Morgunblaðið - 18.09.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
Aurora fost f ísnum f Ross-hafi. Þarna er verið að nota dínamit til að reyna að
sprengja hana lausa. Leiðangursmönnum tókst að komast að ísröndinni þremur vikum
fyrr á árinu en nokkrum öðrum heimskautaleiðangri hefur tekist.
Kort sem sýnir
leið leiðangurs
Monicu
Kristensen
1986-87 og
Roalds
Amundsens frá
Hvalvík á
Suðurheim-
skautið.
íjjryS:
I
V.
' Morgunblaðið/Sverrir
Erfiðasti farartálminn var Axel Heiberg-jökullinn, þar sem klifra
þurfti upp f 2.700 metra og hallinn vfða 45 gráður. Sprungurnar
voru svo þéttar að aðeins var ein leið fær, sú sem Amundsen hafði
farið. Það hlaut að vera þarna.
um hundana einum kosti enn, haegt
væri að kjassa þá, sem væri að vísu
hægt við vélsleða. En sá sem það
gerði hlyti að verða talinn eitthvað
skrýtinn. Og ekki fer fram hjá þeim
s^m les bókina hve vænt þeim öllum
fjórum þykir um hundana. Monica
segir þannig frá hundunum að les-
andanum finnst hann þekkja þá
hvern fyrir sig með kostum þeirra
°g göllum, aðaliega kostum. Þegar
•best á reið og þurfti að aka hratt
þvert yfir sprungur sagði hún að
þeir hefðu skilið hvað um var að
vera er hrópað var til þeirra og
hiku hiklaust stökkið. Hlæjandi
segir hún frá því er Jakob spurði
hana, þegar þau voru komin með
s>tt æki heilu og höldnu yfir slíkar
hættulegar spmngur, hvort hún
þefði ekki séð þegar forustuhundur-
lnn þeirra Larmur fór niður um og
féll ofan í sprunguna. Hundamir
tveir á eftir héldu áfram á fullu og
kipptu honum með sér upp á taumn-
um. Monica sem var á skíðum að
reyna að hanga á sleðanum og
halda honum réttum, kvaðst hafa
átt fullt í fangi með að hanga á
sjálf og fara ekki niður. „En,“ bætti
hún við, „þetta sýndi bara ást Jak-
obs á hundunum, hann hafði ekkert
vitað hvað mér leið."
Tvö síðustu árin fóru algerlega
í undirbúninginn, ekki síst að út-
vega fjármagn, en mikið af starfinu
var sjálfboðaliðastarf vina og ætt-
ingja. Faðir Monicu annaðist reikn-
ingshaldið og eiginmaður hennar
þjálfaði t.d. hundana með henni.
Suma þeirra eiga þau enn. „Hann
hvetur mig í þessu starfi, enda
kynntumst við í leiðangri til suður-
skautshafa og hann var við sitt
verk á skipinu Auroru í öðmm leið-
angri meðan við voram á ísnum,"
segir hún. Fæði í þessum leiðangri
var allt annað en venjan hefur ver-
ið í heimskautaleiðöngmm. Tilraun-
ir með hundamatinn gerði móðir
hennar. „Það var ekki erfítt að
velja, ég tók bara allt það sem er
öfugt við megranarfæði nútímans.
Enda þurftum við mikla orku til að
geta farið 35-40 km á dag og nauð-
synlegt að hafa magann örugglega
í lagi til að þurfa ekki of oft út í
35-40 stiga frost. Heimskautafarar
hafa farist af því að hægðir fóru
úr lagi. Undirstaðan í hundamatn-
um var fita, síldarmjöl, vítamín og
fleira, og lyktaði alveg skelfilega.
Móðir hennar lét þau orð falla að
þess óskaði hún heitast að dóttur
hennar hefði aldrei dottið heim-
skautaferð í hug. En fæðið reyndist
frábærlega. Líka fatnaðurinn sem
var léttur og sterkur, ekki skinn-
fatnaður en ull og vindþétt úlpa,
sem endist allan túrinn. Aðalatriðið
að fá ekki raka inn á sig. En fyrir
heimskautaferð er ekki hægt að
fara bara í sportbúð og kaupa
íþróttafatnað úr gerviefnum. Við
rákum okkur auðvitað á ýmislegt í
upphafí. Til dæmis byijuðum við
með þann ásetning að verða ekki
gangandi auglýsing, þar sem við
værum alvarlegir vísindamenn. En
núna eram við reiðubúin til að aug-
lýsa hvað sem er og hvar sem er,
bara að það gefi tekjur," segir
Monica.
Eftir ýmiskonar tafir var haldið
til Nýja Sjálands með flugvél með
hundana og hluta farangursins, en
þar beið skipið. Og þaðan siglt suð-
ur yfir stormasamasta haf heims.
