Morgunblaðið - 25.09.1988, Qupperneq 1
96 SIÐUR B
219. tbl. 76. árg.
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hersveitir enn
á götum Jerevan
Moskvu. Reuter.
SVEITIR úr fastaher Sovétríkj-
anna héldu uppi lögrim og reglu
í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í
gær, eftir að mikill mannQöldi
hafði tekið þátt í mótmælaað-
gerðum þar vegna deilnanna um
yfirráð yfir sjálfestjórnarsvæð-
inu Nagorno-Karabak.
Talsmaður Jerevan-útvarpsins
sagði þó, að engir hermenn væru á
Óperutorginu, sem verið hefur aðal-
fundarstaður mótmælafólksins
síðastliðna sjö mánuði. Á föstudags-
kvöldið safnaðist þar enn saman
mikill mannfjöldi og krafðist þess,
að yfirráð Nagomo-Karabaks yrðu
tekin af Azerbajdzhan og fengin
Armeníu í hendur, auk þess sem
tryggt yrði öryggi armenska meiri-
hlutans þar.
í sovéskum sjónvarpsfréttum var
greint frá því, að óróinn hefði
breiðst út til Bakú, höfuðborgar
Tíbet:
DalaiLama
samþykkir
viðræður
Nýju Dell. Reuter.
ANDLEGUR leiðtogi Tíbetbúa,
Dalai Lama, hefúr samþykkt boð
kínversku stómarinnar um bein-
ar viðræður við Peking-stjóm-
ina. Útlagastjóra leiðtogans, sem
hefur aðsetur í Indlandi, sagðist
telja að Kínverjar vildu í raun
scmja um framtíð Tíbet.
Skilyrði Kínvetja fyrir viðræðun-
um eru að Dalai Lama gefi upp á
bátinn hugmyndir sínar um fullt
sjálfstæði Tíbets. í yfirlýsingu út-
lagastjómarinnar um tilboð
Kínveija er ekki drepið á þá kröfu
en minnt á að Dalai Lama hafi í
júní síðastliðnum samþykkt þá hug-
mynd að Tíbet fái sjálfsforræði inn-
an Kínaveldis. Ekki hefur enn verið
ákveðið hvar og hvenær væntanleg-
ar viðræður fara fram.
Dalai Lama flúði frá Tíbet 1959
eftir misheppnaða uppreisnartil-
raun gegn Kínverjum en Tíbet var
öldum saman kínverskt skattland.
Kommúnistastjóm Kína hemam
landið skömmu eftir valdatöku sína
1949. Kínversk yfirvöld segja að
alls 11 manns hafi týnt lífi í átökum
sjálfstæðissinna í höfuðborg Tíbets,
Lhasa, við lögreglumenn á þessu
og síðasta ári en tíbeskir útlagar
segja tölu fallinna hafa verið mun
hærri.
Azerbajdzhans. Þar hefðu „upp-
reisnarseggir" reynt að skipuleggja
mótmælaaðgerðir og hefði öryggjs-
gæsla í borginni verið efld til muna.
í Stepanakert, höfuðborg Nag-
omo-Karabaks, er atvinnulífið enn
lamað af verkföllum, sem hófust
12. september síðastliðinn. Sagði
Tass-fréttastofan, að vopn hefðu
verið gerð upptæk í borginni og
lögregla handtekið brennuvarga og
íbúa, sem hunsað hefðu útgöngu-
bannið, er verið hefur í gildi frá því
að neyðarástandslög voru sett þar
á miðvikudag.
Geislavirk-
ur tefarmur
Dubai. Reuter.
KOMIÐ hefur í Jjós að eitt hundr-
að tonn af tei, sem flutt vom til
Sameinuðu fústadæmanna frá
Iran, era geislavirk. Tollgæslu-
menn í hafnarborginni Sharjah
innsigluðu farminn og komst
ekkert af honum í hendur neyt-
enda.
Geislavirknin mældist þrisvar
sinnum hærri en leyfilegt er, 1,872
Becquerel af sesíni 137 í hveiju
kflógrammi. Talsmenn yfírvalda
sögðust hvorki vita með vissu hvar
telaufin hefðu verið ræktuð né
hvemig þau hefðu orðið fyrir geisl-
un. Farmurinn verður sendur aftur
til írans.
Þetta er í fyrsta sinn sem geisla-
virkni finnst I innfluttu tei í landinu
en áður hefur hún mælst í eggjum
og annarri innfluttri matvöru.
