sund gat bjargað honum, honum tókst að synda að bátnum og komast á kjöl með félögum sínum. Já, þá var kreppa í landi og hart í ári en duglegir menn víluðu ekki fyrir sér að fara landið á enda ef lífsbjörg var f sjónmáli. Eftir það stundaði Bjami lengi sjó við Húna- flóa, allsstaðar vel kynntur og af- bragðs verkmaður. Hann var hæg- látur, handtaka viss og örugg til allra verka. Síðari hluta ævinnar stundaði hann landvinnu, ýmist vega- eða byggingavinnu. Hann var heilsugóður lengst af en síðustu árin átti hann við vanheilsu að stríða, réð þá af að fara til Svíþjóðar að ráði góðra manna og hugðist þar ná heil- sunni aftur en lést svo eftir aðgerð á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð. Bjami fæddist í Asparvík en þar og á Gautshamri voru foreldrar hans fyrstu hjúskaparár sín. Guðbjöm hóf svo búskap á Bjamamesi 1919 og bjó þar til 1930. Þar mun Bjami fyrst hafa kynnst sjónum, því skammt var á fiskimið þar, fjórtán ára var hann orðinn háseti hjá öðr- um, hár og þrekinn og hraustur unglingur. 1931 flutti fjölskyldan til Hólmavíkur og þar átti Bjami lög- heimili síðan þó hann flytti um síð til Reykjavíkur, en þar bjó hann síðustu árin með systrum sínum Önnu og Elínu í góðri íbúð á Grettis- götunni, en þar áttu þau saman frið- sælt heimili í eigin íbúð. Bjami var Strandamaður í ættir fram. Hann var þriðja bam ellefu systkina. Guðbjöm var merkisberi Strandamanna á alþingishátíðinni 1930. Foreldrar Guðbjöms voru hjónin Bjami Þorbergsson bóndi á Klúku í Bjamarfírði og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Veiðileysu, Andréssonar. Frá þeim hjónum er mikill ættbogi. Böm þeirra voru: Guðbjöm, Bjami á Gautshamri og Drangsnesi, Loftur á Hólmavík, Anna Halidóra átti Hjálmar Lárus- son tréskurðarmann í Reykjavík, og Jórunn Agata, kona Jóns Sigurðs- sonar, bónda á Bjamamesi. Er stór hopur frá þessum bömum Bjama Þorbergssonar kominn. Faðir Bjama var Þorbergur Bjömsson bóndi í Reykjavík, en móðir Agata Bjama- dóttir frá Eyjum, kona hans. For- eldrar Þorbergs vom hjónin Bjöm Bjömsson á Klúku í Bjamarfírði og Kristín Jónsdóttir, prests á Prest- bakka í Hrútafírði. Foreldrar síra Jóns voru Jón yngri Amórsson sýslu- maður í Reykjarfirði við E)júp og kona hans, Kristín Jónsdóttir, fálka- fangara Steingrímssonar. Móðir Bjama og kona Guðbjöms á Hólmavík var Katrín Kristín, ávallt kölluð Katrin, Guðmundsdóttir frá Skarði, lærð ljósmóðir og valin- kunn sómakona. Hún var síðast ekkja hjá dætrum sínum í Reykjavík. Foreldrar hennar vom hjónin Guð- mundur Jónsson bóndi á Skarði og síðar Gautshamri og seinni kona hans, Halldóra Sigríður Halldórs- dóttir. Þeirra böm vom 9 en auk þess átti Guðmundur tvö böm með fyrri konu sinni er hann missti mjög unga. Afkomendur Guðmundar á Skarði em fjölmargir því mikil frjó- semi fylgdi þessum bömum hans. Halldóra seinni kona Guðmundar föður Katrínar var dóttir Halldórs Jónssonar bónda í Múla við Þorska- §örð Jóhannessonar, en kona Jóns var Guðrún systir Jochums í Skóg- um. Móðir Halldóm var Sigríður Pétursdóttir Símonarsonar úr Eyja- fírði. Hún var ljósmóðir í Ámessókn og giftist þar Guðmundi Ólasyni bónda á Krossnesi. Bjami Guðbjömsson var ókvænt- ur og átti ekki böm en í sínum stóra systkinahópi naut hann fullkomins fy'ölskyldulífs. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð mína við fráfall þessa ágæta vinar míns, en okkar kynni vom alla tíð traust og varandi. Eg sakna hans sárt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Guðmundur Guðni Guðmundsson Nýja Ultna Fömpens bleian bindur vætu og verndar húóina Kjarninn í ULTRA PAMPERS þurrblei- um er framleiddur úr hreinum papp- írsmassa og rakadrægu hleypiefni sem er nýjung í bleiuframleiðslu. Pegar væta barnsins blandast efninu myndar það hlaup sem helst innilokað í kjarnanum. Viðkvæm og rök barns- húð er opin og illa varin fyrir ertingu af skaðlegum áhrifum sýrugerla, en ULTRA PAMPERS bindur vætuna og barnið er þurrt Stillanlegir límlásar gera ásetningu auðvelda. Teygjuþræðir koma í veg fyrir leka meðfram lærum. AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BARNIÐ. Einkaumboð: UuJk/í/Íj AmflrínTra Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við nú 22 daga ferð fyrir fullorðið fólk — 60 ára og þar um bil. Auk okkar ágætu fararstjóra munu Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Kristín Jónasdóttir sjá um að gera fólkinu dvölina sem ánægjulegasta. Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Kristín Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.