Morgunblaðið - 18.09.1988, Qupperneq 68
NÝTT FRÁ KODAK
................... r.^.r
RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Vopnafjörður:
Tæplega 20
þurrir dagar
’='síðan 7.júlí
„SÍÐASTLIÐIÐ sumar var
versta óþurrkasumar í Vopna-
firði síðan árið 1950,“ sagði
Ágústa Þorkelsdóttir, húsfreyja
á Refstað í Vopnafirði, í samtali
við Morgunblaðið. „Þurrir dagar
ná þvi ekki að vera 20 talsins
síðan við byrjuðum heyskap 7.
júlí,“ sagði Ágústa.
„Heyskapur tafðist um mánuð
vegna rigninganna en er nú víðast
hvar lokið. Það hefur verið gott
veður hér síðan á miðvikudaginn
og það hefur bjargað miklu. Það
er því ekki neyðarástand hér og
^A'nn náðu inn góðum heyjum,
þ'rátt fyrir rigningamar. Flestir eru
innan við 3 vikur að heyja ef veður
helst gott,“ sagði Ágústa.
Siglufjörður:
Kaupa nýtt
dæluskip fyr-
æ 71 milljón
Dýpkunarfélagið hf. á Siglu-
firði hefur fest kaup á nýju dœlu-
skipi í stað Grettis sem sökk
nýlega vestur af Dritvíkurbjörg-
um. Hið nýja skip kemur frá
Finnlandi og er kaupverð þess 6
milljónir og 750 þúsund finnskra
marka eða um 71 miHjón króna.
Jóhannes Lárusson fram-
kvæmdastjóri Dýpkunarfélagsins
segir að skipið muni fyrst um sinn
verða tekið á leigu til flögurra
mánaða meðan leitað er leyfis yfír-
valda til kaupa á því. Skipið er
gröfuprammi af sömu gerð og
Plrettir var en stærra og stöðugra.
Það er 33 metrar á lengd og 12
metrar á breidd.
Jóhannes segir að ekki hafí verið
um annað að ræða fyrir félagið en
kaupa þetta skip strax. Nú sé höfn-
in í Sandgerði svo gott sem lokuð
og hafí félagið gert samning um
að dæla upp úr höfninni svo hægt
sé að opna hana. Einnig bíði stórt
dæluverkefni í Hafnarfjarðarhöfn.
Áætlað er að hið nýja skip komi til
landsins þann 15. október.
Bandaríkjaför Sykurmolanna lokið
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Sykurmolarnir luku á þriðjudag velheppnaðri tónleikaför
sinni um Bandaríkin er þeir héldu þrítugustu tónleika ferðar-
innar í Boston fyrir troðfullu húsi, en um 2.000 manns voru
á tónleikunum. Plata hljómsveitarinnar, Life’s too Good,
hefur nú selst i yfir 200.000 eintökum í Bandaríkjunum og
er enn á uppleið, en af plötunni seljast um 3.000 eintök á
dag. Hljómsveitin er væntanleg út til íslands í fyrramálið.
Þessi mynd var tekin í Ritz-tónleikastaðnum í New York
síðastliðinn sunnudag, en þar lék hljómsveitin fyrir um 1.500
manns við góðar undirtektir. Nánar er sagt frá tónleikum
hljómsveitannnar í Washington sl. laugardag og New York-
tónleikunum á bls. 38 og 39 í blaðinu í dag.
Þorsteinn Pálsson:
Einsdæmí að tillögu sé hafn-
að fyrir ríkissljórnarfund
Ríkisstjórnarfundur var boð-
aður í gær klukkan 15, þar sem
leggja átti formlega fram tillögu
Þorsteins Pálssonar, forsætis-
ráðherra um aðgerðir í efna-
hagsmálum. Bæði Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur hafa þeg-
ar hafnað þessari tillögu forsæt-
Rannsókn vegna alvar-
legra slysa í Bláa lóninu
Grindavík.
Bæjarfógetaembættið í Keflavík hefur hafið umfangsmikla rannsókn
á öryggisþáttum við Bláa lónið við Grindavík og óskað eftir við Heil-
brigðiseftirlit Suðurnesja að það annist þann hluta rannsóknarinnar
' sem snýr að þvi. Rannsókninni er hleypt af stað í kjölfar þess að
frönsk stúlka fannst meðvitundarlaus i lóninu í siðustu viku en áður
hafa orðið þijú dauðaslys þar.