Nýtt heimsmet
Reuter
Ben Johnson (t.v.) frá Kanada sést hér setja nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum
í Seoul í fyrrinótt. Tími Johnsons var 9,79 sekúndur. Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis (t.h.) varð
að sætta sig við annað sætið. Sjá nánar á bls. 38.
Shultz og Shevardnadze:
Nýr leiðtogafundur risa-
veldanna ekki á dagskrá
Góður árangur í viðræðum um takmörkun á hefðbundnum vopnabúnaði
Washington. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Eduard
Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétrikjanna, luku
tveggja daga viðræðum sinum í
Washington á föstudag og sögðu
góðan árangur hafa náðst í við-
ræðum um fækkun hefðbund-
inna vopna. Hins vegar er (jóst
að lítið miðar í viðræðum risa-
veldanna um langdræg kjarna-
vopn og geimvarnir. Shultz lagði
sig fram um að kveða niður allan
orðróm um fyrirhugaðan fimmta
fúnd Reagans Bandaríkjaforseta
og Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
áður en Reagan lætur af emb-
ætti í janúar á næsta ári.
„Ég veit ekki um neitt sem gæti
orðið til þess að slíkur fundur yrði
haldinn," sagði Shultz á blaða-
Svíaher á heljarþröm vegna féleysis
Stokkhólmi. Frá Erik Lidcn, fréttaritara MorgunblaðBÍns.
SÆNSKI herinn á við alvarlega fjárhagsörðugleika að etja og
er alls ófeer um að veija landið ef á það er ráðist. Kemur þetta
fram hjá yfirmanni herráðsins, sem segir, að eigi herinn að standa
undir nafiii þurfi hann á að halda rúmum 36 mil(jörðum ísl. kr.
strax og um 100 mil(jörðum fram til ársins 1992.
1 skýrslu, sem Bengt Gustafs-
son, yfírmaður hersins, leggur
fram jiú um mánaðamótin, segir,
að erlfendum her mundi veitast
það létt verk og löðurmannlegt
að ganga á land í Svíþjóð enda
sé sænski herinn ófær um að veij-
ast skyndiárás. Á það er bent, að
komi til heimsstríðs muni Svíar
dragast fyrr inn í það en áður var
talið vegna þess, að f áætlunum
stórveldanna hafí mikilvægi
landsins og annarra Norðurlanda
stóraukist.
Árlegur kostnaður Svía af
hemum er rúmir 180 milljarðar
fsl. kr. en Bengt Gustafsson seg-
ir, að aðeins Norrlands-hemum
og flughemum sé hægt að jafna
til þess, sem best gerist með öðr-
um þjóðum. Aðrar hersveitir séu
svo illa búnar, að þær geti í raun
ekki veitt neina mótspymu komi
til styrjaldar.
Gustafsson segir, að sænski
sjóherinn sé sérstaklega illa búinn
og hafi öllum áætlunum um end-
umýjun skipa og annars búnaðar
verið frestað í spamaðarskyni.
Jan Östlund, majór í sænska hem-
um, segir, að stjómmálamennimir
velti fyrir sér hverri krónu, sem
til hersins fari, og sjái jafnvel of-
sjónum yfir kostnaðinum við reið-
hjólin, helsta fararskjóta margra
sænskra hermanna.
mannafundi í Hvfta húsinu. Líklegt
er talið að fundur þeirra Shev-
ardnadzes og Shultz verði síð^sti
fundur svo háttsettra ráðamanna
stórveldanna tveggja áður en for-
setaferli Reagans lýkur í janúar.
Shevardnadze sagði að svo mikið
hefði breyst í samskiptum ríkjanna
að ástæðuiaust væri að varpa frá
sér öllum vonum um frekari árang-
ur. Hann kvartaði þó sáran undan
því sem hann kallaði tilraunir Pak-
istana, náinna stuðningsmanna
Bandaríkjamanna, til að eyðileggja
samning þann er gerður var um
frið í Afganistan fyrir tilstuðlan
Sameinuðu þjóðanna. Sagði ráð-
herrann ástandið svo alvarlegt að
nauðsynlegt gæti orðið fyrir utan-
ríkisráðherra risaveldanna beggja,
ásamt utanríkisráðherram Pakist-
ans og Kabúlstjómarinnar í Afgan-
istan, að eiga fund í New York til
að hindra friðarsamninginn í að
verða að „ónýtum pappírsmiða".