Suðurskautslandið er utan seiiingar
tækninnar. Allan veturinn er engin
leið að nálgast það. Roald Amund-
sen hafði enga tæknilega hjálp fyr-
ir 75 árum og hann hafði vetursetu
á ísnum til að geta lagt af stað
nægilega snemma til að komast
fram og aftur. Við vildum komast
þetta á einu ári og voram þvf tveim-
ur mánuðum fyrr á ferð en hann
og mánuði fyrr en nokkum tíma
hefur verið reynt að komast að
ísröndinni. Við höfðum þyrlu um
borð til að finna leið gegn um ísinn.
Og Twin Otter-flugvél til að varpa
niður vistum fyrirfram á leið leið-
angursins á fimm stöðum. En þar
sem vélin gat ekki fíogið alla leið
frá Nýja Sjálandi í einum áfanga
varð skipið að fínna boigarísjaka
með þúsund metra langri braut fyr-
ir hana að millilenda á til að taka
eldsneyti, sem tókst um síðir —
brautin var 700 metrar á 30 metra
þykkum jaka. Flugvélinni tókst
naumlega að ná sér á loft og halda
til bækistöðvarinnar í Hvalvík, þar
sem Amundsen hafði vetursetu á
Suðurskautslandinu á 78. breidd-
argráðu. Og fyrir heppni opnaðist
renna fyrir skipið sem var fast, svo
það var þrátt fýrir miklar tafir kom-
ið að Suðurskautslandinu þremur
vikum fyrr á árinu en nokkur annar
hafði verið þar og hægt að feija
fólk og farangur á „fast land". „Að
koma að brún Ross-íssins er það
fallegasta sem maður getur ímyn-
dað sér, ísveggurinn teygir sig 40
metra yfir haffiötinn svo langt sem
augað eygir eins og óvinnandi virk-
isveggur, en undir yfirborðinu nær
ísinn 400 metra niður. Og þegar
komið er inn í vikið á veggnum
má sjá mörgæsir uppi á ísnum og
hvali að leika sér í nánd við skipið."
Framundan lá nú 2.800 km leið,
sem fara þurfi með 450 kg hlass á
tveimur hundasleðum á 75 dögum
og á leiðinni ætluðu leiðangurs-
mennimir §órir að gera vísindaleg-
ar athuganir. Amundsen hafði not-
að 100 daga í ferðina. „Leið
Amundsens er stysta leiðin á suður-
pólinn, en e.t.v. sú erfíðasta. Við
þurftum að aka 780 km yfir ísbreið-
una og komast svo upp á hásléttuna
í nærri 3.000 metra hæð, segir
Monica Kristiansen. „Við ferðuð-
umst á nóttunni, tveir með hvem
sleða með sömu hundum og tjald
og með ákveðin verk að vinna. Allt
varð að vera í skorðum, svo maður
gæti unnið verkin blindandi þegar
maður var að gefast upp af þreytu
að kvöldi. í tjaldinu var hitinn 0
stig meðan kveikt var á prímusnum,
annars eins og úti, frá 10 til 40
stiga frost. Eftir að hafa tafist í
lausamjöll og snjókomu á fyrsta
hluta ieiðarinnar, kom að erfiðasta
farartálmanum, Axel Heiberg-jökl-
inum, þessum snarbratta sprangna
jökli þar sem þurfti á 40 km leið
að klifra upp í 2.700 metra hæð.
Hefðum við ekki vitað að þama
hlaut Amundsen að hafa farið upp,
hugsa ég að við hefðum hætt við
og talið það ófært. Hann hafði ekk-
ert sér til leiðbeiningar og átti á
hættu að geta ekki einu sinni snúið
eykinu við milli sprungna. En við
höfðum lýsingu hans frá 1912, að
vísu ónákvæma, og kort sem enskur
maður hafði dregið upp fyrir okk-
ur, en hann hafði 1962 farið þama
niður, en aldrei upp.“ Fyrsti hluti
ferðarinnar hafði sem sagt gengið
hægar en áætlað var vegna snjó-
komu, nokkurra daga óveðurs og
leitar að birgðastöð 2 og verða allir
þeir erfiðleikar ekki raktir hér.
Tíminn var að hlaupa frá þeim.
í fimm ár höfðu þau verið að
undirbúa þessa ferð og vora nú 6
dagleiðir frá Suðurpólnum. Komin
upp yfir hindranimar og háslétta
framundan á áfangastað. En tíminn
mundi ekki duga til að ná þangað
og til baka til skipsins fyrir 28.
febrúar, síðasta daginn sem skip-
veijar töldu sig geta beðið þeirra.
Áttu á hættu að skipið lokaðist inni
í ísnum yfír veturinn og jafnvel
malaðist. „í rauninni var engin
spuming um að snúa við. Rökrænt
var það ekki erfíð ákvörðun," segir
Monica. „En tilfinningalega var hún
ákaflega erfið. Fyrir okkur fjögur
var það kannski áhættunnar virði,
en við máttum ekki hætta áhöfn
skipsins þar sem margir voru fjöl-
skyldumenn. Auk þess sem fjöldi
fólks hefði líklega hætt lífinu til að
leita okkar.“ Þau höfðu um það að
velja að reyna að láta bjarga sér
með flugvél frá amerísku stöðinni
af Suðurpólnum, sem er erfiðleikum
bundið því loftið er svo þunnt að
jafnvel er undir hælinn lagt hvort
stór Herkules-flugvél nær sér upp,
eða snúa við og ljúka rannsóknum
sínum og hirða upp vísindagögn sín
á bakaleiðinni. Það gerðu þau og
náðu skipinu. Þegar þau komu um
borð skildu þau áhyggjur skipveija.
