Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 66
am
MORGUNBLAÐIÐ,
ÓLYMPÍULEIKARNIR QQ£> \ SEOUL ’88
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
OLYMPIULEIKARNIR I SEOUL
ÍÞRÚmR
FOLK
■ MIKE Melton, hamast nú,
eins og brjálaður vísindamaður í
gamalli bíómynd í, litlu herbergi í
ólympíuþorpinu. Hann er að vinna
að hönnun nýrra hjóla fyrir Banda-
ríkjamenn og hann verður að hafa
hraðan á því hjólreiðakeppnin er
að hefjast. Hann sefur sjálfur í
þéssu litla herbergi þar sem verk-
færi liggja út um allt. „Ég vil vera
hjá hjólunum því annars gætu
keppinautar komist að leyndarmál-
inu,“ sagði Melton. Þetta er í fyrsta
sinn sem keppt er á þessum hjólum
á alþjóðlegu móti, en þau voru not-
uð á úrtökumóti Bandarikjamanna
í sumar. „Þetta eru bestu hjól í
heimi og við vitum það,“ sagði
Melton. „Þegar keppinautar okkar
sjá þau fá þeir taugaáfall," bætti
hann við sigurviss.
■ / TENNISKEPPNI Ólympíu-
leikanna verður tæknin notuð til
að sjá hvort boltinn er inná vellinum
eða utan hans. En það hefur ekki
gengið vel að koma þessum búnaði
og óvíst hvort hann nær í
tæka tíð. Bandarískir tæknimenn
komu til Seoul í gær en þegar þeir
ætluðu að setja búnaðinn upp kom
í ljós að einhver hafði gleymt að
senda hann! Síðar kom í ljós að
tækin voru öll enn á flugvellinum.
Þau voru því sett um borð í næstu
vél og munu koma til Seoul í dag.
Það má vart tæpara standa og
bandarísku tæknimennimir verða
að vinna dag og nótt.
■ BANDARIKJAMENN munu
'^Ri fylgja fordæmi Sovétmanna
og borga keppendum sínum uppbót
fyrir verðlaun á ólympíuleikunum.
„Við teljum ekki að rétt sé að veita
peningagreiðslur fyrir árangur,"
sagði Bob Melmick, forseti banda-
rísku ólympíunefndarinnar. „Það
samræmist ekki hugsjón Ólympíu-
leikanna," sagði Melmick. Sovét-
menn munu hinsvegar borga um
eina milljón króna fyrir gullverð-
laun, 400 þúsund fyrir silfurverð-
laun og 200 þúsund fyrir brons.
„Við teljum að það auki metnað
íþróttamanna að vita af greiðslum
fyrir góðan árangur," sagði Marat
Gramov, íþróttamálaráðherra Sov-
étrikjanna.
_____________________
HANDBOLTI:
Landsliðið
fékkfrí
Þar sem vitað var að gangan inn
á Ólympíuleikvanginn í Seoul
yrði erfið ákvað Bogdan Kowalc-
zyk, þjálfari landsliðsins, að gefa
leikmönnum sínum frí eftir
gönguna. Strákamir fengu því sinn
fyrsta frídag hér í Seoul.
. Handknattleiksmennimir em
mjög ánægðir með alla aðstöðu
hér, segja hana betri en í Los Ange-
les 1984. Hætt hefur verið við að
leika æfingaleikinn gegn Spánverj-
um, eins og stóð til. Olafur Jóns-
son, flokksstjóri landsliðsins, sagði
að landsliðið fengi eina æfíngu á
keppnisstað fyrir leikinn á móti
Alsír á þriðjudag. Sú æfíng er í
dag, sunnudag, S borginni Suwon —
sem er 40 km fyrir sunnan Seoul.
Reuter
Velkomin!
Þúsundir Suður Kóreubúa bjóða þátttakendur og aðra áhorfendur velkomna á 24. Ólympíuleikana, með því að mynda orðið „velkomin" á ensku. Setningarhátíðin
var stórkostleg I einu orði sagt — sambland sambland af skemmtun og spennu í 200 mínútur en um leið táknræn fyrir sögu mannkyns, þar sem byggt var á fomri
trú Kóreumanna með samband himins, jarðar og manns að leiðarljósi.
24. Ólympíuleikamir settir í Seoul aðfararnótt laugardags:
Reuter
Fallhlffarstökkvarar tóku þátt f þessari glæsilegu setningarhátfð — mynd-
uðu ólympfuhringina í lofti og svifu slðan gullnir til jarðar — tengingu var
komið á með friði og velmegun.
Ósk um nýjan
og betri heim
Atriðin táknræn fyrir söguna og
undirstrikuðu vilja allra um frið,
samlyndi og framfarir
SETNINGARHÁTÍÐ Ólympíu-
leikanna í Seoul aðfaranótt
laugardags að íslenskum tíma
en um hádegi í gœr í Kóreu var
stórkostleg í einu orði sagt.
Hún var sambland af skemmt-
un og spennu í 200 mínútur en
um leið táknrœn fyrir sögu
mannkyns, þar sem byggt var
á fornri trú Kóreumanna með
samband himins, jarðar og
manns að leiðarljósi. Nýr og
betri heimur varð til, þar sem
von um frið, samlyndi og fram-
farir sat í fyrirrúmi.
Olympíuleikar eru tákn samein-
ingar og setningin var í beinni
útsendingu um allan heim, en 70
þúsund manns fylgdust með á vell-
inum. Glæsilega út-
færð atriði voru
sjálfstæð en mynd-
uðu eina órofna
heild — einkennandi
J
Steinþór
Guðbjartsson
skrifarfrá
Seoul
fyrir tímann, sem líður stöðugt og
verður ekki stöðvaður.
Hlndranlr
Mörgun hindrunum þurfti að
ryðja úr vegi til að Ólympíuleikam-
ir gætu farið fram í Seoul. Nær
allar þjóðir sameinuðust um að
yfírstíga þessar hindranir og hátíðin
undirstrikaði þá von að leikamir
yrðu til að sameina þjóðir í eina
heild, sem gæti lifað í sátt og sam-
lyndi um ókomna framtíð.
Til að undirstrika þetta hófst
hátíðin á Han-ánni en ekki innan
veggja leikvangsins. Heimsálfumar
sex eru umluktar heimshöfunum sjö
og þannig tengir Han-áin, sem ligg-
ur í gegnum borgina, Ólympíuleik-
vanginn við umheiminn án hindr-
ana.
Helldlr
Innan vallar skiptust atriðin í
þijár heildir, byijunaratriði, sjálfa
setninguna og lokaatriðið þar sem
HAPPDRÆTTl
4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno
Fieildarverómœti vinninga 16,5 milljón.
/j/tt/r/mark
i ti i nmr