Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 18.09.1988, Síða 51
886 r jra8M3T‘I38 .81 flUOAOUMMU8 .GiaAjaMlIOÍIOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988 03 51 Hvað hefur nú verið að gerast undanfama viku, sem ýtt hefur við gráu heilasellunum? Varla lyfta vandamálafréttir morguns- ins sálinni til átaka við nýjan dag. Inn á milli leynast þó upplyftandi tfðindi, þótt oft drukkni þau í dálæti blaðafólks áþrasi. Sú gleði- frétt gladdi hjartað að borgarráð Reykjavíkur samþykkti 11 millj- óna kr. aukafjárveitingu til bó- kakaupa í Borgarbókasafni. Því verður glaðara í höllu lestrarhesta á komandi bókavertíð og skap- stirðir pistlahöfundar missa nöld- rið sitt. Alltaf er notalegt krydd í tilveruna að geta lesið um skemmtilegar persónur og efni að eigin vali, í stað þess að sitja bara uppi með það sem á fjörum- ar rekur í hversdagslífínu. Sem ekki er sérlega uppörvandi um þessar mundir. Því eins og Aldous Huxley orðaði það, þá er aðalmun- urinn á bókmenntum og lífínu sjálfu sá að í bókinni er líkinga- hlutfallið milli sérstæðra persónu- leika og hversdagsfólks hátt, en í raunveruleikanum mjög lágt. Önnur uppörvandi tíðindi em nýja brúin yfír Ölfusárósa, sem tengir bæi og sveitir. Og víkkar enn þetta helsta athafnasvæði á íslandi,' suðvestursvæðið. Færir saman til átaks stærri hluta þjóð- arinnar. Ef fram er litið, verður þá ekki einmitt okkur íslending- um til framdráttar í harðnandi samkeppni að þétta raðimar? Nýjar aðstæður hljóta sífellt að vera að breyta hlutunum. Ekki síður fróðlegt að líta aftur. Það var einmitt tilkoma Ölfusárbrúar- innar sem í byijun aldarinnar sneri öllu við á svæðinu. Drap Eyrarbakkaverslunina, sem blómstraði meðan flutningar til Suðurlandsins vom sjóleiðis, og byggði upp Selfossbæ við brúna á vegi landflutninganna. Flutti þangað verslun og þjónustu. Ætli verslunin dreifíst nú aftur niður í sjávarplássin Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka með styttri leið til aðdrátta? Á það trú- ir sýnilega nýr stórtækur kaup- maður í Þorlákshöfn, sem segir samkeppnina í sínum verslunar- markaði verða við markaðina í Reykjavík. Þessi atburður verður nálægari við að hafa dvalið í nokkrar vikur á síðastliðnu vori á þeim indæla stað Eyrarbakka. Naut þar þess- ara kosta sem flest fólk í um- heiminum er að sækjast eftir, þ.e. nálægðarinnar við mesta þéttbýlið með öllu sínu framboði og jafn- framt í lítt tmfluðu náttúmlegu umhverfí. Á vormánuðum, í maí og júní, er þama eitt alls heijar dírrindí. Vorfuglarnir em að koma að landinu í hópum, í fjöruna, vota mýrina fyrir ofan og móana, og nýfæddu lömbin jarma undir. Að eiga kost á slíkri sinfóníu er á við mörg önnur gæði lífsins, sem sóst er ákafar í. Maður tímdi varla að kveikja á útvarpi til að missa ekki út söng þrastanna á húsmæninum. Þessi sinfónía er ekki aldeilis einhæf. Fuglamir breyta um söngstíl frá tilhugalíf- inu til ráðsetts ektastands með búi og bömum. Eyrbekkingar hafa — viljandi eða af slembilukku — haldið í ýmislegt af þessum lífsgæðum, sem má öfunda þá af. Þeir virðast t.d. ekki eins og borg- arbúar hafa komið sér upp katta- liði til að hrekja burtu fuglana úr bænum. Og Eyrarbakki hefur enn persónuleika. Er ekki eins nýríkulegur og lítt greinanlegur frá hvaða þorpi sem er í veröld- inni sem flestir íslenskir bæir. Þama em svo mörg falleg gömul hús, sem haldið er vel við, að ekki sé talað um djásnið, Húsið sjálft, sem hún Auðbjörg Guð- mundsdóttir hefur upp á eigin spýtur haldið við. Og þar stendur hann Guðlaugur kaupmaður 92ja ára gamall í búðinni sinni og hef- ur opið þegar fólkið þarf á að halda. Að vísu bólar aðeins á því að menn kunni þar að gleyma dýrmæti kyrrðarinnar og fjörunn- ar. Einhverri verksmiðju leyft að setja í gang háværan útblástur hjá sér, sem truflar kyrrðina. Að koma svo þaðan til borg- anna á meginlandi Evrópu og til fólks sem fínnst sjálfsagt að leggja á sig langan daglegan akst- ur til að geta búið utan borga, þá áttar maður sig betur á þessum lúxus. Til dæmis var í vor ekkert mál að skreppa að kvöldi á menn- ingarviðburði listahátíðar á klukk- utíma á steyptum vegi og var þó nýja brúin á ósunum ekki komin. Stærsta athafna- og atvinnu- svæðið á Islandi er þannig hratt að stækka, teygir sig nú frá