Karl Hermannsson yfírlögreglu-
þjónn í Keflavík staðfesti f samtali
við fréttaritara Morgunblaðsins að
'"■‘þessi rannsókn væri hafín og að full-
trúi heilbrigðiseftirlits Suðumesja
hefði þegar kannað staðhætti við
Bláa lónið. „Með þessari rannsókn
er verið að leita eftir hugsanlegum
orsökum þeirra §ögurra alvarlegu
slysa sem þegar hafa orðið. Þetta
svæði er notað sem baðstaður en
aðstæður eru ekki allar heppilegar
sem gjótur og hraunnibbur í
ootninum, öryggisatriði varðandi los-
un heits vatns frá orkuverinu og
gæsla á svæðinu," sagði Karl.
Júlíus Jónsson, framkvæmdastjóri
Qármálasviðs Hitaveitu Suðumesja,
sagði að þessi rannsókn gæti ekki
beinst að hitaveitunni því hún legði
aðeins til hús en hefði sjálf engin
leyfi til neins reksturs sem rannsókn-
in beinist að. „Við rekum orkuver
sem skapaði Bláa lónið þar sem heita
vatnið fossar út í. Því er Bláa lónið
öryggisventill fyrir orkuverið en ekki
öftigt og því verður ekki breytt,"
sagði Júlíus.
Guðmundur Guðbjömsson, annar
rekstraraðili baðhússins við Bláa lón-
ið, sagði að sér kæmi þessi rannsókn
spánskt fyrir sjónir en hann kvað
hana samt af hinu góða. „Við höfum
aukið öryggi gesta með því að fjölga
aðvörunarmerkjum og hafa gæslu-
mann á varðbergi. Við verðum hins
vegar að endurskoða rekstrarstöð-
una ef farið verður fram á kostnað-
arsamar breytingar og þá verður
Hitaveitan að koma þar inn í. Við
erum með ákveðnar hugmyndir um
uppbyggingu á þessum stað og er
frumvinna hafín á því hvemig að-
staðan og öryggisþátturinn þarf að
vera í framtíðinni. Þetta er á réttri
leið og þarf að leggjast fyrir skipu-
lagsnefnd Grindavíkur áður en hægt
verður að hefja framkvæmdir," sagði
Guðmundur. — Kr.Ben.
isráðherra. Þorsteinn Pálsson
sagði i samtali við Morgunblaðið
í gær að það væru einstæð vinnu-
brögð í íslenskri stjóramálasögu
að þingflokkar höfnuðu tillögu
áður en hún væri lögð fram í
rikisstjórn. Hann sagðist að-
spurður ekki ætla að taka
ákvarðanir um framtíð stjóraar-
samstarfsins fyrr en að rikis-
stjóraarfundi loknum.
„Eg tel að teningunum hafí í
raun verið kastað á föstudag þegar
við báðum forsætisráðherra að
draga þessa tillögu til baka og því
var hafnað," sagði Steingrímur
Hermannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins. „Sú gjá sem þegar
var farin að myndast hefur dýpkað
svo mikið nú að ég sé enga leið til
að brúa hana. Þetta er sorglegur
endir."
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði það
vera spumingu hvort forsætisráð-
herra hefði lagt tillögu sína fram
gagngert til að slíta stjóminni.
„Formenn samstarfsflokkanna
skoruðu báðir á hann að draga til-
löguna tii baka og vöruðu við að
ekki yrði aftur snúið ef tillagan
kæmist í hámæli. Það gerist ekki
oft að forsætisráðherra sem segist
vera að leggja sig allan fram um
að halda saman liði og leita mála-
miðlunar hafni slíkum tilmælum frá
formönnum samstarfsflokka.“
Samkvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar á tillögum forsætis-
ráðherra yrði telq'utap ríkissjóðs
vegna lækkunar söluskatts á mat-
væli um 4.200 milljónir króna, en
2.700 milljónir króna þegar lækkun
niðurgreiðslna um 1.500 milljónir
króna er tekin með. Til að mæta
þessu tekjutapi yrði tekjuskattur
einstaklinga hækkaður um 2% sem
skilaði um 2.800 milljónum króna
í ríkissjóð.
Almennar matvörur muni lækka
um 12% en landbúnaðarvörur yrðu
á óbreyttu verði. Hagstofa'n áætlar
að vísitala framfærslukostnaðar
myndi lækka um 1,5% á þessum
forsendum.
Þjóðhagsstofnun reiknar út að
tillögur forsætisráðherra muni
koma haila frystingarinnar úr 8%
í engan og botnfískveiða og -vinnslu
úr 6% í V2%. Samkvæmt útreikning-
um Hagstofunnar á áhrifum að-
gerðanna á verð matvara myndu
vörur svo sem mjöl, grænmeti, kart-
öflur, kaffí og gosdrykkir lækka
um 12%, fiskur um 7,1%, kjötvörur
um 2,5% og egg og mjólkurvörur
um 0,4%.