ísingin var svo mikil á skipinu að
skipveijar höfðu verið alla nóttina
að höggva ís og dugði vart til.
Mátti engu muna. Þau höfðu ferð-
ast 2.000 km á 72 dögum og náð
að vinna nærri allar þær vísindalegu
athuganir sem þau ætluðu. Aðeins
eitt sýni sem þau ætluðu að taka á
pólnum sjálfum var eftir, en skipti
ekki miklu. Og í bakaleiðinni höfðu
þau fundið einu merkin sem eftir
era um Amundsen, vörðu á kletti
sem þau festu á áletraðan skjöld
um ferð hans.
„Erfíðast reyndist að fullvissa'
skipsmenn á morsi um að við mund-
um hafa þetta af og verða á til-
teknum tíma við ísröndina. Þeir
höfðu fengið blöðin um borð með
öllum skrifunum um þá hættu sem
við væram í og hve illa við væram
haldin. Sem betur fer höfðum við
engin blöð og vissum ekkert um
þetta," segir Monica. Hvemig fengu
blöðin þessar fréttir, úr því þær
komu ekki frá skipinu sem eitt náði
þó stundum sambandi við þau?
„Bjuggu það til,“ svarar Monica um
hæl. „Tóku áætlunina okkar og leið-
ina og bára það saman við leið
Amundsens. Því væram við ekki
komin lengra? Við mundum fijósa
inni. Gengu svo langt að ná í forsæt-V
isráðherra og létu hann segja að
hann mundi veita okkur hjálp,
hvemig sem átti nú að fara að Jiví.
Jú, jú, það var fylgst með okkur
um allan heim. Áhuginn kannski
mestur ef hugsanlegt væri að við
væram að farast."
Þegar Monica er spurð hvort hún
hafi hug á að reyna aftur að kom-
ast á Suðurpólinn, svarar hún.
„Ekki bara til að komast á Suður-
pólinn. Það hefur Norðmaður þegar
afrekað, Roald Amundsen, svo það—
er óþarfi. Aðeins ef það væri til
vísindalegra rannsókna. Og það
væri gaman.“
Þar sem frést hefur að heim-
skautafarinn Monica Kristensen
hafi flutt erindi á Kvennaráðstefn-
unni í Osló í sumar, liggur beint
við að spyija hana hvort henni hafi
fundist erfiðara að vera kona í slíkri
heimskautaferð. Nei, svarar hún
með áherslu. Ég var ekki að hugsa
um það. En kannski hefí ég sem
leiðangursstjóri haft annan stfl á
stjómuninni af þeim sökum. Ég er
ekki þannig leiðtogi að ég leggist
undir feld og komi svo undan hon-
um og lýsi yfir í erfíðri stöðu:
„Þetta geram við. Ég hefi tekið V/'
þessa ákvörðun." Við ræddum mál-
in þar til við voram annaðhvort
orðin sammála eða allir vora sofn-
aðir. Ég vakti lengst. Heima hafði
ég gert það ljóst að ég bæri ábyrgð-
ina og réði endanlega. Rak fólk
hiklaust í undirbúningsvinnunni ef
það vildi ekki gera það sem ég
hafði tekið ákvörðun um. En eftir
að við lögðum af stað fannst mér
ég hafa fengið þá menn, sem í viss-
um tilvikum vissu betur en ég. Að
vísu komu tilvik, þar sem ég var í
minnihluta, og að ég tók ákvörðun
eftir minni tilfinningu um hvað
væri rétt. Annars var ég á Kvenna-
ráðstefnunni í Osló að tala um
streitu og að spjara sig undir álagi.
Meðan á undirbúningnum stóð var
ég undir gífuriegu álagi í mjög lang-
an tíma, nótt og dag, íjármagn
þurfti að útvega og við skulduðum
svo mikið. En ég vildi ekki aðstoð,
kaus að taka alla ábyrgðina sjálf.
Ég var að benda á að konur þurfa
ekki alltaf að vera að sanna sig,
alltaf að streitast við að vera best-
ar. Að þær þurfí hreint ekki að
vera bestar f öllu sem þær eru að
keppa að. En við verkefnið sjálft
fann ég ekki tíl þess að ég væri
kona, hugsaði ekki um mig sem
konu. Ég var að hugsa um aðra
og viðfangsefni okkar.“
Viðtal: Elín Pálmadóttir.
Myndir úr bók og fyrirlestri
Monicu Kristensen, teknar
af leiðangursmönnum.
____________________________________