byggðasvæðinu á Reykjanesskag- anum öllum austur fyrir Fjall, austur um Hellu og Hvolsvöll og norður til Akraness með báts- ferðum með strætisvagnatíðni. Ekki þætti stórborgarfólkinu fyrr- nefnda það miklar fjarlægðir mið- að við kosti. Hagkvæmnin er auð- vitað í báðar áttir. Enn fínnur maður þó á stöðunum vel fyrir því hve Reykvíkingum fínnst miklu lenga til Selfoss en Selfyss- ingum að skreppa til Reykjavíkur og hve Breiðhyltingum finnst í Reykjavík miklu minna mál að skreppa í miðbæinn en Vesturbæ- ingum að fara upp í Breiðholt. Einhver innbyggð skekkja í rad- amum. Manneskjan á oft erfítt með að hanga í framförunum. Situr gjaman eftir og kann ekki að stilla radarinn eftir aðstæðum. Hann vill standa fastur á nei- kvæða takkanum. Hlýtur ekki betri tenging höf- uðbörgarsvæðisins og stærri geira af því sem kallað er landsbyggð og auðveldara rennerí fram og aftur milli eftirsóttra kosta á báð- um stöðum að vera af því góða? Sjálfsagt em einhveijir á landinu með stillt á neikvæða takkann. Finnst eflaust vont að stærri hluti þjóðarinnar njóti þess sem þétt- býli getur boðið, hvað þá ef þeir geta líka haldið í það sem stijál- býli býður til búsetu. Aldrei hefí ég getað skilið, þrátt fyrir óaflát- anlegar tilraunir til að koma því inn í þykkan haus, að eitt mesta böl „landsbyggðarinnar" sé að Hitaveita Reykjavíkur skuli geta séð 53% þjóðar í köldu landi fyrir ódýrri upphitun úr iðmm jarðar. Dýr upphitun er vont böl norður- byggða, en að mestu vandræðin séu að hægt sé að draga úr því böli hjá meirihluta íslensku þjóð- arinnar er nú óneitanlega dulítið torskilið. Og það hefur orðið vegna þess hve langt er síðan íbú- arnir höfðu vit á að tryggja sér hitaréttindi og hefjast handa. Gera það að forgangsverkefni og eyða skattpeningunum lengi í það frekar en nokkuð annað. Og af því að fyrirtækið hefur alltaf ver- ið rekið af einstakri forsjálni og framsýni. Stöðvaði heldur um margra ára skeið allar rannsókn- ir, framkvæmdir og jafnvel við- gerðir á tímum verðstöðvunar heldur en að taka þessi bijáluðu óhagkvæmu lán, eins og margir aðrir gerðu. Stækkaði á meðan smám saman markaðinn til að standa undir komandi stórfram- kvæmdum á Nesjavöllum. Ekki vom nú allir Reykvíkingar sáttir við sína borgarstjóm, að vera að teygja sitt hitaveitusvæði í önnur sveitafélög, upp á Kjalames og suður í Hafnarfjörð. Skildu ekki hagkvæmnina. Og sama gildir auðvitað um allt sameiginlegt átak til hagsbóta fyrir íbúa, stækkandi athafnasvæði léttir álagið. Upp í hugann skýst af dular- fullum ástæðum grúkka: Hve leitt, að hann Jón kvaddi lífsins rann. Mig langaði svo (pl|;ASS| GRENNIST AN AREYNSLU MÖGULEIKINN ER SKAMMT UNDAN Reyndu SLENDER YOU, nýju megrunaraðferðina! Að grennast með bros á vör! Án þreytandi æfinga, án gífurlegrar áreynslu. Þetta hljómar ótrúlega en samt er það satt. Svona er nýja meg- runaraðferðin, SLENDER YOU. HVAÐ ER SLENDER YOU? Tvisvar i viku leggst þú sex sinnum í 10 mínútur á sex vélvædda bekki, sem em sérstaklega hannaðir til að örva starfsemi mikilvægustu vöðva likamans: Maga, fætur, brjóst, læri, mjaðmir og handleggi. Andstætt heföbundnum aðferðum veldur SLENDER YOU því ekki að vöðvamir bólgni upp, heldur styrkj- ast þeir og verða liprari. Og þar sem SLENDER YOU hjálpar þér að losna við fitu og appelsínuhúð, líka á „erfiðu" stöðunum, geturþú losnað við nokkra aukasentimetra! Auk þess verður þú algjörlega út- hvíld(ur) eftir SLENDER YOU með- ferð, og full af orku, þar sem það eru tækin sem vinna erfiðið fyrir þig! FYRSTA MEÐFERÐ- IN ALLTAF ÓKEYPIS Eftir að þú hefur reynt einu sinni ókeypis, viltu ekki vera án SLEND- ER YOU. Komdu og prófaðu SLENDER YOU ókeypis, til þess að sannfærast og fáðu jafnframt líkamsgreiningu á tölvu, án nokkurra skuldbindinga fyrir þig auðvitað. Teygju-bekkur Fóta-bekkur Setu-bekkur Mjaðma-bekkur Sandpokabekkur Nudd-bekkur Eftir SLENDER YOU tíma í Sólarlandi er gott að slaka á í hressilega heitri vatns- gufu og/eða í ólgandi og heitum nuddpotti. í Sólarlandi starfar löggiltur sjúkranuddari. Barnakrókur og alltaf heitt á könnunni í Sólarlandi. Verid velkomin í Opnunartímar: Mán.-fös, kl. 08-23 Laugard.kl. 10-18 Sunnud. kl. 12-17 Hamraborg 20, Kópavogi Sími 46191

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.